Dagur - 27.01.1955, Side 5
Fimmtudaginn 27. janúar 1955
DAGUE
5
Á meðan slíkir laukar, sem Davíð, vaxa í norð-
lenzkri mold, geta Norðlendingar borið höfuðið
hátt, sagði ÞÓRARINN BjÖRNSSON skólam.
í afmælishófi fyrir skáldið í Reykjavík
Ýmsir vinir Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi,
efndu til veglegs samsætis honum til heiðurs s.l. laugardags-
kvöld í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Var þarna fjölmenni
samankomið. Forsetahjónin heiðruðu skáldið með nærveru
sinni. Utanríkisráðherra og menntamálaráðherra og frúr
þeirra sátu og hófið, ennfremur danski sendiherrann frú
Bodif Begtmp, norski sendiherrann, hr. Torgeir Anderson
Rysst, háskólarektor, margir rithöfundar og ýmsir fleiri
kunnir menn, en auk þeirra aðrir aðdáendur Davíðs af mörg-
um þjóðfélagsstéttum.
Meðal gesta voru margir Ey-
firðingar, þ. á. m. Þorsteinn M.
Jónsson forseti bæjarstjórnar
Akureyrar og frú hans og Þórar-
inn Björnsson skólameistari og
frú.
Páll ísólfsson tónskáld stýrði
veizlunni, en ræðumenn voru:
Bjarni Benediktsson mennta-
málaráðherra, Steingrímur J.
Þorsteinsson prófessor, Þórarinn
Björnsson skólameistari, Þor-
steinn M. Jónsson, er flutti ávarp
og tilkynnti heiðursborgarakjör
Davíðs á Akureyri. Er ræða hans
prentuð anriars staðar í þessu
blaði. Þá flutti Þóroddur Guð-
mundsson skáld frá Sandi íæðu
og lýsti heiðursfélagakjöri Davíðs
í Félagi ísl. rithöfunda.. Kvcðjur
bárust cg frá Rithöfundafélagi
íslands og Félagi ísl. leikara.
Áður en staðið var upp frá borð-
um flutti Davíð skáld snjalla og
efnismikla ræðu og lýsti þar við-
horfum. sínum til lífsins og starfs-
ins.
Snjöll ræða skólameistara.
Öllum mæltist ræðumönnum
ágætavel, ekki sízt Þórarni
Björnssyni skólameistara, og
vakti rseða harrs fögnuð áheyr-
enda.
Skólameistari hóf mál sitt með
því að minna á, að Davíð væri
norðanmaður og væri því líklegt
að forráðamenn veizlunnar hefðu
eitthvert samvizkubit af því að
hafa rænt honum frá Norðlend-
ingum á þessum hátíðisdegi, enda
fundizt tilhlýðilegt að einhverjir
að norðan væru viðstaddir. Þakk-
aði skólameistari þá sæmd, að
honum var boðið sem fulltrúa
norðanmanna.
Að norðan.
Davíð hefur aldrei farið dult
með það, að hann væri að norðan,
sagði skólameistari. Hann minnti
á að ein Ijóðabók hans heitir
einmitt „Að norðan“ og Ijóða-
safnið í síðustu heildarútgáfu
verka hans ber sama nafn. Enda
er Davíð manna ólíklegastur til
að afneita uppruna sínum. Hans
djúpu og sterku rætur liggja
fyrir norðan. En tryggðin, aðals-
merki heilindanna, er ríkur þátt-
ur í eðli Davíðs; það er tryggð
við ætt og óðal, við sveitina og
moldina. Skólameistari kvað það
gæfu Daviðs og þjóðarinnar, að
hann hefði alltaf staðið föstum
rótum í íslenzkri mold og í þeirri
þjóðmenningu, sem úr. þeirri
mold er nmnin. Tryggðaylurinn
vermir kvæði Davíðs, og er óvíða
að finna varmari strauma í ís-
lenzkum Ijóðum. Tengslin við
upprunann gera Davíð heilan og
sannan í beztu ljóðum hans, sagði
Þórarinn Björnsson, og nefndi
sem dæmi um það hið mikla
kvæði „Sigling inn Eyjafjörð" og
kvæðin þar sem hann minnizt
móður sirinar.
