Dagur - 17.09.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 17.09.1952, Blaðsíða 7
MiSvikudaginn 17. sept. 1952 D A G U R 7 - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). Ekki gat eg séð neinar þúfur í syðri bakka gilsins áður en eg ýtti þar til, því að þar var varla mögulegt að rista þöku vegna grjóts, hvað, þá að taka þar þúfur eða efni í þær. En þúfur þær, sem þar eru nú, voru teknar neðan við öskuhaugana meðfram Vesturgötunni, en ekki út í sveit eins og greinarhöfundur komst að orði. Þúfur þessar eru víst litnar óhýru auga af mövgum, en fuglunum þykja þær góðar og munu nota þær óspart er fram líða stundir og þá er eg ánægður, því að hér er verið að gera landið sem hagkvæmast og hlýlegast fyrir fuglana, en ekki reynt að gera mannskepnunni til hæfis, enda mundi þaðgangamikluverr. Öll verk við þennan stað hafa verið gerð eftir fyrirfram gerðri áætlun, enda ekkert handtak far- ið til ónýtis eða í endurtekningu. Eg vildi óska þess að maður sá, er skrifar þennan greinarstúf, sjái sér fært að vinna með mér og mönnum mínum í eina viku, og getur hann þá fylgst með af eigin reynd verkhyggni minni og vinnusvikum." - Til garðleigjenda (Framhald af 5. síðu). fella og oft vantar aðeins að fræ- in þorni, svo að þau verði spírun- arhæf, og geta þau vel gert það, þó að hann sé losaður, ef tíð er hagstæð. Munið því að hreinsa allt illgresi úr görðunum eða grafa það vel niður, en látið kar- töflugrasið vera, ef engin sýki hó'fur komið fram í því. Finnur Árnason. _________________________ - Byggðasafn fyrir Eyjaíjörð (Framhajd af 5. síðu). umferð okkar Snorra Sigfússonar vtúði til þess að koma nokkrum skfið á þetta málefni. Meðal ann- ars .ÉLþíumiiáttjað margt fleira gamalt verði dregið fram í dags- ins ljós á bæjunum — með byggðasafnið í huga. Fjöldi Ey- firðinga hefur flutt til Akureyrar og margir þeirra hafa vissulega tekið margt með sér þangað sem fengur væri í fyrir slíkt safn. — Ymsa menn hittum við Snorri, sem áttu merka gripi, sem þeir sögðust vilja hafa hjá sér meðan þeir lifðu, en gætu vel hugsað sér að láta þá ganga til byggðasafns að sér látnum. Það væri nú svo að unga kynslóðin kærði sig ekki um þetta og því væri það bezt geymt á safni. Þetta er hárrétt ályktað. Öllum þeim í Eyjafirði og á Akureyri, sem eiga eitthvað sem þeir vildu láta á væntanlegt byggðasafn, vildi eg benda á að snúa sér til Vigfúsar Friðriksson- ar ljósmyndara eða Snorra Sig- fússonar námsstjóra. Fyrsta sporið er að vernda hið gamla frá eyðileggingu með því að koma því í örugga geymslu, en það næsta er að ákveða um, hvernig því skuli komið fyrir í framtíð- inni, þannig, að þaðí komi að fullum notum um ókomna tíma. En það er önnur saga. En, full- yrðá vil eg þó í greinarlok, að við Eyjafjörð standa enn leifar af gömjum bæjum, sem engin þjóð, sem ann sögu sinni og ekki vill slíta tengslin við fortíð sína, myndi láta grotna meira niður en orðið er. -- Rekneíjaveiðin (Framhald af 1. síðu). Síldin á austurleið. Reknetaveiðar þessar hófust um 160 mílur austur í hafi, en síldin virðist færa sig austur á bóginn og munu skipin nú að veiðum meira en 200 mílur fyrir austan Langanes. En meðan tíð helzt allgóð mun ekki talin frá- gangssök að sækja síldina jafnvel enn lengra á skipum þeim, sem nú stunda þessar veiðar. Verðmætin, sem urðu eftir. í sumar og fram á haust, sveim- aði floti góðra og stórra skipa um hafið norðaustan við land og leit- aði að síld, sem hægt væri að veiða í herpinót, með þeim ár- angri, sem kunnur er. Reynsla sú, sem fengin er af reknetaveið- um Akureyrarskipanna nú síð- sumars og í haust, sýnir, að mjög miklum verðmætum hefði mátt bjarga í land í sumar, ef íslenzku sikpin hefðu tekið upp rekneta- veiðar snemma á vertíðinni jafn- hliða herpinótaveiðunum. Vitað er, að norski flotinn hefur aflað vel á þessum slóðum, sömuleiðis Rússar og fleiri erlendir veiði- menn. Sunnlenzku skipin hurfu snemma að norðan, til rekneta- veiða í Faxaflóa, en_Faxaflóasdd- in er önnur og lakari vara en norðlenzka síldin, enda gengur nú erfiðlegá að selja hana, jafnvel svo að ríkisábyrgð þarf nú til þess að.halda ^kipunum að veið- um þar syðra. Norðurlandssíldin er hins vegar auðseljanleg vara og skortir mjög á að hægt sé að afhenda síld upp í fyrirframsölur. