Dagur - 13.06.1951, Side 8

Dagur - 13.06.1951, Side 8
12 Bagub Miðvikudaginn 13. júní 1951 Hátíðahöldin 17. júní verða með svipuðu sniði og undanfarin ár Ætlazt til að dansað verði úti á Ráðhústorgi Kaupfél. Þingeyinga endurgreiðir félagsmönnum 3% af viðskipfum Félagið hyggst koma upp útihúum í héraðinu Þjóðhátíðarnefnd bæjarins hef- ur nú birt tilhögunarskrá fyrir hátíðahöldin 17. júní og verða þau í aðalatriðum með svipuðu sniði og undanfarin ár og fara fram við sundlaug bæjarins og á nýja íþróttaleikvanginum, en um kvöldið verður dansað og er nú ætlast til þess að dansað verði xiti undir berum himni, á Ráð- hústorgi, ef veður verður hag- stætt. Skrúðgangan. Ætlast er til þess að fánar verði dregnir að hún kl. 8 á mánu- dagsmorguninn, en kl. 13,15 hefjast hátíðahöldin með því að fólk safnast saman á Ráðhústorgi og þar leikur Lúðrasveit Akur- eyrar. Þaðan verður lagt af stað í skrúðgöngu til hátíðasvæðisins og farið um Brekkugötu og Helgamagrastræti — Þess er vænst, að bæjarbúar fjölmenni í skrúðgönguna, að börn komi með fána og félög bæjarins með fána sína. Útiguðsþjónusta. — Lýðveldis- ræða. Klukkan 2 hefst guðsþjónusta á hátíðasvæðinu og prédikar séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, en kirkjukórinn og Lúðrasveit- in aðstoða. Þá flytur Hannes J. Magnússon skólastjóri lýðveldis- ræðu og Jón Arnþórsson stúdent flytur ræðu .Karlakórar bæjar- ins syngja. Lúðrasveitin leikur þjóðsönginn og er ætlast til þess að allir taki undir. Á íþróttaleikvanginum. Klukkan 16,30 verður hátíð- inni haldi áfram á nýja íþrótta- leikvanginum við Brekkugötu og fer fram vígsla nýju hlaupa- brautarinnar, sem nú er fullgerð og verða eftirtalin hlaup á brautinni: 100 metrar, 400 metr- ar, 1500 metrar og 1000 metra boðhlaup. Dansað úti. Klukkan 22.00 hefst dansinn og er ætlast til að dansað verði úti á götum hjá Ráðhústorgi og verður leikið fyrir dansinum þar til kl. 2 eftir miðnætti. Allt er þetta fyrii'komulag miðað við að Slysfarir í Eyjafirði I lyrradag varð það hörmulega slys í Dalvík, að 16 ára piltur, Stef- án Eliasson. varð fyrir máli við losun úr vélbát þar við bryggjuna, og slasaðist svo alvarlega, að hann lézt litlu síðar. I>á varð jtað sviplega slys að Tjörnuni í Eyjatirði sl. miðviktt- dagskvöld. að sjii ára drengur, Hrafnkell, sonur bétndans jtar, Gúnnars V. Jónssonar, og Ré>su Halldéirsdétttur, komi ltans. drukkn- aði í Eyjal jarðará. Hvarf drengur- inn að heiman og fannst loksins eftir mikla leit nétttina eftir, rekinn á Arnarstaðaeyrum, 7—8 km fyrir norðan Tjarnir. veður. verði sæmilega hagstætt. Bregðist það, verður fyrirkomu- laginu breytt til, hátíðahöldin flutt undir þak, oftir því sem við verður komið. og það auglýst rækilega ef til kemur, Ýmsar veitingar verða seldar á hátíðasvæ’ðinú óg' kaffisala verð- ur í Húsmæðraskólanum frá kl. 14,30. Vænst qlmennrat’ þátttöku. Hátíðanefndin væntir þess, að bæjarbúar taki almennt þátt í hátíðahöldum dagsins. Það hef- ur einkum á skort hér undanfar- in ár, að fólkið héldi sjálft þjóð- hátíð. Hinn 17. júní eiga lands- menn sjálfir að halda hátíð, en ekki að vera „passívir" áhorf- endur að einhverjum atriðum, sem sett eru á svið fyrir þá. Von- andi fær sunnudagurinn kemur svip sannkallaðrar þjóðhátíðar hér um slóðir. Verum samtaka um það! Sóknarbörn séra Benja- míns Kristjánssonar heiðra liann Sr. lienjamín Kristjánsson, prcst- ur í Grundarjnngum, varð fimmt- ugur sl. mánudag. Heiðruðu sókn- arbörn hans hann mcð ýmsiun hætti á Jtessum merkisdegi, héldu honum m. a. veglegt samsæti í H|is- mæðraskólanum á Laugalandi