Dagur - 23.01.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 23.01.1952, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 23. janúar 1952 Alþýðuflokkurinn leggur til: Næstu kosningar verði háðar í sláturhúsi - raf knúinn kallari settur upp á almenn- ingssalernin og barnsfeðrahælið flutt frá íívíabryggju á Mngvöll! Stórmerkt eint. af flokksblaðinu kom út hér í gær! í Alþm. í gær birtir ritstj. á forsíðu þrjár tillögur, er hann flytur í bæjarstjórn varðandi f járhag bæjarins. Samkvæmt þeim skal bæjar- gjaldkera vera skylt að leggja ársfjórðungslega fyrir bæjarráð reikningsyfirlit um hag bæjarins, bæjarverkfræðingi sé skylt að leggja á sama hátt fyrir bæjar- ráð yfirlit um meðferð fjár til verklegra framkvæmda og loks ,,að prentun bæjarreikninga sé hagað þannig, að á þeim sjáist skilmerkilega, í hvað tekjur bæj- arins fara.“ Um þessar tillögur all ar má segja, að þær hafi allar nokkuð til síns ágætis, enda þótt flestum virðizt undarlegt að árvakrir bæjarfulltrúar skuli þurfa að spyrja „í hvað tekjur bæjarins fara.“ Nýmæli á annarri síðu. Öllu athyglisverðari mun flest- um hafa þótt nýmæli, er skjól- stæðingur blaðsins, Halldór Frið- jónsson, ber fram í langri ritsmíð innan í blaðinu. Eru þar a. m. k. þrjár tillögur birtar, sem segja má að líklegar séu til að vekja athygli sakir óvenjulegrar hug- kvæmni. Dagur leyfir sér að birta hér á erftir orðrétt aðalatriði þess- ara tillagna. Næstu þingkosningar. (í kaflanum, sem fjallar um viðgerð Samkomuhússins)-. „.... (bæjarstjórn) verður líklega, þegar næstu Alþingis- og bæjarstjórnarkosningar ber að höndum, að leggja til þeirra slát- urhús KEA. . . .“ „Nýsköpun“ á klósettunum. (í kaflanum, er ræðir um rekst- ur almenningssalernanna). „. . . . Eftir mun að kaupa og koma fyrir rafknúnum kallara til að vísa fólki á þessa þrifnaðar- stofnun, því að ekki mun hafa verið samið við utanbæjarmann- inn (umsjónarmanninn) að hafa nauðsynlegt kallarastarf með höndum. . . . “ Barnsfeðrahælið verði flutt! í sambandi við fyrirhugað barnsfeðrahæli kaupstaðanna á Snæfellsnesi, er þessi tillaga í greininni: „. . . .má þá vel fara svo (ef Snæfellingar verða stórir Meðalhásetahlutur á þremur Akureyrar- togurunum á árinu 1951 Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur fengið hjá Út- gcrðarfélagi Akureyringa, var meðalhásetahlutur á togurum félagsins á sl. ári, sem hér scg- ir: Á „Harðbak" kr. 51 þús., á „Svalbak“ kr. 50 þús. og á „Kaldbak" 43 þús. kr. Þess ber að gæta í sambandi við „Kald- bak“, að skipið lá mánuð á sl. hausti í svonefndri 4-ára klöss- un, auk þess stundaði það skip saltfiskveiðar mnfram hin skip in. upp á sig) að höllin verði að lok- um reist á Þingvöllum, enda á hún þar bezt heima. . . . “ Annars telur höf. að svo kunni að fara, að hælisvistin hafi ekki tilætluð áhrif á þá, sem tregðast við að greiða barnsmeðlög. Segir um það á þessa leið: ,,.... þeir, sem lifa í skoðun, gera fyllilega ráð fyrir því, að þetta (þ. e. hælis- vistin) hafi þveröfugar verkanir á þessi náttúrubörn og þau mundu eflast og færast í aukana við upphefðina og meðlætið, og verða enn umsvifameiri og öfl- ugri í faginu eftir en áður.“ En „fagið“ er áður skilgreint þannig: „.. . . höl.l þessi á að reisast og rekast sem samastaður þeirra fjörumanna landsins, sem geta börn utan hjónabands og sýna tregðu á að borga skemmtunina lögákveðnu verði.