Dagur - 23.02.1955, Síða 5

Dagur - 23.02.1955, Síða 5
Miðvikudaginn 23. febrúar 1955 DAGCR 5 Komið verður á hvert heimili í söfnunarskyni í nýútkomnum Félagstíðindum KEA skýrir fræðslufulltrúi félags* ins, Jóhannes Óli Sæmundsson, frá því í grein er hann ritar, <3 •Kaupfélag Eyfirðinga hafi ákveðið að hefjast handa um skipulega skráningu örnefna í héraðinu og söfnun ljósmynda. Bretar framleiða 2 millj. kw. rafmagns með kjarnorku innan fárra ára Stórfellda 10 ára á^tlun brezku stjórnarinnar má kalla upphaf nýju atómaldar í Evrópu Er ætlunin að koma á hvert heimili á þessu ári í þessum til- gangi. I greininni segir svo m. a.: Varðveizla menningarverðmæta. „Á yfirstandandi öld hafa flest- ir bæir í sveitum landsins verið byggðir upp í breyttri mynd en aðrir lagzt í eyði. í þessu umróti hefur mikið glatazt af gömlum verðmætum, sem nýi tíminn hef- ur kastað, án þess að athuga, að það væri einhvers vert. Sums staðar hafa þó verið gerðar heið- arlegar tilraunir til bjárgar, en margt hefur farið forgörðum. Hér í Eyjafirði hefur fátt verið gert til varðveizlu slíkra hluta. Vísir að minjasafni hefur þó verið myndaður, en söfnun forn- gripa hefur þó eiginlega stöðv- azt á því, að viðunandi húsnæði og umbúnað vantar, til bess að menn vilji láta af hendi sína beztu muni. Söguritun er skammt á veg komið. Meðan svona sakkar í sama farinu eyði- leggjast forn mannvirki, örnefni týnast og gamlir bæir eru jafnað- ir viS jörðu. Við þetta verður ekki unað lengur. Svo gálauslega megum við ekki ganga á hönd hinum nýja tíma.“ KEA hefst handa. „Kaupfélag Eyfirðinga hefur lagt mörgum góðum málum lið, einkum þeim ,sem miðað hafa til heilla og menningar fyrir þetta hérað. Nú vill það stuðla að því, að þegar í stað verði undið að sönfnun mynda og örnefna við Eyjafjörð, einkum mynda af bæj- um og býlum og að teknar séu á þessu ári ljósmyndir af öllum sveitabæjum og gömlum bústöð- um í héraðinu. Einhver slæðingur mun vera til af myndum af þeim bæjum, sem fallnir eru og þær þarf alveg sérstaklega að vai-ð- veita Myndirnar þarf ekki að láta af hendi nema til láns, taka má af þeim eftirmyndir, en skila frum- myndum til þeirra, sem ekki vilja 'farga þeim Þetta er vel hægt á einu ári, ef fólk almennt fæst til að líta með sanngirni og alvöru á málið. Það er ekki til mikils mælzt, þó að til þess sé ætlazt að hver taki mynd af sínu býli, enda myndavélar og Ijósmyndar- ar á hverju strái. Jafnhliða þessu ættu menn að rita niður hjá sér forn örnefni og fróðlegar upplýs- ingar um þau. Einkum ætti að leggja kapp á Ijósmyndirnar. Þær eru sannfróð vitni um það, sem til hefur verið og hvernig það leit út. Myndum af mönnum og skepnum, bátum og skipum þarf að safna á sama hátt, áður en allt verðr ofurselt hirðuleysinu og gefið glötuninni." , Komið á heimilin. ,,í ráði er að koma á hvert heimili héraðsins á þessu ári í þessu söfnunarskyni, og til þess að þá safnist sem mest með sæmilega auðveldum hætti, vil eg leyfa mér að hvetja alla, sem þessar línur lesa til samstarfs við Fræðsludeild KEA um þetta nauðsynjamál. Byrjið strax og eigið tiltækt sem mest af mynd- um og rituðum örnefnum, þegar komið verður til að hóa þessu saman . . .“ Sovjet-fiskiflotinn horfinn af Færeyjamiðum. Þegar Finnur Devold hóf síld- arleit sína á „G. O. Sars“ rétt eft- ir áramótin vestur á Fæ'-eyja- miðum, lá þar stór rússneskur síldveiðafloti fyrir norðan eyj- arnar. En er hann nýskeð kom þaðan að vestan og var spurður frétta, sagðist honum þannig frá, að nú hefði flotinn allur verið horfinn. Þar var aðeins eitt „móðurskip“ eftir og fáeinir venjulegir fiskibátar skammt undan landi. En hvert aðalflotinn hefði haldið, vissi hann ekki, og hann hefði hvergi orðið hans var á sveimi sínu upp á síðkastið. Blaðið „Bergens Tidende“ skýrir svo