Dagur - 21.08.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 21.08.1957, Blaðsíða 1
XXXX. árg. Akuroyri, írLÍðvikudagiun 21. ágúst 1957 37. tbJ. DAGUR keraur næst út miðviku- daginn 28. ágúst. Fylgist með því, sem gerist Iiér í kringum okltur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Fimilandsíorseti aíhugar vciöitækin ásamí lífiækni sínum. — (Ljósmynd: E. D.). Hjón með 9 böni björguðnst naimilega Það hömrulega slys vildi til hér í bæ aðíaranótt máuudagsins sl., að ungur maður, Ragnar Ást- 1 ráðsscn, brana til bana í íbúðar- húsi. Kom upp cldur í gömlu timburhúsi hér á Akurcyri, Síað- arhóíi, og bjargaðist heimilis- fólkið naumlcga, að Ragnari heitnum midanskUdum. Sta'ðarhóll er gamalt timbur- hús, hæð, ris og kjallari. Bjuggu hjón með 9 börn á hæðinni, en Ragnar heitinn Ástráðsson leigði á rishæðinni. —Kl. 3 um nóttina vaknaoi húsráðandi við brunann 1 og tókst honum að ná syni sínum út af rishæðinni, en er hann ætl- aði Ragnari til aðstoðar, var her- bergi hans alelda^ svo að ekki varð farið inn í það. Er talið að eldurinn hafi komið upp í her- bei'gi Kagnars. Miklar skemmdir. Skemmdir á húsinu urðu mikl- (Framhald á 7. síðu.) Köímiir til byggða Piltar þeir, sern voru á leið hingað norður yfir hálendið og farið var að óttast um, komu niður í Eyjafjörð í gær. Leið þeim sæmilega, en voru matar- lausir og þreyttir. Hafði för þeirra tafizt vegna dimmviðris. Flugvél leitaði þeirra í gær og íyrradag. Meðal ferðamannanna er Viðar Tryggvason á Akureyri. 1 Akureyringar biðu þéss að nokkurri eftirvæntingu á laug- ardagmsorguninn, hvort fært vrði flugvélum norður þann dag, því að von var tiginna gesta. Finnlandsforseti, Urho Kekkonen, og Sylvi, forsetafrú, ásamt íslenzku forsetahjónun- um, ætluðu að koma hingað norður og dvelja hér yfir helg- ina. En þótt veðurguðirnir væru ekki í hátíðaskapi, lögðu þeir ekki blátt bann við ferðinni, og á tilsettum tíma, nánar einni mínútu á eftir áætlun, renndi Sólfaxi sér á Akurevrar- flugvöllinn, undir stjórn Jóhannesar Snorras., með forsetana tvo innanborðs, og er það í fyrsta sinn að íslenzk flugvél flyt- ur í einu þjóðhöfðingja tveggja landa. gestunum bæjarstjórinn í Akur-’ Móttökur á flugvelli. Á ílugvellinum tóku á móti eyrarkaupstað, Steinn Steinsen, bæjarfógetinn, Friðjón Skarp- héðinsson, og forseti bæjar- stjórnar, Guðmundur Guðlaugs- son. En fjölmargir fleiri Akur- eyringar aðrir voru og viðstaddir. Fánar við hún, ávörp cg söngur. Vegurinn norður í bæinn var fánum prýddur og fánar voru dregnir að hún um allan bæinn í virðingarskyni við hina tignu geáti. Numið var staðar framan við Hótel KEA og var þar mikill mannfjöldi saman kominn og báru börnin fána. Þar ávarpaði bæjarstjórinn gestina og mælti á sænsku og bauð þá hjartanlega velkomna til Norðurlands. — Karlakórar bæjarins sungu með aðstoð Lúðrasveitarinnar finnska þjóðsönginn undir stjórn Jakobs Tryggvasonar og síðan sungu kórarnir sameiginlega tvö lög undir stjórn söngstjóranna Ás- kels Jónssonar og Árna Ingi- mundarsonar. Þá ávarpaði finnski forsetinn viðstadda með snjallri ræðu. Forseti fslands hafði heppnina mcðí sér. (Ljósmynd: E. D.). (Framhald á 8. síðu.) Mannfjöldi safnaðist á torgið, en lúðrasveit og kórar á kirkjutröppurnar. Börnin báru fána og rcgn- hlífar komu að góðum notum. — Forsctarnir og fylgdarlið þeirra hægra megin við aðaldyr. — Bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar ávarpar gestina af tröppum Hótel KEA. — (Ljósmynd: B. B.). — Fiimlandsfcrseti mælti á íslenzku á þessa leið í kvöldverðarboði bæjarstjórnar Aknreyrar: í fjóra stórkostlega, ógleymanlega daga hef eg dvalizt í félagsskap okkar íslenzku vina í Reykjavík. Reykjavík er í suðurhluta íslands, líkt og Helsingfors við suður- strönd Finnlands. Eg hef búið í Helsingfors mestan hluta ævi minnar, en eg finn alltaf hjá mér heimþrá til Norður-Finnlands, þar sem eg er læddur og uppalinn. Ekki langar mig til að eiga heima í hitabeltinu. . Hinir íslenzku gestgjafar mínir og vinir hafa glalt mig mjög með því að gera okkur — konu minni og mér — mögulegt að kynnast Norðurlandi og Norðlending- um. Hér er eg staddur á sömu breiddargiáðu og þar sem eg fæddist og ólst upp. Eg finn náinn skyldleika við ]>ctta fólk norðursins. Eg þakka fyrir þessar vinsamlegu móttökur og færi yður kærar kveðjur frá Finnlandi. Eg lyfti glasi mínu fyrir Akureyrarbæ, til heilla og hamingju fyrir hina iðjusömu íbúa hans og Norðlend- inga allra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.