Dagur - 30.03.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 30. marz 1955
DAGDR
S
en kostar
mikla peninga
Rætt um kostnað við að raflýsa býli
í Eyjafirði - og um afstöðu manna
í sveitum og bæjum
1 síðasta tbl. var birt upphaf
bréttabréfs frá Arskógsströnd,
eftir Kr. E. Kristjánsson á
Hellu. Hér fer á eftir niðurlag
bréfs þess, er lianu ritaði blað-
inu, og ræðir Kristján þar um
rafvæðingu eyfirzku sveitanna
og um aðstöðu tnanna í svcit og
bæ og sitthvað fleira.
Rafmagnið.
Þegar um framfarir er rætt má
ekki gleyma rafmagninu. Það er
nú komið hér á alla bæi. Með því
er náð lengi þráðum áfanga. Raf-
magnið eykur unað og þægindi á
heimilunum og það getur létt
undir við framleiðsluna. — Mér
detta í hug orð, sem framsækinn
bóndi sagði, eftir að hann hafði
gert sér ferð og komið á raflýst
sveitaheimili fyrir 25 árum* .,Nú
fyrst sá eg himnaríki á jörðu.“ —
Svo hrifinn varð hann. Einhverj-
um mun nú þykja hér fullsterkt
að orði kveðið, en þegar þess er
gætt, að umræddur bóndi hafði
alizt upp við lítinn Ijósakost,
jafnvel grútarljós og kertatýrur,
skilzt betur hrifning hans. Það er
gleðilegt hvað tækninni hefur
fleygt fram á þessum síðasta
mannsaldri og hvað við íslend-
ingar höfum tileinkað okkur af
henni.
íslenzkir menn að starfi.
Eg minnist þess, að þegar var
verið að leggja aðallínur land-
símans fyrir tæpum 50 árum,
voru það undantekningarlítið út-
lendingar — Norðmenn, — sem
að því unnu. Nú eru það innlend-
ir menn, sem annast síma- og
raflagnír. Við eigum nú marga
verkfræði'nga og iðn-fagmenn,
sem sjálfsagt eru verkum sínum
vaxnir og er það gleðilegt.
Kostnaðarhliðin.
Eins og vænta má kostar það
margar ísl. kr.ónur, að leiða raf-
magnið um byggðir landsins. En
öll þægindi og framfarir kosta
peninga. Kappið um að fá raf-
magnið hefur víða verið svo mik-
ið, að margir hafa ekki spurí. um
hvað það kostar. En þar sem raf-
magn er á arinað borð lagt um
sveitina, má ekkert heimili verða
útundan, annars getur það verið
dæmt í eyði.
í dreifbýlinu er mönnum ætlað
að taka þátt í. slofnkostnaði með
því að borga svonefnd heimtaug-
argjöld. Fasteignamat húsa og
lands er þá lagt til grundvallar. í
Eyjafjarðarsýslu er það 50% af
fasteignamatinu. Auk þess greiða
búendur kr.'3000 fast gjald. Aðrir
húseigcndur kr. 1000. — Fast-
eignamatjð er., eðlilegur grund-
völlur fyrir gjaldinu, en sá er
galli á, að heildarmat hefur ekki
farið fr’am, í hálfan annan áratug,
og hlutföil þv'í raskast Ætti það
að vera á valdi hvers sveitarfé-
lags, að jafna innbyrðis mismun-
inn milli jarða.
Þeir, sem enn hafa ekki fengið
rafmagn, en hafa von um að fá
það á næstunni, spyrja um hvað
það hafi késtað þá, sem þegar eru
búnir að fá það. Til þess að svara
þessu og fleiru, held eg að rétt sé
að eg birti hér samtal, sem eg
BOTNAR.
■‘ÚM
Gömul íbrótt ev æfð á ný,
menn yrkja og fella botna í
hálfkveðna stuðlastöku.
Orðhagir finnast ýmsir þá,
sem eklti spara að kveðast á
til gamans, á gleðivöku.
En botna má fleira en brag og Ijóð,
botnsmíðalist er þörf og góð
og nauðsyn við iðju alla.
