Dagur - 13.06.1951, Page 5

Dagur - 13.06.1951, Page 5
Miðvikudaginn 13. júní 1951 D AGUR 5 Gamanleikurinn „Elsku Ruf" sýndur á Akureyri Leikflokkur frá Leikfélagi Reykjavíkur sýnir Leikstjóri: Gunnar R. Hansen Ingimar Eydal, fyrrv. ritstjóri, kjörinn heiðursfélagi Kaup* féiags Eyfirðinga Avarp Brynjólfs Sveinssonar menntaskóla- kennara á aðalfundi félagsins Elsku Rut var þjóðfræg orðin löngu áður en hina góðu gesti Leikfélags Reykjavíkur bar hér að garði í s. 1. viku. Reykjavíkur- blöðin og útvarpið höfðu kynnt hana fyrir landslýðnum og gert það með þeim hætti, að marga hér um slóðir fýsti að komast í nánara samfélag við hana og hennar heimilisfólk. Nú hafa menn fengið tækifæri til þess að fá þessa ósk sína upp- fyllta. Leikfélagið er komið hing- að með leikinn og sýnir hann hér um þessar mundir við ágæta að- sókn. Og viðtökur áhorfenda eru þannig, að menn hafa komizt á snoðir um þau sannindi, að það er ekki alltaf satt, að fjarlægðin geri mennina mikla. Eg hefi engan hitt, sem hefur orðið fyrir vonbrigðum að sjá Elsku Rut á senunnni hér. Hér er um að ræða nýlegan amerískan gamanleik, og það sannast hér — eins og oftast áður er það hefur verið reynt — að íslendingar kunna vel að meta einfalda og hispurslausa gaman- semi af þessu tagi, þar sem öll skcmmtunin er innifalin í hröð- um og hnyttnum tilsvörum og atburðum sem ekki eru með neinum ólíkindablæ heldur eru næsta hversdagslegir og gætu hafa gerzt í húsi nágrannans. En slíka sjónleiki er oft á tíðurn erf- iðara að sýna svo að þeir njóti sín en leiki þar sem treyst er á afkáraskap til þess að vekja hlát- ur. Það mun sannast sagna, að „Elsku Rut“ sé ekki mikið bók- mennta afrek, og við lestur leiks- ins mundi leikmaður e. t. v. efast um, að þarna væri á ferð sjón- leikur, sem líklegur væri til að vinna hylli áhórfenda. En þegar góðir listamenn fara með hlutverkin — fólk, sem kann hin réttu tök — verður annað uppi á teningnum. Þá verða þær setningar, sem á papp- írnum virðast næsta ófleygar, vængjaðar, í munni leikendanna og hrífa áheyrandann og áhorf- andann og vekja léttan og einlæg an hlátur. Þannig er líka að verki verið á senunni hér um þessar mundir og til þess má rekja hina ágætu aðsókn og þær góðu und- irtektir, sem þessi leikur hefur fengið bæði sunnan og norðan heiða. Bæjarmönnum hér gefst og að þessu sinni kostur á að sjá ýmsa þjóðfræga leikara — sem þeir þekkja aðeins af afspurn — og eykur það vitaskuld aðdráttarafl leiksins. í „Elsku Rut“ eru flest hlut- verkin allstór og innviðamikil og þar hvílir leikurinn ekki á frammistöðu einnar „stjörnu“ heldur krefst hann margra góðra leikkrafta. í hugum áhorfenda, mun hlutverk heimilisföðursins og dómarans þó þykja einna mest enda má og segja, að ef það hlut- verk væri í höndum einhvers aukvisa, mundi allur leikurinn fara í handaskolum. En það er nú eitthvað annað en að svo sé. Þor- steinn O. Stephensen gerir meira en leika þennan geðfellda, hvers- dagslega ameríska eiginmann og föður, hann er blátt áfram þessi persóna. Þetta er maðui', sem er þannig gerður aðeðlisfariaðhann sér hina kímilegu hlið lífsins, en hann fer vel með þennan eigin- leika og hampar honum ekki í tíma og ótíma heldur aðeins á réttum augnablikum, og þess vegna er hann líka dýrmætur. Þorsteinn fer snilldarlega með þetta hlutverk. Áhorfendum þyk ir blátt áfram vænt um hinn ró- lynda, umburðarlynda og orð- heppna dómara. Þetta er maður að þeirra skapi! Betri viðurkenn- ingu gæti leikarinn ekki hlotið af þeirra hendi. Konu dómarans, húsmóðurina og móðurina, leikur Anna Guð- mundsdóttir,og er samleikur þeirra Þorsteins ágætur og frúin einnig sönn í leik sínum. Þetta er amerísk millistéttarfrú, að út- liti og innræti eins og þær eru æði margar. Dæturnar í húsinu leika þær Erla Sigurleifsdóttir (Rut) og Sigrún Magnúsdóttir (Miriam). Áhorfendum mun fyrst í stað mest forvitni að sjá „elsku Rut“, og