Dagur - 26.05.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 26. maí 1955
D AGUR
S
„Skóli fyrir skattgreiðendur.“
ur Leikiélagsins irumsfndur
Leikfélag Akureyrar frumsýndi
gamanleikinn Skóli fyrir skatt-
éreiðendur á fimmtudagskvöldið í
vikunni, sem leið. Auðheyrt var á
hlátrasköllum, lófataki og öðrum
undirtektum leikhúsgesta, að þeir
skemrntu sér vel, enda fór það
mjög að vonum, að menn fýsti að
gleyma vorharðindunum mögnuðu,
sem þá voru enn í algleymingi, og
öðrum hversdagsleika við léttan
leik og gamansemi, sem breiða
skyldi brcssvip yfir kuldagretturn-
ar. — Þessi franski leikur eftir þá
félaga Lcuis Verneuil og Georges
Berr er á roargan hátt vel til slíkra
hluta fallinn: Atburðarásin er létt
og hröð víðast, þótt út af því
bregði þó raunar á stöku stað, leik-
þráðurinn smellinn og tímabær á
þessum „síðustu og verstu dögum“
skattpíningar og opinberra afskipta
og hafta á öllu fjárhagslífi, og gæti
raunar hafa orðið allröm og mein-
leg ádeila á allt það fargan, ef
ekki væri fullhátt og ólíkindalega
skotið yfir markið að því leyti,
enda vafasamt, að höfundar hafi
haft nokkuð slíkt í hug, en valið
þetta skotmark fyrir þá sök eina,
að þeir vissu fullvel, að vinsælt og
meinlaust er að beina skeytum
skops og fyndni í þá áttina. —
Háðfuglinn og skopmeistarinn góð-
kunni, Páil Skúlason ritstjóri, hefur
þýtt leikinnlá' ísléúzku og vafalaust
tekizt vel upp á sína vísu. En of-
mikið er þá gumað af því, hversu
létt, andrík og glæsileg frönsk gam-
ansemi cg gallverskt skop sé, án
þess þó að verða gróft eða stór-
karlalegt á nokkra grein, ef „brand-
arar“ leiksins sumir hafa ekki orð-
ið stórum grófkornóttari í mölun-
inni hjá Páli en í frumtextanum.
Þeir leikendur, sem einkum bera
„hita og þunga dagsins“ í þetta
sinn — þ. e. koma mest við sögu
á leiksviðinu — eru þau Brynhild-
ur Steingiímsdóitir í hlutverki
eftirlætisdótíurinnar og eiginkon-
unnar brekóttu Juliette, Júlítts
Jútíusson, sem leikur eiginmann
hennar og forstöðumann hins ný-
stárlega „skóla fyrir skattgreiðend-
ur“, Jóhann Ögmundsson, sem
leikur hinn áldraða, auðuga von-
biðil Juliette, — að ógleymdum
sjálfum leikstjóranum, Jóni Norð-
fjörð, í hlutvejrki yfirskattstjórans,
föður hennar. Allir gera þessir
leikarar hlutverkum sinum góð og
ágæt skiþ x þeim stíl„ sem leiknum
er hér haldið. Þeim Jóni og Bryn-
hildi bregzt éjðci bogalistin, frem-
ur en endráhær, og Jóhanni hef-
ur sjaldan eða aldrei tekizt betur
upp á fjölunum en í þetta sinn,
sagt með vilja og vitund leikstjór-
ans — að útfæra þennan gaman-
leik í „farce“-stíl að nokkru, og má
auðvita deila um það út af fyrir
sig, hvort leikurinn sé rétt túlkaður
og skilinn á þann hátt. eða slík út-
færsla nokkur ávinningur. — En
sé leikurinn skilinn svo, verður
naumast um það deilt, að Jónas
gengur að því með oddi og egg að
undirstrika þann skilning. Stöður
hans eru margar harla afkáralegar
og fjarstæðukenndar og látbragð
Sjöfíu ára afmæli Garðyrkju-
féiags ísiands
Jónas Jónassoii í hlutverki skáldsins og Júlíus í hlutverki Gastons
og gerfi hans er ágætt. Júlíus leik-
ur sem gestur, — nýkominn frá
leiklistarnámi í höfuðstaðnum og
leikstjórn og leiklistarstörfum
hverskonar- í heimabæ sínum, Siglu
firði. Fer ekki hjá því, að athygli
leikhúsgesta beinist einkum að
honum í þetta sinn, enda fer hann
með aðalhlutverkið og veldur því
vel. Er leikur hans frjálsmannleg-
ur og skemmtilegur á hverja grein,
svo að ekki er það furðuefni nokk-
urt að miklar vonir eru bundnar
við hann í framtíð á sviði leiklist-
ar.
