Dagur - 21.06.1956, Page 5

Dagur - 21.06.1956, Page 5
Fimmtudaginn 21. júní 1956 D A G U R 5 Kosningabandðlag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins eru einu samstæðu samtökin, sem hugsanlegl er að lái meirihlula á Alþingi til viðnáms gegn aðsteðjandi Ijárhagshruni og lil upphals nýrrar framsóknar í alvinnumálum og elnahagsmálum „Heljardalsheiði efna- hagsmálanna" Öllum hugsandi mönnum, sem hafa nokkurn vilja á, að sjá hlut- ina í réttu ljósi, er fyrir löngu orð- ið ljóst, hvílík Heljadalsheiði í efnahagsmálum það er, sem við höfum gengið um sinn, undir leið- sögn Sjálfstæðisflokksins, og að sú stefna leiðir beint til glötunar. — Hér er ekki aðeins um lítilfjörlega stundarerfiðleika að ræða, eins og forkólfar Sjálfstæðisflokksins pre- dika sínkt og heilagt, — áreiðan- lega gegn betri vitund. — Hér er um þá hluti að ræða, sem varða tilveru þjóðarinnar sem frjálsrar þjóðar í nútíð o£ framtið. Þeim Sjálfstæðismönnum og formanni þeirra, Olafi Thors, þykir ekki henta nú fyrir þessar kosningar að halda á lofti ummælum hans í ræðunni frægu á gamlárskvöld 1954, þegar hann sagði, að ýmsir kenndu nú þess kvíða, að þjóðin væri að missa fjárhagslegt sjálf- stæði sitt, og þá væri einnig frels- inu hætt. Hann minnti einnig á þá alkunnu staðreynd, að engin þjóð .gæti til langframa eytt meiru en hún aflaði, og góð vísa um þetta væri ekki of oft kveðin, og því kvaðst hann nú kveða þessa vísu og kveða hana við raust, að sér væri órórra en áður. Þrátt fyrir þennan kveðskap varð innflutn- ingurinn árið 1954 416 millj. kr. meiri en útflutningurinn. Á þessa hluti forðast Sjálfstæðismenn að minnast nú, af því að kosningar eru í nánd. Það kynni að vekja óþægilega athygli á því, að stjórn Sjálfstæðisflokksins hafi verið með öðrum hætti en þeir telja rétt, að þjóðin fái vitneskju um fyrir kösningar. Vinsiri öflin hafa gengið sundruð til kosninga Þótt svo hafi verið við undan- farnar Alþingiskosningar, að lýð- ræðissinnaðir umbótamenn hafi haft kjörfylgi til þess að mynda samhentan meirihluta á Alþingi, hefur sundrung þeirra við framboð gert það að verkum, að þeir hafa ekki fengið meirihluta, og þar með hefur vegurinn verið ruddur fyrir íhaldsöflin í landinu, Sjálfstæðis- flokkinn, til úrslitaáhrifa á stjórn landsins. Afleiðingarnar eru nú komnar í ljós, skýrar en nokkru sinni fyrr. Þetta eru rökin fyrir því, að Alþýðufl. og Framsókn- arfl. liafa nú tekið höndum saman í þessum kosningum og gera nú alvarlega tilraun til þess að fá sameiginlega Kaflar úr útvarpsræðu Friðjóns Skarphéðinssonar, bæjarfógeta Útvarpsumræður frambjóðenda hér á Akureyri, er fluttar voru gegnum Skjaldarvíkurstöðina sl. mánudagskvöld fóru vel fram og einkenndust af prúðmannlegum málflutningi allra ræðumanna. — Það mun þó vart orka tvímælis, að ræða Friðjóns Skarphéðinssonar, bæjarfógeta, hafi verið lang- samlega rökföstust og í beztu samræmi við rétt mál og staðreyndir. — Því miður hefur „Dagur“ ekki tök á að birta ræðuna í heild, en aðeins nokkra sérlega athyglisverða kafla um þau málefni er kosningabaráttan snýst nú helzt um. — Væntanlega verða kaflar úr framhaldi þessarar ágætu ræðú og svarræðum bæjarfógetans