víst má fullyrða að þeir verði ekki fyrir von- brigðum með hana, því að hún er falleg og elskuleg og leikur hlut- verk ungu stúlkimnar mjög létt og óþvingað og eðlilega. En Miri- am kemur áhorfendum á óvart, enda hafa þeir ekkert um hana heyrt þótt Rut hafi lengi verið á hvers manns vörum. Miriam er amerísk skólatelpa, „bobby- soxer“,'ein af þeirri tegundinni, sem heldur að hún og stallsystur hennar viti lausn alþjóðavanda- málanna og raunar úrlausnir flestra mannlegra samskipta. Frk Sigrún leikur þessa telpu mjög skemmtilega og eðlilega og er hlutverkið þó erfitt á ýmsan hátt. Miriam er óútreikanleg og ímyndunarafl hennar og þó fremur framkvæmdaáhugi, koma hinum spaugilegu atburðum leiksins af stað og halda þeim gangandi. Miriam verður í með- ferð Sigrúnar ein skemmtilegasta persóna leiksins. Unga liðsforingjann — elsk- hugann og sjarmörinn, — leikur Gunnar Eyjólfsson. Hann hafði eg ekki séð hér fyrr — en þekki úr útvarpi og af- spurn. Við urðum ekki fyrir von- brigðum. Leikur Gunnars er mjög hressilegur en jafnframt eðlilegur og óþvingaður. Manni virðist af þessrnn stuttu kynnum, að þarna sé leikari, sem mundi valda stærri og erfiðari hlut- verkum en þessu. Albert — hinn skrítilega kærasta og fjárafla- mann, sem að lokum fær þung- lega að kenna á þeim „fórnum", sem þarna eru færðar á altari föðurlandsins, leikur Wilhelm Norðfjörð. Albert er enginn skörungur, en gerir þó virðing- arverðar tilraunir til sjálfsvarn- ar og tekst Wilhelm vel að sýna undanhald hans, sóknartilraun og lokaósigur. Nína Sveinsdóttir leikur þjónustustúlku, og er leik ur og gerfi skringilegt og má þó ekki meira að gera, en hlutverkið vekur hlátur. Minni hlutverk leika Guðný Pétursdóttir og Ámi Tryggvason, einkar smekklega, og loks birtist leikstjórinn óvænt í óvæntu gerfi og bindur enda- hnútinn á skemmtilegt og hressi- legt kvöld og vitaskuld er þáttur hans meiri en hér er til þessa talið. Hin snurðulausa sýning, hraði hennar og ágæt meðferð leikenda segir vitaskuld sína sögu um handbragð leikstjórans, Gunnars R. Hansen. Að öllu samanlögðu var „Elsku Rut“ olíkur kærkominn gestur og allir munu áhorfendur þakka Leik- félagi Reykjavíkur komuna. Meðalverð íslenzkra útflutnings- vara í apríl í Hagtíðindum er mánaðarlega birt yfirleit um útfluttar íslenzk- ar afurðir, vörumagn og heild- arsöluverð í íslenzkum krónum. Degi þykir líklegt, að ýmsum af lesendum hans þyki fróðlegt að fylgjast með þessum efnum og birtir því að þessu sinni skýrslu um meðalverð íslenzkra útflutn- ingsvara í apríl síðastliðnum. Er verðið reiknað í einingum, sem oftast er eitt kg., en það er ekki gert í Hagtíðindum. Er ekki ólík- legt, að Dagur muni framvegis fá gerða og birta slíka útreikn- inga mánaðarlega, svo fljótt sem unnt er, svo að lesendur hans geti fylgzt með verðsveiflum og markaðsútliti eftir því sem kost- ur er á. Vörutegund: Verð UIl kg. 56.88 kr. Freðkjöt kg. 12.38 kr. Gærur saltaðar stk. 64.94 kr. Skinn og húðir kg. 30.26 kr. Saltfiskur þurrk. kg. 6.73 kr. Saltfiskur þveginn °g pressaður kg. 2.72 kr. Saltfiskur óverk. kg. 2.48 kr. Freðfiskur kg. 4.06 kr. f sfiskur kg. 1.54 kr. Saltsíld kg. 3.09 kr. Fiskimjöl kg. 2.19 kr. Karfamjöl kg. 2.18 kr. Sildarmjöl kg. 2.32. kr. Þorskalýsi kg. 7.44 kr. Karfalýsi kg. 4.85 kr. Síldarlýsi kg. 4.27 kr. Hvalkjöt kg. 1.64 kr. Harðfiskur kg. 4.10 kr. Söltuð þunnildi kg. 2.26 kr. Söltuð hrogn kg. 2.26 kr. Selskinn stk. 120.11 kr. Minkaskinn stk. 276.15 kr. Á aðalfundi Kaupfélags Ey- firðinga hinn 7. þ. m., var Ingi- mar Eydal, fyrrv. ritstjóri, ein- róina kjörinn heiðursfélagi Kaupfélags Eyfirðinga í við- urkenningarskyni fyrir stjóm- arnefndarstörf í 34 ár sam- fleytt og einlægan stuðning við samvinnuhugsjónina á iangri ævi. Stjórn félagsins flutti til- lögu uni heiðursfélagakjörið, og mælti Brynjólíur Sveinsson, menntaskólakeimari, fyrir til- lögunni af hálfu stjórnarinnar, og