“ (!!) Af þessu má ráða, að þau ummæli er höf. hefur um bæjarstjórn Akureyr- ar í sambandi við Flateyjarbók þá hina dýru, er senda á til Ála- sunds, eiga einkar vel við hann sjálfan og alla forustu Alþýðu- flokksins í bæjar- og landsmál- um ,eins og hún birtist vikulega í Alþm.: „Hugkvæmnin er langt frá því að vera aldauða. . . . “ — Munu það margir lesendur mæla. Kimn músíkmynd í Skjaldborgarbíó Skjaldborgarbíó sýnir um þessar mundir kunna ameríska músíkmynd ,„Night and Day“, er fjallar um ævi og starf ameríska tónsksidsins Cole Porler, er ásamt Jerome Kern og Irving Berlin er kunnasti og vinsælasti dægurlagahöfundur síðari ára. Hinn kunni leikari Gary Grant leikur tónskáldið. Myndin er skemmtileg, mörg laganna hafa verið á hvers manns vörum í ára- tugi, t. d. „Night and Day“ og „Begin the Beguine". Enda þótt Porter sjálfur hafi sagt um myndina, að hann kannaðist þar ekki við neitt nema lögin sín, ,og ævisagan sé því e. t. v. í molum, er myndin ágæt kynning á músík þessa ágæta og sérkennilega höf- undar og gefur góða hugmynd um gerð hinna léttu söngleikja, sem mjög hafa verið í tízku hin síðari ár. r Agæt sala ,JHarðbaks“ „Harðbakur11, séldi 3000 kit í Bretlandi í sl .viku fyrir 14006 sterlingspund, og er það af- bragðssalá. „Kaldbakur11 er á leið til Bretlands með afla sinn, „Svalbakur" er á veiðum. „Jör- undur“ veiðir fyrir frystihús á Vestfjörðum. - Tíu ára drengur forð- aði eldsvoða á Grund (Framhald af 1. síðu). látlaust áfram, þar til sýnt er að allur eldur er dauður. Má það merkilegt heita og dá- samlegt, að tíu ára drengur tekur þá einu réttu ákvörðun á réttu augnabliki til að ráða niðurlögum eldsins. Ef, þetta ráð hefði ekki verið tekið á þessu stigi brunans, hefði herbergið orðið alelda eftir örfáar mínútur. Og er svo væri komið var lítil eða engin von um björgun, uins og á stóð. Fáliðað var á bænum, áhöld'léleg og tals- verður stormur. Hefði því eðli- ■ lega lítið orðið úr vörnum.“ Grundarkirkju var hætt. „Að sjálfsögðu hefði slökkvilið Akureyrar verið beðið um hjálp. En hvort tveggja er, að nokkur aðdragandi hlaut að verða að því að það kæmi á vettvang um 18 km. veg, og gera áhöldin tiltæk, og svo hefðu þau ekki getað kom- ið að fullum notum vegna vatns- skorts, þar sem aðeins var úr smálæk að dæla vatninu. Öll loft og skilrúm í húsinu eru úr timbri, sem fuðrað hefði upp á svipstundu. Grundarkirkja stendur í nokk- urra metra fjarlægð frá íbúðar- húsinu í beinni línu við þá vind- átt, sem þarna vai'. Hefði íbúðar- húsið brunnið, eru mjög litlar líkur til að kirkjan hefði orðið varin, eins og á stóð. Það má því með sterkum lík- um álykta að Jón litli hefi með snarræði sínu og dugnaði afstýrt milljónatjóni.“ Verðs-kulduð viðurkenning. „Þegar Brunabótafélag íslands hafði kynnt sér málavexti alla I hér að lútandi, sæmdi það Jón I Torfa þakkarorðum og verðlaun- um fyrir einstæða frammistöðu tíu ára barns, við að afstýra stór- felldu brunatjóni." - Hraðfrystihúsmálið (Framhald af 1. síðu). í nefndinni eru: Helgi Pálsson, forstjóri, Haukur P. Ólafsson, frystihússtjóri, Friðjón Skarp- héðinsson, bæjarfóg., og Tryggvi Helgason, útgerðarmaður. Byggist nær eingöngu á togaraveiðum. Ljóst er, að áætlanir þær og tillögur, sem hér hafa verið rakt- ar, byggjast nær eingöngu á veiðum togaranna og fram- kvæmdir hljóta að byggjast á því, að mjög náið samstarf takizt við togaraútgerðina, helzt þannig, að hún verði stór aðili í fyrii'huguðu félagi. Vegna legu bæjarins er ekki hægt að reikna með neinu fiskupplagi frá vélbátum, gagn- stætt því sem er við hraðfrysti- stöðvarnar sunnanlands. Aðstaða hér er því mun erfiðari en þar og því augljós nauðsyn að vanda mjög allar áætlanir og undir- byggja vel. Virðizt rúm fyrir frekari athuganir en þegar hafa verið gerðar. Enda þótt bæjar- Mannskaðar bæði á sjó og landi í iliviðrinu síðustu daga f janúar hefur liver illviðra- hryðjan af annarri gengið yfir landið og hafa orðið mannskaðar á sjó og landi og mikið tjón ó eignum. Áður er greint frá því, að vél- báturinn „Valur“ af Akranesi fórst 5. janúar á Faxaflóa og drukknuðu þar 6 vaskir sjómenn. Miðvikudaginn 16. jan. fórst m.b. Bangsi úr Bolungavík á ísa- fjarðardjúpi. Drukknuðu tveir sjómenn en 3 bjargaði björgun- arskútan