Hve vandað sem annars verkið er,
vitað er það, að botnlaust ker
mun fljótlega í stafi falJa.
Úr kjörvið einum þótt kagginn sé,
kvisthlaup engi né sprunga í tré,
. ..'R*'
og bundinn með bezta girði;
heflað og fellt af hæfum smið,
hriplekt verður þó keraldið
með botn — suður í Borgarfirði.
Mörg vönduð bygging í brotum lá,
sem botnlausum sandi reist var á
fyrir vangá og flaustur.
Hitt er sannað, að hrákasmíð
liefur oft dugað langa tíð,
bara ef botn er traustur.
DVERGUR.
BJARTARI HLIÐIN Á EVRÓPU
======== Eftir ART BUCHWALD ---==
Aðeins fyrir skíðafólk
átti nýlega við hann Jón garnla í
Koti, hann segir sína reynslu og
hefur sína skoðun á hlutunum.
Var það á þessa leið:
— Nú ertu búinn að fá raf-
magnið. Ertu ekki glaður yfir því
og viðbrigðin mikil?
— Jú, rafmagnið er kornið í
bæinn og mikil eru viðbrigðin.
Það er ekki undarlegt þó unga
fólkið sæki í ljósadýrðina í kaup-
stöðunum með meiru.
Nú þarf eg ekki að snúast við
að tína fífuhnappa, tæja þá og
snúa úr þeim kveiki í lýsislamp
ann og koluna, eins og eg þurfti
að gera þegar eg var unglingur.
Þótt þá væri kominn olíulampi í
baðstofuna var notað lýsisljós í
fjósinu og sjóbúðinni. Því að olí-
una varð að spara. Eg hélt að eg
mundi ekki lifa það að fá rafmagn
í bæinn minn, og því síður í fjós-
ið eins og nú er raun á. Þá er nú
ekki gleðin minni hjá kvenfólk-
inu yfir þvottavélinni og rafelda-
vélinni, hvað sem meira kann að
koma til þæginda.
— Hvað kostaði þig að fá raf-
magnið?
— Fyrst er þá að nefna heim-
taugargjaldið. Kotið mitt er metið
á 22 þúsund og 50% af því eru 11
þúsund. Af því að eg telzt búandi
verð eg að greiða kr. 3000 til við
bótar. Launþegar, þar á nreðal
embættismenn, sem ekki hafa
búrekstur, greiða kr. 1000.
Heimtaugargjaldið hjá mér er
þá kr. 14.000. Þá er nú kostnaður-
inn innanhúss. Þegar eg byggði
var fjölskyldan nokkuð stór, svo
að eg varð að byggja allstórt hús.
í því eru 7 herbergi og eldhús
fyrir utan kjallara og aðrar
geymslur. Útlagður kostnaður
varð 11 þús. Alls er þetta 25 þús.
Meira fé gat eg ekki með góðu
móti útvegað og hefði farið á mis
við þvottavélina og rafeldavélina
ef kaupfélagið okkar hefði ekki
veitt gjaldfrest á 3/4 innlagning-
arkostnaðar, sem hjá mér var á 8.
þúsund.
Maður hefur að vísu heyrt, að í
Reykjavík væri hægt að fá lán
utan löggiltra lánsstofnana, úr
svonefndum lánapotti, sem pen-
ingamenn leggja í og hafa útlána-
stjórn yfir. Eftir því sem Mánu-
dagsblaðið og Frjáls þjóð segja,
eru þessi lán nokkuð dýr, allt upp
í 60% ársvexti. Eg held að búið
mitt stæði ekki lengi undir háum
lánum með þessum vöxtum,
nema hér sé um gullkrónui að
ræða, sem svo má greiða með ísl.
krónum eftir næstu gengisfell-
ingu. Þetta er nú ef til vill eitt-
hvað orðum aukið eða fátíð lán
með þessum vöxtum. Nefnd blöð
hafa til að gera mikið úr hlutun-
um.
Þetta var nú útúrdúr. Eg hef
nú gert grein fyrir, hvað kostaði
mig að fá rafmagnið. Hér er þó
ekki öll sagan sögð.
