Dagur - 27.08.1952, Side 7

Dagur - 27.08.1952, Side 7
D A G U R 7 Miðvikudaginn 27. ágúst 1952 K 11 i i ii >— Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). JÚ, VÍST höfum við skilað landi okkar stórum betra og líf- vænlegra í hendur næstu kyn- slóðar en við tókum við því. Vél- um, skipum, byggingum, iðnaði og verzlun. Raforkuverum, tog- ui'um, mannsæmandi íbúðum, bílum og braski. Þjóðfrelsi, sam- vinnufélögum og einnig útvarpi, kvikmyndum, strauvélum, stjórn málaflokkum, skólum og skipu- lagi, vísindum og véltækni, rækt- un og rányrkju — allt í annarri og fullkomnari mynd en áður þekktist. En við höfum einnig skilað öðrum arfi. Við höfum fengið ungu kynslóðinni i hendur ríkisbrennivín og „fína“ drykkju- siði. Við höfum skilað henni tóm- um kirkjum og kulnuðum og af- lóga trúarsiðum, í stað lifandi og frjósamrar trúar. Við höfum kennt unga fólkinu kommúnisma í stað kristindóms, bölhyggju í stað bjartsýni. Lög okkar kenna ungu kynslóðinni ólög, í líkingu sjálfsagðra skattsvika sem nauð- varnar gegn ofríki skattplágunn- ar, svo að eitt dæmi sé nefnt af mörgum um það, hvernig ólög geta brugðist í ham lagastafs, og óráðvendni orðið nauðsynleg námsgrein í skóla ofstjórnarinn- ar. Og haldið þið í einlægni, að líf okkar fullorðná, „reynda og ráðsetta" fólksins, sé einhver há- klassisk og óumdeilanleg fyrir- mynd, sem unga fólkinu beri að- eins að draga sem rækilegast dám áf óg Kegða ier eftir í öllum greinum? Höfum við ekki gefið því maigstýfða krónu í stað gull- krónu, trljþess -að hvetja það til sparsemi ög ráðdeildar? Ófrið og illdeilur til þess að hvetja!það til friðar? Efasemdir og ófrjóa gagn- rýni til þess að hvetja það til guðstrúar? - VfST -EIGUM VIÐ, eldri kyn- slóðin, okkar gildu afsakanir, og sízt skyldi eg hvetja þá, sem yngrrera og óreyndari, til þess að dæma okkur hart, því að harla óvíst er og encta mjög ólíklegt, að þeim hefði fárnázir betur í okkar sporum. En við vöxum heldur ekkert á því, heldur minnkum, að reyna að slá okkur til riddara á þeirra kostnað. Eigum við ekki okkar Jörfagleði og þeir sína Hreðavatnshátíð? Eg get raunar ekki annað en undrast það, hversu mikill manndómur er þó enn eftir í ungum íslendingum, svo stopular erfðir sem þeir hafa þó vissulega hlotið í ýmsum greinum, alveg á sama hátt og það vekur mér furðu, að eldri kynslóðin skuli þó ekki vera af- leitari en hún hefur reynzt með þann djöful, sem hún hafði þó í eftirdragi á ýmsan hátt, og eins og tímarnir, sem hún lifir á, reyndust þó á ýmsan hátt — að sönnu bæði vel og illa ,en þó fyrst og fremst tímar hraðfara breyt- inga, byltinga og hvers kyns um- róts í þjóðlífinu, — slík menning- arleg vegamót og óráðin örlög þjóðar og kynslóðar eru auðvitað aldrei sérlega líkleg, hvorki til siðferðilegs jafnvægis né trúar- legs öryggis. — Því var okkur vorkunn, engu síður en unga fólkinu, sem nú er uppi, er margt og mikið til afsökunar. En fyrst og fremst ættum við þó að varast þá villu að dæma hvert annað að ósekju, eða hart úr hófi fram.