Dagur - 27.01.1955, Side 2
2
D AG UR
Fimmtudaginn 27. janúar 1955
Jóhann Kröyer fryggingastjóri sexfugur
Sparifjársöfnun skólabarna
Þegar eg leit yfir bæjarblöðin
í vikunni, sem leið, undraðist eg
það, að eg sá þar sextugsafmælis
Jóhanns Kröyers að engu getið.
Gátu þau nú ekki, blessuð blöð-
in, eða þá útvarpið, gert hinum
fjölmenna vina- og kunningja-
hópi Kröyers þann greiða — þótt
ekki hefði annað verið — að
minna þá á þennan merkisdag á
ævi hans, svo að hann færi þó
ekki fram hjá þeim með öllu?
-----En þegar eg kom heim til
nafna míns á föstudagskvöldið og
svipaðist þar um borð og bekki,
sá eg, að óþarft hafði verið með
öllu að gera sér nokkra rellu eða
áhyggju út af þessu: — Vinir
Jóhanns og fjölskyldu hans höfðu
hvorki þurft að láta blöðin né
útvarpið segja sér það, að hann
fyllti sjötta áratuginn þennan
dag, 21. janúar, því að endaþótt
húsakynni á hinu fallega og
myndarlega heimili þeirra hjóna
að Helgamagrastræti 9 hér í bæ
séu rúmgóð í bezta lagi, var þar
þó svo áskipað þeim, er komnir
voru þangað þeirra erinda að
hylla húsbóndann í tilefni afmæl-
isins og árna honum og fólki
hans allrar gæfu og heilla í fram-
tíð með góðum gjöfum, ræðu-
höldum, eða með nærveru sinni
einni saman og hlýjum handtök-
um, — að naumast hefðu fleiri
komizt þar inn fyrir dyrastaf,
hvað sem annars kann að líða
sannleiksgildi orðtaksins gamla,
danska, um hlutfallið milli hús-
rýmisins og hjartarúmsins. Og
kveðjurnar allar, er bárust þang-
að þennan dag í líki heillaskeyta,
blómagjafa eða á hvern annan
hátt, frá þeim, sem fjarverandi
voru í holdinu, en nærstaddir í
andanum, vitnuðu enn um það, að
Jó>hann Kröyer er vinum sínum
hugstæðari en svo, að merkis-
dagar hans gleymist með öllu,
enda þótt hinni venjulegu frétta-
þjónustu bregðist bogalistin.
Veit ég það mætavel, að sízt
mundi það nafna mínum að skapi,
að á hann væri oflof borið, né
heldur nokkur hávaði viðhafður
í sambandi við líf hans og störf,
hvorki nú né endranær. Hann á
og vonandi langan og merkan
starfsdag framundan enn þá, svo
að óþarft er að hafa á því nokk-
um eftirmælastíl, þótt penna sé
drepið niður í sambandi við af-
mæli hans, enda skal sá háttur
ekki hafður á af minni hálfu,
þótt mér á hinn bóginn þyki
óþarft bæði og ómaklegt, að slíkra
manna sem hann er, sé að engu
getið opinberlega, þegar sjálfsögð
tilefni gefast og af því tagi, sem
aðrir menn — af öðrum skap-
gerðar-toga spunnir og með ólík
lífsviðhorf — nota gjaman til
þess að hefja eftir fremstu getu
— með aðstoð kunningja sinna
eða upp á eigin spýtur stundum
— misjafnlega smekklegt og
maklegt auglýsingastríð.