María Júlía. Hinn 18. þ. m. fórst svo vélbáturinn Grind- víkingur skammt frá hafnar- mynninu í Grindavík, og með honum 5 ungir sjómenn, flestir úr Grindavík. í stórviðrinu 18. jan. týndist og einn af starfs- mönnum Sogsvirkjunarinnar frá viðgerðarleiðangri, við Hlíðar- vatn á Reykjanesi og hefur ekki til hans spurzt síðan. Loks er að geta þess að vél- skipið Laxfoss frá Borgarnesi strandaði í óveðrinu á föstudag- inn 18. jan. á Kjalarnestöngum. Mannbjörg tókst giftusamlega. — Farþegar voru 14, þar af nokkrar konui’. Vafasamt er talið að skip- ið náist á flot. Scx sveitir keppa á bridgemóti Meistaraflokkskeppni Bridge- félagsins hófst þriðjudaginn 22. janúar og verður spilað í Lóni á þriðjudagskvöldum. — Þátttak- endur í keppninni eru sex sveit- ir. Sveit Halldórs Helgasonar er núverandi meistari. Auk þeirra keppa eftirtaldar sveitir: Sveit Friðriks Hjaltalín, Þórðar Björnssonar, Agnars Jörgensson- ar, Karls Friðrikssonar og Hin- riks Hinrikssonar. Kröpp kjör stúdenta við þýzka liáskóla - Bréf til Dags frá íslenzkum iiámsmanni í Kiel Baldur Ingólfsson mennta- skólakennari hér á Akureyri dvelur um þessar mundir við framhaldsnám í Kiel í Þýzka landi. Baldur skrifar blaðinu nýlega m. a. á þessa leið um ástand og horfur suður þar. „. . . . Héðan að sunnan mætti skrifa margt, því að heldur er órólegt í okkar gömluEvrópu eins og fyrri daginn og stundum erfitt að átta sig á því, hvað satt er í öllum þeim fréttum og áróðri, sem hér dynur á mönnum, bæði að vestan og austan. Þjóðverjar hugsa þó meira um að byggja land sitt upp aftur og hafa þegar náð furðumiklum árarigri, því að í mörgum borgum, t. d. Kiel voru allt að 80% allra íbúðarhúsa eyðilögð, auk verksmiðja, sam- göngutækja o. s. frv. Þó segja þeir, að líða muni ein öld, áður en öll merki annarrar heims- styrjaldarinnar verði afmáð. Rætt um Schuman-áætlunina. Annað, sem hér er mjög á dag- skrá, er Schumanáætlunin, sem nú er óðum að komast á laggirn- stjórn samþykki að hafa forgöngu í málinu, er enn allt óvíst um raunverulega þátttöku þessara aðila, svo og um fjáröflun til málsins. Fyrir Alþingi liggur nú till. um aðstoð við hraðfrysti- hússbyggingu í Siglufirði og ísa- firði, en óljóst er hver verða af- drif a. m. k. ísafjarðartillögunnar og hvort nokkurs stuðnings væri að vænta við okkar málefni er á hólminn væri komið . Bæjarstjórn ræddi þessi mál- efni í gær, en niðurstöður ekki komnar er blaðið fór { pressuna. ar. Hér eru allskiptar skoðanir um hana og Þjóðverjar tor- tryggnir, þó að þeim sé auðvitað ljóst, hvern hag þeir muni hafa af áætluninni. Mjög virðast mér Þjóðverjar vera gegn endurvopn- un, einkum stúdentar. Háskóli í raftækjaverksmiðju! Eg sendi til gamans mynd af háskólanum í Kiel. Hann er nú til húsa í gamalli raftækjaverk- smiðju, sem framleiddi fyrir her- inn, því að gömlu háskólabygg- ingarnar gereyðilögðust í stríð- inu. Eftir stríðið kom til mála að flytja háskólann til Schleswig, þar sem Kiel var svo illa útleik- in, en ekki varð úr því, þar eð yfirvöld borgarinnar sáu fram á, að borgin yrði þá of þýðingar- lítil og líflaus, eftir að flotinn þýzki og allt, sem honum til— heyrði, var úr sögunni Kröpp kjör stúdcnta. ■ Mjög mikið er gert fyrir stú- dentana, sem eru um 2800, og sótzt eftir að fá sem bezta kennslukrafta, og hefur það tek- izt með ágætum. Þýzkir stúdent- ar lifa almennt við mjög kröpp kjör, svo að yfir helmingur þeirra verður að komast af með hundr- að mörk á mánuði. Af því gætu þeir þó ekki lifað af, ef þeir hefðu ekki óbeina hjálp frá fjölskyld- um sínum eða beina hjálp frá stúdentasamtökunum, sem svo njóta styrks frá ríkinu. Einn íslendingur í Kiel. Eg er eini íslenzki stúdentinn í Kiel, en tveir eru í Hamborg. Auk þess munu einhverjir vera í Köln. ...“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.