Dagur - 21.12.1957, Síða 16

Dagur - 21.12.1957, Síða 16
16 Baguk Laugardaginn 21. desember 1957 Fjárlagafrumvarpið afgreitf á Alþingi Það gefur skýra mynd af vandamálunum, sem ella hefðu dulizt við frestun Á fimmtudaginn voru fjárlögin til þriðju umræðu á Alþingi og lauk þá umræðum, en atkvæðagreiðsla um þau fór fram í gær. Eru þau afgreidd tekjuhallalaus. Nokkur hluti dýrtíðargreiðslna var tekinn út tekinn út af fjárlögunum, eða um 90 milljónir, til að rétta hallan. Hefur þessi afgreiðsla verið aðalárásarefni Sjalfstæðisflokks- ins síðustu daga. Þeir telja að verið sé að fela hið raunverulega ástand fyrir þjóðinni. Þetta er þó fjarri lagi og er ekkert eðlilegra en að þetta mál sé aðskilið fjár- lögunum. Er þar um svipaða stefnu að ræða og aðskilnaður útflutningsuppbætur á sínum ;tflutn ingsuppbætur á sínum tíma. Allt tal um, að hór sé verið að dylja eitthvað fyrir lands- mönnum, er alveg út í hött. Fjár- málaráðherra hefur tekið skýrt fram, að teknar séu um 90 millj. króna út úr fjárlögunum og við þann vanda, sem því fylgir, verði framhaldsþingið að glíma við. En það hefst væntanlega 4. febrúar. Við þriðju umræðu sagði Ey- steinn Jónsson fjármálaráðherra meðal annars í tilefni af fram- komu Sjálfstæðismanna á Al- þingi, yfirboð þeirra og sýndar- tillögur: „Hins vegar hafa Sjálfstæðis- menn ekki gert tillögur um það, sem mikilverðast er: Hvernig ÞEIR vilja afgreiða fjárlög. Þeir telja óhæfu að taka verulegan hluta af dýrtíðargreiðslum út»af fjárlögum og fresta afgreiðslu þeirra mála. Þeir telja 80—90 milljón krónur óbrúað bil á fjár- lögunum. Þá er spurningin: Hvernig vilja þeir brúa þetta bil? Mun verða eftir því tekið af þjóðinni, hvaða tillögur þeir hafa fram að færa í þessu efni. Engin tillaga hefur enn komið fram frá þeirra hendi, hvernig afgreiða eigi fjárlög. Eða eiga menn að trúa því,“ sagði fjármálaráðherra, Jólaskreytingarnar Fegrunarfélagið hefur sett jóla- tré á þrem stöðum í bænum: Við Fjörðungssjúkrahúsið, Höepfner og á Eiðsvelli. Kaupfélag Eyfirð- inga hefur sett upp jólatré við kirkjuna og upp í Mýrum, skreytt kirkjutröppurnar o. fl. — Akureyrarbær hefur fengið jóla- tré að gjöf frá Danmörku og mun setja það upp á Ráðhústorgi og margir einsaklingar hafa komið upp fallegum ljósum, sem prýða bæinn. En í sambandi við þessar skreytingar vill blaðið vekja at- hygli á því, að nú þegar hefur þess orðið vart að óþokkar hafa stolið skrautperum og slitið greinar af jólatrjánum. Sjást þess merki á Eiðsvelli. Menn ættu að vera samtaka að vernda þann feg urðarauka, sem jólaskreyting- arnar eru og leiðbeina þeim yngri í því efni. „að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að leggja fram neinar til- lögur, hvernig þeir vilja láta af- greiða fjárlög." Alþingi var frestað til í gær. Rafmagn skammtað í nýafstöðnu óveðri truflaðist rennsli Laxár, með þeim afleið- ingum að rafveitan fékk 'tæplega helmings orku. Var því skömmt- un upp tekin. í gær var unnið að sprenging- um á grynningunum við upptök árinnar og bjóst rafveitustjórinn við að fljótlega yrði hægt að af- nema skömmtunina. Nauðsyn ber til að auglýsa rækilegar um skömmtunina, en gert hefur verið. Bók Lofts Guðmundssonar kemur út á frönsku á næsfunni Strax að loknum lestri hand- rits hinnar nýju skáldsögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar, „Jónsmessunæturmartröð á Fjall inu Helga“, þótti forráðamönn- um Bókaforlags Odds Björnsson- ar bókin jafn líkleg til þess