fer ávarp hans hér á eftir: „-----Eg kveð mér hljóðs hér í dag til að minnast rnanns, sem lætur nú af störfum við Kaup- félag Eyfirðinga eftir lángan og annríkan dag. Það ér varafor- maður félagsins, Ingimar Eydal. . ;Hann gekk úngur samvinnu- stefnunnr á ifóúd, vann henni nótt og nýtan dag og kunni ekki véttlirigatök,'.; .. ! Eg rek ekki sögu Ingimars Ey- dals. Húri er reyndar saga margra gáfaðra íslendinga á öll- um öldum. Hann var hvorki bor- inn til fjár né valda. Nornirnar, sem spunnu örlagaþráðinn við vöggu hans fyrii' röskum 78 árum frammi í Eyjafirði, veittum hon- um ekki þann vafasama munað í veganesti Iangrar ævi. Hann studdist hvorki við fé né frænd- afla, en hófst af sjálfum sér, en það er aðalseinkenni vaskra manna á öllum tímum og á öllum slóðum. Eg man enn vel fyrst, er eg sá Ingimar Eydal. Það var í Sam- komuhúsinu hér í bænum fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var háður fjölmennur stjórnmála- fundur og deilt fast og óvægið á kaupfélögin og samvinnustefn- una. Margt var þar slyngra ræðumanna, og skiptist á sókn og vörn. En langminnisstæðastur þessara ræðumanna er mér Ingi- mar Eydal. Hljómmikil .rödd hans, þung og máttug, læsti sig um salinn. Rökin voru skýr, málið meitlað, fyndnin hvöss og leiftrandi. Fornar sögur segja, að vígfimir íslendingar léku svo að sverðinu, að þrjú sýndust á lofti í senn. Svo virtist mér, ung- um skólasveini, Ingimar Eydal leika þá að brandi mælskunnar, og svo hefur mér virzt jriörgum sinnum síðar. Gáfur og mælska eru að vísu tvíeggjuð vopn. Þeim má beita jafnt til góðs og ills. Ingimar Ey- dal er sá gæfumaður, að hvar sem hann kom á vopnaþing, stóð hann jafnan þai' í fylkingu, sem skipazt var um merki góðra mála. Samvinnustefnan átti hug hans. Hann átti hugsjónir sam- vinnustefnunnar. Það var ham- ingja þeirra beggja. Ingimar Eydal lætur í dag af stjórnarstörfum í Kaupfélagi Ey- firðinga eftir að hafa samfleytt í þrjátíu og fjögur ár „eirarlaust árnað oddvita ríki,“ eins og Eg- ill kvað um Arinbjörn vin sinn. Hann er nú farinn að heilsu og þrotin nað kröftum, en hefur þó hvorki förlazt minni né skýrleiki. Hann minnir mig í dag — anð- lega — á eikina, sem „bognar aldrei, brestur í bylnum stóra seinast.“ Eg veit, að nú, þegar Ingimar Eydal hverfur frá störfum í K. E. A., er hann kvaddur kærum pökkum og 'hlýjum árnaðarósk- um. Stjóm Kaupfélags Eyfirðinga hefur þótt hlýða ,að þessi fjöl- menni fundur eyfirzkra sam- vinnumanna vottaði honum virð- ingu sína og þökk fyrir unnar dáðir og drýgðan drengskap. Því leyfir hún sér að leggja fram eft- irfarandi tillögu og væntir þess fastlega, að hver maður í þessum sal unni Ingimar Eydal af alhug þeirrar viðurkenningar, sem í henni felst.“ „Herra varaforniaður Kaup- félags Eyfirðinga, Akureyri, Ingimar Eydal: Aðalfundur KEA sendir yður hlýjar kveðjur og alúðar þakkir fyrir langt og merkilegt trúnaðarstarf í þágu félagsins. Fundurinn hefur í dag cinróma kjörið yður heiðurs- félaga Kaupfélags Eyfirðinga í virðingar- og þakklætisskyni.“ Frá Heimilisiðnaðar- félagi Norðurlands, Akureyri j Félagið hefur urrr mörg undan- farin ár gengist fyrir námsskeið- um í saumum og bókbandi í húsakynnum sínum, Brekku 3. Síðastliðinn maímánuð hafði félagið 10 daga námsskeið í vefn- aði á smávefstóla og vefjar- grindur, einnig smásýningu að námsskeiðum loknum, og er fyr- irhugað að hafa sýningu í húsa- kynnum félagsins á hverju vori. Að námsskeiði og sýningu lokinni var tekin upp sú ný- breytni að hafa sýniskennslu í 6 greinum heimilisiðnaðar, 3 stundir í hverri grein: Tóvinnu, skermavinnu, mottugerð, litun, hekl og prjón og hannyrðum. —• Mæltist þessi nýbreytni öll vel fyrir. Væri óskandi að félagið sæi sér fært að háfa oftar ýmsa starfsemi fyrir almenning í hinum vistlegu húsakynnum sínum á ágætum stað í bænum. Sýningargestur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.