á sunnudagskvöldið. Var jjar fjiil- mennj mikið og ntargar ræður flutt- ar og kvæði fyrir minni heiðurs- gestanna, séra Benjamíns og frú fétnínu, konu hans. Voru séra Benjamín þar færðar gétðar gjafir, rn. a. málverk af Herðubreið og teikning af Munka jjverá, hvort tveggja eftir Hauk Stefánsson. Á mánudaginn tók séra Benjamín á métti géstum á heimili sínu á Lauga- landi, og vaf þar margmenni allan daginn, enda iíýtur séra Bénjamín virðingar og vinsæida í sóknum sínum í ríkum mæli. Síðastliðinn fimmtudag var stofnað hrossaræktarfélag hér í Eyjafirði og nefnist féiagið „Hrossaræktarfélag Eyjaf jarðar“. Á stofnfundi þess, sem hald- inn var að Hótel KEA, rnættu allmargir áhugamenn úr hérað- inu og kom glöggt fram á fund- inum, að eyfirzkir hestamenn hafa vakándi trú á þýðingu hestsins fyrir efnalegt og menn- ingarlegt líf þjóðarinnar á kom- andi árum. Gunnar Bjarnason ráðunaut- ur B. í. mætti á fundinum og flutti þar mjög athyglisvert er- indi um ræktun íslenzka hests- Heimsótti Truman David Ben-Gurion, forsætisráð- herra ísraels, var nýlega á ferð í Bandaríkjunum og heimsótti m. a. Truman forseta. Ben-Gurion er nú kominn heim aftur. Harðsótt sjúkraflug Að undanförnu hafa flugmenn frá Flugfélagi íslands farið í nokk- ur sjiikraílug héðan á Grumman- flugbát félagsins, sem hér gr stað- settur, og hafa sumar þær ferðir verið erfiðar. Sl. mánudag, í hríðinni, sé>tti báturinn veika stiilku austur á Þé»rshöfn. Var mikil þörf að htin kæmist hið bráðasta i sjúkrahús. Téikst flug Jjetta giftusamlega,'þótt við hin erfiðustu skilyrði væri að etja. Flugmaður á Grumman-bátn- um er Aðalbjörn ICristbjarnarson, aðstoðarflugmaður Kristján Mika- clsson. Egg af Hornströndum á kr. 2.50 stykkið! Hér kom í gærmorgun vélbátur frá Bolungarvík, og með honum nokkrir piltar frá ísafirði, flestir ættaðir af Ströndum. Hafa jjeir í vor stundað bjargsig i Hornbjargi og aflað vel. Hingað komu ])eir með um 20.000 langviu- og stuttnefju- egg, og leizt bæjarmönnum vel á, unz þeir beyrðu verðið — kr. 2.50 stykkið! I’ykir j>að hátt verð fyrir citt egg hér um slé>ðir, jafnvel jrótt „Grímseyjaregg" séu! Talsvert líf- leg sala var samt hjá komumönn- um framan af í gær. ins á undanförnum árum og við- horfin í hrossaræktinni. Stjórn félagsins skipa þeir Kristinn Jónsson, Möðrufelli, Árni Ásbjarnarson, Kaupangi, og Björn Jónsson, Hrappsstöðum. Úrvals kynbótahestur fenginn. Félagið hefur þegar fengið til urnráða kynbótahestinn „Svip“, eign Þorsteinns Jónssonar, Ak- ureyri, og lauk hrossaræktar- ráðunauturinn miklu lofsorði á hann, enda er hestui'inn mikillar ættar ,þar sem í honum renna saman tvö þekktustu hrossakyn landsins, Hornafjarðarkynið og Svaðastaðakynið. Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga 1951 var haldinn í hinu nýhyggða verzlunar- og skrif- stofuhúsi félagsins í Húsavík dagana 7. og 8. júní. Þetta var 70. aðalfundur félagsins. Fundinn sátu 93 fulltrúar. Á.uk þess félagsstjórn, endurskoðend- ur, kaupfélagsstjóri og margt gesta. Vörusala félagsins árið 1950 var um 13 milljónir króna, eða í'úmum tveim milljónum hærri að krónutali en árið áður. Endurgreiðsla til félagsmanna var ákveðin 3% af ágóðaskyldum vörum og lögð í stofnsjóð þeirra. Stofnsjóður félagsmanna hækk- aði á árinu um kr. 91.400.00 og var hann í árslok kr. 662.000.00. Sameignasjóðir voru í árslok kr. 1.465.000.00. Innstæður í Innlánsdeild fél- lagsins í árslok voru kr. 1,6 millj. kr. Möi'g málefni lágu fyrir fund- inum og voru afgreidd. Ákveðið var að auka félags- málafræðslu á vegum kaupfélags ins, koma upp kartöflugeymslu, reisa