Dagur - 18.01.1956, Blaðsíða 7

Dagur - 18.01.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 18. jan. 1956 D A G U R 7 - Ýmis tíðindi (Framhald af 8. síðu). Torfi læknir tekur við héraðs- læknisembættinu. Þau hjónin hafa verið búsett hér á Sauðárkróki í 17 ár og þann tíma hefur Torfi þjónað stóru og erfiðu læknishéraði af slíkri trúmennsku, að vart verður betur gert. Læknis- störfin hafa löngum tekið tíma hans allan og honum því gefist lít- ill tími til almennra, félagslegra starfa. Nú síðustu 2 árin átti hann sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks og var þann tíma forseti bæjarstjórn- arinnar. Kona hans, frú Sigurður Auð- uns, hefur tekið mjög virkan þátt í félagslífi þessa bæjar, starfað mikið í Kvenfélagi Sauðárkróks og aðstoðað önnur félög i bænum á margvíslegan hátt í viðleitni þeirra til fjölbreytni í félagsmálum og samkomuhaldi. Einna mestan skerf hefur hún þó lagt Kirkju- kórnum, þar sem hún hefur verið undirleikari hans um fjölda ára. Einnig hefur hún annast söngstjórn í kirkjunni í forföllum söngstjór- ans. Þá hefur frúin einnig annast undirleik fyrir Karlakórinn Heimi nú undanfarin ár. Áður en kveðjuhófið hófst hélt Kirkjukór Sauðárkróks konsert í kirkjúnni og annaðist frú Sigriður undirleik. I lok hljómleikanna voru frúnni færð blóm og verk Einars Jónssonar myndhöggvara frá Kirkjukórnum og Karlakórnum Heimi, með þakklæti fyrir unnin störf í þágu þessara söngfélaga. Síðan var setzt að kaffiveiting- um í Bifröst. Voru þar margar ræður fluttar til þeirra hjónanna og dætra þeirra, Auðar og Sigríðar. Kom þar skýrt í ljós, hverra vin- sælda þau eiga að njóta hér í bæ og fram um héraðið. Um 200 manns sat hóf þetta, þrátt fyrir versta veður og ófærð svo mikla að fjöldi fólks, sem ætlaði þar að vera úr héraðinu, komst ekki leið- ar sinnar. Héðan fylgja þeim læknishjón- unum og dætrum þeirra beztu ósk- ir um gæfu og gengi á nýjum stað G. I. Fjársöfnuninni til ekkjunnar á Másstöðum í Skíðadal, sem Rauða-Kross-Deild Akureyrar gekkst fyrir, er nú lokið. Alls söfn- uðust kr. 111.267.17, þar af kr. 35.435.00 hjá Morgunblaðinu í Reykjavík. Verður síðar gerð nán- skilagrein fyrir söfnuninni í heild. Eins og mönnum er kunnugt, hefur síðan orðið annað sviplegt slys í Skíðadal, þar sem bóndinn á Hjaltastöðum, sem er bær beint á móti Másstöðum, fórst í snjóflóði á Þorláksdag. Félag eggjafram- leiðenda Félag eggjaframlóiðendá við F.yja- f jiirð var stofnað liér t bænum 29. nóv st. Reglur mæta svo fyrir. að til þess að cggjaframteiðerídnr geti orðið að njótandi þess verðs, sem á hverjum tíma er á stimpluðum eggjum, þurt þeir að liafa með sér samtök, sein við urkennd eru af Framleiðsluráði land þúnaðarins, og verður það að hafa samþykkt stimpil félagsins. F'yrir utan að uppfytta þessi skilyrði er tilgangur félagsins að vinna að því að alifuglaræktin geii orðið afðhœr at vinnuvegur, sem hún því miður, ekki nú. Tilganginum hyggst félagið ná með því að vinna að vöruvöndun og inerk ingu eggja, sem veiti kaúpandanum nicira öryggi um gæði vörunnar, að vinna að fóðúröfltln og skipulagsbuiul inni sölu á eggjum, ef mcð þarf, og að auka þckkingu íélagsmanna á alifugla ræktinni með upplýsingastarfsemi og leiðbeiningum lil cinstaklinga. Inngöngu í félagið fá allir cggja framleiðendur við F.yjáfjiirð, enda cr það þeirra hagur, að stimpla egg sín ineð löglcgum stiinpli. Allir slimpla aðrir en félagsstimpillinn, eru ólögleg ir. og greiðast egg ineð slíkiim stimpli sem óstimpluð væru. Framleiðsturáð