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er reknetaveiði ncjrðienzku skip- anna því þýðingarmikil og hefðu fleiri þurft að sinna henni. Og þessi veiðslíapur nú' bendir ein- dregið til þess að landsmenn þurfa að taka síldveiðimálin öðr- um tökum í framtíðinni en gert hefur verið fram að þessu. Mikið af allskonar ritföngum og öðrum skólðvörum tekið upp síðar í vikunni. Bókaverzl. EDDA h.f. Akureyri. Mjallavél Lítið notuð mjaltavél með benzínmótor til sölu nú þegai'. Upplýsingar gefnar hjá Verzl. Eyjafjörður hi. BÁTUR Til sölu er 3lA tonns trillu- bátur, m. glóðarhausmótor. Upplýsingar gefur Lórenz Halldórsson, Fróðasundi 3, Akureyri. • , I . • 't Þýzkukennsla Kenni byrjendum og líka þeim, sem lengra eru komn- ir, þýzku. Bæði í einkatím- um og í hópum. Afgr. vísar á. Súgþurrkuð taða og gott ÚTHEY til sölu. Sig. G. Jóliannesson, Hrafnagili. FJÁRFLUTN. TIL SUÐURL. Einkaviðskipti bönnuð. Sauðfjársjúkdómanefnd hefur bannað slátrun gimbrarlamba á fyrrnefndu svæði og sömuleiðis bönnuð öll einkaviðskipti með gimbrarlömb. Þá eru bannaðir allir sláturfjárflutningar yfir fjárlausa svæðið, frá Hvalfirði að Ytri-Rangá og verður engin slátrun í Reykjavík á þessu ári af þeim sökum. IBUÐ, 2 herbergi og eldhús, óskast til leigu sem allra fyrst. Al'gr. vísar á. Saumavél Fótstigin Necci-saumavél til sölu. Afgr. vísar á. Kartöflugeymslan í Grófargili 25. sept. n. k. verður farið að taka á móti kartöflum í geymslu bæjarins í Grófargili, frá kl. 5—7 e. h. Þeir, sem ekki hafa látið karföflur í kassa sína eða borgað fyrr þá 15. okt. n. k., ha-fa misst rétt á þeim og verða kassarnir þá lánaðir öðrum. Það skal tekið fram, að kartöflur verða því aðeins af- lientár öðrum en eigendum, að skriflegt umboð um leyfi til að taka þær sé fyrir hendi. í vetur verður kartöflugeymslan í Grófargili opin á miðvikudögum og laugardögum, kl. 5—7 e. h. Akureyri, 16. september 1952. \ ; BÆJARSTJÓRI. oa buaciÉ I. O. O. F. = 134919814 = Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e. h. næstkomandi sunnudag. — P. S Iljónaefni. — Ungfrú Áslaug Jónsdóttir Benediktssonar prent- ara Akureyri og Búi Snæbjörns- son, flugvélavirki Reykjavík. Til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Kr. 500.00 frá S. Þ. M. Þ. E. Mótt. á afgr. Dags. Sjötugur varð 14. þ. m. merkis- bóndinn Jón M. Júlíusson á Munkaþverá í Eyjafirði. Sextugur varð í gær Guð- mundur Ti-jámannsson Ijós- myndari hér í bæ. Björgunarskútusjóði Norður- lands barst nýlega 2000 króna gjöf. Færðu sjómannakonur í Grenivík formanni Slysavarna- deildar kvenna á Akureyri, frk. Sesselju Elájárn, gjöfina og mun hún afhenda hana réttum aðil- um. Hún hefur beðið blaðið að koma á framfæri þakkarorðum til allra þeirra, er þarna eiga hlut að máli. Athugasemd. Blaðinu hefur verið bent á, að frásögn þess af hinu hörmulega slysi á þjóðveg- inum í Kræklingahlíð (síðasta tbl.) megi skilja þannig, að rann- sókn málsins hafi leitt í Ijós að engin sök hafi verið hjá bifreiða- stjóranum á jeppanum. Um það hefur enginn úrskurður verið felldur. Rannsóknin mun hafa feitt í ljós acT bifreiðas'tjórinn var algáður og bifreiðin í lagi. Málið mun verða sent stjórnarráðinu svo sem yenja ei- þegar slík atvik ber að höndum, Utför Olafs Tómassonar í Garðshorni var gerð sl. laugar- dag og fylgdi fjöldi manna hinum vinsæla og vel metna bónda til grafar. I. O. G. T. Stúkurnar ísafold- Fjallkonan og Brynja halda sam- eiginlegan fund í Skjaldborg n.k. mánudag kl. 8.30 síðd.