Dagur - 16.11.1955, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 16. nóv. 1955
Rifsafn Guðmundar Frtðjónssonar
á Sandi verður alls 7 bindi
AVARP
Sýnum kirkju vorri rækfarsemi
15 ára afmælis Akureyrarkirkju minezt
annað kvöld klukkan 9
Synir Guðmundar Friðjóns-
sonar á Sandi hafa efnt til
heildarútgáfu á verkum hans
og munu sex bindi sagna,
Ijóða, ritverka og bréfa, koma
á bókamarkað um n.k. mán-
aðamót.
Vegna fjölda áskrifenda að safn-
:inu er óvíst að það komi í bóka-
faúðir að sinni, en tekið verður á
móti nýjum áskrifendum til mán-
aðamóta. Heiðrekur Guðmundsson
skýrði blaðinu frá útgáfunni fyrir
nokkrum dögum. Verður hún
vönduð að allri gerð. Prentverk
Odds Björnssonar sér um prentun
og band, og vandar mjög til verks-
ins. Rómaði Heiðrekur alla fyrir-
greiðslu Sigurðar prentmeistara og
starfsmanna hans.
Aðeins 1. bindi fyrri
heildarútgáfu prentað.
Fyrir nokkrum árum hóf Bóka-
jtgáfa Guðjóns O. Guðjónssonar
að gefa út ritsafn Guðmundar á
Sandi, en aldrei kom þar nema 1
bindi, með fyrstu sögum skáldsins.
Verður nú þráðurinn tekinn upp
að nýju, og fellur þetta 1. bindi
mn í útgáfu þeirra bræðra, en
'nrekkur þó hvergi nærri til, og
verður einnig að endurprenta það.
Oprentuð bréf og safn
titgerða.
Auk þess, sem þetta ritsafn
geymir öll prentuð ljóð Guðmund-
ar og sögur hans, er hér í fyrsta
sinn safnað ritgerðum hans, sem
víða birtust, og bréfum, sem ekki
hafa verið prentuð áður. Við
könnun ritgerða og bréfa kom í
ljós, að ritgerðirnar voru meiri að
vöxtum en ætlað var í upphafi.
Verður því úr, að bæta 7. bindi
við ritsafnið að ári.
Álls 20 bækur eftir
Guðmund á Sandi.
Guðmundur á Sandi var af-
kastamikill rithöfundur, svo að
furðulegt má kalla. Auk umfangs-
mikilla bú- og heimilisstarfa, rit-
aði hann og gaf út 20 bækur, fyrir
utan sand af bréfum og greinum.
En bækur hans eru þessar: Bú-
kolla og skák, ritgerðir, 1897, Ein-
ir, sögur, 1898, Úr heimahögum,
kvæði, 1902, Undir beru lofti,
dýrasögur, 1904, Olöf í Ási, skáld-
saga, 1907, Tólf sögur, smásögur,
1915, Tíu sögur, smásögur, 1918,
Haustlöng, hringhendur, 1915, Úr
öllum áttum, smásögur, 1919, Sól-
hvörf, smásögur, 1921, Uppsprettu
lindir, ritgerðir, 1921, Fjórar rit-
gerðir, 1906, Kveldglæður, smá-
iögur, 1923, Héðan og handan,
smásögur, 1925; Kvæði, 1925,
Kviðlingar, 1929, Úr borg og
byggð, sögur, 1934, Sveitamenn-
ingin í skuggsjá skáldsins frá Lax-
nesi, ritgerð, 1937, Úti á víða-
vangi, sögur, 1938, og Utan af
víðavangi, kvæði, 1942. — Flestar
þessar bækur eru fyrir löngu ófá-
anlegar á almennum bókamarkaði,
an nú er uþær allar endurprentað-
ar í ritsafninu, sem fyrr segir.
Odýrar bækur.
Heiðrekur Guðmundsson sagði
alaðinu, að verð til áskrifenda
væri sem hér segir: I skinnbandi,
ö bindin, kr. 600,00, í rexinbandi
kr. 480,00, óbundin kr. 360,00.
Þar sem verð hefði verið ákveðið
í vor, er útgáfan var boðuð og
áskrifendasöfnun hófst, væri verð-
ið nú hagstætt fyrir áskrifendur,
miðað við útgáfukostnað, sem
hefði farið hækkandi. Yrði bók-
hlöðuverð því væntanlega allt að
30% hærra. Áskriftum er veitt
móttaka í Prentverki Odds Björns-
sonar og hjá útgefendum.
Hollur lestur.
Guðmundur á Sandi var merki-
legur maður, rammislenzkur í
hugsun, máli og stil og ágætt
ljóða- og sagnaskáld. Heildarút-
gáfa rita hans er merkisviðburður.
Móttökur þær, sem útgáfan hefur
fengið hjá almenningi —- einkum
hér nyrðra — sýnir og glöggt, að
þjóðin kann að meta hann, og er
vel. Unga kynslóðin sækir dug og
þrótt og þjóðlega hugsun í verk
Guðmundar á Sandi.