Annar gestur — eða nýliði á
leiksviði hér í þæ kom þarna fram
og dró að sér athygli leikhúsgesta
þá fremur. stptta stund, sem hann
birtist á sviðinu, en það er Jónas
Jónasson í hlutverki skáldsins og
skýjaglópsins. Hann er sá leikend-
p.nna, er lengst gengur í því — sjálf
Hinn 26. maí 1885 er stofndag-
ur Hins íslenzka garðyrkjufélags,
sem nú heitir Garðyrkjufélag Is-
lands. Frumkvöðullinn að stofnun
þess var Schierbeck landlæknir, en
annar aðalhvatamaður Árni
Thorsteinsson landfógeti. Báðir
voru dugnaðarforkar, sem höfðu
yndi af garðyrkju og þekktu vel
hollustu grænmetis og uppeldis-
áhrif ræktunarstarfa. Klerkastétt-
in lagði til Hallgrím Sveinsson síð-
ar biskup, svo að bæði andlegt og
veraldlegt vald lagði hér hönd á
plóginn. Tvö þjóðskáld, Grimur
Thomsen og Steingrímur Thor-
steinsson, voru einnig í hópi stofn-
enda, ennfremur Björn Jónsson
ritstjóri, Bergur Thorberg lands-
höfðingi o. fl. stórmenna. I fyrstu
lotu starfaði félagið til aldamóta,
(en þá tók við Búnaðarfélag ís-
lands). Síðan var það endurvakið
1910 og hefur starfað síðan, að
undanteknu þriggja ára hléi eftir
lát Einars Helgasonar, sem var
framkvæmdastjóri þess og máttar-
stólpi um langt skeið. Einar gerði
tilraunir, ferðaðist til leiðbeininga,
hélt námskeið og flutti marga fyr-
irlestra um garðyrkju.
SKÓGRÆKT.
Lundi til skjóls og skrauts um býggðir vanta,
skrúðgrænar bjarkir, lerki, greni, þallir.
Skundið á vettvang, skégarvinir állir,
með skófiu og haka, nýgræðing áð planta.
Ósáið land, á alla hlið og kanta,
enn er í Vaðlaheiði og Kjarnamóum,
orðið það gæti að æðistórum skógúm
allt þetfa fræ, sem búið er að panta.
Við megum bíða býsna langa stund,
að blóingist mörk, þótt jarðvegur sé nógur
og gróðrarstarfið stundað sé með rögg.
L'klega verð ég orðinn, í það mund
þá upp þar er vaxinn góður nytjaskógur,
full garnll til að fást við skógarhögg.
DVERGUR.
allt býsna öfgalegt og skoplegt. En
maðurinn er myndarlegur á velli
og sópar að honum í vitleysunni.
Og skapsmuni (temperament) virð
ist hann hafa yfrið nóga, a. m. k.
í þessum stíl. Mætti segja mér, að
þarna sé snjallt leikaraefni á upp-
siglingu, þótt hvorki hann sjálfur
né leikstjórinn hafi í þetta sinn
talið rétt vera að stilla bægsla-
gangi hans á sviðinu í það hóf, sem
ýmsir mundu telja hæfilegt.
Aðrir leikendur fara með smærri
hlutverk: Sigriður P. Jónsdóttir
sýnir gleðikonuna, móður Juliette,
vel og sennilega, því að naumast
verður hjá því komizt að gera
þetta hlutverk allafkáralegt, eins
og í þann pott er búið frá hendi
höfunda. Páll Halldórsson, sýhir
fulltrúa þeirra tengdafeðganna all-
vel og trúlega og stillir leik sínum
í hóf. Pálína Gunntaugsdóttir og
Bára Björgvinsdóttir fara snotur-
lega með lítil hlutverk. Halldór
Helgason leikur fjármálaráðherr-
ann vel, og er gervi hans sérlega
gott, en hlutverkið geldur þess, að
það er spxmnið inn í eitt losaraleg-
asta og bragðdaufasta atriði leiks-
ins frá höfundanna hendi — atriði,
sem gjarnan hefði þó mátt gera
eitthvað úr, ef þeim hefði verið
nokkur alvara með ádeiluna. —
Loks fer Vignir Guðmundsson með
fremur lítið hlutverk, sem aðeins
kemur við sögu í upphafi leiksins
og gefur ekki tilefni til mikilla
átaka. Og vel má það stafa af því,
að svo skammt er enn um liðið,
síðan Vignir sýndi okkur Lenna í
„Mýs og menn“ svo eftirminnilega,
— að nú finnst mönnum illa þeim
ÍBleika brugðið í þetta sinn.
Eins og áður er sagt, skemmtu
leikhúsgestir sór vel og fögnuðu
leikstjóra og leikendum með lófa-
taki og blómagjöfum að loknum
leik. * *
BOKAUTGAFA — SYNINGAR.
Félagið hefur lengstum gefið út
ársrit — Gar&yrkjuritið, — einnig
Matjurtabókina 1949; haldið sjö
sjálfstæðar garðyrkjusýningar og
tekið þátt í þremur, þar af tveim-
ur erlendis og aðstoðað við þrjár,
sem aðrir aðilar hafa haldið. —
Skemmtilegt fyrir Norðlendinga er
það,, að fyrsta íslenzka garðyrkju-
sýningin var haldin á Akureyri í
Gagnfræðaskólanum árið 1919.
