Dagur - 20.02.1952, Blaðsíða 11

Dagur - 20.02.1952, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 20. febrúar 1952 D A G U R 11 - Bókasafn Þorsteins M. lónssonar U R B Æj O G B YG G Ð (Framhald af 7. síðu). ómerkara, sem bærinn eða stofn- anir gætu e. t. v. tryggt að yrði hér til frambúðar, þótt eg viti raunar ekkert um það. Eg á hér við hið ágæta safn Davíðs Stef- ánssonar skálds. Eg bendi aðeins á þetta til athugunar. Sambúðin við bókmenntaarfinn. Meðan við höfum spjallað þpð, sem hér er skráð, óg margt fleira, höfum við gengið í milli stofanna, og Þorsteinn hefur gripið margar bækur úr hillum, handfjallað þær, rétt mér, strokið á þeim kjölinn. Hann hefur þulið upp úr sér upplýsingar um útgáfur, út- gáfuór, höfunda og ævir þeirra, miklu hraðar en eg hef getað lagt á minnið, enda verður bók- menntasaga íslands hvort eð er ekki skráð í stuttu blaðviðtali. En það var mér ekkert leyndar- mál lengur, hvert hann hefur sótt alla sína miklu þekkingu á sögu landsins og bókmenntum. Þeir, sem þekkja ræður Þorsteins, livort heldur eru tækifærisræður eða undirbúnir fyrirlestrar, vita, að hann hefur dæmi úr sögu og bókmenntum jafnan á liraðbergi, um liðinna tíma og tengir fortíð - Ðagskrármál landbímaðarins (Framhald af 2. síðu). lög og regluiv Fyrir búnaðar- deildina er þetta ástand heldur ekki skenimtilegt og á engan hátt forsvaranlegt þegar kaupendur foðurvöru eru krafðir um sér- stakan skatt vegna eftirlits, sem ekki cr ti!; en sem þó er æ'tlaður til að standa straum af eftirlits- kostnaði. Búnaðardeildin á að géra meira í þessu máli, hún á að gangast fyrir fóðurtilraunum með fóðurblöndur og leiðbeina út frá þéim niðurstöðum, hversu setn- ingu þeirra skuli hagað. Við þurfum að fá fleiri tegundir af fóðurblöndum, t. d. fyrir há- mjólka kýr, sérstaka fóður- blöndu með sumarbeit handa sumarbærum kúm, sem mjólka mikið, og í þriðja lagi fóður- blöndu, sem nota mætti handa kúm í geldstöðu auk fóður- blandna handa öðrum búfjárteg- undum, svo sem hænsnum, hrossum og svínum. Á. J. teflir fram persónum og atburð- við nútíð ærið oft með snilldar- legum hætti. Slíka þekkingu öðl- ast menn ekki með námsbóka- lestx-i einum. Þar verður að koma til skóli lífsins og líka sá skóli, sem Þorsteinn sjálfur telur sér hafa orðið di'ýgstan á ævinni, náin sambúð við hinn mikla bók- hafa orðið di’ýgstan á ævinni: þess að stuðla að því, að sem flestir af vei'ðandi leiðtogum æskunnar í landinu lesi að g'agni í þeim skóla, sem Þoi'steinn hef- ur nú afráðið að ráðstafa safni sínu til, Kennaraskóla íslands, ef tilboði hans verður tekið. f því felst frá hans hendi stórgjöf til þjóðfélagsins beinlínis í peninga- legu verðmæti. En vonandi verð- ur sú gjöfin þó stærst, að hið góða og rammíslenzka bókasafn hans verði til þess að öi'va þekkingu komandi kynslóða á þeim arfi, sem forfeður okkar hafa dýrstan skilið eftir. H. Sn. Úr NorðurlandaMöðum (Framhald af 5. síðu). fyrir 12,8 millj., ost fyrir 9,6 millj. Alls var útflutningurinn á sl. ári 78 millj. danskia króna. Danir fluttu aftur á móti inn að vestan fyrir fleiri hundruð rnillj. króna. Hallinn var jafnaðm- með gjald- eyri frá ferðamönnum, frá skipa- leigum og af Marshallfé. Danir ætla að kaupa 700 þús. lestir kola í Bandaríkjunum á þessu ári og fá þau ódýrari í Khöfn en pólsk kol. Þeir nota amerísk skip til. flutninganan og greiða 11,30 doll- ara í fragt á tonn. Barnavagn til sölu, með tækifærisverði. Afgr. vísar á. Góð stúlka getur fengið atvinnu við búðarstörf. Afgr. vísar á. Riffill, 10 skota (brotvningspatent) til sölu. Afgr. vísar á. I. O. O. F. 1332228y2 Messað í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kl. 2 e. h. (Föstu- inngangur). — P. S. Möðruv.kl.presíakall. Messað á Möðruvöllum sunnudaginn 24. febr. kl. 2 e. h. Á Bægisá sunnud. 