Þrjár nýjar barna-
bækur frá Bókaforlagi
Odtls Björnssonar
Bókaforlag Odds Björnssonar
sendir frá sér um þessar mundir
þrjár barna- og unglingabækur í
vandaðri, myndskreyttri útgáfu.
Hinn kunni barnabókahöfundur,
Ármann Kr. Einarsson, hefur ritað
skemmtilega drengjabók, sem heit-
ir „Flugferðin til EnglandsÞetta
er framhald af bókunum „Falinn
fjársjóður" og „Týndu flugvélina,“
sem báðar náðu geysimiklum vin-
sældum þegar þær komu út. Ár-
mann Kr. Einarsson er nú orðinn
einn af uppáhaldshöfundum yngri
kynslóðarinnar. Síðasta drengja-
bók hans, sem kom út fyrir ári,
seldist upp á skömmum tíma.
Pipaluk Freuchen ritar bókina
„Ivik bjarndýrsbani." Hún er dótt-
ir hins fræga landkö‘nnuðar og rit-
höfundar Peter Freuchen. Móðir
hennar er grænlenzk. Bókin segir
frá því hvernig grænlenzki dreng-
urinn ívik bjargaði fjölskyldu
sinni frá hungurdauða með því að
berjast við bjarndýr. Margar
myndir prýða bókina, sem er í
íslenzkri þýðingu Sigurðar Gunn-
arssonar skólastjóra.
Þriðja bókin er „CuUheUirinn“
eftir amerískabarnabókahöfundinn
Frances F. Neilson. Þetta er mynd
skreytt saga frá frumskógum Suð-
ur-Ameríku, og segir frá ævintýr-
um svertingjadrengsins Mikka og
hvíta drengsins Tomma í frum-
skógunum. Frú Gunnhildur Snorra-
dóttir Lorensen þýddi bókina.
Bækurnar eru allar prentaðar í
Prentverki Odds Björnssonar á
Akureyri.
Kvenkápa
nr. 40, sem ný, til sölu í
Helgamagrastr. 44 (uppi).
Vörubíll
með 6 manna húsi til sölu.
Selst ódýrt.
Af.gr. visar d.
frá fjáröflunarnefnd
orgelsjóðs Akureyrar-
kirkju
Góðir Akureyringár!
Eins og yður er kunnugt, var á
sl. ári hafin hreyfing um að kaupa
vandað pípuorgel í Akureyrar-
kirkju. Var þá lcþtað samskota
meðal nokkurra einstaklinga og
félaga i bænum. Ýmsir- brugðust
þá vel við, en heildarárangur varð
þó minni en vonir stóðu til, enda
málefnið á byrjunarstigi. Nokkuð
hefur síðan þokazt í áttina, en
mikið fé vantar enn.
Nú er fyrir hendi tilboð frá
heimsþekktu þýzku orgelfirma um
smíði á pípuorgeli, er sé að stærð
við hæfi kirkjunnar. En þessi
vandaði gripur kostar allmikið fé,
allt að kr. 400.000.00. En það
svarar tilkr. 80.00—90.00 framlags
frá hverjum, sem gjaldskyldur er
til Akureyrarkirkju.
Þegar hr. Vilhjálmur Þór og frú
hans gáfu Akureyrarkirkju hina
stórmannlegu gjöf, Hammondorgel
það, sem nú er í kirkjunni, voru
þessi hljóðfæri svo til nýkomin á
markaðinn. Bundu margir vonir
við, að þau gæti komið í stað
pípuorgela. Reynslan hefur nú
sýnt, að þessar vonir höfðu ekki
við rök að styðjast. Pípuorgelið er
og verður um ófyrirsjáanlega
framtíð „konungur hljóðfæranna“
bæði að hljómgæðum, hljómfyll-
ingu og blæbrigðum. Vegna hins
mikla mismunar á hljómblæ og
hljómgæðum Hammondorgels og
pípuorgels, er það sameiginlegt
álit organleikara, að verk hinna
miklu orgeltónskálda verði ekki
flutt á Hammondorgel þannig, að
þau fái notið sín, og sama má
segja um kirkjutónlist almennt. Af
þessum ástæðum hefur víðast ver-
ið horfið frá því að nota Hamm-
ondorgel í kirkjum og áherzla lögð
á að fá pípuorgel.
Það skal tekið fram, að hr. Vil-
hjálmur Þór hefur fyrir hönd
þeirra hjóna tjáð sig samþykkan
hugmyndinni um kaup á pípu-
orgeli, og hefur hann gefið leyfi til
að Hammondorgelið verði selt, að
því tilskildu, að andvirði þess
gangi til kaupa á pípuorgelinu.
Verður gjöfin því í fullu gildi í
hinu nýja hljóðfæri.
