Dagur - 20.10.1956, Blaðsíða 7

Dagur - 20.10.1956, Blaðsíða 7
Laugardaginn 20. október 1956 D A G U R 7 Hví ekki fð!a mælf máR Á stríðsárunum var tekinn upp nýr háttur á frásögn veðurfrétta í Bandaríkjunum og vakti al- menna ánægju. Það var hætt að einskorða sig við hin fastákveðnu orðasambönd eins og víðast létt- skýjað, rigning öðru hverju, stinningskaldi þegar líður á dag- inn, snjókoma o. s. frv. Bandaríska veðurstofan fann af hyggjuviti sínu, að væri steikj- r Áfengisneyzla eykst raeðal æskulýðs i Svíþjóð Eins og kunnugt er, þá hefur áfengisnautn mikið aukizt í Sví- þjóð síðan skömmtun á áfengi var upphafin þar í fyrra haust. Menn vonuðu, að þetta yrði að- eins fyrst. En þær vonir ætla ekki að rætast — því miður. Hér er reynslan sú sama og alltaf hefur verið, þegar slakað er á hömlunum, þá eykst áfengis- nautnin. En nú í sumar hefur áfengis- nautn æskulýðsins komið enn berar í ljós. í blaðinu „Folket“ er skýrt frá því, að á stórri sam- komu, sem ökumenn á bifhjólum héldu í júlí í sumar í bænum Hedemora voru um 100.000 manns. Þar var svo mikil ölvun meðal unga fólksins, að við ekkn ert varð ráðið. Þarna voru 150 lögregluþjónar ,og þeir gátu gð- eins sinnt þeim, sem verst voru á sig komnir. Fyrsta daginn voru 83 settir í fangelsi og af þeim voru um 75% unglingar. Átján ára stúlkur voru bornar í fang- elsin, þar sem hjúkrunarkonur önnuðust þáei’. Jafnvel 14—15 ára unglingar voru drukknir .Svíar eru bæði hryggir og áhyggjufull- ir yfir þessari þróun. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu.) þessu. Mér hefur t. d. dottið í hug að Ríkisútvarpið semdi skrá yfir flutningsliði sína og sendi hverjum útvarpstaekiseiganda skjal þetta með gjaldkröfunni, t. d. fyrir 1. apríl næsta ár. Með því móti ætti að fást tvöföld vitneskja fyrir Ríkisútvarp- ið. i fyrsta lagi: áhugi útvarpseig- enda kæmi í ljós, eftir því hve þátt- takan væri almenn, og jal'nframt á hvaða flutningsliöi helzt væri hlust- að; væri nóg að undirstrika þá liði, sem áhugi væri fyrir, en hinir látn'ir afskiptalausir. Útfylltutn eyðublöð- um ætti síðan að koma til inn- heimtumannanna næstu tvo mán- uðina þar á eftir. Kynna á þá, sem koma aö hljóðnemanum. Að lokum vil ég svo minnast á eitt atriði, sem mér finnst Ríkisút- varpið hafi sniðgengið um of til þessa. Það ætti að kynna fyrir hlust- endum hvern þann mann, sem kæmi að hljóðnemanum í fyrsta sinn. Ekki með langri ættartölu, heldur hvaðan hann sé ættaður ott hverra manna. Hlustandi á heimt- ingu á þeirri kurteisi. Læt ég svo lokið þessum hollráða pistli, sem er skrifaður á þeiín tíma, scm ég skrúfa fyrir útvarpstækið mitt. Sveitakarl. andi hifi í vændum, væri lang- bezt að segja fólki það með þeim orðum. Og hví ekki segja fólki frá því, að helgin yrði tilvalin fyrir útilegu eða öfugt? Hvers vegna að tala um norðaustan storm og snjókomu, þegar allir venjulegir menn tala um stór- hríð? Hví ekki segja frá því, að kvöidið verði tunglskinsbjart eða nú sé húsmæðrum óhætt að hengja þvottinn á snúru til morguns? Hvers vegna ekki nota þao mál um veðrið, sem kynslóð- irnar hafa mótað og notað öllum saman? Veðrið snertir okkur öll, það kemur okkur við persónulega, og því á þá að segja frá því eins og það væri ópersónulegt og að- eins til á rannsóknarstofum með regnmælum, hitamælum, loft- vogum, vindmælum og alls kyns töflum og tölustöfum. Veðurstofan íslenzka mætti gjarnan fara að dæmi þeirrar bandarísku .Hún mætti gjarnan fara að nota íslenzk orð eins og stórhríð og sólskin, en þau orð hafa hingað til ekki heyrzt fram ganga af hennar munni. Álþjóðasamþykkt gegn þrælahaldi Ný alþjóðasamþykkt, sem sam- in var á vegum Sameinuðu þjóð- anna hefur verið lögð fram til undirskriftar. Samþykktin fjall- ar úm bann gégn' þræíahaldi í hvaða mynd sem er. Þessi samþykkt á að koma í stað samþykktar um sama efni frá 1926 og sem gerð var að til- hlutan Þjóðabandalagsins. Hún er samin og samþykkt af ráð- stefnu, sem nýlega var haldin í Genf og þar sem fulltrúar frá 51 þjóð voru mættir. Hin nýja samþykkt gengur í gildi er tvær þjóðir hafa gerzt aðilar að henni með fullnaðar- samþykkt sinni. Fræðslurit um bindmdismál Áfengisvarnaráð hefur gefið út bækling um bindindismál og nefnist hann Ungur nemur — gamall temur. Hannes J. Magn- ússon skólastjóri tók rit þetta saman að tilhlutan Bindindisfé- lags íslenzkra kennara. í for- máli segir Hannes, að bókinni sé ætlað það hlutverk að vera náms bók eða lestrarbók í bindindis- fræðslu fyrir börn og unglinga, en til þessa hefur skort hand- hæga bók til að styðjast við í fræðslu þessari. Aðalhluti bókar- innar fjallar um áfengi og skað- semi áfengisneyzlu, en nokkur hluti er um tóbakið og áhrif þess og er höfundur Níels Dungal prófessor. Bæklingurinn er 64 blaðsíður, í honum eru fjölmarg- ar myndir sem Stefán Jónsson hefur teiknað, flestar eftir sænskri fyrirmynd. Prentverk Odds Björnssonar hefur annazt prentun. ÚR BÆ OG BYGGÐ Mænusóffarbólusefning Mænusóttarbólusetning á börnum á aldrinum 1—6 ára verður framkvæmd miðvikudaginn 24. og fimmtudag- inn 25. október n. k. í Hafnarstræti 67 uppi (Skjald- borg). Bólusetja þarf þrisvar og er gjaldið 30 krónur fyrir alla bólusetninguna (3 skipti), fyrir livert barn. Nauðsynlegt er að panta bólusetninguna fyrir fram og eru foreldrar beðnir að koma með á pappírsmiða nöfn þeirra barna, sem þau ætla að láta bólusetja svo og heimilisfang og fæðingardag og fæðingarár. Tekið verður á rnóti pöntunum ásamt greiðslu (kr. 30.00 pr. barn) fyrir bólusetninguna í aðgöngumiðasölu Borgarbíós mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. októ- ber n. k. kl. 1—5 e. h. og verða þar gefnar nánari upp- lýsingar um á hvaða tíma barnið á að mæta til bólu- setningarinnar. — Sjá nánari upplýsingar annars staðar í blaðinu. Munið að hafa börnin þannig klædd, að auðvelt sé að bretta fötunum upp fyrir olnboga. HÉRAÐSLÆKNIRINN. 53 HULD 595610247 — IV/V — 2 Skylt er öllum að sýna varúð í umferð á vegum og götum og gæta þess að trufla ekki eða tefja umferðina að óþörfu og að fara í öllu eftir reglum þeim og fyrirskipunum er lögregl- an setur. Til Æskulýðsfélagsins á Akur- eyri kr. 100.00 frá föður. — Beztu þakkir. P. S. Handavinnukennsla hófst í Húsmæðraskólanum í gær og hefur verið ráðinn til hennar nýr kennai'i, Gerður Sigurðardóttir. Vonir standa til, að matreiðslu- kennsla fari þar fram síðar í vet- ur. Þrengsli eru nú meiri en áð- ur í skólahúsinu, þar sem Barna- skólinn hefur tekið þar verulegt húsnæði á leigu í vetur. St. Isafold-Fjallkonan nr. 1 hefur vetrarstarfsemina með fundi í Skjaldborg fimmtudaginn 25. þ. m. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða, embættismanna- kosning, innsetning embættism., vetrarstarfið. Félagar, fjölmenn- ið, komið með nýja fálaga. — Æðstitemplar. Sundmót Barnaskóla j Akureyrar 1956 Hin árlega sundkeppni Barna- skóla Akureyrar fór fram í sund- laug bæjarins sunnudaginn 14. okt. Keppt var í 8x3 metra boð- sundi (frjáls aðferð). Keppt var um ,,Snorrabikarinn“, sem er farandbikar, er geymist í stofu þess bekkjar, er vinnur hverju sinni, þar til nsesta keppni fer fram. 14 sveitir úr 5. og 6. bekkjum tók uþátt í keppninni, eða alls 112 keppendur. Allmargir áhorf- endur voru, bæði fullorðnir og börn, og fylgdust menn með keppninni af miklum áhuga. Að- gangur var seldur að keppninni og verður ágóðanum varið til kaupa á blásturshljóðfærum handa væntanlegri lúðrasveit drengja við skólann. A-sveit 6. bekkjar í 3. stofu vann bikarinn að þessu sinni og var tími hennar 4 mín. 54,7 sek. En í sveitinni voru þessi börn: Adolf Ásgrímsson, Aðalsteinn Júlíusson, Fanney Leósdóttir, Hrönn Hámundardóttir, Elín Pétursdóttir, Bergljót Frímann, Sigurbjörg Pálsdóttir, Rósa Pálsdóttir. Næst varð sveit 6. bekkjar í 4. stofu. Var tími hennar 5 mín. 00,5 sek. Og þriðja í röðinni var sveit 5. bekkjar 7. stofu á 5 mín. 02,4 sek. Tryggvi Þorsteinsson stjórnaði mótinu og hafði undirbúið það ásamt öðrum íþróttakennurum og bekkjakennurum og fór það hið bezta fram. Starfsmenn sundlaugarinnar veittu einnig ágæta aðstoð og fyrirgreiðslu. NORÐLENDINGAR! Munið! Þegar þér dvelj- ið í Reykjavík. Dagur fæst í Sölutuminum við Amar- hól. AÐALFUNDUR Skákfélags Akureyrar verður n. k. þriðjudagskvöld, kl. 8.30, í Ásgarði. Dagskrá samkvœmt félags- lögum. STJÓRNIN. Nýkomið! SKÍÐABUXUR fyrir telpur og drengi. Verð frá kr. 106.50. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. Hafnarstr. 96 — Sími 1423 Læsingar fyrir útihús Járn og glervörudéild Tapað Karlmannsarmbandsúr tapaðist föstud. 12. þ. m. á leið frá Sláturhúsinu upp að KEA og þaðan að Byrgi í Glerárþorpi. — Skilist á afgr. Dags. Belgíumaður forstjóri Evrópudeildar WHO Alþj óðaheilbrigðismálastof nun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur á fundi sínum í Genf lagt til, að Belgíumaðurinn dr. P. J. van de Calseyde. verði ráðinn forstjóri deildarinnar í stað dr. Beggs, sem lézt í janúar sl. Dr. van de Calseyde hefur ver- ið forstjóri heilbrigðismáladeild- ar Belgíu’ síðan' 1945 og hefur tekið virkan þátt í alþjóðaheil- brigðismálum í mörg ár. Skrifstofa WHO fyrir Evrópu verður flutt frá Genf til Kaup- mannahafnar á næsta ári. Áfengissala þriðja ársfjórðung 1956 (1. júlí til 30. september): Selt í og frá Reykjavík fyrir kr. 23.250.479.00 (á sama tíma í fyrra fyrir kr. 22.564.461.00). Selt í og frá Seyðisfirði fyrir kr. 1.018.708.00 (á sama tíma í fyrra fyrir kr. 766.577.00). Selt í og frá Siglufirði fyrir kr. 2.421.309.00 (á sam atíma í fyrra fyrir kr. 2.044.823.00). Samtals 3. ársfjórðung 1956: kr. 26.690.490.00. Samtals 3. ársfjórðung 1955: kr. 25.375.861.00. Áfengi til veitingahúsa 3. árs- fjórðung 1956 var selt frá aðal- skrifstofu fyrir kr. 953.069.00. Á öðrum ársfjórðungi 1956 nam salan alls fyrir kr. 23.582.988.00 og á fyrsta ársfjórð- ungi 1956 nam salan alls kr. 21.783.756.00. Fyrstu níu mánuði ársins 1956 hefur sala áfengis til neyzlu frá Áfengisverzlun ríkisins numið alls kr. 72.057.240.00, en á sama tíma í fyrra kr. 63.304.168.00. — Allt árið 1955 nam salan 89 mill- jónum króna. okkur verðhækkun varð á áfengi 18. maí 1955. Heimild: Áfengisverzlun ríkis- ins. Áfengisvarnaráðunauturinn. Reykjavík,- 10. október 1956. Brynleifur Tobiasson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.