Dagur - 12.10.1955, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 12. október 1955
ir
í clag er til moldar borinn einn
ágætasti borgari bæjarins, Jón Bald-
vinsson, verkstjóri, á 79. aldursári.
Hann var fæddur að Moldhaugum
:í Glæsibæjarhreppi 14. rnarz 1877.
Foreldrar lians voru hjónin Jó-
hanna Hallsc|óttir og llaldvin
Snorrason. Kornungur missti hann
föðtir sinn. Hann kvæntist árið 1910
eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu
Hallgrímsdóttur, skagfirzkrar ættar.
Þau áttu fyrst heima í Öxnadal, en
fluttust að Þingvöllum við Akur-
eyri árið 1924. Sxðar voru Jxau í
GlerárJjorpi í 5 ár, en fluttu til
Akureyrar 1930. Þau hjónin áttu
eina dóttur barna, Þorbjcirgu. konu
Stefáns Hansens verkstjóra.
Jón var lcngi sjómaður, fyrst há-
seti og síðar stýrimaður og skip-
stjóri á ýmsum skipum, meðal ann-
ars á skipum Jakobs Havsteen fram-
an af skipstjórnarárum síntim.
Jón réðst til íngvars Guðjónsson-
ar útgerðarmanns árið 1929 og var
til dauðadags verkstjóri og umsjcxn-
armaður Jieirrar útgerðar, er enn
ber nafn Ingvars.
Jón Baldvinsson átti að baki
lartgan starfsdag og merkan. Hann
'xlst upp við fátækt, eins og tílt var
um sveitabörn á þeim tíma. og varð
snemma að sjá fvrir sér sjálfur. En
það varð honum auðsóttara en
mörgum öðrum, bæði vegna trú-
mennsku og dugnaðar og líka vegna
Jjess, að skapgerðin var sérstaklega
heilbrigð og skemmtileg. Með aldr-
inum varð hann karlmenni að burð-
um og annálaður dugnaðarmaður,
og átti fjölþætta verklega kunnáttu.
Honum lét jafn vel að temja baldna
hesta með Friðfinni í Skriðu
og draga hákarl á kaldsömum ver-
tíðum, vera í crfiðum landpóstferð-
un á vetrum og hjúkra litlu larnbi
iram í Öxnadal. Þó má telja líklegt,
að Jón hafi notið sín bezt á liætt-
tnnar stttnd í brimi og stórsjó, þar
sem teflt var um lífið. En hann var
lengi sjómaður og síðar skipstjóri.
i-.ru til öruggar heimildir frá þeim
árum um hið frábæra þrek hans,
bæði andlegt og líkamlegt, þótt eigi
verði hér skráð. Jón var árvakur og
duglegur smali á unglingsárum og
góður fjármaður síðar. Þá er það
kunnara en frá þurfi að segja, með
hverjum ágætum Jón Baldvinsson
•tjórnaði untfangsmiklum fram-
kvæmdum fvrir Ingvar Guðjónsson,
bæði hér á Akureyri og á Siglufirði.
fón var svo vcl til foringja failinn,
tö t liinum stóra og misjafna hópi
oetrra, er undir hans verkstjórn
ynnu, var óáuiegja þvi nær óþekkt
fyrrv. skipsfjóri
fyrirbrigði. Sjálfur gekk hann vask-
lega að verki og skipaði svo vel og
röggsamlega fyrir, að vinnan gekk
með ágætum. Hlaut hann líka verð-
uga viðurkenningu fyrir.
Jón Baldvinsson var kempulegur
maður og myndarlegur í sjón, djart-
mannlegur og einarður í framkonnt
og þó hinn kurteisasti. Aldrei gerði
hann sér mannamun. Glettinn var
hann í svörum en græzkulatts. Nöld
urmenni og Vílsamir gleymdu leið-
um vana í nálægð hans. En þeir,
sem við bág kjör áttu að búa, mættu
nærgætni og góðvilja, þar sem Jón
var, Jjví í breiðu brjósti hans sló
varmt og göfugt hjarta.
