Dagur


Dagur - 23.02.1955, Qupperneq 8

Dagur - 23.02.1955, Qupperneq 8
8 Baguk Miðvikudaginn 23. fcbrúar 1955 Áðaifundur Ákureyrardeildar KEA Hðyslofðíl reiknðr Úf skiff Aðalfundur Akureyrardc-ildar KEA var haldinn sl. fimmtudags- kvöld að Hótel KEA. Deildar- stjórinn, Ármann Dalmannsson, flutti skýrslu stjórnarinnar. f árslok var tala deildarmanna 2250 og hafði þeim fjölgað um 31 á árinu. Stjórn deildarinnar hafði lagt fram úr félagssjóði 2000 kr. til Skógræktarfélags Akureyrar til minningar um Þorstein Þor- steinsson, sem lengi átti sæti í deildarstjórn og var kunnur for- ustumaður í skógræktarmálum. Þá fluttu Jakoh Frímannsson framkvæmdastj. skýrslu um rekstur félagsins á sl. ári, mjög samhljóða skýrslu þeirri, er hann flutti á Félagsráðsfundi, og áður er getið hér í blaðinu. Síðan voru almennar 'umræður og fyrir- spurnir. Ármann Dalmannsson var endurkjörinn deildarstjóri. — f deildarstjórn til þriggja ára voru endurkjörnir Jón Kristinsson rakaram. og Sig. O. Björnsson prentmeistari. f stjórn til tveggja ára í stað Þorst. heitins Þor- steinssonar, var kjörinn Trvggvi Þorsteinsson kennari í Félagsráð var endurkjörinn Sigtr. Þor- steinsson. Loks voru kjörnir 74 fulltrúar á aðalfund KEA. Aðalfundur Sparisjóðs Akureyrar Aðalfundur Sparisjóðs Akur- eyrar er á mánudaginn kemur. Sjóðurinn hefur birt reikninga sína fyrir sl ár og var afkoma hans góð. Varasjóður nemur nú 762 þús. kr. Velta sjóðsins jókst verulega á sl. ári. Sparisjóðsstjóri er Jón Guðlaugsson og hefur starfsemi sjóðsins mjög eflst undir ágætri stjórn hans. riKisms Kommúnistar hafa haldið nppi stór- felldum blehhingum um þetta atriði Blöð kommúnista hafa að und- anfömu haldið uppi stórfelldum blekkingum um skattheimtu rík- isins í tollum og beinum sköttum af tekjum meðalfjölskyldu. Hafa þeir birt furðulegar tölur í þessu sambandi og mun hverj- um meðalgreindum manni ljóst við fyrstu sýn, að þær geta með engu móti staðist. Til dæmis var því nýlega haldið fram í Þjóðvilj- anum, að ríkið taki um 17 þús. kr. af 40 þús. kr. árslaunum verkamanns. Ýmis líðindi úr nágrannabyggðum Tófuveiðar og stjörnu- íirap í Mývatnssveit Mývatnssveit 21. febr. Mývetningar stunda silimgs- veiðar um þessar mundir. Veiða þeir í net og er afli sæmilegur. ísinn á vatninu er orðinn 60 sm. þykkur og því seinlegt að höggva götin og nokkuð kaldsamt að fást við veiðarnar eins og nú hefur viðrað að undanförnu. Frostin sl. viku hafa löngum verið frá 20— 27 gráður. Þegar Mývatn er lagt traustum ís eins og nú, er „stutt milli bæja“ og fljótlegt að bregða sér vfir vatnið á bílum og skautum. En nú er þykkur snjór á ísnum, svo að skautar og bílar koma ekki að gagni. Samgönguleysi. Samgöngur eru að heita má fallnar niður, að og frá Mývatns- sveit, sökum snjóa. Þó hefur snjóbíll Kaupfélags Þingeyinga sótt í'jóma einu sinni í viku, og héraðslæknirinn brauzt á jeppabifreið til að vitja sjúklings. Tók hann sjúklinginn með sér til Húsavíkur. Snjóbíll sótti líka fyrir nokkru annan sjúkling og flutti í sjúkrahús. Mývetningum bregður ekki svo mjög við það, þótt þeir einangrist um nokkurn tíma og eru allvel undir það búnir. Sérstök verðlaun frá hreppnum. Þrjár tófur hafa verið skotnar í febrúar og 2 áður. Hreppurinn veitir 300' króna verðlaun fyrir hverja skotna tófu og leggja menn sig 'því meira fram við tófuveiðar en áður. Stiörnuhrap á öræfum. Hinn 25. jan. sást stórkostlegt „stjörnuhrap". Hjón nokkui, er voru á ferð milli bæja ,eftir kl. 9 síðdegis þennan dag, sáu eldhnött mikinn falla til jarðar. Fleiri sáu hetta og er gizkað á að hann hafi fallið niður norðan Vatnajökuls. Félagsheimilið. Smíði félagsheimilisins í Mý- vatnssveit er langt komið. Verð- ur það þó að sjálfsögðu ekki