gleðin jafnt og treginn, gömul
æVintýri og ný. Davíð var fædd-
ur ljóðsvanur. Hann losaði um
formið, lét það laga sig meira en
áður eftir inntaki og anda. Til-
finningahitinn var meiri en menn
höfðu átt að venjast, siðlátum
fannst stundum nóg um, en unga
fólkið fagnaði því að nýir og
frjálsari tímar voru að renna
upp. Fögnuður þess að vera til
og njóta hafði fundið sinn djarfa
túlkara, sagði Þórarinn. En ann-
ar strengur ómaði með, streng-
ur sorgarinnar, og þeirrar djúpu
þrár, sem aldrei hefur notið
svölunar. Og þar rann sál skálds-
ins saman við sál þjóðarinar og
leit hennar frá grimmum veru-
leika yfir á ódáinslönd draum-
anna.
Hinn blái strengur.
En þráin er, sagði Þórarinn
Björnsson, „hinn blái strengur“
í ljóðagerð Davíðs skálds. Hann
er skáld þrárinnar öðrum skáld-
um fremur, og gat skólameistari
þess til, að langvinnt sjúkdóms-
stríð á unga aldri hefði dýpkað
og skerpt gáfu þrárinnar með
skáldinu, en sú gáfa er uppspretta
Þórarinn Björnsson skóíameistari flytur ræðu sína. Á myndinni
sjást einnig dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra og frú
Valgerður Skaptadóttir, kona Steingríms Þorstcinssonar prófessors
Flaug inn í íslenzk hjörtu.
Þórarinn skólameistari sagði,
að einn hinn glæsilegasti Ijóð-
sigur, sem únninn hefur verið
með þeSsari þjóð, væri sá, er
Davíð f-i'á Fagraskógi „flaug á
sínum Svörtu fjöðrum beint inn
í íslenzk hjörtu“. Hafði þjóðin
þó til þess tíma setið við fótskör
meistara eins og Matthíasar og
Einars Ben. og því ekki likleg til
að
sem væri". ,
Skólameistari ræddi næst um
þá hættu, að þegar afburðaskáld
hafa lifað með þjóð, komi nokk-
ur afturkippúr næst á eftir, og
taldi skýringuha að miklir menn
geri öðrum erfiðara fyrir að njóta
sín. Ung skáld, sem við þær að-
stæður búa, að reka sig á andans
stórmenni í samtíð sinni, eiga
tvennt á hæt'tu: að glata sjálf-
stæði og persónuleika í skugga
hinna eldri _ og verða aðeins
endurómar fyrirrennaranna, eða
verða tilgerðarlegir eða afskræmi-
legir í tilraun.til að verða frum-
legir.
En Davíð leiiti í hvorugri þess-
ari fallgryfjuj- í honum „runnu
saman fornar pg þjóðlegar menn-
ingarerfðir og blóð nýrra tima“,
sagði skólameistari. „Hann varð-
veitti tengslin milli gamals og
nýs og um lelé það, sem ef til vill
var enn dýrmætara, samband
íslenzkrar Ijóðlistar við alþýðu
þessa lands.“ ,
‘AT
Hann losaði Úm formið.
Davíð váfð allt að Ijóði, lífs-
allrar listar og ekki sízt ljóð-
listar.
Skólameistari sá einnig þrána
í náttúruskynjun Davíðs, skáldið
er í blóðtengslum við náttúruna,
finnur skyldleikann við moldina.
Náttúruskynjun þess verður þá
sjaldnast að náttúrulýsingu held-
ur finnúr það lífsfyllingu í fögn-
uði náttúrunnar á björtum degi
og þráir sífellt hinn djúpa frið
.krjúpa hvaða kögursveini sem þögul nattúra ein geymir.
Skynjun Davíðs á náttúrunni
rennur saman við eilífðarþrá
mannsins, enda er það e. t. v.
dýpsta þrá eðlis okkar og innsti
kjarni allrar listar, að finna ná
lægð hins eilífa í stundlegri
skynjun.