Eáum dögum fyrir andlát sitt
sagði Jón, að nú væri ellin komin
í heimsókn. Varð hann sannspár
um þetta. En glíman varð Jjc') styttri
en búizt var við, Jjví að fjóruni dög-
itm liðnum fékk liann hægt andlát.
Barnabörnin hans, senr voru vön
að koma hlaupandi á móti honum,
spyrja nú um afa. Þau geta ekki
lexigur falið litla hönd í hlýjum lófa
hans.
Nokkur síðustu árin vann Jón að
afgrejðslustörfum fyrir ,,Dag“ og
„Tímann" á Akureyri. Þar varð
ekki á betri starfsmann kosið, og er
bæði ljúft og skylt að [jakka þau
störf. Elja bans var frábær, og ósér-
hlífni og samvizkusemi lxans munu
hafa átt fá.a sína líka. Hins ber og
líka að minnast, hver aufúsugestur
hann var alltaf á skrifstofunum.
Hressandi og ferskur blær fylgdi
hinum aldna og fyrirmannléga skip-,
'stjóra.
Þeir sígildu mannkostir, sem ein-
kenndu líf og starf Jóns Baldvins-
sonar, munu varpa bjarma á minn-
ingu hans og ylja okkur um hjarta
á komancli árum. Við, sem áttum
lengri eða skemmri samleið, sökn-
um hans og sendum honum hlýjar
kveðjur við vegamótin.
Erlingur Daviðsson.
Alþingi var sett sl.
laugardag
Reglulegt Alþingi 1955 var sett
sl. laugardag. Fyrst hlýddu þing-
menn guðsþjónustu í dómkirkj-
unni. Séra Kristján Bjamason á
Reynivöllum prédikaði. Síðan var
gengið í þingsal og forseti íslands
las forseta bréf um að þing skyldi
koma saman þennan dag og lýsti
yfir að þing væri sett. Flutti hann
síðan ræðu og í lok hennar bað
hann þingmenn minnast fóstur-
jarðarinnar. Tók forsætisráðherra
undir það og hrópuðu þingmenn
ferfalt húrra. Þá bað forseti ald-
ursforseta þingsins, Jörundi Brynj-
ólfsson, að taka við fundarstjórn.
Minntist aldursforseti nýlátins
þingmanns, Jóhanns G. Möllers og
nýlátins fyrrv. ráðherra, Jóhanns
Sæmundssonar. Risu þingmenn úr
sætum í virðingarsskyni við hina
látnu. 13 stjómarfrumvörp hafa
verið lögð fyrir þingið nú þegar.
Allmargir þingmenn voru ókomnir
til þings. Þingstörf hófust sl.
mánudag. Voru forsetar og emb-
ættismenn Alþingis kjörnir þeir
sömu og á síðasta þingi.
Jóhannes Friðlaugsson
bóndi og kennari í Haga.
F. 29/9. 1882. — D. 17/9. 1955.
Flutt við útför hans.
Dreymdi mig ljóst
iyrir láti þínu
okkar æskustöðvar.
Hringja nú og ktingja
klukkur í Nesi
við útför míns æsku-vinar.
Fundumst við síðast
á fýrra sumri.
Hallað var heilsu og kröftum.
Bregða þótti báðum
til beggja vona,
hvort við sæjumst aftur eða eigi.
Margs var að minnast,
margir voru orðnir
fundir hinna fyrri ára.
Vinafundir
— frá því í æsku
völdum hvor annan að vini.
Nú var ævi-sól
í augum beggja
sigin nær sjónar-hring,
— sól árdegis
og æskugleði,
er áður skein hlýtt í heiði.
Fagurt var að sönnu
og fékk á hugi
endurskin fyrri ára.
En kuls við kenndum
af komandi elli,
þótt eigi fengjumst við um.
Ljúft var þér að veita
at vinarhug,
sem fyrr á farsælli árum,
— auka gestbeina
með gamanmálum
og viðræðum alvarlegs efnis.
Varð mér að orðum:
hve vel hefði greiðzt
allur þinn æviferill.
Og hve þú reyndist,
þótt andviðrum mættir,
ratvís til gæfu og gengis.
