Dagur - 05.03.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 05.03.1952, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 5. marz 1952 Barnakór Akureyrar Hljómleikar í Nýja-Bíó s. 1. sunnudag Þess ber að geta, sem gert er, helzt bæði illa, og þó sérstaklega, vel. Eitt af okkar mörgu þjóðar- meinum er það, hve fáir þora eða nenna að bera sannleikanum vitni samkvæmt sinni beztu vit- und. Menn eru í standi til að rétta þeim höndina, sem þeir vilja votta þökk sína eða hrifn- ingu, jafnvel skrifa honum til, senda honum skeyti eða kalla til hans gegnum landsímann og segja: „Eg er með þér,“ og svo er það ekki meira. Þetta er ekki út í bláinn mælt, heldur af tals- verðri reynslu. En það kann ég ykkur öllum að segja, að þeim, sem starfa að einhverjum hugsjón um, er enginn styrkur að slíkum fylgifiskum, sem þannig haga sér og því síðui' málefnum þeim, sem um er að ræða. Þar, sem slíkt háttleysi er ríkjandi verður út- koman óhjákvæmilega sú, að þeim, sem beita sér fyrir málefn- unum veitist langtum örðugra að fást við tómlæti og heigulshátt samjátna sinna, en illúð og arg- skap andstæðinganna. Þetta er heldur ekki út í bláinn mælt, en einungis byggt á helsárum stað- reyndum úr okkar eigin og ann- arra þjóða píslargangi. Eg er nýkominn heim úr Nýja- Bíó, frá að hlust þar á hartnær 60 barna kór undir stjórn Björg- vins Jörgenssonar söngkennara. Og mér finnst þessi barnakórs- konsert svo athyglisverður, að eg get ómögulega látið vera að kannast við það, einkum þó með það í huga að vekja athygli sam- borgara minna á því þolnatna “siarfi, sem hlýtur að liggja til grundvallar fyrir frammistöðu barnanna, slík sem hún var. Á söngskránni voru 15 lög, og af þeim voru 10 íslenzk. Er það út af fyrir sig atriði, sem ýmsir söngkennarar og söngstjórar mættu gjarnan taka til fyrir- myndar. Þá komu þarna fram þrír einsöngvarar: Arngrímur Jóhannsson, 11 ára, með tæra og blæfagra rödd, en ekki mikla að því er virtist. Baldvin Bjamason, einnig 11 ára, með sýnu breiðari rödd, en naut sín ekki fyllilega vegna kvefs, og loks Jakob Jak- obsson, 14 ára. Hefur hann all- mikla rödd og blæfagra, þar sem röddin naut sín til fulls, en mun hafa verið eitthvað kvefaður, enda sennilega kominn all-nærri mútum, og mun því ráð að beita honum varlega fyrir um stund, enda þótt freistandi sé vegna raddarinnar, einungis með það í huga, að þannig hefur mörg góð rödd eyðilagst með öllu. Um kórinn sjálfan er það að segja, að söngurinn var víðast hvar allvel samfelldur og sums staðar með ágætum. Einkum vöktu þó hinar tíðu og vanda- sömu en þó samfelldu styrkbreyt- ingar alveg sérstaka athygli mína, að eg ekki ákveði, furðu, því að þær sýndu betur en nokkuð ann- að hve afburða laginn söngstjór- inn hlýtur að vera við raddtúlk- un barnanna. Hins vegar hefði eg víða kosið meiri stigbreytingar í lagráerini" túlkun' en þarna kom fram. En allt um það tel eg kon- sert þennan bera söngstjóranum órækt vitni um stórmikla hæfni á þessu sviði, ekki einungis varð- andi sönginn, sem eg þykist eng- an veginn hafa hrósað um skör fram hér að ofan, heldur og alla framkomu barnanna, sem var ó- aðfinnanleg í hvívetna, þeim sjálfum, söngstjóranum og okkur raunar öllum til sóma. Vík eg þá að lokum fáum orð- um að upphafi þessa máls, sem sé því, að öllum sé fyrir beztu að þess sé getið sem gert er. Það leikur enginn vafi á, að núver- andi söngkennari Barnaskólans er starfi sínu vaxinn svo sem bezt má verða. Látum okkur því meta og viðurkenna starf hans, og raunar allra, þó ekki sé á annan hátt en þann, að fara ekki í nein- ar grafgötur með það, sem okkur finnst vel af sér vikið. Akureyri 2. marz 1952. Björgvin Guðmtmdsson. EPLI SÍTRÓNUR Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild, og útibú. Takið