Dagur


Dagur - 06.10.1956, Qupperneq 4

Dagur - 06.10.1956, Qupperneq 4
4 D A G U R Laugardaginn 6. október 1956 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstoía í Hafnarstræti 90. — Sími 4166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Vetur gengur í garð SUMARIÐ ER NÚ LIÐIÐ og vetur genginn í garð. Við þessa staðreynd varð maður áþreifan- lega var síðastliðinn miðvikudagsmorgun. Snjó- koma hafði þá verið um nóttina um allt Norður- land með allmiklum stormi, svo að veðrið var eins og kominn væri hávetur. Þetta er að vísu ekkert óalgengt hér norðanlands, fyrstu vetrar- veðrin eru oft allhörð. Hvaðanæfa bárust fréttir af því, að veðrið hefði gert talsverðan usla. — Bændur úrðu að hætta slátrun sauðfjár vegna erfiðleika á því að koma afurðunum frá sér, áætl- unar- og mjólkurbílar tepptust eða seinkaði vegna erfiðleika á vegunum. OKKUR ER GJARNT að guma af því, að við lifum á tímum ört vaxandi tækni og framfara. — Skal því ekki í móti mælt, en þó bent á fáeinar staðreyndir, sem sýna, að við erum enn afar háðir duttlungum veðráttunnar, jafnvel enn háðari þeim en við vorum áður en hin marglofaða tækniöld hélt innreið sína. Það er ekki óalgengt að fréttir berist af raf- magnstruflunum þegar illa viðrar, og verðum við Akureyringar oft fyrir barðinu á slíkum bilunum. Flest heimili, bæði í bæ og sveit, sem rafmagn hafa, eru orðin svo háð rafmagninu, að óvíða munu til önnur eldunartæki en rafeldavélin. Þeg- ar rafmagnið bilar skyndilega, hefur húsfreyjan engin ráð til að elda matinn. Þar að auki er raf- magnsupphitun í mörgum húsum, og þegar svo er ástatt má með sanni segja að slík heimili séu köld, dimm og dýrðarlítil, þegar rafmagnsins nýt- ur ekki við. Flestir, sem þurfa að koma að sér vörum og af- urðum frá sér, verða að treysta á það að bílfært sé allan ársins hring. Onnur flutningatæki eru ekki orðin til á heimilunum en bíllinn. Hestar eru óvíða til og ekki sleðar. Væri þó ef til vill gagns- lítið að hafa slík flutningatæki, þegar um mikla og stöðuga flutninga er að ræða og oft um all- langan veg, eins og títt er um mjólkurflutninga. En þetta ástand leiðir hugann að því, hvort ekki sé rétt að stefna að aukinni notkun snjóbifreiða hér á landi. Þeir tímar geta komið, og koma sjálf- sagt, að venjulegum bifreiðum verður ekki ekið um landið svo mánuðum skiptir að vetrarlagi. Er þá öllum ljóst hvernig fer fyrir öllum þeim bænd- um, sem þurfa að koma afurðum sínum daglega í kaupstað. Mjólkin vei'ður innlyksa á sveitaheim- ilunum og skemmist, en kaupstaðabúarnir fara á mis við hina hollu og ljúffengu fæðu sem mjólkin er. Það má vera að flestum ógni að hugsa þessa hugsun til enda, en fyi-ir þennan möguleika verð- ur ekki girt svo að tryggt sé, nema að nokkrir snjóbílar verði framvegis staðsettir í hverri sýslu. Og í þessu efni er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það er of seint að fara að hugsa fyrir þessu þegar allt er komið í sti-and og öngþveiti. — Sömu sögu er að segja af þeim sem á fei-ðalög hyggja. Allir treysta á það að bifi'eiðum eða flugvélum sé fært um landið þvert og endilangt. Hin gömlu og hent- ugu fai’artæki, skíðin, eru nú ekki lengur notuð nema af fámennum hópi íþróttamanna. Sú var tíðin, að þau þóttu hentug til að