frá, að rússneska blað- ið „Isvestia“ hafi nýskeð flutt þá frétt, að síðastliðið ár hafi 270 rússneskir nýtízku fiskibátar stundað veiðar á Norður-Atl- antshafi ásamt birgðaskipum (móðurskipum flotans). Segir blaðið að áætlað sé að auka flota þennan allmikið á næstunni. Níu Ósló-strákar stálu 21 bíl. Víðar er bílum stolið en í Reykjavík! — Nýleg Ósló-trétt skýrir frá því, að nú sé fengin lausn á torráðinni gátu um hina tíðu bílaþjófnaði um jólaleitið. Kom þá upp úr kafinu, að stráka- hópur, 16-18 ára að aldri hafði stolið 21 bíl og 2 bifhjólum frá nóvemberlokum og fi-am að jól- um. Höfðu tveir af forsprökkun- um verið teknir fastir. Venjulega höfðu þeir ekið bíl- unum, meðan bensínið entist, og voru þá oft búnir að stórskernma bflana eða jafnvel algerlega að eyðiléggja þá. Fækkaði brátt bflaþjófnaði í Ósló, er strákar þessir voru „teknir úr urnferð." Bílaþjófum gert örðugt um vik. Nýtt aðvörunar-áhald (þjófa- fæla, sbr. ,,fjandafæla“) hefir undanfarið verið sýnt og íeynt víðsvegar í Noregi. Er það til þess gert, að vara við bílaþjófnaði eða tilraunum í þá átt, Rekur áhald þetta upp gjallandi blásturhljóð, sé reynt að opna bílhurðina án þess að rofið sé samband tækisins við rafgeymi bílsins Svefnpurkur má með sanni nefna feðga þá, sem fréttir hafa nýskeð bcrizt af frá Hobart í Ástralíu. Bfll rendi á fullri ferð á húsvegg þeirra, og fór vatnskassinn og hreyfill gegnum vegginn og inn í svefnherbergi og þeytti rúmi með tveim sofandi drengjum yfir í hinn vegginn þvert yfir gólfið. Annar bróðir svaf sér í rúmi og vaknaði ekki, þótt kalkflögum úr lofti og veggjum rigndi niður yfir hann. Allir bræðurnir þrír sváfu jafn sætt og rótt eftir sem áður. - (Framhald á 7. síðu). Nú um miðjan febrúar birti brezka ríkisstjórnin svokallaða hvíta bók um orkumál landsins og eru þar gefin fyrirheit um risavaxnar framkvæmdir á næstu 10 árum. Er ætlunin hvorki meira né minna en að leysa hina gífurlegu orkuþörf þjóðarinnar í næstu framtíð með byggingu kjarn- orkuvera til rafmagnsframleiðslu. Þetta er fyrsta áætlunin af þessu tagi, sem fram kemur í Evrópu, og gefur hún til kynna, að Bretar séu í fararbroddi í friðsamlegri hagnýtingu kjamorkunnar. Því spáð að í framtíðinni muni upp- haf kjarnorkualdar í Evrópu rak- ið til þessara framkvæmda í Bretlandi. 12 kjarnorkustöðvar. Samkvæmt þessari skýrslu brezku stjórnarinnar, er ætlunin að koma á stofn á næstu 10 árum 12 stórum kjarnorkuverum og eiga þessar stöðvar að framleiða rafmagn, sem jafngildir þeirri orku, sem hægt er að fá úr 5—6 milljónum tonna af kolum. Þessi stórfellda byggingaáætlun er tal- in muni kosta um 300 milljónir sterlingspunda í framkvæmd, eða um 14 milljarða króna. Skýrt er frá því, að þessi nýtízku raf- orkuver muni framleiða allt að 2 millj. kw. þegar árið 1965, og innan 10 ára frá þeim tírna, muni framleiðslan geta orðið 10—15 millj. kw. Samkvæmt' útreikn- ingum vísindamanna mun eitt tonn af kjarnorkubrennsluefni gefa jafn mikla hitaorku og 10.000 tonn af kolum. Fyrstu kjarnorkustöðvarnar eiga að vera fullgerðar árin 1960 —61, tvær til viðbótar árið 1963 og síðan verða 8 fullgerðar á næstu tveimur árum. í skýrslunni er tekið fram að kjarnorkustöðvarnar eigi að reka sem arðbær fyrirtæki. Ekki er talin stafa meiri hætta af þeim en Öðrum verksmiðjum. Þó er ekki ætlað að byggja þær í mesta þéttbýli. Uraníum telja Bretar nægilegt fyrir hendi til að tryggja reksturinn. Ríkið byggir ekki sjálft. Athyglisvert er, að ríkið sjálft ætlar ekki að standa fyrir bygg- ingu stöðva þessara, heldur eiga fyrirtæki að gera það i umboði brezku r af orkumálast j órna rinn - ar. En öll nauðsynleg tæknileg leiðbeining verður veitt af kjai’n- orkuvísindastöðvum ríkisins. í skýrslunni er tekið fram, að áætlunin geti væntanlega breytzt með