útibú við Laxárvirkjun og athuga hvort hagkvæmt væri að koma upp útibúi í Reykjadal, að- stoða við að koma upp á Tjör- Dagana 9. og 10. júní sl. var haldinn á Akureyri fundur full- trúaráðs björgunarskútu Norð- lendinga og sóttu fundinn full- trúar slysavarnadeildanna víðs vegar í Norðlendingafjórðungi, auk björgunarskúturáðs, fulltrúa Slysavarnafélags íslands o. fl. Fyrir fundinum léigu upplýsingar um fjársöfnun deildanna til björg- unarskútusjé)ðsins, og ncnnir ljár- hæðin nú alls kr. 531.846.03. Fundurinn samjjykkti eftirfar- andi tillögu: „Þar sent þegar er búið að safna í björgunarskútusjöð rúnium 500 |>ú$. krónum, og í trausti jress, að söfnuninni verði haldið áfram, sam- jjykkir fundurinn, að nii þegar verði halinn undirbúningur að smíði eða kaupum á björgunar- skútu. Fundtirinn felur því björgunar- skúturáði: 1. Að útvega teikningar og lýs- ingar af hentugu björgunarskipi, enn fremur kostnaðaráætlun, bæði frá innlendum og útlendum skipa- smíðastöðvum. 2. Að athuga kaup á skipi. 3. Að athuga hjá viðkomandi stjórnarvöldum, hVaða sluðnings megi vænta hjá þeim. Þegar jrctta er fengið, boði björg- unarskúturáð til fulltrúal'undar.“ Kosið var í björgunarskiituráð, og nesi móttöku sjávarafurða til innleggs o. s. frv. Vöruflutningar beint á hafnir. Svohljóðandi áskorun var sam- þykkt: „Aðalfundui' K. Þ., haldinn 1951, beinir þeirri áskorun til S. í. S., að það greiði svo sem unnt er fyi'ir því, að kaupfélögin fái vöruinnflutning sinn afgreiddan beint frá útlöndum til innflutn- ingshafna sinna, en firri þau sem mest umhleðslukostnaði þeim, sem nú á sér stað í Reykjavík.“ Kosningar. Úr félagsstjórninni gengu 111- ugi Jónsson, bóndi á Bjargi við Mývatn og Úlfur Indriðason, bóndi að Héðinshöfða á Tjörnesi, en voru báðir endurkosnir. End- urskoðandi var endurkosinn Jón Gauti Pétursson að Gautlöndum. Fulltrúar á aðalfund S. f. S. voru kosnir: Þórhallur Sig- tryggsson, kaupfélagsstjóri, Karl Kristjánsson, alþingismaður, Jón Sigurðsson, bóndi, Felli, Baldur Baldvinss., bóndi, Ofeigsstöðum. Að kvöldi beggja fundardag- anna fóru fram skemmtisam- komur, sem kaupfélagið stóð fyr- ir og öllum var heimill ókeypis aðgangur að. Skemmtu þar söng- kórar, ræðumenn, ljóðskáld og upplesarar. voru Jjessir kjörnir: Júl. Havsteen, Húsavík, Sesselja Eldjárn, Akureyri, Guðmtindur Guðmundsson, Akur- eyri, Andrés Hafliðason, Siglufirði, Eiríksína Ásgrímsdé)ttir, Siglufirði, Egill Júlíusson, Dalvík, Rtignvaldur Mtiller, Ólafsfirði, Steindór Hjalta- lín, Reykjavík, og Helgi Konráðs- son, Sauðárkróki. Björgunarverðlaunasjóður. A fundinum skýrði Sigurvin Edi- lónsson, útgerðarmaður á Litla-Ár- skógssandi frá þvf, að hann hefði stofnað björgunarverðlaunasjóð, til minningar um konu sína, Kristjiinu Salómonsdóttur, og fósturson sinn, Maríné) Sölvason. Tilgangur sjtiðs- ins er að verðlauna björgunaralrek úr sjávarháska. Stofnupphæð er kr. 11.000.00. Fundinum barst kveðja frá Slysa- tarnafélagi íslands. Finnsk söngkona heldur hér hljómleika Finnska söngkonan Pirkko Gal- len-Kallcla og píantileikarinn Cyrel Szalkietvics, héldu hljtimleika hér sl. sunnudagskvöld. Viðfangsefui voru eítir jiekkta meist'ara, Sibelius, Ver- di, Strauss, Chopin t>. fl. Stingur friiarinnar vakti hrifningu áheyr- enda og einnig píanóleikurinn, en þeir vorti sorglega láir. Hrossaræktarfélag Eyjafjarðar stofnað s. 1. fimmtudag Heíur þegar til umráða úrvals kynbótahest Ákveðið að hefjast handa um úfvegun björgunarskúfu Norðurlands Rúm hálf milljón króna í björgunarskútusjóði

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.