bregða sér á bæj- arleið. Er vissulega skaði að því að þau skuli nú svo lítið notuð, sem raun ber vitni. EN ÞAÐ ER fleii'a en hríðin, sem minnir okkur á komu vetr- arins. Akui'eyri er mikill skóla- bær. í byrjun þessarar viku mátti sjá mörg ný andlit ungmenna í bænum, sem hingað eru komin til náms í skólum bæjarins. Bóka búðirnar voru troðfullar af ungu fólki, sem var að kaupa sér námsbækur til veti'ai'ins. Á göt- um og gatnamótum söfnuðust smáhópar saman til skrafs og ráðagei'ða um námsefnið, skólann og fi’amtíðina. Þetta er gömul saga, sem alltaf er þó ný, gömul fyrir þá sem á horfa, en ný fyrir hina sem taka nú þátt í henni í fyrsta sinn. Skólafólkinu finnst að það eigi óendanlega langan vetur fyi'ir höndum, sem aldrei muni líða. En veturinn er ekki svo ýkja langur, hann líður Svo undur fljótt, að minnsta kosti finnst þeim það, sem hafa lokið sinni skólagöngu og hoi'fa til baka yfir hina liðnu vetur. Enda er sá tími, sem hver og einn er í skóla, mesta blómaskeið hvers manns og oft skemmtilegasti og viðburðaríkasti tíminn á lífsleið- inni. Vegvísir og brúsapallar. Brúsapallar. SÍÐAN BLAÐIÐ gerði vegvísa og nafnaskilti við sveitabæi að umræðuefni, hefur nokkuð áunn izt, en betur má ef duga skal. Heimreiðin, nafniskilti og brúsapallurinn eru fyrstu kynnin af sveitabæjunum og segja raun- ar meira um heimilið en marga grunai’. — Nafnaskiltin eru ekki kostnaðarsöm, en gera hverjum vegfaranda glatt í geði um leið og þau kynna á viðeigandi hátt nafn bæjarins er það stendur við. Á það er rétt að benda, að stundum hafa skiltin við heim- í-eiðar, flýtt læknishjálp. En fleix'a þyi'fti að gera til hag- ræðis fróðleiksfúsum vegfarend- um. Það er engan veginn sæmi- legt að merkja ekki sögufræga staði, er liggja skammt frá al- mannaleiðum. Ennfremur ætti að setja upp skilti við hi'eppa- og sýslumörk. Er það hlutverk sam- félagsins og mætti ætlast til að þar væri á undan gengið. En úr því farið er að gera veg- vísa að umtalsefni, er ekki úr vegi að minnast einnig á önnur mannanna verk, sem oftast eru staðsett þar nærri. En það eru póstkassar og brúsapallar. Póstkassar eru víða og ei'u al- veg nauðsynlegir. Þarf raunar ekki að lýsa því, hvernig bréf og blöð eru útleikin, þar sem póst- kassar eru engii', en t. d. mjólk- uibílstjórar skilja eftir póstinn og aðrar viðkvæmar vörur í mis- jöfnum veðrúm. Brúsapallar. BRÚSAPALLAR ættu að vera á hvei'jum stað, þar sem mjólk þarf að skilja eftir við veginn og mjólkurbíllinn tekur síðan. Ef einhvei'jum finnst þetta hégóma- mál, ættu þeir að hugleiða það ofurlítið nánar og hafa þá jafn- framt hreinlætið í huga. Brúsarnir ei’u settir á vegar- brún. Bílar fara um og aui'slett- ui'nar ganga yfir brúsana þegar blautt er um. í þurx'ki leggur rykmökkinn yfir þá. En verstur er þó staðui'inn sjálfur, þar sem þeir standa á. Þar er ti'aðk manna, hunda og stói'gripa. Eitt og annað loðir svo við botngjörðina þegar brúsarnir eru látnir á pallinn. Það hristist að mestu af á leiðinni og þá gjai'nan á aði'a brúsa er neðar standa. En ef svo ólíklega skyldi vilja til, að eitthvað væx'i enn eftir þegar að því kemur að hella mjólkinni í vigtina við móttöku í mjólkur- samlaginu, er hætt við að mjög óvelkomin óhreinindi vei'ði nær- göngul við hina ágætu