Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 17. desember 1952 $ Hin gömlu kynni f Saga eftir JESS GREGG 10. dagur. (Framhald). ,,Þa'ð fór óskaplega í taugarnar á mér,“ sagði barónessan, „þegar fólk var að finna að við mig og gagnrýna framkomu mína. Eins og til dæmis Kitty. Hún var allt- af suðandi um að eg færi of langt — en sem betur fer skildu leiðir fljótlega, hún náði sér í mann.“ „Hvaða Kitty er það?“ „Kitty Leighton. Hún heitir Kitty Wallach nú. Við vorum herbergisfélagar í skóla. Mér er sagt að hún eigi heima hér í borg- inni nú, en veit ekki sönnur á því. Hef ekki séð hana í mörg ár.“ „Eg fann einmitt eina af bókum hennar í bókasafninu á dögun- um,“ sagði Elísabet. „Það var Dante." „Dante, Dante,“ sagði barón- essan. „Jú, jú, það var ein af. . ..“ Hún þagnaði skyndilega og leit reiðilega á Elísabetu. „Þér eruð enn að,“ sagð hún svo. „Að hverju?“ „Að hnýsast í mína hagi. Hald- ið þér ekki að eg hafi tekið eftir því? Þér eruð alltaf að reyna að veiða eitthvað upp úr mér, láta mig segja yður eitthvað í ógáti.“ Hún barði hendinni reiðilega í boi ðið. „Viljið þér gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera einni nokkra stund,“ sagði hún síðan lágt. Elísabet var föl og tekin þegar hún skundaði út úr stofunni og upp á herbergi sitt. Engin svip- brigði voru sjáanleg á henni meðan hún hamaðist við að láta föt sín og annan farangur í tösku. En áður en hún lauk við það, dró hún bréf Wrenns upp úr skúffu og las það. Síðan tók hún til við að raða fötunum sínum aftur inn í skáp, hægt og gætilega, eins og í leiðslu. Innan klukkustundar sendi madame von Schillar boð eftir henni. Nú var hún mild í skapi og röddin blíðlegri- en Elísabet hafði heyrt áður. Og það sem hún sagði, varð til þess að unga stúlk- an roðnaði og varð vandræðaleg: „Hafið þér nokkum tíman sagt: „Eg elska þig,“ við nokkurn mann?“ „Nei, frú,“ svaraði Eísabet. „Þá skal eg segja yður, að það hef eg ekki gert heldur. Það þýð- ir ekki, að eg hafi aldrei elskað neinn — því að það hef eg gert — en eg hef aldrei getað sagt nein- um, að eg elskaði hnan. Mér fannst alltaf, að með því að búa hugsunina í orð, hefði eg gefið eitthvað af sjálfri mér, sem ekki var falt, og eg þorði ekki að sleppa.“ Hún þagnaði andartak, en hélt svo áfram: „Skiljið þér, hvað eg er að fara? Eg er ennþá ekki reiðubúin að sleppa hend- inni af ýmsu í lífi mínu og eitt af því, sem eg held fastast í, er Maríus. Því að þegar eg segi það, verður minningin ekki sú sama og áður. Og eg æta að halda í hana, ofurlítið lengur.“ Hún stóð á fætur og klappaði á hendina á ungu stúlkunni. „Þú skilur þetta, góða mín,“ sagði hún um leið. „Já, eg geri það, en mig lang- ar til þess að þér vitið dálítið. Eg var hreint ekki að reyna að tæla yður til að segja neitt í þetta sinn, en eg slcal játa að eg hef reynt það áður. En eg hafði enga hug- mynd um að þegar eg nefndi Kitty Leighton og Inferno Dantes að það snerti herra Wrenn á nokkurn hátt.“ Barónessan horfði vantrúuð á hana .„Ef þér segið það satt, þá hef eg auðvitað hagað mér eins og flón’,“ sagði hún svo. „En eg skal segja yður allt saman ein- hvern næstu daga. Nú er eg orðin of þreytt.“ Elísabet dró sig líka snemma í hlé, en hún gat ekki gleymt nafni Kitty Wallach og það hélt fyrir henni vöku. Loks stóðst hún ekki mátið lengur, læddist niður stig- ann og fletti upp í símaskránni. Og þarna var það! Kvöldið eftir stóð hún og beið í anddyri sambýlishúss og dyrn- ar, sem hún hafði knúð á, opnuð- ust. í dyrunum stóð gráhærð kona. „Mig langar til að tala við Kitty Wallach,11 sagði Elísabet. „Eg er Kitty Wallach,“ svaraði konan. Elísabet horfði undrandi á hana. Frú Wallach var góðleg, hlédræg, móðurleg, allsendis ólík því, sem maður gat vænst af fyrrverandi vinkonu barónessunnar. Elísabet rétti henni þegjandi ofurlítinn böggul. „Hvað er þetta?“ spurði konan undrandi. „Það er bók, sem þér eigið.“ Frú Wallach vafði bréfinu utan af bókinni og opnaði hana. Á tit- ilblaðinu stóð: „Inferno". „Jú, reyndar. Eg á þessa bók. En hvar funduð þér hana? Gjörið svo vel að koma inn.“ „Eg má það varla,“ sagði hún. „eg kom bara til að skila bók- inni.“ En hún fór samt inn. Þegar hún kvaddi og fór, kukkustundu síðar, hafði hún í fórum sínum heimilisfang Elísa- bet Harper. Upp úr því hófust bréfavið- skipti, sem leiddu í ljós ýmsan fróðleik. Elísabet raðaði efninu samvizkusamlega eftir stafrófs- röð. Þetta var efniviður í bókina. Hún sat við kvöld eftir kvöld, að raða saman þessum smáhlutum og reyna að fá samstæða mynd út úr því — fá svipmynd af Maríusi Wrenn og sambandi hans og bar- ónessunnar, því að frá baróness- unni var litla sem enga hjálp að fá. (Framhald). Alltaf eitthvað nýtt! Gerist áskrifendur hjá næsfa kaupfélagi. Fjölbreyttasfa og útbreiddasfa mánaðarrit landsins! SAMVINNAN ■ • jb' .>• ESTINGHOUSE HEIMILISTÆKI eru hærkomnasta jólagjöfin! Þessi heimsþekktu rafmagnsfæki eru seld í kaupfélögunum um allf landið á sérstaklega hagstæðu verði. Straujám Kr. 172,20 Vöflujám Kr. 471,40 Steikarofn Kr. 1005,59 Handryksuga Kr. 483,50 Brauðrist Kr. 436,40 Athugið vel, hvort völ er á gagnlegri jólagjöf fyrir sambærilegt verð. — Gott heimilistæki léttir störf húsmóðurinnar, eykur heimilisánægjuna og heldur notagildi sínu árum saman. Gjörið svo vel að líta á þessi tæki öll, og ýmis fleiri, hjá kaup- félögunum. Á Akureyri í Véla- og varahlutadeild og járn- og glervörudeild Kaupfélags Eyfirðinga. Samband íslenzkra samvinnufélaga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.