Rifjuðum við upp
og ræddum að nokkru
okkar æsku-minni,
— er við handlékum
horn og leggi
í vinsemd og vorbirtu.
Er við gengum
um grund og móa,
heimsóttum fugla og hreiður.
Greindum með nöfnum
grös og steina,
— ukum fróðleik hvor annars.
Sagðir þú mér sögur
og sýndir atburði,
er þú samdir oft sjálfur.
Gætti þar snemma
greindar og stefnu,
anda og orðfærni.
Nú er lífsferill
lagður til enda,
sorg að hjörtum setzt.
— Syrgir góð kona
gegnan höld,
syrgja synir og dætur.
Sakna eg sjálfur
— og sízt vil dylja —
sannreynds samferðamanns.
Bið honum blessunar
í bjartara Ijósi,
er skín við heimsæknum hug.
Konráð Vilhjálmsson.
Sextngur:
Heiai Símonarson á Þverá
Helgi Símonarson bóndi að Þverá
í Svarfaðardal varð sextugur 13.
september s.l. Hann er Svarfdæl-
ingur að ætt og uppruna. Dvaldi
lengi á æskuárunum hjá móðui'-
bróður sínum, Kristjáni bónda í
Brautarhóli og síðar á Völlura,
meðan séra Stefán Kristinsson
prófastur þjónaði þar. Hann lauk
námi við Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri og síðan við Kennaraskólann
í Reykjavík, með ágætum vitnis-
burði úr báðum skólunum.
Að námi loknu hóf hann barna-
kennslu á Árskógsstriind. Við fyrstu
skólasetninguna hélt hann stutta
rteðu og er það eina skólasetningar-
ræðan, sem ég man vel. Meðal ann-
ars mælti hann á Jjessa leið:
„Öll minnist þið Jjess að þegar
gesti hefur borið að garði heima
hjá ykkur, hafa þeir liaft frá mörgtt
að segja. Og Jjið liafið hlustað og
borið lram spurningar. Nú er ég
gesturinn og ætla að dvelja hjá ykk-
ur um tíma. Eg mun reyna að segja
ykkur eitthvað, bæði til fróðleiks og
skemmtunar. Sumir gestir eru reglu-
lega skemmtilegir. Mér þykir ekki
líklegt að ég sé einn þeirra. Þó get-
ur það farið nokkuð eftir því,
hvernig þið hlustið." Þetta skildum
við og ásettum okkur að taka vel
eftir og leggja ntargar spurningar
fyrir -„gestinn". Þau áform hefðu
[)ó sennilega náð skammt ef kenn-
arinn hefði ekki átt lykilinn að
þeim leyndartlómi að láta nem-
endurnar hlusta. Þessi óskalykill er
fáum kennurum gefinn. Helgi
Símonarson hefur borið hann i
löngu kennara og skólastjórastarfi.
Helgi var átrúnaðargoð okkar og
fyrirmynd. Undramcirgum nemend
um hans ber saman um Jjað, að
heilladrjúgt veganesti hafi Jjeim
hlotnast í skóla lians. Og víst er, að
af mörgum kennurum míntim er
Helgi einn af fáum, sem ekki hafa
fallið í áliti við lengri kynningu á
öðrum vettvangi, heldur hið gagn-
stæða.
Síðar varð hann skólastjóri í Dal-
vík í 19 ár, til 1943. Var liann
ástsæll og áhrifaríkur, svo sem oft
hefur komið fram og nú síðast á
sextugsafmælin u.
Samhliða skólastjórn í Dalvík
hefur Helgi rekið búskap, fyrst að
Völlum en síðan að Þverá í Svarf-
aðardal. Þá jörð keypti hann ár-
ið 1930. Og vissulega hefur hann
tekið drjúgan þátt í [jeirri [jróun
landbúnaðarins, sem einkennt hef-
ur síðustu áratugi. Hann gerði stór-
felldar jarðabætur og jók bústoín-
inn jafnt og þétt og byggði yfir
hann. Er hann nú annar bústærsti
bóndinn í Svarfaðardal. En hann
lét sér hægt um bvggingu Jjaks yfir
eigin höfuð og fjölskyldunnar og
undi vel hag sínum í garnla bæn-
um. Þc') var Jjar ekki riðið hjá garði
Jjótt húsakynni væru lágreist og að
áliti vina hans, orðin honum til
minnkunar fyrir löngu.