mjólk. Ekki skal í efa dregið að víg- reifar hex'sveitir Jónasar sam- lagsstjói-a, sem hafa þi'ifnaðinn að vopni, auk sjóðandi vítisvéla, grandi sýklum og öllum þeim ósýnilegu og mögnuðu kvikind- um, sem teljast óvinveittar heil- brigði dauðlegra manna og kynnu samkvæmt framansögðu að eiga greiðari leið en æskilegt væi'i inn á aðalstöðvar mjólkur- iðnaðarins. En betra væx'i samt að loka þessari leið með þeirri þrifnaðarráðstöfun að hafa brúsa palla á hverjum bæ og eru þess- ar línur skrifaðar í því skyni að þeim mætti fjölga sem fyrst og :;em mest. Spói. Húsmóðir þakkar. ÞAÐ ER GAMALL og góður íslenzkur siður að þakka fyrir, þegar einhver sýnir manni hug- ulsemi eða gerir eitthvað fyrir mann. Nú hefur kaupfélagið hér, í til- efni af 70 ára afmæli sínu, sýnt okkur húsmæðrum (konum fé- lagsmanna), þá hugulsemi, að senda okkur töskui’, sem við svo notum þegar við gerum innkaup fyrir heimili okkar. Litimir ei-u mismunandi, og er það auðvitað smekksatriði, og tilviljun ein ræður hvaða lit hver húsmóðir hreppir. Að mínu áliti eru þessar töskur heppilegar og traustar, og eg tel stóran kost við þæi', að það er hægt að taka innri botninn úr þeim og þvo hann, því að hvað hreinlegar sem við konur erum, þá vill alltaf setjast rusl í botn- inn á töskunum okkax'. Bið eg svo blaðið að færa Kaup félagi Eyfirðinga mínar beztu þakkir. Húsmóðir á Akureyi'i. Skilnaðarskór! Kæra frú! Ýtið þér stxmdum af yður skónum, þegar þér farið í bíó? Vitið þér ekki, að þetta er vani, sem getur eyðilagt hjóna- bandið? Enski fótalæknirinn Keith Blagrave sem rannsakar um 100 fætur vikulega, segir þetta um málið: „Konur, sem sífellt eru að smeygja af sér skónum, gei'a það af því að þær finna til í fótunum, en þær eru orðnar því svo vanar, að þær taka varla eftir því. Sái'saukt í hinum næmu taugum í tám og hælum hefur áhx’if á skapið. Brátt kemur að því, að hún vei'ður eins og snúið roð við manninn. Hún vill ekki fara neitt út með honum, heldur vill hún vera heima — í rúmu og þægi- legu inniskónum sínum. Þetta byrjar venjulega þegar konan er orðin miðaldra, og fætur hennar eru fai-nir að stækka, en hún tek- ur ekkert eftir því, heldur kaup- ir sína venjulegu stærð af skóm.“ DR. BENJAMIN SPOCK: Hvernig á að Iiafa aga? Ráðlegging til foreldra. Eru refsingar nauðsynlegar? Flestum foreldrum finnst, að svo sé, a. m. k. endrum og eins. En það er engin sönnun fyrir því, að börnin sjálf þuríi á vissum skammti refsinga að halda, alveg eins og þau þurla að t'aka lýsi, til þess að ná góðunr þroska. Ilvað kcnnir barninu borðsiðina? Ekki ávítur. Þær myndu þurfa til þess þúsund ár. Aftur á móti langar barnið til þess að handlcika liníf og gaffal á sama liátt og það sér aðra gera. Jlvers vegna hættir barnið mcð aldrinum að rífa leik- föngin af öðrum krökkunr? Er það vegna barsmíðanna, sent það kannske fengi fyrir vikið? (Eg hef vitað drcngi og stúlkur, sem barin lrafa verið árunr saman cn halda uppteknum hætti.) Það, sent breytir barninu, er það, að því lærist að þykja vænt um leikfélaga sína og finnur, að það er gaman að leika sér við þá og með þcinr. Hvað er pað, sem gerir barnið kurteist og nærgætið við foreldra sína? Er það óttinn við það, að þeir muni refsa því, ef það er ókurteist? Nei, uppsprettan er