Dagur - 29.09.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 29.09.1954, Blaðsíða 1
GERlST ASKRIFENDUR! Simi 1166. Dagur ASKRTFTARSÍMI blaðsí"s er 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 29. september 1954 42. tbl. Hið nýja og glæsilega skip SÍ.8. qi> M.s. Ileígafell, hið nýja skip Sambands ísl. samvinnufélaga, fór reynsluferð sína frá Oskarshöfn í Svíþjóð 21. þcssa mánaðar, og var þcssi mynd þá tekin af skipinu. Gekk ferðin prýðilega og náði skiþið 14,4 mílna hraða. Skipið tckur sement í Danmörku á heimleiðinni og er væntanlegt til Ueykjavíkur um mánaðamótin. Meyjaskemmaíí - Hans og Gréfa Fyrsta óperetta Leikfélags Akiireyrar. Leikstjóri r ...... Agúst Kvaran. 20 söngvarar og léikarar bæjar- ins fara með lilutverkin. - Barnaleikritið Hans og Gréta sýnt fyrir jól. Leikstjóri Sigurðnr Krístjánsson Formaður Lcikfélags Akureyr- ar; Vignir Guðmundsson hefur góðfúslega látið blaðinu í té, eftirfarandi • upplýsingar um fyrirhugaða starísemi félagsins í vetur. Fyrsta óperctta Lcikfélags Akureyrar. Leikfélag Akureyrar hefur í hyggju að hafa allfjölbreytta leikstarfsemi á næsta leikári, er nú fer í hönd. Operettan Meyjar- skemman eftir Schubert Berte verður fyrsta viðfangsefni félags- ins. Hún hefur tvívegis verið færð á svið í Reykjavík. í fyrra skiptið 1933 og aftur 1939 af Hljómsveit Reykjavíkur. Fékk hún mjög góða dóma í bæði skiptin. Leikfélag Akureyrar hef- ur áður haft Meyjarskemmuna i Ungur Akureyringur opnar málvcrkasýningu Kristinn J. Jóhannsson, 17 ára gamall piltur hér á Akureyri, ■opnar málverkasýningu í Varð- borg næstk. laugardag. — Sýnir hann 62 myndir, flest olíumál- verk. Þessi ungi Akureyringur hef- ur helgað málaralistinni allar frí- stundir sínar, mörg undanfarin ár, og mun bæjarbúum [ ykja fróðlegt að kynnast þessum nýja málara, sem á svo óvenjulegum aldri opnar málverkasýningu. huga, er valin hafa verið verkefni til sýnir.ga. En af framkvæmdum varð ekki fyrr. Segja má að undirbúningi sé lokið að mestu, enda hefur hann staðið yfir síðan 20. júlí í sumar. Og æfingar eru þegar hafnar og ganga að óskum, kappi viS -© Agúst Kvaran, leikstjóri. undir öruggri handleiðslu leik- stjórans Ágústs Kvaran. Meyjarskemman er fyrsta óperéttán sem Leikfélag Akur- eyrar setur á svið. Er það að sjálfsögðu nokkrum erfiðleikum bundið að útvega það sem til þarf, í ekki stærri bæ. Má þar til nefna um 20 söngvara og leikara og hljómsveit. Hér í bæ vantar bæði sello og fiðluleikara. En leikfélagið er nýbúið að ráða hingað norskan fiðluleikara í fé- lagi við Tónlistarskólann og Hótel KEA. Án samvinnu um ráðningu (Framhald á 7. síðu). Snemma farið á skauta A flæðunum hér innan við bæinn var á mánudaginn kom- inn heldur ís og allgott skauta- svell á parti. Skautakappar bæjarins létu það ekki lengi bíða eftir sér og sáust renna sér á ÍEium á mánudnginn. Það mun óvenjulegt, ef ekki einsdæmi að skautafóiksjáistað leik á þessum tíma árs. Væri óskandi að hlýjir haustvindar eigi eftir að blása liér á norðurslóðum. Kynning á íslenzkri tónlist Gerhard Krause í Hamborg, sem er ritstjóri hans alkunna tónlistartímarits „Signale fúr musikalische Welt“, ferðast víða úm lönd og heldur fyrirlestra um nútíma tónlist. Er hann sérstak- lega vel kunnur sænskri, pólskri og norskri tónlist. í þakkarskyni fyrir gott kynningarstarf tók Gústaf V. Svíakonungur á móti lionum í Stokkhólmi. Væntanlega mun Krause halda tvo fyrirlestra um nýja þýzka tónlist á vegum Háskóla íslands í byrjun næsta árs. Næsta sumar, í júlímánuði, mun haldin norræn vika í borg- inni Westerland á frísnesku eyj- unni Sylt. Þar mun m. a. verða sýnd íslandskvikmynd. Auk þess flytur Gerhard Krause erindi um íslenzka tónlist með mörgum dæmum af hljómplötum og tón- bandi. Söngkonan Ina Graffius í Ham- borg mun á námskeiði sínu, „Þjóðlög allra landa“, helga ís- landi heilt kvöld, þar sem hún kynnir og lætur flytja íslenzk þjóðlög og önnur sönglög. Mun hún til skýringar lesa upp úr hinni ágætu bók eftir Friedrich Mörtzsch „Á hestbaki um ísland“ (Wir beide ritten durrh Island). Hefur hún í þessu