Akureyrarkirkja er talin ein veg-
legasta kirkja á landi hér. Henni
hæfir því einungis vandað hljóð-
fseri — vandað pípuorgel. —
Ýmsir söfnuðir hafa nú síðustu
árin fengið pípuorgel í kirkjur sín-
ar (Hafnarfjörður 2 orgel á þessu
ári), eða eru að undirbúa kaup á
þeim. Það ætti að vera Akureyr-
ingum metnaðarmál að hin veglega
kirkja þeirra yrði ekki með þeim
síðustu, sem slíkt hljófæri fær.
Pípuorgel myndi auka hátiðleik
kirkjulegra athafna, og auk þess
væri það stórmikill fengur fyrir
tónlistarlíf þessa bæjar.
Vér heitum því á yður, Akur-
eyringar, að styðja þá fjársöfnun,
sem hafin er til kaups á pípuorgeli
í kirkjuna, með því að leggja
almennt fram nokkra fjárhæð,
hver eftir sinni getu. Þá mun þetta
málefni farsællega leysast, til
sæmdar söfnuðinum en fegrunar
og fyllri þjónustu hinnar veglegu
kirkju yðar.
F járöflunarnefnd
orgelsjóðs Akureyrarkirkju.
„Kirkjan er oss kristnum móðir.“
í krafti kærleikans; í ræktun.trú-
arinnar og í iðkun bænarinnar,
kveður hún oss öll, börnin sín —
til fylgdar við sig og þjónustu í
verki og anda.
Vér Akureyringar erum svo ham-
ingjusamir að eiga eina fegurstu
og veglegustu kirkju hér á landi.
Framsýnir menn og fórnfúsir, unnu
að því, að hún rís nú háreist og
tignarleg á liinum fegursta stað í
bæ vorum. Og þrátt fyrir hina
verztu fjárkreppu, sem nokkurn-
tíma hefttr á þjóð vorri dunið, þá
var hún þó eigi nema rúm tvö ár
í smíðum.
Þriðja september árið 1938 var
byrjað að grafa fyrir grunni henn-
ar, en 27. nóv 1940 var hún vígð
með hátíðlegri viðhöfn a£ þáver-
andi biskupi þjóðkirkjunnar hr.
Sigurgeir Sigurðssyni. — Ekki verð-
ur byggingarsaga kirlTjunnar hér
rakin að þessu sinni. En á jiað skal
minnt, að fimmtán ára afmælis
hennar verður minnst hér í kirkj-
unni annað kvöld kl. 9 síðd.
í fimmtán ár hefur kirkjan —,
hin kærleiksríka móðir vor —, kall-
að oss til sín með ómþrungnu
klukknahljómi af kirkjuhæðinni
fögru.
Sunnudag hvern og lielgan dag
vildi hún leiða oss og laða til sannr-
ar trúar og stöðugrar leitar að ljósi
og sannleika. Hún vildi fegra líf
\ort og benda oss á hin dýrmætustu
lífssannindi. Hún vildi dreifa
skuggum örvæntingarinnar úr hjört-
um vorum og kenna oss að líta
björtum augum á lífið og tilveruna.
Hún vildi benda oss á veikleika
vorn og vanmátt, og kenna oss að
biðja Guð með barnslegu trúnaðar-
trausti, svo að vér mættum verða
lifandi steinar og sterkir máttarvið-
ir í Guðs lieilaga musteri.
Já, kæru sóknarbörn. Kirkjan vill
vera skóli trúar vorrar. Hún er
helgidómur vorra maétustu minn-
inga.
1 þeim helgidómi færum vér börn
vor að heilagri skírnarlaug. Við alt-
ari þessa helgidóms staðfiestum vér
vor dýrustu heít og-í jiessum helgi-
dómi kveðjum Vér ástvini voru í
hinnsta sinn.
Já, hvílík hlessun.að.eiga þennan
heilaga minningareit.'Þennan griða-
stað þagnarinnar og bænirnar, j)ar
sem vér gctum komið fram fyrir
Drottinn vorn og frelsara í gleði og
sorg.
Hvílík blessun að hafa átt hér
sr. Matthías og aðra ágæta kenni-
menn þjónandi í þessum söfnuði,
að eiga hér tvo unga presta, áhuga-
sama í starfi og brennandi í andan-
um til að vinna kristni og kirkju í
söfnuði sínum þaö gagn og þá
blessun, er mannlegur vilji og mátt-
ur megnar. Já leggjumst öll á eitt
með jreim í þessum söfnuði til að
vinna fyrir kirkju vora og varð-
veita þær helgu minningar, sem
við hana eru tengdar.
Sýnum henni ræktarsemi með
nærveru vorri livern Guðsþjónustu-
dag. Reynum eftir mætti að prýða
hana og fegra hið ytra og innra.
Gefum henni hljómfagurt og tign
arlegt pípuorgel. Það sé afmælis-
gjöf vor á jressum fagnaðardegi
hennar. Komum með jiað til henn-
ar eins og þakklát og fórnfús börn,
er gleðja vilja sína kærleiksríku
móður.
„Hennar móðurhjarta kættu,
hennar moðursorgir bættu,
vorri móður vernd þú sýn,
vora móður sigri krýn.“
Jón Júl. Þorsleinsson.