Draumurinn, þráin og fátæktin.
Skólameistari ræddi því næst
um þá eðliskosti skáldsins, að
vera frábitinn yfirdrepsskap og
■hræsni og smjaðra aldrei fyrir
neinum. Hann er hvorki höfð
ingjasleikja né múgsleikja, sagði
hann; alþýðumaðurinn, sem
vinnur sitt verk hljóð'látlega og
af dug og trúmennsku á samúð
hans. En ríkust er samúð hans
með þeim, er búa yfir duldum
harmi eða eiga þrá, sem „aðeins
í draumheimum uppfyllast má
en þráin og draumurinn hafa
löngum verið förunautar fáta:kra
íslendinga, sagði skólameistari,
Og Davíð er sbáld þeirra, sem
sækja gull sitt í munarheima.
Skáldin eru trúnaðarmenn og
sálufélagar mannkyns. Þau lýsa
(Framhald á 7. síðu).
Akoreyri telur sér vegsauka og
hróður aS Davíð hefur unað hér
r
Avarp Þorsteins M. Jónssonar, forseta bæjar-
stjórnar er hann lýsti heiðursborgarakjöri í
afmæiishófi skáldsins
Herra forseti fslands! Virðu-
lega forsetafrú!
Herra heiðursgestur Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi!
Herra veizlustjóri og aðrir
heiðruðu veizlugestir.
Eg þakka forstöðumiinnum
þessarar veizlu fyrir að hafa boð-
ið mér og konu minni. Okkur er
það mikil ánægja að vera hér í
hópi margra vina og aðdáenda
Davíðs þjóðskálds Stefánssonar
frá Fagraskógi, þar sem hanu er
hylltur á þessum merku tíma-
mótum ævi sinnar, og mér er það
mikilánægja að þekkjast það boð,
að flytja hér stutt ávarp.
Um tvo áratugi var eg útgef-
andi að skáldritum hans. Þá
kynntist eg nánar, en eg hefði
annars kynnzt, hans framúrskar-
andi samvizkusemi og miklu
vandvirkni og andlegu aflraun-
um við viðfangsefni sín.
Davíð Stefánsson!
Fyrir þessi samskipti okkar
þakka eg þér. Og eg þakka þér
ástsamlega fyrir vináttu þína og
öll kynni okkar um þrjá áratugi
frá því fyrst að kynni okkar hóf-
ust.
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi! Þú óskasonur Eyjafjarðar,
með hinn arnfleyga anda, er
minnir á landvættinn, er Snorri
Sturluson segir frá í Heims-
kringlu, hvers vængjatak var
svo mikið að tók fjalla á milli
um þveran Eyjafjörð. En þitt
vængjatak hefur þó náð margfalt
meira víðfeðmi í tíma og rúmi.
Það nær yfir aldatugi á tímans
mælikvarða; langt aftur í ríki
Urðar og langt fram í íúki Skuld-
ar. Og um víða veröld hefur hug-
ur þinn reikað og skáldsýn þín
skynjað.
—oOo—
Landvætturinn er varði Evja-
fjörð á dögum Haraldar konungs
Gormssonar, er persónugerfingur
hinna merkustu þátta þjóðareðlis
og þjóðaranda íslendinga. Hann
er persónugerfingur þeirra, mik-
illa vitsmuna og kjarkmikillar
andspyrnu til varnar frelsi þjóð-
arinnar, stjórnfarslegu og menn-
ingarlegu.
Og þótt þú, Davíð Stefánsson,
hafir andlegt víðfeðmi fjölmennt-
aðs og gáfaðs heimsborgara, þá
ertu samt fyrst og fremst rótfast-
Jón Gunnarsson Mó-
bergi í Húsavík 70 ára
Jón Gunnarsson Móbergi í
Húsavík varð 70 ára 19. þ. m.