landbúnaðarins hcf ur með bréfi, dags. 21. f. m„ viður kennt félagið og samþykkt eggjastiinp *l þess. Félagsmenn eru hvattir til að vanda vcl vöru sína og kappkosta að flytj hana á markaðinn aðeins glænýja. Stjófn félagsins skipa Jón G. Guð maun, Skarði, Árni Ásbjarnarson Kaupangi, og Jémmundur Zophóriías *on, Hrafnsstöðtim, Svarfaðardal. rá Rauða-Kross-Deild Ákureyrar Um leið og Rauða-Kross-Deild- in þakkar öllum hinum örlátu gef- endum framlög þeirra til fólksins á Másstöðum, leitar hún enn til almennings um stuðning við ekkj- una og fjögur föðurlaus böm á Hjaltastöðum, en þar eru einnig erfiðar ástæður, er hinni einu fyr- irvinnu heimilisins var svo skyndi- lega burtu svift. Söfnunarlistar liggja frammi hjá vikublöðunum á Akureyri, Kaúp- félagi Eyfirðinga, Búnaðarbankan- um, Vöruhúsinu og hjá stjórnar- nefndarmönnum deildarinnar. Öldungurinn í Bonn (Framhald af 5. síðu). málamanna. Hann er góður mála- miðlari, og hann er húmoristi. Stjórnmálauppeldi sitt fékk hann gamla miðflokknum, sem var strangkaþólskur, en eftir stríðið fann hann brátt, að slíkt var of iróngur grunnur til myndunar fýzkrar stjórnar, svo að þegar hann 1945 stofnaði Kristilega lýð- ræðisflokkinn, þá stofnaði hann til góðrar samvinnu við Mótmælend- ur, þó að sjálfur væri hann strang- kaþólskur. Þessi samvinna, sem enn er við líði, hefði aldrei orðið nema við mikla málamiðlun, og sá, er mestan þátt átti í henni, var Adenauer. Til eru menn, sem kalla hann „gamla refinn". En hver verður eftirmaður hans? Hvað verður, þegar „sá gamli“ fellur frá? Hvar er þýzkur stjórn- málamaður, sem getur með sama virðuleik og valdsmannsbrag haft taumhald á þjóðernistilfinningu landa sinna? Hver er sá maður, sem getur, eins og Adenauer, hald- ið Vestur-Þýzkalandi í öruggri höfn með Vesturveldunum? Flestir hinna þýzku stjórnmála- foringja eru meira en 65 ára gaml- ir, og í öllum önnunurn hefur ekki gefizt tími til að hugsa fyrir krón prinsi, sem gæti tekið við. Dr. Adenauer hefur sjálfur alla þræði í sinni föðurhendi, og hann hefur næstum einn tekið hinar mikils- verðustu ákvarðanir í innanríkisog utanríkismálum. Þegar hann deyr, kemur spennandi tími og hættu- legur, því að Adenauer er ekki fulltrúi hins komandi Þýzkalands, kynslóðarinnar eftir seinni heims- styrjöldina. Hann er eindreginn fulltrúi hins gamla Þýzkalands, áð- ur en Hitler kom til valda, með dygðir og takmarkanir þess horfna tíma í brjósti sór. Persónuhliki hans og ráðriki hafa valdið því, að nú er hann sá stjórnmálamöndull, sem allt snýst um í Vestur- Þýzka- landi. Það er Adenauer, þessi stjórnmálaforingi með Indíánaand- litið, sem hefur stjórnað endur- reisn landsins og gefið ríkinu svip, og með harðri hendi, og án þess að hirða um auðmýkingu ósigursins, hefur hann næstum þröngvað hug- myndinni um sameinaða Evrópu inn í hugarheim Þjóðverja. Hve mikið verður eftir, þegar hann er fallinn frá, það er hin stóra spurn. En þær hættvr, sem við blasa, eru öllum auésýnileéar í Bonn. Á meðan dr. Adenauer var sjú;kur um daginn, þá var tylgzt með hita hans og sjúkdómseinkennum eins og Nóaílóðið væri á næstu grös- um. Það er fyrir löngu búið að skrifa eftirmælin, en daglega bæt ist við lista þeirra, sem eiga að taka við. Sannleikurinn er sá: Það veit cnginn, hver við skal taka. Það er enginn ákveðinn eftir- maður Adenauers nú á hinum póli- tíska himni Vestur-Þýzkalands. Ef til vill verður gripið til næstelzta manns stjórnarinnar, hins 67 ára gamla fjármálaráðherra, Fritz Schaffer, eða þá