augnamiði lát- ið þýða allmarga íslenzka söng- texta á þýzku. í marz 1955 mun Ina Graffius fara í hljómleikaför um Rínarlöndin og tekur þá all- mörg íslenzk sönglög á efnisskrá sína. Það er bæjarbúum mikið fagnaðarefni, að nú skuli vera kominn skriður á framkvæmdir við sundlaug bæjarins. Hit- unartækin eru væntanleg innan fárra daga. Þegar þau eru komin á sinn stað, þarf enginn að kvarta um kulda í lauginni. Loksins virðist vera kominn tíma, en þar eftir eiga bæjarbúar skriður á framkvæmdirnar við sundlaug bæjarins og er það bæj- arbúum mikið gleðiefni. Bygg- ingar og aðrar framkvæmdir hafa, eins og öllum er kunnugt, gengið hægar en eðlilegt má telj- ast, svo sem oft hefur verið drep- ið á hér í blaðinu, og verður það ekki rakið hér. í sumar tók bæjarstjórnin rögg á sig og kaus 3 mæta borgara þessa bæjar til að hafa á hendi stjórn allra framkvæmda við laugina og var lagt fyrir hana að ljúka verkinu ekki síðar en á næsta ári. Negndina skipa: Jón G. Sólnes, Guðmundur Guðlaugs son og Hermann Stefónsson. Fyrir augum vegfarenda, sem ekki að þurfa að veigra sér vfð að fara í sund. Hitunartækin eru fyrir alla bygginguna og verða því einnig sett í gömlu sundlaug- ina. Nýlega var sett þak á nýju bygginguna og búið er að miklu leyti að múrhúða hana og lita. Væntanlega verður unnið við laugina í allan vetur, bæði úti og inni. Verður ekki annað séð, en framkvæmdanefnd sundlaugar- innar, sú hin nýja, hafi þegar, og ætli sér framvegis, að láta hendur standa fram úr ermum og ljúka verkinu á tilsettum tíma, ef ekki skortir fé. i Samkvæmt auglýsingu annars' staðar í blaðinu í dag, gefst Akur- leið eiga fram hjá sundlauginni, eyringum kostur á að sýna hug dylst það engum, að skriður er sjnn f verki o gkaupa skuldabréf bæjarins. Upphæðinni verður varið til að Ijúka nýbyggingunni við laugina og annarra endurbóta þar. kominn á framkvæmdirnar, und- ir stjórn hinnar nýju nefndar, sem einnig nýtur aðstoðar yfir- verkfræðings bæjarins, Ásgeirs Markússonar. Hitunartækin eru aS koma. Boðin voru út helztu tæki til sundlaugarinnar. Vatnsgeymarn- ir eru smíðaðir hér á staðnum, hitunartækin frá Rafha koma einhvern næsta daginn og verða þau þá sett upp þegar í stað. Tek- ur það að sjálfsögðu nokkum Knattspyrnunámskeið Axel Andrésson, sendikennari í. S. í., kennir hér hjá Knatt- spyrnuráði Akureyrar. Kennslan fer fram bæði úti og inni. Alls eru þátttakendur 116. Drengir á aldrinum 4—16 ára. Daglega mæta 80—90. Áhugi drengjanna er mikill. Nómskeiðið hófst 16. september og endar 6. okt. Haraldur Guðmundsson kosinn for- maður Alþýðuflokksins Þingi Alþýðuflokksins lauk 22. september sl. Þar var Haraldur Guðmundsson alþingismaður kos inn formaður flokksins cftir nokkur átök. Stóð kosningin milli hans og fráfarandi formanns, Hannibals Valdimarssonar. At- kvæði féllu að lokum þannig, að Haraldur Guðmundsson fékk 62 atkvæði, en Hannibal Valdimars- son 36. Varaformaður var kosinn Guðmundur í. Guðmundsson sýslumaður, og ritari Gylfi Þ. Gíslasoon prófessor. 5 þúsund krónur undir bjarghringnum Piltur einn, héðan að norðan, sem var á vetrarvertíð sunnan- lands, varð fyrir því óláni að tína ca. 5000 krónum seint á vertíð- inni. Var peninganna leitað með dunum og dynkjum, en árangurs- laust. í vor kom pilturinn heim og taldi ekki trúlegt að sjá framar hina týndu fjárhæð. Nú í sumar höguðu atvikin því svo, að á skrifstofu Dags á Ak- ureyri varð málið upplýst, alveg óvænt og fyrirhafnarlaust, enda ekki vitað þar áður um peninga- hvarf þessa norðlenzka sjómanns. En saga þessara peninga var í fáum orðum sagt þannig, að þeir fundust lausir um borð í mótor- bát einum. Hafði þeim verið stungið undir björgunarhring bátsins og komu í ljós þegar bát- urinn var tekinn til viðgerðar, ásamt ávísun er hljóðaði upp á nafn sjómannsins. En af, því mið- ur venjulegri íslenzkri trassa- mennsku, var þeim þó ekki skilað fyrr, en eftir þeim var kallað, hjá finnanda. — Sjómann munar um minna en 5000 krónur, og varð hann að sjálfsögðu harla glaður yfir hinu fundna fé.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.