Dagur - 17.04.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 17.04.1952, Blaðsíða 8
8 DAGUB Fimmtudaginn 17. apríl 1952 Síðasta Búnaðarþing (Framhald af 7. síðu). Tryggvi Jónatansson byggingafulltrúi sextugur mjög dýr og tilfinnanlegur skatt- ur fyrir framleiðendur, einkum mjólkurframleiðendur. Búnaðar- þing ræddi ýmsar hliðar þessa máls og lagði í ályktun sinni um höndum, svo sem skógræktina, nýbýlast j órnina, stéttarsamband bænda o. fl. aðila. Vilyrði eru fengin fyrir lóð við svonefnt Hagatorg í Rvík. Er nú í ráði að það höfuðáherzlu á að reynd vrðu hý tæki til þessa verks hér á landi. Höfðu menn þar einkum í huga snjómoksturs- eða blásturs- tæki, sem notað er á flugvöllum. Ymis önnur tæki koma og til greina. En það þarf að gera til- raunir með þau og var eðlilegast talið að vegamáiastjórnin hefði forgöngu um það. Því það eru vitaskuld ekki eingöngu bændur, sem þarna hafa hagsmuna að gæta, heldur þjóðin öll, og happ mundi það fyrir vegamálastjórn- ina ef unnt reyndist að finna ódýrari aðferð við snjóruðning en þó, sem nú er notuð, eða hægt reyndist að koma flutningartækj- unum yfir snjóinn í stað þess að aka þeim í gegnum hann. F ymingarsj óður jarðræktarsambanda. Jarðræktarsamböndin fengu helming stofnkostnaðar — þ. e. vélakauþin — að láni úr fram- kvæmdasjóði ríkisins og áttu að greiða 16% árlega í fyrningum. Átti það fé að halda sjóðnum gangandi og efla hann til nýrra vélakaupa. En reynslan kenndi aðra hluti. Samböndin hafa verið í fjárþröng. Þaú skorti mjög rekstursfé. Var þá sótt um að fá að hafa helming fyrningarinnar hjá samböndunum sem reksturs- fé. Þetta fékkst fram, en enn kenndi reynslan að of skammt var farið. Samböndin þurfa að fá allt fymingargjaldið til þess að hafa í rekstrinum. Með þessu móti hyrfi fyrningarsjóðurinn inn í ræktunina, en hin sífellda rekstursfjárþröng sambandanna yrði að einhverju leyti leyst. En vafasamt verður að telja að ríkið samþykki þessa skipan mála fyrir sitt leyti og vilji heldur að fyrn- ingasjóðurinn fái sitt. þótt lengri tíma taki en í fyrstu var ætlað. Smjörsalan. Búnaðarþingið ræddi nokkuð erfiðleika þá, sem smjörsalan á nú við að stríða, og beindi í því sambandi til ríkisstjórnarinnar að lækka smjörverðið með aukinni niðurgreiðslu, eða fyrirskipa smjörblöndun í smjörlíkið. Félagsmálin — húsbyggingin í Reykjavík. Þau mál, sem að framan eru talin, nefndi Ólafur einu nafni kröfumálin, því að í þeim fólust meiri og minni kröfur til ríkis- valdsins. En aðalmálaflokkur hvers Búnaðarþings er félagsmál- in, málefni Búnaðarfélags íslands, bæði út á við og inn á við. Verkefni Búnaðarþings hverju sinni er að koma saman „fjárlög- um“ fyrir Búnaðarfélagið. En _ þessum „fjárlögum" er að sjálf- sögðu þröngur stakkur skorinn. Það er takmarkað, sem úr er að spila. Erfitt hefur reynzt að koma þessum „fjárlogum" saman á síð- ustu árum og mundi hafa reynst ógerlegt í ár ef Alþingi hefði ekki hækkað fjárframlagið til Búnað- arfélagsins um 200 þús. kr. á þessa árs fjárlögum. Eitt af helztu viðfangsefnum Búnaðarfélagsins á næstunni verður að koma upp húsi fyrir starfsemi sína í Reykjavík. Bún- aðarfélagshúsið er gamalt og lé- legt, og á lóðinni verður ekki byggt aftur. Félagið á 2 millj. króna í hús- byggingarsjóði og er nú í ráði að ráðast í framkvæmdir eins fljótt og auðið verður, en bíða ekki eftir frekari uppgufun peninganna. Ætlunin er að fá ýmsa?stofnanir til samstarfs um húsbygginguna, stofnanir, sem samstarf hafa í þjóðlífinu og skyld verkefni með hrinda þessu máli áleiðis, og verður byrjað svo framarlega sem nauðsynleg, opinber leyfi fást. — Taldi Ólafur gleðilegt að skriður væri nú loksins að kpmast á þetta mál. • v '<■ • ’" ' . Fræðsla um dýralækningar. Búnaðarþing skoraði á stjórn B. í. að beita sér fyrir því að fræðsluerindi um dýralækningar verði flutt í útvarpið a. m. k. einu sinni á hverjum vetrarmán- uði. Dýralæknar eru fáir í