“ ÞANNIG FARAST „aðkomu- manni“ orð, og látum við frekari bollaleggingar um þessi þýðing- armiklu — en harla toi’leystu efni •— niður falla að sinni. Hvar var lögreglan? Borgari skrifar blaðinu: „FYRIR NOKKKUM dögum 1 bi-á ungur aðkomumaður sér til um bjarta sumarnótt, og gerði — Framfíðarskíðaland Akureyringa Frá Krumma er hentugt að ganga upp á koll Bóndans, en þeir, sem hafa gaman af því að láta sig renna og rasla í lausa- grjótinu geta farið niður ranann hjá Einbúa og niður Einbúamel. Einnig má fara suður hlíðina vestan í Bónda ofarlega og at- huga um biksteininn, en þaðan um' Þríklakka suður að Kerlingu. Það væri skemmtilegt og fróðlegt fyrir námsfólk úr skólunum, sem vildi leggja stund á jarðfræði, að athuga þar jarðlögin, sem víða koma berlega í ljós á þes'sum slóðum. Kerlinguna má skoða í krók og kring og þykir mér lík- legt að einhver af hinum yngri mönnum kynni að fá áhuga fyrir því að vita hvort ekki mundi sjást á botngjörðina á gulltunn- unni undan pilsfaldi kerlingar. — Frá Kerlingu má ganga fram um Burstir. Burstir! Hugsið yður, lesendur góðir útsýnið þaðan. Með allri virðingu fyrir fegurð- inni á Glerárdal og Glerárdals- botninum kemst hún ekki í sam- jöfnuð við fegurð Eyjafjarðar eins og hún birtist frá þessum stað. Mótsetningin á milli hins milda og þýða landslags fjarðar- ins og hinnar stórhrikalegu kerl- ingar, með öllu sínu tröllslega skylduliði, gera þessa landsýn svo óvenjulega hrífandi. Það er engu minna ævintýri að fara þarna upp og skoða vel, en að ganga á Herðubreið. Þarna er svo margt að sjá af því sem grópast svo í hugann, að inyndin verður minnisstæð m'eðan lífið endist. En þarna þurfa menn að ferðast óþreyttir og í rólegheitum og varla mun .yeita .af skemn)i;i t,íma •en 2—3 döguni tíl’ þéss að léynn- ,'ast allrj dýrðinni. f fjórða lagi er hentugt að 'gera útrás frá Krumma í Glerárdals- boninn og er þá hetntast að fara niður í mynni Lambárdalsins og upp á samnefnda öxl . hinum megin, en gang'a síðan fram fjall- ið svo langt sem hugurinn girn- ist. Töfrandi skíðaland. Af örnefnum,; sen> eg hef áhuga- fyrir á eg einungrs eftir að nefná: Höllin, Skálar og Bungur. Þar er hið fjölbreyttasta og mest töfr- andi skíðaland, sem eg þekki hér nærlendis og þó að víðar sé leit- að. Þetta skíðaland hefur þá kosti — auk þeirrar fjölbreytni, að þar má velja langar, stuttar • Að norðan (Framhald af 5. síðu). ára. Líklega er það engin fjar- stæða, að í héraðinu séu mögu- leikar til þess að upphefja allar eyðibýlatölur jafnaðarmanna frá gamalli tíð og skrá hér hærri blýtölu en nokkru sinni fyrr í sögunni. innbrot á ekki færri en fjórtán stöðum við aðalumferðargötur bæjarins. Hann var mjög ölvað- ur ,og var að þessu strandhöggi frá því kl. 3 til kl. rúmlega 5 um morguninn. Hann reyndi hér flestar aðaldyr með sporjárni og fleiri áhöldum, og hefur því bæði gert hávaða og sýnilega ekki slegið slöku við, þessa tvo nætur- tíma. Nú er hér allmannmörg lögregla, og heyrzt hefur að hún gangi vaktir um bæinn, en nú spyr margur, hvar var lögreglan þessa tvo tíma, að hún skyldi einskis verða vör? Hvernig hag- ar hún störfum? Situr hún mest á lögregluustöðinni og gengur lítið um bæinn, og þó heyrast kvartanir um ;\ð hún sé sein til þegar hringt er þangað um að- stoð.“ brekkur eða líðandi, eftir hentug leikum — að það er miðreitis og að þar geta verið mörg hundruð manns á skíðum í einu, svo að sjá megi yfir allan hópinn og fylgja hverjum einstökum eftir. Þar eru engar hættur, hvorki hamrabelti né gjúfur, og hægt er að vera ofarlega eða neðarlega í fjallinu eftir snjólagi á hverjum tíma. Þar í fjallinu er oft sæmi- legt veður, þótt kólga og illviðri sé norðan í hálsinum og á Gler- árdal. En bresti stórhríðin á, er fljótlegt að hafa sig til bæja, því að eigi er annar vandinn en að