vígt fyrr en akvegir eru orðnir færir, eða í vor. Nokkrir ungir menn úr sveitinni hafa farið í atvinnuleit í vetur til Suðurlands. Sagt er að allir Mývetningar vilji koma heim aftur, þótt þeir hverfi burt um stundarsakir. Víst er það að fólki fjölgar með ári hverju þar í sveit. Snjóflóð tók hey Látraströnd Fyrir um það bil hálfum mán- uði féll snjóflóð á engjar frá Svínárnesi á Látraströnd og tók það hey sem talið var um 80 hest- burðir. Nokkuð þykir snjóflóða- hætt þar á ströndinni utan við bæinn, en bærinn sjálfur aldrei talinn í hættu. Bóndinn í Svir.ár- nesi: Sigurður Jóhannsson hóf fljótlega að bjarga heyinu úr flóðinu og mun hafa náð um 60 böggum aftur. — Akfæri er nú gott í Höfðahverfi og allt að Skarði í Dalsmynni. Er mjólk send til Akureyrar annan hvern dag. Á þorraþræl var þorrablót í samkomuhúsinu í Grenivík. Var það fjölmenn samkoma og ýmis- legt til skemmtunar. — Sjóróðr- ar eru Mtillega að hefjast frá Grenivík, á smærri bátum. En hinir stærri bátar þaðan, Von og Vörður, eru gerðir út frá Suður- nesjum í vetur og eru meðal afla- hæstu báta þar. Skipstjórar eru sem áður hinir kunnu aflamenn, Adolf Oddgeirsson frá Hlöðum, Verði, og Haraldur Halldórsson frá Hlíð, á Von. Greiðari mjólkurflutn- ingar til Húsavíkur Fosshóll 22. febrúar. Hér eru rólegir dagar og við- burðarlitlir. Menn láta tímann líða eins og best hentar og taka lífinu með ró. Um þrigg'ja vikna skeið lágu mjólkurflutningar niðri og ekþað óvenjulegt. Þó var rjómi fluttir á markaðinn. Nú er þetta að lagast og verður mjólkin væntanlega flutt til Húsavíkur tvisvar í viku. Á þriðjudaginn fyrri viku kom Sigurður bóndi á Fosshóli á jeppabifi'eið sinni frá Akureyri. Gekk ferðin ágætlega og urðu engar teljandi tafir Snjóbíllinn var á ferðinni yfir Vaðlaheiði samtímis og cþó jepp- ann spottakorn yfir versta kafl- ann. Lítill snjór er á Fljótsheiði. Skjálfandafljót er allt undir bykk um ís, suður að Lundarbrekku. Vi Forðað stórbruna í Hrísey Hrísey 21. febrúar. 16. febrúar kviknaði í sjóhúsi Magnúsar Jóhannssonar í Hrísey. Slökkviliðið kom fljótlega á vett- vang og tókst að ráða niðurlögum eldsins. Brann húsið þó mjög að innan og allt sem í því var. Svo heppilega vildi þó til að bátur Magnúsar, Sæfari, var í róðri og beitt lína til næsta róðurs var úti. Urðu því ekki skemmdir á henni, en ýmislegt annað tilheyr- andi útgerðinni var í sjóhúsinu og brann það allt. Varð eigandinn því fyrir tilfinnanlegu tjóni. Hríseyingar skipulögðu slökkvi- lið í haust og fengu ný og góð slökkvitæki. Slökkviliðsstjórar eru Þorleifur Ágústsson og Njáll Stefánsson. Segja má að giftusamlega hafi til tekizt, úr því sem komið var, að ekki skyldi verða stórbruni, því að hús og skúrar standa þarna þétt og eru flest úr timbri. Þrír dekkbátar róa frá Hrisey og fá 4—5000 pund í róðri. Sækja þeir fram undir Grímsey. Aflinn er unninn á frystihúsinu og glæðir það atvinnu í landi. Þorrablót var haldið á laugar- daginn var og var þar margt til skemmtunar og mikill gleðskap- ur. Unnið að raflögnum í Öngulsstaðahreppi Þessa dagana eru margir raf- virkjar héðan úr bænum að starfi á bæjum í Ongulsstaðahreppi að leggja raflagnir, en fyrir dyrum stendur að mikill hluti hrepps- ins fái rafmagn. Er það bæjarröð- in frá Austurhlíð að félagsheimil- inu hjá Laugalandi. Nokkrir bæir hafa þó einkarafstöðvar og íaka ekki rafmagn frá Laxárvirkjun. Alls mun rafmagn koma á um 20 heimili í Öngulsstaðahreppi í þessari lotu Háspennulinan hef- ur þegar verið lögð og að mestu frágengin og standa yfir prófanir á henni. Ætla má, að þessi heimili fái öll rafmagn imian fárra vikna. Hagstofan rannsakar málið. í tilefni af þessu blekkingastríði og til þess að fá fram hinar raun- verulegu tölur, hóf