eftir! Útlent kex kemur með Heklu Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. ASPARGUS kr. 13.50 dósin Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. r Agætar RÚSÍNUR með steinum, kr. 12.20 pr. kg Kaupfélag Eyfirðinga N ýlenduvörudeild og útibú Appelsínur korna með Heklu. Kaupfél. Eyfirðinga N ýlenduvörudeild og útibú Tapazt hefur lyklaveski með 2 lykíum, frá M. A. urn Spítalaveg í Aðalstræti. Finnandi vin- saml. hringi í sírna 1034. Garðyrkjumann, ungan og efnilegan, vantar vinnu. — Afgr. vísar á. Oska eftir lítilli, rólegri íbúS fyrir 14. maí. Má vera með eldunarplássi. Afgr. vísar á. 2 litlar íbúðir til sölu. Lausar með vorinu. Bjöm Halldórsson, Sími 1312. íbúð Efri hæð í suðurhluta lniss- ins Hafnarstr. 2 er til sölu. Skrifl. tilboðum sé skilað fyrir 20. þ. m. til Sigurðar Halldórssonar, Aðalstr. 46, sem gefur nánari upplý^ Tún og gripahús db. Magnúsar Gíslasonar, við Þórunnarstræti, eru til sölu. Tilboðum sé skilað til Jóns Sveinssonar, hdl. Hvernig á að skipu- leggja og hirða garða? Um þetta efni flytur Guðm. Jónsson, garðyrkjumaður, fyrirlestur að Hótel KEA á morgun, fimmtud,, kl. 8.30. Aðgangur kostar 5 kr„ sem greiðist við innganginn. — Allur ágóði rennur til Nýja Sjúkrahússins. K. F. U. M., Akureyri. Fundur í Zíon næstk. sunnudag. Y. D. (yngsta deild, drengir í barna- skóla frá 9—13 ára) kl .1 e. h. U. D. (unglingadeild, drengir og piltar yfir barnaskólaaldur) kl 2 e. h. Fíladelfía. Almennar samkom- ur eru í Lundargötu 12 sunnu- daga og fimmtudaga kl. 8.30 e. h. Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin. — Saumafundir fyrir stúlkur á miðvikudögum kl. 5.30 e. h. Akureyringar! Munið eftir að gefa litlu fuglunum. Vindlakveikjarar kr. 11.00 stykkið (gamalt verð) Einnig vindlakveikjaralögur og steinar. Kaupfélag Eyfirðinga. N ýlendu vörudeild og útibú Kókosmjöl Kókossmjör Smjörlíki Kaupfélag Eyfirðinga, Nýlenduvörudeild og útibú. Félagsvist og dans að Lóni n.k. föstud. kl. 20.30 e. h. — Verðlaun veitt og dansað til kl. 1. Hljóm- sveit leikur. Aðgangur kr. 15.00. Veitingar. Meðal annars kaffi, pönnukökur og flatbrauð með hangikjöti. Munið mimiingarspjöld sjúkra- hússins! Fást í Bókaverzl. Axels og í Blómabúð KEA. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri halda hlutaveltu næstk. sunnud. kl. 4 til ágóða fyrir sjúkrahúsið. Ibúð Ung hjón, með 1 barn, óska éftir íbúð frá 14. maí n. k. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 1. apríl, merkt íbúð. Ungur reiðhestur, a£ góðu kyni, dálítið tam- inn, til sölu. Upplýsingar hjá Þorvaldi Björnssyni, Grafarholti. Stúlka með gagnfræðamenntun, vön verzlunarstörfum, óskar eftir atvinnu nú þegar. Afgr. vísar á. Laxastöng, sem ný, 9,5 feta Hardy’s kaststöng, til sölu. Afgr. vísar á. Cletrec- beltisdráttarvél er til sölu, nýuppgerð og í góðu standi. Hentug stærð fyrir ræktunarstimbönd. — Leiga getur komið til greina. Upplýsingar gefur Magnús Oddsson, Þórunnarstr. 118, Akureyri. S k a u t a r Jám- og glervöfudeild. Skíðaáburður Bratlye og Östbye. Jám- og glervörudeild. Slökkvitæki • fyrir skip, bíla, hús. Slökkvilögur Járn- og glervörudeild Höfum fengið nýja sendingu af hinum þekktu Gilbarco sjálfvirku olíubrennurum Þeir sem eiga óafgreiddar pantanir eru góðfúslega beðn- ’ir að hafa samband við oss senr fyrst. • Höfum ennfremur til inn- lend olíukyndingartæki, bæði með blásara og blásaralaus. Olíusöludeild KEA Kvenpeysurnar margeftirspurðu, frá Heklu, eru nú loksins komnar. Vefnaðarvörudeild Undirfötin og náttkjólarnir gölluðu — seldir þessa viku. Komið og gerið góð kaup! Vefnaðarvörudeild Kuldafatnaður: i Barnaúlpur Kvenúlpur Karlmannaúlpur Barnabuxur, fóðraðár og ófóðraðar Skíðabuxur, barna, kvenna og karla Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.