Dagur - 13.12.1956, Blaðsíða 3
T'immtudaginn 13. dcsember 1956
DAGUR
SpSftT''r-"'™™" -....
i W 4Í «
’aMt,
.... re-,
mtsmu
SEX NÝJAR
FÉLAGSBÆKUR FYRIR 80 KRÓNUR
1. Andvari, 81. árgangur. Flytur m. a. ævisögu Bene-
dikts Sveinssonar alþingisforseta, eftir Guðmund Gíslason
Hagalín.
2. Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags um árið 1957.
Aðalefni þess er grein um Joseph Lister, eftir Þórarin
Guðnason og Árbók íslands 1955, eftir Ólaf Hansson.
3. Ljóðmæli Jóns Þorlákssonar á Bægisá, 15. bindi í
safninu „íslenzk úrvalsrit". Andrés Björnsson cand mag.
annaðist útgáfuna og ritar um ævi skáldsins og verk.
4. Austur-Asía, eftir Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörð.
Er það 9. bókin, sem út kemur í bókaflokknum „Lönd og
lýðir“. Fjallar hún um Kína, Japan, Ytri-Mongólíu og
Kóreu. Bókin er 296 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda.
5. Smásögur, eftir Halldór Kiljan Laxness. Pálmi Hann-
esson valdi sögurnar. Hér er á ferðinni fyrsta bókin í
flokki skáldrita eftir nóbelsverðlaunahöfunda.
6. Hvers vegna? Vegna þess! Spurningakver náttúru-
vísindanna, eftir Guðmund Arnlaugsson. Bókin hefur að
geyma 279 spurningar um margvísleg efni og svör við
þeim. Hefur höfundur lagt á það áherzlu, að gera svörin
þannig úr garði, að þau séu ekki torskilin vísindi, heldur
ljós og aðgengileg hverjum fróðleiksfúsum lesanda.
Samtals eru bækurnar í ár rúmar 1100 bls. eða 70 arkir.
Þær eru einni fleiri og um 20 örkum stærri en verið hefur
undanfarin ár. Félagsgjaldið í ár er kr. 80.00, og liækkar
því um kr. 20.00. Sú hækkun er þó ekki hlutfalls-
lega jafnmikil og aukning útgáfunnar. Þegar tekið
er tillit til þcss, að félagsgjaldið liefur haldizt
óbreytt í tvö ár, cn á þeim tíma hefur orðið veruleg
hækkun á prentun og öðrum kostnaði, verður ekki
annað sagt en árgjaldið sé afar lógt.
Bækurnar Ljóðmæli Jóns Þorlákssonar, Austur-
Asía, Smásögur H. K. L. og Hvers vegna? Vegna
þess! fást í bandi gegn aukagjaldi.
Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir að vitja
bókanna sem fyrst.
AU K AFÉL AGSBÆKUR:
Kristallar, safn kjöryrða og snjallra setninga úr
'ræðum og ritum hinna vitrustu og málsnjöllustu
manna, allt frá tímum forngrískra spekinga og fram
á vora daga. Valið hefur séra Gunnar Árnason frá
Skútustöðum.
Andvökur III. Nýtt bindi af heildarútgáfu af
kvæðum Stephans G. Stephanssonar.
Laxness
Stehpan G.
Umboðið á Akureyri:
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONARh.f.
Hafnarstræti 88.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉIAGSINS
margar geroir, margir
ÞESSIR FALLEGU
BARNA- 02 UNGLINGASKÓR