Hann var lengi sjómaður en síðar
starfsmaður bjá Kaupfélagi Þing-
eyinga. Fjöldi manns heimsótti
hann á afmælinu og var rausnar-
lega veitt. Jón hefur tekið mikinn
þátt í félagsmálum í Húsavík og
meðal annars átt sæti í sveitar-
stjórn. Hann var annálað hraust-
menni að burðum og karlmenni
í lund. Rausnar maður var hann
og vinsæll borgari. Kvæntur er
hann Sigurhönnu Sörensdóttur
og eiga þau 5 uppkomin börn á
lífi.
Margar vinagjafir voru Jóni
færðar á afmælinu. Ræður voru
honum fluttar og kvæði.’Heilla-
skeyti bárust honum hvaðanæfa.
ur ísl., tengdur sterkum böndum
við ættt þína og uppruna,
bemskustöðvar þínar og heima-
hérað, þjóð þína og land þitt. Og
þú hefur teygað með móður-
mjólkinni bókmenntir og sögu
þjóðarinnar.
Þú hefur skilið flestum skáld-
um fremur þjóð þína, trú henn-
ar og lífsskoðanir. Þú hefur
skynjað þjóðarsálina. Og með
snilligáfu þinni hefur þú með rit-
verkum þínum eflt skilning þjóð-
arinnar á sjálfri sér, sál sinni,
sögu vorri og lífi sínu. Þess vegna
ert þú og ritverk þín dáð og lesin
af öllum stéttum, jafnt af konum
sem körlum, ungum sem gömlum.
Allir íslendingar finna í skáld-
verkum þínum, eitthvað, sem er
í samræmi við þeirra innsta eðli,
sem hefur hljómgrunn í sálum
þeirra. Ekkert íslenzkt skáld ber
því með meira rétti en þú, nafnið
þjóðskáld.
Skáldum vorum og rithöfund-
um eigum vér íslendingar það að
þakka, að vér erum enn til sem
sérstök, sjálfstæð þjóð, og svo
mun og verða í framtíð. Og um
langa framtíð, eða alla framtíð
þjóðarinnar, munt þú, Davíð
Stefánsson, verða viðurkenndur,
sem einn af fremstu merkisber-
um íslenzkra bókmennta og
menningar.
Þessa dagana munu flestii fs-
lendingar senda þér hlýja hug-
arstrauma en eg hygg þó að hlýj-
astir verði þeir straumar, er
streyma að norðan, frá Eyfirðing-
um og Akureyringum.
Og eg leyfi mér að gefa sjálfum
mér umboð til þess að flytja þér
kveðjur, þakkir og árnaðaróskir
frá bændabýlum Eyjafjarðar, frá
þorpunum við Eyjafjörð og frá
Akureyri, frá öllu fólkinu í þess-
um byggðum. Ennfremur frá
gróðurmoldinni norðlenzku, er
þú hefur dáð í ljóðum þínum, frá
bautasteinunum og öllum ey-
firzkum hollvættum.
Og fullt umboð hefi eg til þess
að lesa hér upp og afhenda þér
kveðju frá bæjarstjórn Akureyr-
ar, er samþykkt var með öllum
atkvæðum á lokuðum fundi
hennar, þann 18. þ. m.:
„Herra þjóðskáld Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi.
Bæjarstjórn Akureyrar flytur
yður sextugum, alúðarkveðjur
og árnaðaróskir.
Hún minnist þess í dag, að
Akureyrarbær skuli hafa átt
því láni að fagna að þér hafið
verið borgari hans um langt
skeið og unnið hér gagnmerk
og þjóðkunn bókmenntaafrek,
er seint munu fyrnast.
Akureyrarbær telur sér það
vegsauka og hróður, að þér
hafið unað hér og starfað.
Bæjarstjórn Akureyrar vott-
ar yður þakkir sínav fyrir
dvöl yðar hér og ómeianleg
störí í þágu íslenzkra bók-
mennta og tungu, og hefur í
þakkar- og virðingarskyni
kosið yður heiðursboigara
Akureyrarbæjar frá og með
21. janúar 1955.“
Eg bið þig Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi að veita móttöku
þessu heiðursborgaraskírteini, og
eg árna þér heilla og blessunar
um alla framtíð.