birtar í næsta blaði. meirihluta á Alþingi, með það fyrir augum að bjarga hrynjandi efnahagslífi, brjóta á bak aftur vald gróðastétta og óþarfa milli- liða og til þess að trvggja öllu vinnandi fólki fullan afrakstur þess, sem það skapar með vinnu sinni, og til þess pð auka og efla at- vinnuvegi þjóðarinnar, til þess að stórauka útflutn- ingsframleiðsluna og til þess að fá framleiðslustétt- unum í hendur örugga að- stöðu til að ganga úr skugga um, að þær fái sann- virði þess, sem þær afla. Um þessa viðréisn hafa Alþýðu- fl. og Framsóknarfl. gert með sér málefnasamning, sem hefur verið birtur og er alþjóð kunnur. í þess- um málefnasamningi er lögð á það megináherzla, að landinu verði stjórnað með hag hinna vinnandi stétta fyrir augum í sveit og við sjó. Alþýðan í landinu, sem er meginþorri alls landsfólksins, mun fylkja sér um þessa stefnu, því að hún, alþýðan í landinu, og hún ein, er þess megnug, eins og nú háttar, að stjórna með sanngirni, réttsýni og fyrirhyggju. Hún er ekki með neinum hætti tengd er- lendum stórveldum eða innlend- um auðhyggjumönnum og mun standa vörð gegn erlendri ásælni og innlendum háska, í hvaða mynd sem hann birtist Marklaus hróp um „atkvæðabrask” Framsóknarfl. og samkomulag þessara flokka um lausn vanda- mála líðandi stundar var kunngert alþjóð í marzmánuði sl. og vitað var að það hafði þá verið undir- búið um skeið. Engin launing var viðhöfð um neitt af þessu, enda var aldrei ætlazt til þess, að svo yrði og öllum sem hlut áttu að máli, var ljóst, að kosningabanda- lagið var á allan hátt löglegt sam- kvæmt stjórnarskrá og kosninga- lögum. Andstöðuflokkarnir hrukku við og urðu slegnir ótta. Þeir sáu fram á, að þarna var á ferðinni afl, sem líklegt var til að fá bolmagn til þess að geta vikið þeim til hlið- ar. Þeir hrópuðu dag eftir dag í blöðum flokka sinna um atkvæða- verzlun eða atkvæðabrask, vitandi það, að kosningalög á Islandi eru þannig úr garði gerð og með því aðalsmcrki lýðræð- is, að verzlun með atkvæði getur ekki átt sér stað. Kosn ingarnar eru leynilegar og hver og einn kjósandi á það við samvizku sína eina, hvernig hann kýs. Allur liávaðinn og fyrirgangurinn var því aðeins sprottin af ótta við, að Sjálfstæðisflokk- urinn væri með ]>essu bandalagi Alþýðufl. og Framsóknarfl. að missa völdin úr höndum sér. „KosningabombarT sprakk í höndum til- ræðismanna sjálfra Til þessa gat Sjálfstæðisflokk- urinn ekki hugsað. Hann er búinn að vera við völd það lengi, að hann unir ekki þeirri tilhugsun að missa aðstöðu sína, sem stærsti flokkur landsins. Kommúnistafl. og Þjóðvarnarfl. var og er sýnilega jafnannt um, að Alþýðufl. og Framsóknarfl. fái ekki meiri hluta á þingi og virðast kjósa heldur, að Sjálfstæðisfl. haldi sinni sterku að- stöðu. Þess vegna æptu blöð . kommúnista og Þjóðvarnar í sama kór og Morgunbl. um það, sem 3au kölluðu atkvæðaverzlun Hiæðslubandalagsins, og mátti ekki í milli sjá, hvert þessara blaða framleiddi mestan hávaða. En í laumi réðu forystumenn þessara flokka ráðum sínum og þóttust nú finna ráð, sem þeir hugðu duga, ef sniðuglega væri beitt, til þess að gera að engu möguleika Alþýðufl. oð Fram- sóknarfl. til þess að ná