Hagstofa ís- lands, að tilhlutan fjármálaráðu- neytisins, að rannsaka, hver væri raunveruleg skatthoimta ríkisins í tollum og béinum skött- um af meðallaunum Dagsbrúnar- verkamanns í Reykjavík og nú í vikunni voru niðurstöðurnar birtar. Fer hér á eftir tilkynning fjármálaráðuneytisins um þetta efni: „Að gefnu tilefni hefur fjár- málaráðuneytið beðið Hagstofu íslands að gera áætlun um, hve mikið af launatekjum vei'ka- manna færi í skatta og tolla til ríkissjóðs. Væri þá miðað við hjón og tvö börn í heimili. Enn- fremur hverju niðurgreiðslur ríkissjóðs næmu, svarandi til neyzlu þessarar fjölskyldu. Hagstofan hefur skilað áliti um þetta mál og miðar hún þá við verkamannskaup í Reykjavík, fulla dagvinnu í 300 vinnudaga og þrjár eftirvinnustundir í viku að jafnaði. Verða þá tekjur heim- ilisins kr. 40.113.00 að meðtöldum fjölskyldubótum með einu barni. Niðurstaða Hagstofunnar er sú, að af þessum tekjum séu greiddar kr. 2.195.00 í tolla og söluskatt og aðra óbeina skatta til ríkissjóðs, en 464.90 kr. í tekjuslcatt eða samtals til ríkis- sjóðs kr. 2.659.00. Álagning Tóbakseinaksölunnar og Áfengisverzlunar ríkisins er þá ekki talin til skatts í þessum útreikningi. Sé álagning einka- salanna á áfengi og tóbak hins vegar talin til skatta, að því leyti, sem hún getur talizt vera umfram venjulega verzlunarálagningu, hækkar þessi fjárhæð um kr. 1.100.00, og verða þá tollar og skattar þessa heimilis til ríkis>- sjóðs kr. 3.759.00. Fjölskyldubætur nema kr. 636.00. Niðurgrciðslur ríkis- sjóðs á vöruverði svarandi til neyzlu þeirrar, sem gert er ráð fyrir hjá þessari fjölskyldu, nenia samtals kr. 1.582.00. Hagstofan byggir útreikninga þessa, að því er snertir skiptingu á neyzluflokka, á áætlun Kaup- lagsnefndar um útgjaldaskipt- ingu verkamanna í Reykjavík, en innan flokkanna hefur verið fylgt útgjaldaskiptingu framfærslu- vísitölunnar." Bændafélag stofnað í Skagafirði Bændafélag Skagfirðinga var stofnað á Sauðárki'óki sunnudag- inn 6. febrúar. Félagið á að hafa með höndum kynningarstarfsemi meðal héraðsbúa og fjalla um fé- lags- og framfaramól. Stjórn skipa: Haukur Hafstað, bóndi , Vík, Magnús Helgason, bóndi Nautabúi, og Hróbjartur Jónasson bóndi, Hamri. Á fundinum flutti Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum, fróðlegt erindi um ræktun holda- nauta. Umræður urðu um málið á eftir og kom fram mikill áhugi fyrir ræktun holdanautgtipa í Skagafirði. DAGUR kemr næst út næstk. laugar- dag, 26. febrúar. Auglýsingar þurfa að berast afgreiðslunni fyrir hádegi á föstudag. Aug- lýsing í Dcgi kemur fyrir augu nær allra bæjarbúa! Miklir vöruflufningðr í loffi Vöruflutningar með fíugvélum frá Reykjavík hingað norður virðast stöðugt fara vaxandi. — Meðan stóð verkfall á kaupskip- unum, komu hér hlaðnar varningi, samgönguleiðir lokaðar Er oft að sjá mikið af hvers konar varningi í afgjreiðslu- sal Flttgfél. íslands hér í bænum og í a f g reiðsl- unni á nýja flugvel 1 i n- um. Meðal þess varn- ing s, s e m hingað e r f 1 u ttur í stórum stíl, er áfengi frá Áfeng- isverzlun ríkisins í Reykjavík. — Kaupa menn í heilum kössum og eru stundum stórir hlaðar til ým- issa viðtakenda. Viðskipti þessi munu fara þannig fram, að flug- fylgibréf eru send með póstkröfu á pósthúsið, og er áfengið afhent viðtakendum hér gegn framvísun fylgibréfanna. — Póstkröfugjald oft ílugvélar mun vera um 10 kr. fyrir kass- enda aðrar ann en flugfragt urn 40 krónur. Hér á dögunum var þessi lögu- legi stafli á afgreiðslu Flugfélags- ins, og er allt áfengi, sem sést á myndinni, mest whisky og gin, en eitthvað af eigin framleiðslu rikisins að auki, og allt til við- takenda hér i bæ og grennd.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.