Peningshúsin mín eru spöl frá
bænum og að þeim verð eg að
leiða rafmagnið á minn kostnað.
Súgþurrkun þarf eg að fá í hlöð-
urnar og eitthvað kostar það.
Rafmagnsverðið.
— Eg hafði látið mér detta í
hug, segir Jón enn, að þegar eg
væri búinn að fá rafmagnið leitt
til mín, og eg búinn að leggja á
mig allmikið til þess, að þá væri
það selt sama verði til allra, t. d.
frá sama orkuveri, en það er nú
ekki því að heilsa enn sem komið
er. Tilfinnanlegast er þó fasta-
gjaldið af rafmóturunum, t. d til
(Framhald á 7. síðu).
Með því að fyrir dyrum stend-
ur hér Skíðamót íslands. þykir
hlvða, að birta að þessu sinn:
pistil, sem Art Buchwald skrif-
ar frá St. Moritz í Sviss.
ST. MORITZ.
Fyrir nokkru skrifaði eg ráð-
leggingar til þeirra, sem ekki
kunna á skíðum, hvernig þeir
eiga að haga sér á skíðahóteli. í
þessum þætti ætla eg að ræða,
hvernig skíðamaður á að hegða
sér í skíðalandinu. Þegar talað er
um skíðaíþrótt, er ekki völ á fær-
ari manni til að veita allar upp-
lýsingar en dr. Peter Berry. En
þessi ágæti doktor hefur — ásamt
fimm kollegum sínum — yfivum-
sjón með viðgerðum á áverkum
og meiðslum, sem menn verða
fyrir í fjallshlíðinni við St. Moritz.
En sá fyrirmyndarbær auglýsir
sig sem mesta skíðaland verald-
ar, og það er því ekki að undra,
þótt læknarnir hér hafi mikla
reynslu í því, að gera hið bogna
beint En dr. Berry skýrir svo frá,
að afi hans hafi fyrstur manna
gert að fótbroti skíðamanns þar
i borginni. Síðan hefur þetta starf
loðað við fjölskylduna. Berry-
arnir hafa síðan verið að sauma
og binda, binda og sauma, þrjár
kynslóðir af þeim.
Á meðan vér vorum í St. Mor-
itz — en það mun hafa verið sex
dagar (ef gamlárskvöld er talið
með, en þá vissum vér ógjörla,
hvar vér vorum staddir),sa°ðidr.
Berry, að orðið hefðu aðeins 16
fótbrot, 20 öklabrot og um 100
tognanir og önnur meiðsli af því
tagi.
En þetta er hreint ekki eins
slæmt og ætla mætti af tölunum,
því að um þetta leyti voru 2000
skíðamenn í St. Moritz.
— Hvað veldur einkum slysum
a skíðafólki?" spurðum vér dr.
Berry.
„í St. Moritz má segja, að hið
erfiða selskabslíf, sem fólk leggur
á sig hér, sé frumorsökin. Þegar
menn hafa stundað það af kappi
fram á nætur um hríð, eru þeir
heldur slappir og illa upplagðir til
skíðaíþróttar að rnorgni dags. Og
því fer sem fer. Slys verða einnig
á skíðamönnum, sem ganga með
þá flugu í kollinum, að þeir séu
miklu betri skíðamenn en þeir
eru í raun og veru. Annars má
segja að það sé algerlega normalt
að verða fyrir slysi á skíðum. Eg
hef sjálfur viðbeinsbrotnað, og
flestir skíðamenn, sem eg þekki,
hafa brotið eitt eða annað. Þetta
gerir sportið sérlega spennsndi.“
„Maður heyrir skíðamenn
stundum segja, eftir fótbrot: „Nú
er það búið. Eg fer aldrei aftur á
skíði.“ En þeir standa bara sjald-
an við það. Næst segja þeir:
„Hvenær get eg komist heim,
læknir? Eg hef ekki efni á að
vera hér lengur.“ Og margir gera
þá skyssu, að fara heim áður en
þeir eru almennilega grónir sára
sinna. Náttúran fær ekki frið til
að vinna sitt verk. Brotinn fótur
þarf tímann sinn til að gróa.“
— Og hvað kallið þér tímann
sinn?“
„Fimm vikur að minnsta
kosti.“
— Og hvað er nú meðalkostn-
aðarverð á fótbroti?