2. marz kl. 1 e. h. í vikunni sem lc-ið sló út- varpið sín gömlu met í smckk- vísi og þurfti nokkuð til. Út- varpað var frá jarðarför Breta- konungs í miðdegisútvarpi á föstudaginn. Þegar sálmasöng- urinn í kapellunni í Windsor dó út, tóku þeir að leika á grammófóninni sinn í Reykja- vík og völdu upphaf keisara- kvartettsins eftir Haydn, en það stef er þýzki þjóðsöngur- inn, „Beutschland iiber alles“! M’.mið minningarspjöld sjúkra- hússins! Fást í Bókaverzl. Axels og í Blómabúð KEA. Til nýja sjúkrahússins. Gjöf frá íþróttafélaginu Þór kr. 1000. — Gjöf frá Hlíf á 45 ára afmæli félagsins kr. 1000. — Gjöf frá Guðx-. Jóhannsd. til minn. um Jón as Þór kr. 250. — Áheit frá sömu kr. 250. — Áheit fi-á N .N. kr. 50. — Áheit frá Bangsa kr. 200. — Gjöf.frá Lilju Sigurðardóttur kr. 100. — Með þökkum meðtekið. Guðm. Karl Pétui-sson. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína á ísafirði ungfrú Ósk Noi-ðfjöx-ð Óskars- dóttir frá Hrísey og Pétur Geir Helgason, ísafii-ði. í góðviðrinu á sunnudags- morguninn voru 2 rjúpur að spóka sig í garði við Hlíðar- götu. Rjúpur hafa sést víðar í bænum að undanförnu, enda mun hafa verið hart fyrir þær til fjalla unz veðrabreytingin varð. í harðindunum í fyrra var mikið um rjúpur í bænum. — Mikið af skógarþröstum er í görðum í bænum í vetur og nokkurt slangur af svartþröst- um og gráþröstum. Randver Pétursson biður þess getið, að í jólakveðju frá honum í jólablaði Dags hafi ekki átt að vera nafn Eggerts Jónssonar. Fimmtugur er í dag Bjöm Þórðax-son skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, Oddeyr- argötu 5 hér í bæ. eftir! Höfum tilbúnar TELPUKÁPUR í ýmsum litum, með fjölbreyttu sniði, á 5 til 12 ára. Verðið er frá kr. 2ÖLC0 kápan. Foreldrar! Notið þetta tækifæri, með því sparið þér ekki einungis tíma og fyrirliöfn, heldur líka peninga, en fáið smekklega og hlýja kápu á telpuna yðar, með því að kaupa hana hjá okkur. Saumastofa GEFJUNAR Húsi K. E. A. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild Ungmennafélagið Ársól í Öng- ulsstaðahi-eppi sýndi sjónleikinn „Seðlaskipti ög ást“ 'eftir Loft Guðmundsson blaðamann í sam- komuhúsinu í Saui’bæ sl. laugar- dagskvöld. Húsið var þéttskipað og gestunum ágætlega fagnað. — Hjónin í Saurbæ tóku i-ausnar- lega á móti leikfólkinu úr ná- grannasveitinni. Aðalhlutverkið í leiknum léikur Garðáx- bóndi Viihjálmsson á Uppsölum. Gamanleikurinn Landabrugg og ást, undir leikstjórn frú Ingi- bjargar Steinsdóttur, verður frumsýndur_ næstk. fimmtudags- kvöld fyx-ir meðlimi Vei-ka- mannafélags Akureyrarkaxlp- staðar og Einingar ,en meðlimi Iðju og Bílstjórafélagsins á föstu- dagskvöldið. Ex-u íélagsmenn beðnix- að vitja aðgöngumiða í tíma á skrifstofu verkalýðsfélag- anna. — Sýningar þessa gaman- leiks eru til ágóða'fyrir húsbygg- ingarsjóð fulltrúgráðsins og er þess vsénzt, að þær verðí vel sótt- ar. Félagslíf Nýstárleg skipskoma var það fyrir helgina, er e.s. Selfoss kom hér austan.fyrir land, frá úiiönd- um. Flutti skipið ni. a. eiíthvað af tunnuefni til tunnuverksmiðj- unnar hér og meira til Siglu- fjarðar. Það er í frásögur færandi ef skip frá Eimskipafélaginu kemur til hafnar úti á landi utan lands frá, án þess að hafa fyrst haft viðkomu í Reykjavík. Góðviðri gekk hér yfir um helgina, sunnanvindur og hlýindi. Á mánudagsmorguninn var 8 stiga hiti hér á Akureyri, 11 stig í Vopnafirði og 8—10 stig annars staðar á Austfjörðum. Þetta eru óvenjuleg hlýindi á þessari árs- tíð. Snjóa hefur mjög telcið þessa síðustu daga. Að gefnu tilefni vill slökkviliðs- stjóri alvarlega áminna alla, sem hafa olíukyndingu í húsum sín- um, að hafa hin lögboðnu ílátmeð minnst 25 lítrum af þurrum sandi við kyndiklefann, til notkunar ef eldur kemur upp. og fleira Áheit á Sólheimadrenginn. Kr. 100 Z. — Kr. 110 S. J. — Kr. 50 D. Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 10 frá ónefndum. — Kr. 50 frá H. O. Verkakvennfélagið Eining held- ur skemmtifund í Verkalýðshús- inu sunnudaginn 24. febr. næstk. kl. 7.30 e. h. Félagsvist, kaffi- drykkja. -— Konur beðnar að hafa með sér brauð, en kaffi verður veitt á staðnum. Sfúdentafél. Akureyrar minnt- ist 40 ára afmælis síns með hófi að Hótel KEA sl. laugárdágs- kvöld. Stangveiðifél. Stramnar sendi félagsmönnum sínum fyrir nokkru pöntunarlista í veiðidaga á næsta sumri. Enn eiga margir félagsmenn eftir að skila lista sínum. Félagsstjórnin minnir þá á, að gera það strax. Annars eiga menn á hættu að ekki' reynist unnt að taka tillit til óska þeirra um veiðidaga. Fíladelfía. Almennar samkom- ur eru í Lundargötu 12 sunnu- daga og fimmtudaga kl. 8.30 e. h. Sunnudagaskóli kl. 7.30 e. h. Öll börn velkomin. — Saumafundir fyrir stúlkur á miðvikudögum kl. 5.30 e. h. Frá Geysi. Félagsvist og dans næstk. föstudagskvöld kl. 20.30. Verðlaun veitt. Dansað til kl. 1. Hljómsveit leikur. Aðgangur kr. 15. Veitingar: Kaffi með pönnu- kökum og flatbrauði. Árshátíð íþréttafél. Þór verður að Hótel Norðurland láugardag- inn 1. marz næstk Aðgangseyrir kr. 30.00. — Áskriftarlisti liggur frammi í Bókabúo Gunnl. Tr. Jónssonai-. Lesið götuauglýsing- ar — Stjórnin. Bamaverndarfélag Akureyrar heldur aðalfund sinn í Skjald- borg miðvikudaginn 20. febrúar næstk. kl. 8.30 síðdegis. Venju- leg aðalfundarstörf. Erindi (Eg- ill Þórláksson). Kvikmynd. Guðspekistúkan „Systkinaband- ið“ heldur fund þriðjudaginn 26. þ. m. kl. 8.30 síðdegis. Biblíunámsskeiðið. Efni næsta laugardagskvöld: Kristur. Nýir þátttakendur alltaf velkomnir. —-- Hafið ritfæri með. Sæmundur G. Jóhannesson. Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl. 1., Almenn samkoma kl. 5 á suririudoguiri. Allir velkomnir. Sókn, félag Framsóknarkvenna, fundur í Rotarysal Hótel KEA annað kvöld (fimmtudag) kl. 8.30. Nýstárlegt fundarefni. — Stjórnin. Sunnudaga- skóli Akur- eyrarkirkju er á sunnu- daginn kem- ur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn í kapellunni. — 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjarstjórar mæti kl. 10. Akureyringar! Munið eftir að gefa litlu fuglunum. Æskulýðs- O félag Akureyr- arkirkju. — — Elzta deild, fundur sunnu- dagskvöld kl. 8.30. (Kóngshattasveitin). Zíon. Samkomur næstu viku. Sunnud. ld. 10.30 f. h.: Sunnu- dagaskóli. Kl. 8.30 e. h.: Almenn samk. — Þriðjud. ld. 5.30 e. h. Fundur fyrir telpur 7—13 ára. — Miðvikud. kl. 8.30 e. h.: Biblíu- lestur. — Fimmtud. kl. 8 e. h.: Fundur fyrir ungar stúlkur. — K. F. U. M„ Akuveyri. Fundur í Zíon næstk. sunnudag. Y. D. (yngsta deild, drengir í barna- skóla frá 9—13 ára) kl .1 e. h. U. D. (unglingadeild, drengir og piltar yfir barnaskólaaldur) ld 2 e. h. FRÁ UMSE. Héraðsþing UMSE verður að þessu sinni haldið á Akureyri, í íþróttahúsinu, dag- ana 8. og 9. marz næstk., eins og auglýst er annars staðar í blað- inu. Um þingið verður nánar til- greint í bréfi til sambandsfélaga. Samkoma verður í Zíon annað kvöld (fimmtudag) kl. 8.30, til ágóða fyrir húsið. Efnisskrá: Ávarp, upplestur, einsöngur, tví- söngur, einleikur á guitar. Kaffi. Númeraborð. Allir velkomnir. Stúkurnar Brynja og ísafold- Fjallkonan halda sameiginlegt skemmtikvöld sunnudaginn 23. þ. m. kl. 8.30 e. h. Til skSmmtunar: Félagsvist og dans. Aðg. 7 kr. I. O. G. T. Stúkan ísafold- Fjallkonan nr. 1 heldur fund n.k. mánudag, 25. þ. m„ kl. 8.30 e. h. í Skjaldborg. Fundarefni: Venju- leg fundarstörf. — Inntaka nýrra félaga og ýmis félagsstörf. — Leikþáttur (þáttur úr Happinu) o. fl. Félagar, fjölmennið stund- víslega. Nýir félagar alltaf vel- komnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.