utanríkisráðherr- ans, Heinrich von Brentano, sem nunnið hefur sér vinsældir upp á síðkastið. En það gétúr alvég eiris 'orðið forsætisráðherrann í Norður- Rín-Westfalen, Karl Arnold, eða þá hinn vinsæli prófessor Ludvig Erhard, eða þá jafnvel forsætis- ráðherrann í Sléssvík og Holstein- landi, Kai Uwe von Hasse. En þótt dr. Adenauer sé ekki fulltrúi þess, sem koma skal, og þótt hann sé aðeiris forystumaður rikishluta um skamma tið, þá mun hann að öllum líkindum hafa áhrif á framtíð Evrópu næstu hálfu öld. Þetta mun koma í ljós, þegar hann deyr, eða — liggur manni við að segja — EF hann deyr. Sjötugsafmæli 14. þ. m. varð Hafsteinn Péturs- son bóndi á Gunnsteinsstöðum 70 ára. Kona hans er Guðrún Björns- dóttir. 6 börn þeirra hjóna eru heima í föðurgarði. Hafsteinn er merkur bóndi og hefur tekið mik- inn þátt í félagsmálabaráttu sveit- ar og sýslu. Sýslunefndarmaður og oddviti Bólstaðarhliðarhrepps hef- ur hann verið frá 1919 og á þessu ári á hann 50 ára stúdentsafmæli - Hvíti fuglinn (Framhald af 1. síðu). ins á meðan þýðingarmikil mál eru til meðferðar í fundaherbergjum og afhýsum hinnar virðulegu stofn unar. En þjóðin á vissulega rétt á því að fylgjast með því sem gerist og er það ólíkt skynsamlegra en gefa alls konar gróusögum byr undir báða vængi, með þögninni. □ Rún 59561187 - 1.: I. O. O. F. 2 — 137120814 - Sk.Y.m. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 287, 291, 20S, 259, 241. K. R. Messað í skólahúsinu í Glerár- þorpi kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. — Þessir sálmar verða sungnir: Nr. 500, 680, 499, 584. Takið mikinn þátt í sálmasöngn- um. — P. S. Árshátíð ÆFA verður sunnud. 29. janúar næstk. og hefst með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 5 e. h. að Hótel KEA. Þeir eldri félag- ar, sem vildu taka þátt í hátíðinni, eru beðnir um að tilkynna það Jó- hanni Sigurðssyni, Grund, Glerár- Dorpi, eða Einari Gunnarssyni, Rauðumýri 18, eða Katrínu Karls- dóttur, Litla-Garði. — Heimilt er félögum að hafa með sér gesti. Drengjadeildin held- ur fund á sunnudaginn kemur kl. 5 e. h. Allir 14 og 15 ára drengir velkomnir. Filmía. Næsta mynd er á sunnu- daginn kl. 1 e. h.: Odd-Man-Out. Leiðrétting. I síðasta tölublaði Dags er birt mynd af nokkrum stofnendur UMFA. — Annar frá hægri er Pétur V. Snædal, en ekki Þórhallur Bjarnarson prentari. — Leiðréttist þetta hér með. Dýraverndunarfétaé Akureyrar mælist til þess að fólk gefi smá fuglum, þegar þeir leita heim að húsum og bæjum í bjargárleysi. Skóéræktarfélaé T jarnaréerðis heldur fund fimmtud. 19. janúar kl. 8.30 e. h. að Stefni. Skemmti- atriði. Takið kaffi með. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. I. O. G. T. St. Ísafold-Fjallkon- an nr. 1 heldur fund i Skjaldborg mánudaginn 23. janúar kl. 8.30 e. h. — Fundarefni: Vígsla nýliða, skýrsla og |innsetning embættis- manna. Hagnefndaratriði, spilað. Æðstitemplar. Vitmuhætissjóður Kristneshælis. Afherit á skrifstöfu Dags: Kven- félagið „Gleym méf ei” í Glæsi- bæjarhreppi kr. 500. — A. R. kr. 50. Munið að gefa smáfuétunum. — Það kostar ekki mikið að gleðja og seðja þessa litlu vini og kær- komnu gesti. Lofið börnunum að fylgjast með og gefa fuglunum. „Feérunarsjóður kirkjulóðar Ak- ureyrarkirkjuH. Þar sem ekki er rétt hermt í síasta tölubl. Dags um föðurnafn Guðmundar frá Ásgerð- arstöðum leiðréttist það hér með: Það á að vera Bjarnason, en ekki Björnsson. Einnig viljum við taka fram, að sjóðurinn hefur þegar verið stofnaður af þeim hjónum Grímu