„Láta mun nærri, miðað við
dvöl hér í Sviss, á hressingarhæli
með læknishjálp, að legan kosti
20 þúsund krónur, en hvað er
það? í Bandaríkjunum mundi
svona fótbrot kosta einhvern 60
þúsund krónur að mipnsta kosti.“
— Þér teljið því ódýrara að
stunda skíðaíþrótt í Sviss?
„Já, það geri eg hiklaust.“
í hópi skíðamanna er dálítill
flokkur, sem kallaðir eru skíða-
gaukar. En' gaukur er sá, sem
notar sér skíðakennslu án þess að
borga fyrir. Þegar svindlið er
uppgötvað, færa þessir kallar sig
bara um set og í næsta náms-
flokk, og svo koll af kolli. Engin
lög eru til um að refsa skíðagauk-
um, enda erfitt fyrir skíðakenn-
arann að sanna, að gaukurinn sé
í raun og veru að hlusta á
kennsluna, þótt hann standi
álengdar í fullum skrúða Ein-
hver frægasti skíðagaukur í St.
Moritz er David Stein, ameríski
leikstjórinn, sem annars er bú-
settur í París. Stein skýrir svo
frá, að hann hafi aldrei á ævi
sinni borgað grænan eyri fyrir
skíðakennslu, og hann bauð oss
að koma með upp í brekkur til
Dess að sýna, hvernig hann fer að
því.
Þegar við komum á vettvang
voru ein tíu skíðanámskeið í full-
um gangi og kennari með hverj-
um hóp. Stein renndi sér nú að
einum hópnum og staðnæmdist
lítið eitt frá yzta manni. Hann
hlustaði með stakri eftirtekt á
það, sem kennarinn var að segja,
en hann var um þessar mundir að
útskýra hliðargöngu. Allt í einu
sér hann hvar Stein er að herma
eftir honum, en áður en hanr, gat
krafið um greiðslu, brunaði Stein
á brott og að næsta hóp.
Á þeim stað voru þeir að æfa
knébeygjur. Stein æfði líka kné-
beygjur, og enginn tók eftir hon-
um. En þá hélt hópurinn af stað
að skíðalyftu, sem ætluð var til
afnota fyrir þó, sem tóku þátt í
námskeiðinu. Stein hefði senni-
lega sloppið í gegn ef honum
hefði ekki orðið það á, að fara að
stæla við 10 ára strák um það,
hvor væri fyrr í röðinni, og
strákurinn kærði fyrir kennaran-
um og þá komst allt upp.
Næsti hópur, sem Stein slóst í
för með, var að æfa stökk. Stein
stökk á móti hverjum einum
þar, en þar kom, að hann datt
fram af hengju. Meðan bekk-
sögnin hlustaði með andakt á
kennarann útskýra listina, kom
skíði með áföstum skó fljúgandi
fram af hengjunni og þeyttist
gegnum hópinn með tilheyrandi
árekstrum. En úr skaflinum
komu hróp um hjálp. Kennarinn
fór og endurreisti Stein, en spurði
um leið, i hvaða námsflokki hann
væri. Því gat Steinn ekki svarað,
og kennarinn skildi hann því eftir
í skaflinum.
Okkur tókst loks að endur-
heimta skíðið og skóinn og
bjarga vini vorum úr úlfakrepp-
unni. Hann hafði fengið nóg af
því að vera skíðagaukur daginn
þann. En hann hafði ekki misst
kjarkinns „Þeir hafa eitthvað ó
móti mér,“ sagði hann, „og 10 ára
snáðinn var verstur. En eg kem
aftur á morgun. Það er ekki hægt
að útiloka heiðarlega skíðamenn
til lengdar.11
(Einkaréttur N. Y. Heráld
Tribune Inc.).