Jóhann Kröyer á þegar að
baki merkan og minnisverðan
starfsferil, fyrst — eftir að r.ámi
og æskustarfi í skóla og föður-
garði var lokið — sem bóndi og
útvegsmaður, en síðan um langt
skeið sem starfsmaður Kaup-
félags Eyfirðinga og samvinnu-
hreyfingarinnar, m. a. sem,
kaupfélagsstjóri í Ólafsfirði,
kjötbúðarstjóri hér í bæ, kjöt-
matsstjóri á Norður- og Austur-
landi, svo að einhver kennileiti
séu nefnd við þetta skeið, — og
nú síðast sem forstjóri Trygg-
ingadeildar KEA. Öll þessi störf
hefur hann, að almannadómi,
rækt með hinni mestu árvekni
og prýði, en ávallt í þeim anda,
að hann hefyj' fremui; þosið .að
veita þjónustu en gerast hers-
höfðingi eða drottnari á nokkra
lund. Hann hefur ávallt miklu
fremur kosið að ræltja störf sín
en auglýsa þau, fremur viljað
vera en sýnast. Og því er það, að
hann hefur aldrei sótzt eftir
mannvirðingum né neins konar
vegtyllum á veraldlega vísu, og
ekki hefur hann heldur kosið sér
opinber störf, sem svo eru köll-
uð, þótt auðvitað hafi hann ekki
getað hjá því komizt að vera
kvaddur til ýmissa trúnaðar-
starfa fyrir sveit sína og bæ og
ýmis konar félög og samtök. Og
góðar mannvirðingar í sönnustu
og beztu merkingu þess orðs hef-
ur hann vissulega hlotið.
Ekki vei'ður Jóhanns Kröyers
svo minnzt, þótt í stuttu máli sé,
að þess sé að engu getið, að hann
er listrænn að eðlisfari og jafn-
framt hugsandi og skagandi gáfu-
maður, Sém, ’ véítií 'gjámáfl .'fyrir
sér lífsgátunni á ýmsa lund og
reynir .að ráða hana á sína .vísp
og skiíja, að svo miklu leyti serrí
til þess er nokkur von eða lík-:
indi, að sú gáta verði nokkrfl
sinni ráðin eða skilin af hvers-
dagslegum eða mannlegum sjón-
arhólL Hann hefur því ávallt
verið að svipast um eftir réttum
þroskaleiðum, og eg h'eki,' áð
hann hafi í þeirri leit sinni fund-
ið og skilið margt það, sem ýms-
um spekinganna er dulið, þótt
aldrei hafi hann hafnað á nokkr-
um sértrúarbási, í flokkshyggju
neins konar né strangtrúnaði, —
hvorki í veraldlegum efnum né
andlegum. Eg held, að sá guð,
sem nafni minn trúir einlæglega
á, sé mildur guð og vorkunnlát-
ur, sem. umber flestar yfirsjónir,
sem stafa af breyskleika og
bjargarleysi mannsins af sjálfum
sér — aðeins ef hjartað er hlýtt,
viðleitnin góð og viljinn stefni til
ljóss, en ekki myrkurs. Eg held,
að Kröyer mundi seint taka trú
á refsisaman og óvorkunnlátan
guð, sem heimti, að börn sín
setjist í sekk og ösku og afneiti
því, sem mannlegt er, sé það
ekki fætt fullkomið — hroka-
fullan og ósáttfúsan guð misk-
unnarlausra lögmála og strangra
dóma yfir aumingja sínum, sem
hann sjálfur skóp breyskan að
eðlisfari og óviðbúinn á hverja
grein að standast slíkar kröfur
síns eigin föður og skapara.
Eg nefndi það áðan, að Jóhann
er listhneigður að eðlisfari, og
því til áréttingar skal það sagt
sem dæmi, að hann er málsnjall
með ágætum, þótt sjaldan flíki
hann þeirri gáfu opinberlega. Á
yngri árum stundaði hann nokk-
uð leiklist og þótti hlutgengur í
bezta lagi á því sviði. Hef eg t. d.
tíðum heyrt fólk, sem sá þau
Kröyer og Evu Pálsdóttur í hlut-
verkum þeirra Haralds og Ástu
í Skugga-Sveini forðum daga,
mþinast.. þéss enn> hversfl; glæsi-
leg þau voru og góður leikur
þeirra. En því nefni eg þetta hlut-
verk Kröyers fremur en önnur,
sem hann hefur þó e. t. v. náð
minnisstæðustum tökum á, svo
sem hið vandmeðfarna hlutverk
þjónsins í „Á útleið“, að leikkon-
an unga, sem kom þarna við
sögu, reyndist ekki með minni
ágætum — en þó miklu meiri
raunar — í hlutverki eiginkonu,
móður og húsmóður 'í sandeik
við Jóhann á hinu mikla leik-
sviði lífsins og raunveruleikans.