renna sér, hlaupa, velta eða skríða stöðugt með brekkunni, og má þá illa takast til, ef menn geta ekki fundið einhvern bæ eða þá Eyjafjarðarbrautina. Sameining kraftanna. Læt eg hér staðar numið, en vil biðja hina ungu, fótfráu en skarpt hugsandi menn, sem kynnu að vera skáld á þessu sviði, að athuga mál mitt vel og yrkja í eyðurnar, eða yrkja sjálf- stætt og betur. Að lokum vil eg benda á, að vegna fólksfæðarinn- ar á voru landi og fólksfæðarinn- ar í þessu byggðarlagi, er það fjarstæða að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir út í bláirin, þessu fáa fólki er það höfuðnauðsyn að sameina kraftana að ákveðnu marki, og teldi eg það ólíkt heillavænlegra fyrir almenna og holla þróun skíðaíþróttarinnar og félagslegan þroska í okkar kæra héraði, að sameinast sem mest innsveitis, heldur en að fáir menn séu að pota sér út úr og rolast upp til afdala. Brú á Eyjafjarðará! Þess er voriBndf ekki langt 'að bíða að brú verði gjörð.yfir Eyja- fjarðará hjá Stokkahlöðum eða Merkigili og gæti þá allur Eyja- fjörSurinn ásamt Akurevri notað þetta skíðaland til móta sinna síðari hluta vetrar, og gætu þá félagssamtök á þessu svæði hæg- lega boðið til sín skíðafólki úr Reykjavík, ísafirði, Siglufirði og öðruiri þeim stöðum, þar sem skíðalönd eru talin bezt, án þess að þurfa að fyrirverða sig fyrir skíðalandið. Akureeyri 19. ágúst 1952. Lárus J. Rist. Smurningsolíur á allar vélar á sjó og landi, jafnan fyrirliggjandi. Olíusöludeild KEA Herbergi, með aðgangi að eldhúsi, óskast frá I. okt. n. k. Afgr. vísar á. Kirkjan. Messað á Akureyri næsta sunnuda gkl .2 e. h. Iljónabö.nd. Elín Þórarinsdótt- ir, Árnasonar prests frá Stóra- hrauni, og Gunnar Salómonsson aflraunamaðui'. Gefin saman 21. ágúst. — Ramborg Wæhle og Steingrímur H. Aðalsteinsson, sjómaður, Akureyri. Gefin saman 23. ágúst. — Gift af séra Friðrik J. Rafnar. Fegrunarfélagið efnir til hluta- veltu til ágóða fyrir starfsemi sína í Alþýðuhúsinu n.k. sunnu- dag. Sbr. auglýsingu í blaðinu í dag. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Erla Sigurjónsdóttir, Spítalaveg 17, Akureyri, og Guðmundur Jó- hannsson frá ísafirði. Golfmóti Akureyrar lauk um sl. helgi. Golfmeistari Akureyrar varð Sigtryggur Júlíusson, með 329 höggum. Næstir urðu: Jó- hann Þorkelsson, 332 högg, og Jón Egils. — í 1. fl. sigraði Ágúst Olafsson með 395 höggum. Næst- ir: Gestur Magnússon, 406 og Guðjón Eymundsson 411. Skjaldborgarbíó sýnir um þessar mundir kvikmyndina „Koparnáman", ameríska kvik- mynd, skipaða úrvalsleikurum, svo sem Ray Milland og Hedy Lamai'r. Þetta er mjög spennandi og viðburðarík mynd, gerizt í „villta vestrinu“. JVliniiingarspjöld dvalariieimil- ; is aldraðra sjómanna fást í Bókabúð Rikku og hjá Sig- urði Sumarliðasyni, skipstjóra. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá ónefndum. Mótt .á afgr. Dags. - 3000 kr. hásetahlutur (Framhald af 1. síðu). norðurströndinni ætluðu að bregðast. Fleiri skip sigla í kjölfarið. 