aukinni þekkingu á næstu árum, og verður framkvæmdum hagað í samræmi við nýiustu þekkingu á hverjum tíma. Ör framþróun. Það kemur í ljós í umræðum brezkra blaða um þessi efni, að framþróun atómvísindanna er ör. ,,News Chronicle“ segir t. d. frá því, að hin fyrsta raforkustöð af þessu tagi, sem Bretar byggja, en hún er byggð í Calderhall í Cum- berland, sé þegar úrelt áður en byggingu hennar er að fullu lok- ið. Önnur mikil kjarnorkustöð er að rísa í Dounreay, nyrzt á Bret- landseyjum. En þessar stöðvar báðar eru tilraunastöðvar og undir umsjá kjarnorkuvísinda- manna í þjónustu ríkisins. En vísindarannsóknir þessar eru undir umsjá „atóm-háskólans“ svonefnda í Harwell. „í News Chronicle“ er svo tekið til orða í tilefni af útkomu hvítu bókar- innar, að börn nútímamanna og barnabörn muni innan tíðar tala um kola- og gufuöldina sem löngu liðna tíð líkt eins og við tölum um tíð hesta og kerru. En áætlanir þessar hafa í rauninni meira gildi í Bretlandi en rnörg- um öðrum löndum. Iðnaður landsins er knúður með afli, sem fæst úr kolum, og kol ganga óð- um til þurrðar á Bretlandi. — Aukning iðnaðar krefst sífellt meiri kola. Til þess að standa undir þeim framförum, sem fyr- irsjáanlegar eru, þarfnast Bretar 20 milljón tonna af kolum til við- bótar 11960, nema annar kraftur leysi kolin af hólmi, og sá kraftur er kjarnorkan, segir hvíta bókin. Brezka stjórnin segir í skýrslu þessari, að áætlunin sé djörf og e. t. v. um of bjartsýn, og það geti e t. v. tekið lengri tlma en 10 ár að byggja stöðvar þessar, og kostnaðurinn verði enn meiri. En stjórnin segist ekki hika við að taka þá áhættu til þess að freista þess að Bretar verði í faj'- arbroddi í þessum málum, og verði fyrstir til þess að hagnýta orkuna til iðnaðarframkvæmda í stórum stfl. Áskriftir að blaða- umsögnum um ákveðin efni Fyrirtækið Blaðaumsagnir tók til starfa 1. febrúar 1952 og hef- ur því starfað í þrjú ár. Tilgangur og starf þess er að safna úrklipp- um um ýmis efni úr dagblöðum landsins. Þessu er þannig fyrir komið, að menn gerast áskrifend- ur að einhverju vissu efni og fá þá allt sent, sem um það efni er ritað í blöðin. Fyrirtæki, félög og einstakling- ar safna úrklippum úr blöðum. Einkafyrirtæki og opinberar stofnanir safna öllu blaðaefni, sem fjalla um viðkomandi stofnanir, störf þeirra og rekstur. Einstaklingar safna öllu blaða- efni um hugðarmál sín, en þau eru eins og íbúar þessa lands. Blaðaumsagnir vinna úr um þrjátíu blöðum, sem gefin eru út víðs vegar um landið. Á hverja grein, sem klippt er úr blaði og viðskiptavinur fær, er llmdur blaðhaus, sem ber með sér úr hvaða blaði greinin er og hvenær hún birtist. — Fram til þessa hef- ur aðeins verið hægt að útvega úrklippur úr íslenzkum bíöðum, en nú getur fyrirtækið einnig boðið viðskiptamönnum sinum úrklippur úr erlendum blöðum. Nú þegar er hægt að útvega úr- klippur úr dönskum, enskum, norskum og sænskum blöðum. og innan skamms mun einnig verða hægt að útvega úrklippur út' flestum öðrum Evrópublöðum svo og bandarískum. LJÓÐ UM DAGINN OG VEGINN JA EÐA NEI. Einn þáttur er orðinn þáttur snar, þar sem efnt er til skemmtunar, þá er að ýmsu efni spurt, það efni er jafnan létt og þurrt, — já, — eða nei. Eg tek í spurningaþáttum þátt, þótt eg spyrji á annan hátt, og alvarlegri, en aðrir menn: Ætli hafísinn komi scnn —? Fáum við sól og sunnanþey —? — Já, — eða nei. Tekst þeim að semja tryggan frið —? Tæmast bráðum vor fiskimið —? Á eg að trúa ef ei eg skil —? Er annar og betri heimur til —? — Fer eg þangað þegar eg dey? — Já, — eða nei. Vitirðu svo með vissu, um allt, verðlaun ágæt þú hljóta skalt: Gull og skóga og góðan mat, gæruúlpu og benzínfat, gimsteina, rósir, gleym-mér-ei. — — Já, — eða nei. DVERGUR.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.