ástin og virðingin, senr barnið ber fyrir foreldrunum. Jlvað heldur barninu frá því að ljúga og stcla? Ekki óttinír við afleiðingarnar. Það eru til þó nokkur börn og fullorðnir líka, scm iðka þjófnaði og lygar þrátt fyrir ítrekaðar og strangar refsingar. Það, senr heldur okkur frá því að fremja illt gegn öðrum, eru hlýjar tilfinn- ingar, senr við bcrunr til annarra og óskin um, að öðr- unr sé hlýtt til okkar. ÞaÚ er mcð öðrum orðunr svo, að ef vel og vingjarn- lega er farið að barninu, þá vill það langoftast gera það rétta, eða það senr það sér fullorðna fólkið gera. Er barnið vex úr grasi, verða foreldrarnir við og við að skýra fyrir því af festu, lrvers vcgna það vcrði að gera þetta en alls ekki lritt. Ef foreldrarrrir eru nrcð sjálfum sér vissir unr, lrvers korrar ltegðurr það cr, senr þeir vænta af bartri sínu og leiðbeitra þvr skynsamlega og ekki í gremjutón, þá öðlast þeir það vald yfir barninu, senr þeir þurfa. Ekki ]ró þarrnig, að baririð lrlýði ætíð skilyrðislaust, því að það er ckki nauðsynlegt. En livenœr á þá að rcfsa? Kunnáttufólk i umötrnun barna þarf nrjög<sjaldan á refsingttm að halda. Góður kennari'getnr ieiðbeint og haft vald á fjöhnennunr snrábarnabekk átr refsinga. Og flestum foreldrunr má vera það ljóst, að þegar þeir sjálfir eru glaðir og ljúfir í skapi, þá þurfa þeir lang- sízt á refsingum að halda. Etr við eigutrt öll við okkar crfiðlcika að stríða, og öll látunr við þ’að bitna á börnum okkar að einhverju leyti. Það væri ekki heppileg þjálfun fyrir barn að vera alið upp af fullkomnum foreldrum. Það yrði þá ekki vel utrdir það búið að lifa í þessunr lreitni. En pó að viö játum, að við séunr ekki ætíð hollir leiðtogar börnunr okkar og snitum okkur í stað þess að refsinunr, þá þýðir það ckki, að refsingar séu lofs- vérðar. — Ég held ekki, að eftirlátur faðir þurfi að skamrrrast sírr nokkuð fyrir, þó að hatrn refsi barrri sítru einstöku sinnum. En ég er á öndverðum rrreiði við lrið óblíða og gremjufulla foreldri, sem heldur í alvöru, að refsing sé gott og gilt nreðal til þcss að lrafa stjórrr á barni. Gildi refsingar má mcta eftir pví, hvort hún ncer ætluðum árangri eða eklti, án þess að hafa aðrar alvar- lcgar afleiðingar. Ef refsitrgitt gerir baririð ofsafetrgið eða þrjózkt, eða ef það liagar sér errn verr eftir cn áður, þá gerir lrún vissuléga írekar skaða en gagn, Ef refsingin virðist gariga krakkanum mjög nærri lrjarta eða ef lrún virðist ætla að beygja harrn í duftið, þá er lrútr líklega of ströng. Hér áður fyrr voru krakkarnir lrýddir heilmikið, og ttnr slíkt var ckki fengizt eða rætt. En þetta snerist við, og trú var foreldrum kenrrt, að skammarlegt væri að beita slíkurrr refsingum. Eir allur vandinn var ekki leystur, þótt líkanrlegunr Irirtingum hefði verið kastað fyrir borð. Þó að reiður faðir eða rrróðir stilli sig um að beita Iíkamlegri refsingu, þá kctrrur reiðin oft og tíðum piður á krakkanum á atrrratr lrátt. Kannske skanrma þau lrann hálfan daginrr eða reyna að fylla hug lrarrs sektartilfinningu. Ég mœli ekki með líkamlegum hirtingum, cn þó eru þær meinlausari en langvinn vanþókirun, því að þær hreinsa andrúmsloftið, bæði fyrir börnitr og foreldr- ana. (Framhald á 7. siðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.