— Áríð- andi að sem flestir félagar stúkn- anna mæti á fundinum. Húsmæðraskólafélag Akureyr- ar heldur hlutaveltu í Alþýðu- húsinu kl. 4 næstk. sunnudag. Gjafir til sængurfatakaupa á Sjúkrahús Akureyrar. Jakobína Jónsdóttir 100.00 kr. — Ingólfur Davíðsson 500.00 kr. — Ónefnd 300.00 kr. — Móttekið. Kærar þakkir. Ragnheiður Árnadóttir. Til nýja sjúkrahússins. Safnað í Flatey á Skjálfanda, afhent af frú Sigurveigu Ólafsdóttur, kr. 3000.00. — Áheit frá N. N. kr. 100.00. — Gjöf frá Árna J. Árna- syni kr. 100.00. — Áheit frá R. kr. 100.00. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 10 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags. Ritvél (Remington), lítið notuð, til sýnis og sölu á afgreiðslu „Dags“. 3 billiardborð með tilheyrandi, til sölu. — Uppl. í síma 1312 kl. 5—6 næstu daga. Lítil íþúð. , . , til leigu. — Afgr. visar á. Hafnarnefnd hefur ákveðið að láta steypa lag ofan á Torfunefs- bryggjuna og á að hefja verkið nú í haust. Byrjað verður norðan frá. — Bæjarverkfræðingurinn stjórnar verkinu. Suðvestan hvassviðri gekk hér yfir aðfaranótt mánudagsins og fram um hádegi á mánudaginn. Sagði veðurstofan hér þó að- eins 7 vindstig á mánudags- morguninn, en miklu hvassara mun hafa verið í hviðunum, a. m. k. uppi á brekkunum. Lækir í Vaðlaheiöi voru eins og gos- brunnar að sjá, þar sem þeir féllu fram af brúnum, cr vind- urinn þeytti vatninu upp í loft- ið. Ekki hefur blaðið fregnir af heysköðum í stormi þessum, svo að orð sé á gerandi. Má þó vera, að meira tjón sé en nú er vitað.Hlýviðri hafa verið á degi hverjum og reynast laufvind- arnir mildir og góðir á þessu hausti sem oft áður, þótt ann- ars hafi verið kalt lengst af í sumar. í gær breyttist veður, brá til norðanáttar og hiti féll úr 10 stigum i fyrrakvöld í 2 stig í gærmorgun. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá S. — Kr. 50 frá S. J. Mótt. á afgreiðslu Dags. Aðalfundur Kennarafél. Eyja- fjarðar verður haldinn í Bai-na- skólanum á Akureyri laugardag- inn 27. sept. og hefst klukkan 10. árdegis. Nauðsynlegt að allir kennarar á félagssvæðinu sæki fundinn. Hin árlega hlutavelta Kan- tötukórs Akureyrar verður i Al- þýðuhúsinu laugardaginn 20. þ. m., kl. 4 síðdegis. — Frítt far-á Iðnsýninguna og margir fleiri ágætir drættir. — Að kvöldinu dans á sama stað. Sjötugur varð 12 þ. m. Lauritz Kristiansen, fyrrv. verkstjóri í Krossanesi. Hann hefuv dvalið hér á landi í áratugi, lengst af í Krossanesi. Stjórn verksmiðj- unnar var meðal þeirra, sem heimsóttu Lauritz á afmælinu og færði honum árnaðaróskir og gjafir. Látinn er fyrir nokkrum dög- um Stefán Jónsson símavörður hér í bæ, frá Yztabæ í Hrísey. Hann var á sextugsaldri. Stefán Jónsson var vel metinn borgari, drengur góður og mikið prúð- menni. Hann var söngmaður góður og lengi starfandi í kór- um bæjarins, einnig tók hann um hríð mikinn þátt í leiklistar- lífi bæjarins og lék hér allmörg hlutverk við góðan orðstír. Svcitamenn hafa kvartað yfir því við blaðið, að útlánstími Amtsbókasafnsins sé óhentug- ur fyrir þá héraðsbúa, sem gjarnan vilja skipta við safnið. Safnið er opnað kl. 4 útláns- dagana, en einmitt Jkl. 4 er brottfarartími flestra mjólkur- bílanna, sem annast fólksflutn- inga um héraðið. Væri æskilegt að safnstjórnin athugaði, hvort unnt er að veita héraðsbúum einhverja úrlausn í þessu efni. Reykhús það, sem hrossasölu- samlag Skagfirðinga og Hún- vetninga starfrækir í Norðurgötu hér í bæ, auglýsir nú að það taki ekki matvæli í reyk fyrir almenn ing. Er þar með loku fyrir það skotið að menn geti fengið reylct hangikjötslæri eða önnur mat- Vcfeli hér í bæ, því að ekkert reykhús er þá hér starfandi fyrij,- almennhig. Eru að þéssu óþæg^ indi, sem úr þyrfti að bæta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.