011 Akureyrarskipin eru nú hætt herpinótaveiðum, en mörg skipanna hafa siglt í 'kjölfar Snæfells og Akraborgar. Ingvar Guðjónsson varð fyrstur á vett- vang, þá Súlan og Stjarnan. Þá eru nokkrir austfirzkir bátar komnir á vettvang, svo og Húsa- víkurbátar og loks eru þær frétt- ir síðastar, að Sunnlendingar séu að hugsa um að senda skip á ný norður, til reknetaveiða. Mun Fagriklettur úr Hafnarfirði vera væntanlegur austur fyrir land innan tíðar. Góð veiði síðustu daga. Síðustu fréttir af veiðinni fyrir austan eru þær, að Snæ- fell mun hafa fengið 250 tunnur í íyrrinótt og er það afbragðs veiði. Mundi hlutur háseta, ásamt söltunarlaunum, nema um 1700 kr. af þessari einu lögn ef tækist að bjarga allri veiði — og salta, sem vafasamt má þó teljast. En eigi að síður er sýnt að hér er urn mikil verðmæti ræða, sem lítill gaumur hefur verið gefinn að, þrátt fyrir aflaleysið í herpi- riótina, óg er þessi reynsla lær-1 dómsrík. Leiðrétting. Sú missögn var í nokkrum afmælisorðum um Jó- hann Ó. Haraldsson endurskoð- anda í síðasta blaði, að móðir hans var þar nefnd Kristín Jóns- dóttir, rétt er: Katrín Jóhanns- dóttir frá Dagverðareyri. Er hér með beðið velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Iljónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Ljúfa Helgadóttir, Mývatnssveit, og Hólmsteinn Aðalgeirsson, múr- ari, Akureyri. Látinn er í Reykjavík Sigvaldi Þorsteinsson frá Upsum í Svarf- aðardal. Hann var um árabil bú- settur hér í bæ, en flutti fyrir nokkrum árum til Reykjavíkur og setti þar upp bókaverzlun. — Hér í bæ stundaði hann sjó- mennsku og verkamannavinnu. Sigvaldi heitinn var greindur maður og vel að sér, svo sem hann átti kyn til, og vel látinn. Knattspyrn ukappleikir verða næstk. laugardag og sunnudag mili I. flokks knattspyrnumanna úr knattspyrnufélaginu Fram í Rvík og félaganna hér í bæ. — Framararnir eru væntanlegir til bæjarins næstk. föstudagskvöld. Flokkurinn er á vegum K. A. — Sjáið spennandi keppni. Leiðrétting. í grein um Jón á Birningsstöðum fimmtugan, hér í blaðinu 13. þ. m., er á einum stað talað um „atorkureistar bygg- ingar“, átti að vera „storkureistar byggingar“. í upphafi , greinar- innar eru nefnd Göngusköi'ð, átti að vera Göngustaðir. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Þórunn Björg Magnúsdóttir skrifstofumær í KEA og Baldur Ingimarsson lyfjafræðinemi. Ennfremur: Jó- hanna Jónasdóttir og Jón S. Arn- þórsson, framkv.stj. á Gefjuni, Þorsteinssonar. Nýja-Bíó sýnir um næstk. helgi amerísku litmyndina „Bragðaref- ur“ (Prince of Foxes) er fjallar um ævi og störf Cesare Borgia, hins nafnkunna ítalska fursta á miðöldum. Leikur Orson Welles aðalhlutverkið, en Tyrone Power hefur einnig stórt hlutverk í myndinni. Myndin er skrautleg mjög og spennandi. Stór vörubifreið valt út af veg- inum í Vatnsskarði síðast- liðinn súnnudag, á hliðna út í skurð. Vagninn var hlaðinn heyi. Tveir menn voru í bílnum, en hvorugan sakaði. Bifreiðin mun lítið skemmd. Dágóður afli á handfæri hefur verið í Eyjafirði nú að undan- förnu, en Dalvíkurbátar, sem ró- ið hafa með línu, hafa lítinn afla fengið enn sem komið er. Berjatínsla er hafin fyrir nokkru í héraðinu. Á sunnudag- inn voru t. d. allmargir bílar úr bænum á Þelamörk, en lítil mun berjasprettan vera, það sem af er og útlit heldur slæmt. Fást aðal- lega krækiber, en bláber sjást enn óvíða. Mun útlit með berja- sprettu óvænlegt víðast hvar um Norðurland. Aðfaranótt sunnudagsins snjó- aði víða í fjöll hér norðanlands, Súlutindar voru alhvítir og þó enn meira toppur Kerlingar og efstu hlíðar. Frost hafa ekki ver- ið hér í byggð svo að blaðið hafi frétt. M.s. Hvassafell hefur losað hér kol undanfarna daga, og er nú orðir) mikil ve.rðlækkun á kolupa, svo sem nánar er greint frá ann- ars staðar í blaðinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.