Eva heitin var annars einn kjör-
viðurinn, og ekki sá sízti, í hin-
um stóra og óvenjulega ágæta
barnahópi þeirra hjónanna frú
Svanhildar Jörundsdóttur og Páls
heitins Bergssonar, hreppstjóra,
kaupmanns og útvegsbónda, sem
oftast eru nú kennd við Syðsta-
bæ í Hrísey. Þau hjónin, Eva og
Jóhann, eignuðstu tvö börn,
stúlku, sem dó á barnsaldri, og
Harald, sem nú er sendiráðsfull-
trúi í París, en hann hefur þegar
unnið ágætt starf í þágu utan-
ríkisþjónustu vorrar, og miklar
vonir eru vissulegá við hann
bundnar, bæði á því sviði og öðr-
ur, enda er hann prúðmenni eitt
hið mesta, hámenntaður og gáf-
aður gæðadrengur, svo sem hann
á kyn til í báðar ættir. Þau hjón
ólu og upp eina kjördóttur, Ástu,
myndarlega og efnilega stúlku,
sem nú stundar hárgreiðsluiðn
hér í bænum og dvelst á heimili
þeirra hjóna, Jóhanns og Mar-
grétar, síðari konu hans, eftir
nokkurra ára námsdvöl og starf
erlendis.
Ekki er það vafamál nokkurt,
að það hefur verið þyngst áfall
í ævisiglingu Jóhanns og barna
hans, er Eva heitin féll frá í
blóma lífsins, árið 1940. En gæf-
an.^h.afði, J;ó- engí)n. v-eginn> siíúið
baki við Johánfli og fjöískyldu
haris fyrir fullt bg alít, þöít mjög
syrti að um nokkurra ára skeið
af þessum sökum. En trúarstyrk-
ur Jóhanns studdi hann í þess-
ari þungbæru raun. Og nokkrum
árum síðar gekk hann að eiga
síðari konu sína, Margréti Gunn-
laugsdóttur, unga og myndarlega
stúlku af góðu sómafólki komna
héðan úr bænum. Er þar skemmst
frá að segja, að hún hefur skapað
Jóhanni og börnum hans aftur
hið myndarlegasta og yndisleg-
asta heimili og reynzt hin ágæt-
asta eiginkona, móðir og hús-
freyja. Hygg eg, að það sé orða
sannast, að þeir meti frú Mar-
gréti mest, sem þekkja hana bezt,
og einnig hitt, að hún vaxi stöð-
ugt við nánari kynni. Þau hjón
eiga nú eina dóttur á barnsaldri,
Elínu Onnu, yndi og eftirlæti
foreldra. sinna og systkina, enda
sérlega fallegt og efnilegt barn.
Þú hefur ávallt gæfumaður
verið, nafni minn sæll, hrókur
alls fagnaðar í vinahópi og á
gleðistundu, þótt alvaran hafi
raunar verið kjölfesta þín og trú-
in á þann, sem er öllum og öllu
meiri. Hann gefi þá einnig þér
og þínum styrk í öllu stríði á
ókomnum árum, blessun sanna
og sigur á hólmi lífs og dauða.
Þess óskum við þér til handa,
vinir þínir og félagar allir.
J. Fr.
Rjúpur
Þeir sem ætla að fá rjúpur
x sunnudagsmatinn vin-
samlega pantið þær á
föstudögum.
Kjötbúð KEA.
Það hefur mikið verið um það
spurt, hvernig vegni þeirri ungu
starfsemi, sem nefnd hefur verið
Sparifjársöfnun skólabarna, hver
sé sú reynzla, sem fengist hafi,
og hver árangur. Hefur því þótt
rétt að birta eftirfarandi greinar-
gerð.
í stuttu máli getum vér sagt, að
starfsemin hafi í heild gengið
mjög vel og raunar betur en vér
bjuggumst við. Vér teljum, að
flest öll börn um land allt á barna
skólastigi, hafi nú fengið 10 kr.
gjöf frá Landsbanka ísland, eins
og til var ætlast, og munu að lok-
um öll fá hana. Flest munu börn-
in vera búin að stofna sparisjóðs-
bækur, til 6 mánaða eða 10 ára,
og má í því sambandi geta þess,
•að sparisjóðsbækur til 10 ára eru
sennilega fleiri en upphaflega var
búizt við. Ekki eru nákvæmar
tölur fyrir hendi um það, hversu
mikið fé hefur verið lagt inn í
þessar sparisjóðsbækur, en það
fé mun þó nema verulegri upp-
hæð.