Nú, Jjegar Helgi er sextugur,
stendur hann í .stórræðum og hef-
tir í smíðum mjög stórt og vandað
íbúðarhús. Þangað komu vinir hans
og sveitungar fjölmennir á afmæl-
inu og sýndu lionum margháttað-
an sóma.
Helgi Símonarson er góður bóndi
í fullri merkingu [jess orðs. Hann
er einn þeirra, setn vaxa við hverja
raun að viti og þroska. Er fasthelcl-
inn á sumar fornar venjur og Jjó
sannari maður okkar tíma en marg-
ir þeir. sem aðeins eru hálfdrætt-
ingar lians að áratölu. Ræðumaður
er Helgi ágætur, bæði mælskur og
rökfimur. En þá íþrótt stundar
hann einungis málefnanna vegna.
Snemma tók hann ástfóstri við hug-
sjónir ungmennafélaganna og hef-
ur fjöldamörg ár verið forseti árs-
Jjinga þeirra. Stjórnar hann Jjeim
af sérstakri sniili og setur á Jjau
virðulegan svip. Mun Jjað á fárra
færi, nema með Jjví móti að blanda
ekki geði við hvern sem er. Helga er
þetta auðvelt og eðlilegt og er hann
[jó hverjum manni ljúfari í um-
gengni og félagslyndari.
í viðræðum láta honum jafnvel,
rökræður og léttara hjal. Of langt
mál yrði upp að telja trúnaðar-
störf hans heima í sveit og héraði.
En skammt er að minnast að hann
sat fund Stéttarsambands bænda,
sem fulltrúi Eyfirðinga í sumar.
Þó eru Jjað ekki hin opinberu
stcirf, sem gert hafa Helga það, sem
liann er í dag. Heldnr.er þáð kenn-
arinn, bóndinn og heimilisfaðirinn,
sem í mínum augutn er hinn virti
og vaxandi mannkostamaður.
Að einu le.yti er. Hejgi Símonar-
son erfiður samferðamaður. Hann
er allra manna mestur göngugarpttr
og hefur margan góðan manninu
uppgefið. Kemur þetta þó lítið að
sök, eins og nú er háttað. Enn er
hann léttur á fæti og lætur ekki
ófærð eða illviðri aftra sér .ferða.
Ekki er langt síðan að hann [jurfti
á áríðandi fund til Akureyrar.. Þá
var vesta veður og . .ófær.t biX-
reiðum. Af einhverjum ástæðura
varð hann at mjólkurbátnum.
Helgi sagði að,,það, .Hfenú varla. að
sök og lagði land undir fót og mætti
á tilsettum tíma á ákvörðunarstað.
Vel man ég Helga, er hann setti
skóla í fyrsta sinn, fyrir r.álega
Jjrem áratugum. Hann er furðu
lítið breyttur. Gráu liárin leyna sér
að vísu ekki, en þá er líka upptalið.
Tæplega mun þó lífið alitaf hafa
leikið við hann, fremur en aðra
sextuga menn og ekki cr Melgi
gjarnt að hlaupa úr götu eða ldiðra
sér hjá erfiðleikanum, svo traustur
maður og trygglyndur, sem hann er.
Helgi Símonarson hefur alltaf haft
trú á lífið qg tekist að vera [jví
samstiga á djarfan og drengilegan
hátt. Elli kcrling lieldur sér Jjess
vegna víðsfjærri og gerir það von-
andi enn um sinn.
Megi sú von vera afmæliskveðja
og árnaðaróskir til Helga á Þverá,
konu hans og barna.
Erlingur Daviðsson.
Nýkomið:
Kvenskóhlífar
3 gerðir
Kuldasfígyél
kvenna
Skódeild KEA.