meirihluta á þingi og til þess hreinlega að „drepa Alþýðuflokkinn“, eins og sum þessara blaða orðuðu það. En varlega skyldi að öllu fara. • íC * ■. i’ Um þetta jleynivopn þeirra mátti engan veginn vitnast fvrr en sá tími var kominn, að útilokað var, að Alþýðu- fl. og Framsóknarfl. gætu komið með mótleik í málinu. Og þess vegna var það, að sprengjnni var kast- að að kvöldi þess dags, er frestur rann út til að skila landlistum og framboðs- frestir í kjördæmunum voru útrunnir. Þessi sprengja, sem Sjálfstæð- isfl., Alþýðubandalagið og Þjóð- vörn höfðu hrært saman, en borin var fram af Sjálfstæðisfl., var í því fólgin, að heimta það af Land- kjörstjórn, að Alþýðufl. og Framsókn- arfl. skyldu úrskurðaðir sem einn flokkur, með það fyrir augum að svipta Al- þýðufl. væntanlegum upp- bótarþingsætum, þvert olan í lög og viðurkenndar regl- ur, þvert ofan í fyrri for- dæmi um Breiðfylkingu Sjálfstæðisfl. og Bændafl. 1937 og þvert ofan í yfir- lýsta skoðun ýmissa þing- manna Sjálfstæðisfl., sumra löglærðra, á Alþingi, er rætt var fyrir 3 árum um löggjöf um kosningabanda- lag. — Flokksforingjarnir álitu, að þeir gætu haft slíkt áhrifavald yfir þeim ágætu mönnum í Landkjör- stjórn, að þeir færu eftir beinum fyrirskipunum þeirra. — Þeir urðu fyrir herfilegum vonbrigðum: I Landkjörstjórn höfðu val- izt menn, sem mátu meir samvizku sína og skýlaus lagafyrirmæli, heldur en íyrirmæli pólitískra flokks- forkólfa. Því var það, að þessi kosningabomba, sem til var stofnað með óheil- indum og ódrengskap, sprakk í höndum tilræðis- mannanna sjálfra og brenndi þá alla til stórlýta, svo sem alþjóð er kunnugt. Ymsir Sjálfstæðismenn, sem standa framarlega þar í fylkingu, ýilja ekki við það kannast, að hafa átt hlut í þessu fyrirtæki, sepi þeir fyrirverða sig fyrir, og lái eg þeim það ekki. En í reiði sinni og sárs- auka yfir óförunum hafa blöð Sjálfstæðisfl., kommúnista og Þjóðvamar hamast gegn úrskurði Landkjörstjórnar. Þau hafa ham- ast út af því, að sem betur fer, heppnaðist ekki áform þeirra tim valdníðslu. Þau stagast á kdsn- ingasvindli, atkvæðaverzlun, af- brotamannssiðgæði og öðrum orð- um álíka þokkalegum eða verri. Á lög og réflur að ráða í landi - eða pólitískt mal flokkshyggjumanna á því, sem þeim þókn- ast að kalla „anda laganna"? I öllum þessum flokkum eru án efa til ýmsir mætir menn. En sorg- legt er til þess að vita að pólitískt siðferði skuli vera komið á þetta stig. Að vísu undrast enginn um pólitískt siðferði kommúnistablað- anna. Það hefur æði oft verið nei- kvætt. En blöð og flokkar, sem telja sig lýðræðisblöð og lýðræð- isflokka, eru á háskalegum villi- götum og vinna sér til óhelgi með þessu framferði. Með þessu segja þau umbúðalaust, að það er ekki lög og réttur, sem á að ráða í þessu landi, heldur pólitískur vilji forkólfa þessara flokka. Þeir gleyma því að það var þetta, sem skeði hér á landi á 13. öld, að höfðingjum Sturlungaaldar gleymd ist í ofurkappi sínu eftir völdum og mannaforráðum, að með lögum skal land byggja. Hver varð svo afleiðingin af því? Hún var sú í fáum orðum sagt, að margir þessara Sturlungaaldarhöfðingja (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.