Gekkst G.uðrún Þ. Björnsdóttir frá
Veðramóti o. fl. konur aðllega fyrir
þeirri sýningu, en Guðrún stýrði
garðyrkju í Gróðrarstöðinni í
mörg ár. Fyrsta sýningin syðra var
haldin í Görðum á Alftanesi haust-
ið 1921.
FYRST DANIR — SÍÐAN
ÍSLENDINGAR.
Danir áttu verulegan þátt í þró-
un garðyrkjunnar, bæði fyrir alda-
mót og á bernskuárum gróður-
húsanna, en nú hafa nemendur
Garðyrkjuskólans leyst flesta Dan-
ina af hólmi. Norðmenn höfðu
einnig töluverð áhrif, einkum á
Austfjörðum.
Á 50 ára afmæli Garðyrkjufé-
lagsins, árið 1935, segir Metúsalem
Stefánsson í Frey, að aukinn áhuga
og flestar framfarir í garðyrkju
hér megi beint eða óbeint rekja til
Garðyrkjufélagsins, þótt það hafi
ekki látið mikið yfir sér og starfs-
menn þess unnið störf sín að
mestu i kyrrþey, án alls hávaða og
mest sem áhugastarf. því að veru-
legt starfsfé hefur félagið aldrei
haft. Mur.du þau orð ekki vera
sannmæli enn þann dag í dag?
Síðan farið var að r.ota jarðhit-
ann til hitunar gróðurhúsa 1923
hefur garðyrkjan tekið örari fram-
förum en nokkru sinni fyrr. —■
Garðyrkjustétt er risin upp í land-
inu og nýir aðilar eru komnir fram
á sviðið, — Garðyrkjuskólinn,
Sölufélag garðyrkjumanna, félög
garðyrkjubænda og félag garð-
yrkjumanna. Eru margir sömu
mennirnir í öllum félögunum, sem
öll mega heita afsprengi afmælis-
barnsins sjötuga — Garðyrkjufé-
lags íslands.
Ingótfur Davíðsson.
Nemendatónleikar Tónlistarskólans
Nemendatónleikár Tónlistar-
skólans á Akureyri, fóru frain á
sunnudaginn var í Samkomuhús-
inu á Akureyri. 12 nemendur,
flestir ungir, komu þar fram og
léku á orgel og píanó. Var
ánægjulegt að sjá og hlýöa á leik
þessa uppremtandi hljóinlistar-
fólks.
Það var að sjálfsögðu mislangt
á veg komið eftir námstima og
hæfileikum. Maður hafði það á til-
finningunna að skólastjórinn, Jak-
ob Tryggvason, legði allmikið á
nemendurna, ef til vil! of mikið.
Þó skiluðu börnin verkefnum sín-
um með mestu prýði. Sem dæmi
má nefna orgelleik Dýrleifar
Bjarnadóttur. En músík heyrði
maður er þau tóku að leika Nanna
Jakobsdóttir á pinó, Daniel Jónas-
son á orgel og að síðustu Hörður
Kristinsson frá Arnarhóli á píanó,
sem bar í leik sinum langt af öðr-
um nemendum skólans.
Nanna Tryggvadóttir lék á fiðlu
með undirleik Sigríðar Hannes-
dóttur. Fremur sjaldgæft er að
heyra fiðlu eða önnur strokhljóð
færi hér í bæ og var þetta góð til
breyting og ánægjuleg.
Tónlistarskóli Akureyrar er hin
merkilegasta stofnun og hefur imd-
anfarin ár haft ágætum kennurum
á að skipa. Starfi hans mun hafa
verið minni gaumur gefinn en
skildi, eins og aðsóknin á nem-
endahljómleikunum bar vott um.
En hljómleikarnir sýndu það hins
vegar, að nemendur hafa ekki setið
auðum höndum við nám sitt í vet-
ur og hinn áhugasami skólastjóri,
Jakob Tryggvason og samkennarar
hans hafa lagt alúð við þennan
yngsta en vaxandi skóla bæjarins.
Dr. Helgi P. Briem
sendiherra í Bonn
Vilhjálmur Finsen, sendiherra
íslands í Vestur-Þýzkalandi, lætur
af störfum fyrir aldurs sakir, um
þessar mundir. Dr. Helgi P. Briem,
sendiherra í Stokkhólmi, mun taka
við störfum hans og flytja til Bonn
eð,a Kölp i júlí.
Dr. Helgi Briem er sá Islending-
urinn, er lengst hefur starfað í ut-
anríkisþjónustunni, eða allt frá ár-
inu 1932. Hefur hann orðið óvenju
víðtæka þekkignu á utanríkisvið-
skiptum og nýtur mikils trausts og
vinsælda í starfi.