landinu og oft erfitt að ná til þeirra. Gætu slíkar leiðbeiningar því e. t. v. gert gagn og forðað tjóni og má merkilegt heita, að þessi siður skuli ekki fyrir löngu upptekinn í þessu strjálbýla landi. Kal í túnum. Bændur verða oft fyrir skakka- föllum af völdum kals og virðist mönnum ekki alltaf Ijóst, að kal er mjög háð landslagi og ýmislegt má gera til þess að breyta lands- lagi svo að vatn .stöðvist ekki á ræktuðu landi og oft er unnt að bægja skaðlegu árennsli frá ræktuninni. Búnaðarþing vildi taka upp fræðslustarf um þetta efni og gerði ályktun um það. — Ennfremur að rannsakað yrði kalþol mismunandi grastegunda og stofna, tilraunir með snemm- sáningu og áhrif síðsláttanna á kalhættuna og snemmsláttanna á endurgræðslu kalskemmda. Þetta er verulegt hagsmunamál fyrir fjölda bænda. Kennslubók í búfjárrækt. Búnaðarþing samþykkti að fela 3-manna nefnd að sjá um undir- búning að útgáfu kennslubókar í búfjárræktarfræði. Er mikil þörf á slíkri kennslubók. Líklegast er að hún verði gefin út sjálfstætt en ekki sem hluti af Búfræðingnum eins og jarðræktarfræðin, sem hefur verið að koma út að undan- förnu. Hrossarækt og hesíamenn. Mjög ýtarlegt frumvarp til breytinga á reglugerðinni um hrossarækt lá fyrir Búnaðarþingi, og hafði Landssamband hesta- manna undirbúið það. Eitt meg- intakmark þess er að aðskilja betur en nú er gert reiðhesta og dráttarhesta. Búnaðarþing fól stjórn B. f. að eiga frekari við- ræour við Landssambandið um þessi mál, en taldi að stjórn kyn- bótastarfsins í hrossaræktinni hljóti að verða áfram í höndum Búnaðarfélags íslands. Búnaðar- þing veitti L. H. 10 þús. lcr. styrk. Breytingar á lögum B. 1. Skipun búnaðarsambandanna í landinu er smátt 'og smátt að breytast. í Ijós hafa komið að vandkvæði eru á því, að búnaðar- sambönd, sem í raun réttri eru aðskilin, hafi sameiginleg- ar kosningar á fulltrúum til Búnáðarþings. Ýmsar tilslak- anir hafa verið gerðar, en þykja ófullnægjandi. Vilja ýmsir full- trúar ekki sætta sig við þær. Ekki var lagabreyting varðandi þetta afgreidd nú, heldur var málinu vísað til stjói-nar B. í. til frekari undirbúnings, en kemur væntan- lega til afgreiðslu á næsta Búnað- arþingi. Fóðrun og ásetningur. Milliþinganefnd Búnaðarþings hafði undirbúið frumvarp um fóðurtryggingasjóði, þar sem gert er ráð fyrir stofnun slíkra sjóða með lagaboði. En fulltrúar vildu ekki fallast á þessa lausn fóður- tryggingamálsins að svo komnu Oft er svo að orði komizt, þeg- ar minnzt er fullorðinna eða far- inna samborgara, að þeir hafi „sett svip á bæinn“. Stundum er þetta réttmæt og heppileg lýsing, en getur einnig verið ofmælt og ástæðulítil einkunn. Stundum er beint meint og í eiginlegri merk- ingu, en oftast þó óbeint og sem líkingamál aðeins. í sjálfu sér fela slík ummæli heldur ekki í sér neitt algilt né sérlega víðtækt mat á manngildi persónu þeirrar, sem lýst skal með þeim, né held- ur á starfsferli mannsins, gæfu hans og gengi á veraldar vísu. Vel getur mikilhæfur og ágætur borg ari lifað svo heila mannsævi í stórum bæ — og jafnvel í litlu þorpi — að hann komi þar svo lítið og sjaldan við sögu utan síns þrengsta verkahrings og sinna eigin heimilisvébanda, að þvilík ummæli fengju illa um hann staðizt. En á hinn bóginn er það engan veginn fágætt, að sumir þcir menn, sem umdeildir eru og ýmis konar, fái fullkomlega undir slíki'i lýsingu risið, séu þeir að- eins aðsópsmikilr á einn eða ann- an veg, eða gæddir sérkennileg- um persónuleika, sem orkar sterkar á umhverfi þeirra en al- mennt gerizt, hvort þeir koma þar meira eða minna við sögu að öðru leyti. Tryggvi Jónatansson er í flokki þeirra manna, sem vel má gefa slíka einkunn, og það bæði í beinni og óbeinni merkingu. Sem byggingameistari og einkar smekkvís og fjölhæfur húsateikn- ari, — og nú hin síðustu árin sem byggingafulltrúi og eftirlitsmað- ur með öllum byggingum í bæn- um, — hefur hann um langt skeið