Sparimerki hafa verið seld í
öllum barnaskólum kaupstað-
anna, einnig í barnaskólum nokk-
urra þorpa og svo í mörgum inn-
l’ánsstofnunum víðs végar um
land. Sala sparimerkjanna hefur
yfirleitt gengið prýðisvel. Sú sala
hófst ekki fyrr en um veturnætur,
og þá aðeins í nokkrum skólum.
En allvíða ekki fyrr en um og úr
miðjum nóvembermánuði, svo að
Í’eynslutíminn er allur mjög
Stuttur. Það er því ekki við því að
búast, að sjáanlegur árangur sé
mikill.
Ennþá liggur lítið fyrir af töl-
um, sem ástæða er til að birta, og
sem vænta má enn minna af þeim
upplýsingum, sem meira virði eru
og einkum er stefnt að, en það er
hið uppeldislega markmið þess-
arar starfsemi. Þó er nú vitað, að
ekki óverulegar fjárhæðir eru nú
komnar á vöxtu í innlánsstofnun-
um, sem ella hefðu sennilega far-
ið aðrar og óþarfari leiðir, og að
fjöldi barna hefur á þann hátt
kynnzt sparisjóðsbók, sparisjóði
og banka, og sum þeirra þá kann-
ske eignast þann skilning á fjár-
munum, að ekki sé alveg sjálfsagt
að eyða hverjum eyri jafnóðum
og aflað er. En þetta er megin-
atriði þessa máls, sem þó verður
naumast unnið að með árangri
nema með eins konar verklegri
kennslu ,og því er sjálf söfnunin
nauðsynleg. Mælt er og af kunn-
ugum, að sælgætiskaup barna
hafi minnkað.
Af upplýsingum frá skólunum,
sem þegar eru fyrir hendi, má
ráða, að þar hafi verið seld merki
fyrir á fjórða hundrað þúsund
krónur. Þar eru skólar með frá
111 krónum á barn að meðaltali
til 90 króna, en þó flestir með 30
—40 krónur á barn að meðaltali.
Þetta er mikil söfnun, miðað við
erlenda reynslu, þar sem hér er
ekki nema um 1—lVz mánaðar
starf að ræða. Auk þessarar
merkjasölu, sem fram hefur farið
í skólunum, hafa svo ýmsar inn-
lánsstofnanir selt börnum spari-
merki, en ekki eí- viiiað nú hve
• *' - 0> 0'
miklu það nemur, og heldur ekki
það fé, sem lagt hqýu^ verið inn
í gjafabækur án rriéii-ja, en það
er án efa talsvert. Má því með
sanni segja, að verulegar fjár-
upphæðir hafi bætzt við sparifé
barnþnna á þesSumís q ta tíma.
Geta má þess, að Landsbanki
íslands hefur á-þessuqa tíma selt
og látið af hencí 1 umboðssölu til
kennara og innlánsstofnana spari
merki fyrir um 920 þúsund kr.
í þessu sambandi viljum vér
bera fram þakkir til skólanna fyr-
ómetanlega aðstoð þeirra. Enn-
fremur ber að þakka innláns-
stofnunum, sem lagt hafa fram
(Framhald á 7. síðu).
:i£
HS]^
RAFMAGNSLEYSI.
1 kulda við kertistýru, í koldimmum norðanbyl, sit eg með hroll og hæsi og hugsa um Ijós og yl.
Því Laxá er líka kvefuð og læknast ei vitund enn, þótt hana að staðaldri stundi stórlega fróðir mcnn.
Til þess að lækna svo langan, og lífseigan kverkaskít, ónóg er allt þeirra púður og allt þeirra dýnamít.
Við cigum við okkar kvefi óbrigðult heillaráð — með breimheitu brennivínskaffi er beztum árangri náð.
Hvort Laxá það mætti lækna eg leiði hjá mér að spá, en Aðaldælingar yrðu öfundsverðir þá. DVERGUR.