og Arnaldi, þar sem þau keyptu 6 fyrstu minningarspjöldin og lögðu andvirði þeirra i sjóð, en ekki að þau hafi ákveðið að stofna minningarsjóð, eins og stóð í sömu grein í síðasta tölublaði. Biðjum við afsökunar á þessu ranghermi Dánardæéur. Sigfús Eiríksson bóndi að Einarsstöðum í Glæsi- bæjarhreppi, andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn föstudaginn 13. þ. m. Sigfús var rúmlega fimmtug- ur að aldri, ættaður af Jökuldal, sonur Eiríks Sigfússonar á Skjöld- ólfsstöðum. Fluttist hann til Ej'ja- fjarðar 1944 og bjó snotru búi að Einarsstöðum. Sigfús heitinn lætur eftir sig konu og 7 börn, þar af 5 innan fermingaraldurs. Skíðamót fer fram í Búðargili næstk. föstudagskvöld kl. 8. — Keppt verður í A, B- og C-flokki. Þá fer einnig fram keppni fyrir drengi 13 og 14 ára. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigríður Bald- ursdóttir, Stóru-Völlum, og Jón Sveinn Þórólfsson, Stóru-Tungu. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þórey Jóns- dóttir, Kálfskinni, og Kristinn Þor- valdsson, Gilsbakka, Hauganesi. Hjúskapur. Nýlega gengu í hjónaband á Árskógsströnd ungfrú Rósa Karítas Jóhannsdóttir, Hauganesi, og Orn Sigurðsson, Dalvík. Hjúskapur. Á aðfangadag jóla voru gefin saman í hjónaband á Möð,ruvöllum í Hörgárdal ungfrú Ásta Svanhvít Þórðardóttir og Gísli Magnússon, bæði til heimilis að Hvammi í Arnarneshreppi. — Á aðfangadag sl. voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Margrét Þórhallsdóttir ljósmóðir við Sjúkrahús Akureyrar og Þorsteinn Þorsteinsson skurð- gröfgustjóri, Aðalstræti 24. Heim- ili þeirra er í Aðalstræti 24, Akur- eyri. Menn eru minntir á að prentun símaskrárinnar stendur fyrir dyr- um og þurfa breytingar þær, er óskað e reftir, að vera komnar til símastjórans á Akureyri fyrir 18. janúar. Áfenéisvarnanefnd Aureyrar hef- ur opna skrifstofu í Skjaldborg á miðvikudögum og föstudögum kl. 5—7 síðdegis. . . Barnastúkan Samúð nr. 102 hef- ur fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 10 f. h. Nánar auglýst í skólunum. Aðalfundur Hestamannafélags- ,Léttis“ á Akureyri, verður hald- ínn a ðHótel KEA fimmtudaginn 26. jan. kl. 8 síðdegis. Fundarefni: Skýrslur stjórnar, reikningar, frá þingi L. H., lagabreytiftgar, kosn- irigar o. fl. Slysavarnafélaéskonur og aðrir velunnarar deildaririnar. Bazarinn, kaffi og merkjasala verðrir srinnu- daginn 5. febrúar. Þá efu deildar- konur einnig vinsaml. beðnar að borga árgjöld sín strax í Skóverzl. Hvannbergsbræðra. Æskulýðsheirtiili templara, Vatð- boré- Námskeið í þjóðdönsum verður haldið í Skjaldborg og hefst miðvikudaginn 25. þ. m. kl. 5.30 e. h. fyrir 12 ára og yngri. Kl. 8 e. h. fyrir eldri flokk. Kenriari Ásdís Karlsdóttir íþróttakennari. Vænt- anlegir nemendur geta látið skrifa sig í síma 1481 í Varðborg kl. 5 til 6 daglega. Leikstofurnar eru opnar á þriðjudögum kl. 5—7 fyrir 11—16 ára og fimmtudaga kl. 5—7 fyrir 11—15 ára og 8—10 fyrir 16 ára og eldri. Bókasafn heimilisins og lesstofa opriuð á ný. Kvikmynd. -— Æsku- lýðsheimili templara, Varðborg. Aheit á Hríseyjarkirkju árið 1955. Guðný Sigurðardóttir kr. 50. — B. S. kr. 50. — Sigurður Gísla- son kr. 75. — G. J. kr. 100. — M. G. Á. kr. 100. — Salbjörg Jóna- tansdóttir kr. 50. — N. N. kr. 100. — Gamall Hríseyingur kr. 400. — N. N. kr. 100. — Unnur Björns- dóttir kr. 50. — Ónefnd kr. 100. — Kristinn Vilhjlmsson kr. 50. —■ Ónefnd kr. 100. — Gjöf frá ónefndri kr. 25. — Samtals kr. 1350.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.