sett svip á bæinn í harla bókstaf- legri og áþreifanlegri merkingu, ef svo mætti að orði kveða. En þessi gjörvilegi og drengilegi maður, svo mikil kempa sem hann er að vallarsýn og einarð- legur í allri framgöngu, mun einnig reynast harla minnisstæð- ur okkur, samborgurum sínum, af öðrum og ólíkum ástæðum. máli, enda er málið ókunnugt bændum enn sem komið er. Þetta Búnaðarþing lagði áherzlu á, að gildandi lögum um forðagæzlu og fóðurbirgðafélög sé framfylgt til hins ýtrasta. Bændum var bent á að halda fundi um þessi mál og hvetja til aukningar öryggis um fóðrun og ásetning. (Framhald). Tryggvi er í ríkum mæli gædd- ur skaphöfn og ýmsum eigindum listamannsins, geði'íkur, viðkvæm ur og skjótráður, allur og einhuga í viðbrögðum sínum gegn tilver- unni og umhverfinu, eins og það birtist honum á hverri stundu, veikur og sterkur í sömu andrá að kalla, heill og ör í gleði sinni og sorg, en þó dulur nokkuð og jafnvel fáskiptinn í hina röndina. Og því skyldi hann ekki líka vera gæddur listamannsskapi, þar sem hann er nú einmitt listamaður á marga lund, ekki aðeins í sér- grein sinni, byggingalistinni, heldur einnig á ýmsum öðrum sviðum, drátthagur völundur og leikari, sem talsvert kom við sögu í leikhúslifi bæjarins um eitt skeið og gat sér þar gott orð fyrir traustan og góðan leik, svo að eitthvað sé nefnt af ýmsu slíku, sem til mætti tína. Þetta er aðeins stutt afmælis- grein um mann, sem enn er í fullu fjöri og starfi, enda ennþá á góð- um aldri — en engin eftirmæli. Af þeim sökum skal því og sleppt að rekja hér ævisögu og starfs- feril Tr. Jónatanssonar nánar en þegar hefur verið gert, -geta ættar hans og uppruna, eða tína til annað slíkt, sem tíðast er get- ið, þegar menn eru allir. Tvö eru þó mikilsverð atriði, sem gjarnan má minnast nú þegar, þá Tryggva er getið: Fyrst það, að hann er kvæntur myndarlegri og góðri konu, Helgu Hermannsdóttur, sem skapað hefur með honum gott og fagurt heimili. Hitt er það, — sem e. t. v. er mikilsverðast og minnisstæðast öllum þeim, sem kynnzt hafa Tryggva vel, — að hann er góður og hjartahlýr drengur, sem ekki má vamm sitt vita í neinum þeim hlut, sem honum er sjálfráður, enda vinsæll og vel metinn af öllum þeim, sem hafa af honum náin kynni. Heill þér sextugum, Tryggvi! Eg þakka þér gamalt og gott samstarf og árna þér og skyldu- liði þínu alls góðs í tilefni þess- ara merku tímamóta á ævi þinni. J. Fr. Eldri-dansa-ldúbbur Dansleikur að Lóni laugar- daginn 19. þ. m. Hefst kl. 10 e. li. Síðasta sinn á þessum vetri. STJÓRNIN. Ljósasamstæða, 20 kw., til sölu. Selst ódýrt. Upþlýsingar í NÝJA-BÍÓ. Sími 1285. Hreingerningar Pantið í sírna 1920. Ingólfur á Uppsölum fimmtugur Á páskadag síðastl. átti Ingólf- ur Pálsson bóndi á Uppsölum í Ongulsstaðahreppi fimmtugsaf- mæli. Var þann dag fjölmenni mikið á heimili hans og rausnar- lega veitt. Bárust afmælisbarninu margar góðar gjafir. Fluttar voru ræður og kvæði. Ingólfur hefur unnið óvenju- mikið að félagsmálum sveitar sinnar. Var hann einn af stofn- endum U. M. F. Ásól og var for- maður þess um fjölda ára og er ennþá einn af ötulustu ung- mennafélögunum. Hann vann sér snemma álit sem íþróttamaður. Ingólfur á Uppsölum er dug- legur bóndi og bætir jörð sína ár- lega með ræktun og byggingum, og hann nýtur vaxandi trausts og vinsælda að verðleikum, því að öllum, er til þekkja, er það löngu kunnugt, hversu mikla trú- mennsku og ræktarsemi hann sýnir hverju því máli er hann tekur að sér. Ingólfur á Uppsölum er höfð- ingi heim að sækja, hjálpsamur og félagslyndur nágranni og hinn bezti drengur. Hann er giftur Lilju Jóhannesdóttur, ágætri konu. Nýkomið! Hurðarskrár Hurðarhandföng Hurðarliengsli Skáphengsli Pinnahengsli Kantlamir Skrúfur alls konar Skápasmellur Hengilásar Hespur Málningarpenslar Væntanleg með næstu ferðum: Ný tegund af málningu Byggingavöru deild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.