að seljast á erlendum markaði sem Gullhornin og guilaldarrifin Svo óvœnt þau birtust, gullhornin góð, er gagnkynntu fornaldar hönd og anda. Á öndinni heimskringlan óskipt þá stóð af undrun — og mun það i framtíð standa, já, meðan hún skarar í myndlistaglóð og myrkursins völd hcnni ná ekki granda. Þau dýrmæli leyndust í Dana grund, er drottinvald gullaldar hálistar sýndu. En mannskelmir brenndi hið mikla pund, því markverðir athyglisgáfunni týndu. Sem losnar af þrumu við lokuð sund i logann heimsþjóðir klökkar blíndu. Þót margt skini ennþá i minjalind af meistaraverkunum t,mans forna, menn tíðast hugleiða tálsins mynd, með táikna stórmerkjum dulrún skorna. Þeir einbeita sjón á hinn efsta lind — á endurskin fortimans gullnu horna. 1 Ijósmál komu, en hurfu svo hljótt þau hornin miklu, sem öngvir gleyma. — En móðir: Jörðin á minninga gnótt, og margar lindir frá henni streyma. Og þangað mun verða að siðustu sótt eitt sigurverk fornaldar listarheima. Hin stóra þjóð héfur mikils misst á myrku og hrollsvölu skapakveldi. — Og litla þjóðin við íshafið yzt á ógcefustundunum gaf og seldi það bókfellsdjásn, eigin blóði rist, sern brann i gullhornalandsins eldi. 16. janúar 1955. ÖRN Á STEÐJA. íKHKBKBKBKBKHKBKBKHKBKKHKHKBKBKHKBKBKBKBKBKBKBKHÍ Loftur Guðmundsson. innlendum. Þess vegna voru prófarkir af bókinni sendar frönskum umboðsmanni forlags- ins í París á síðastliðnu hausti, með það fyrir augum að hann at- hugaði um möguleika á að bókin yrði gefin út í Fra'kklandi. Jafn- framt var eintak af próförkinni sent til íslenzkrar menntakonu, frú H. S. Anstach, sem búsett er í París og gift frönskum manni. Árangur þessarar tilraunar varð sá, að frú Anstach og umboðs- maður Bókagirlags Odds Björns- sonar sátu marga fundi með stjórnendum eins stærsta út- gáfufyrirtækis í Evrópu, Plon í París, þar sem frúin þýddi og endursagði söguna í stórum dráttum. Að því loknu ákváðu stjrónendur Plon að taka bókina til útgáfu strax. Hefur ungur, íslenzkur menntamaður, Emil Eyjólfsson, sem stundað hefur nám í París undanfarin ár, nú þegar verið ráðinn til að þýða bókina með aðstoð bókmennta- sérfræðinga forlagsins Plon. Er bókin talin mjög athyglisverð og standa nú yfir samningar um út- gáfu bókarinnar í fleiri löndum. Um miðjan næsta mánuð fara þeir Loftur Guðmundsson, rit- höfundur, og Geir S. Björnsson, forstjóri Bókaforlags Odds Björnssonar, til Parísar til skrafs og ráðagerða við umboðsmann bókaforlagsins og útgefendur varðandi útgáfu bókarinnar á fleiri tungumálum. Eins og kunnugt er hefur hin nýja skáldsaga Lofts Guðmunds- sonar vakið geysimikla athygli hér á landi. Hefur hún komið út í tveimur útgáfum á þessu hausti og er nú uppseld hjá forlaginu. f ráði er að þriðja prentun komi á markaðinn snemma á næsta ári. Ofviðri Svalbarðseyri 19. des. Aftakaveður gerði hér snemma í morgun. Gekk sjór yfir eyrina, bar yfir hana þang og brak, braut trillubát, flæddi í hús, svo að töluverðar skemmdir urðu, þar á meðal hjá kaupfélaginu. Tveir árabátar brotnuðu í spón, annar á Breiðabóli hinn á Sólheimum. Þýzkl lisklökuskip rekur upp á Leiruna Mikil flóðalda veldur skemnidum á Oddeyri Norðan fárviðri skall á snemma á fimmtudagsmorguninn með feikna snjókomu um klukkan hálf fimm. Varð eitt versta veður, sem menn muna um langt árabil, en þó var ekki frostharka. Á níunda tímanum gekk sjór á land upp á Oddeyri og olli skemmdum. Flæddi víða inn í kjallara íbúðarhúsa og geymslu- skemmur verzlana og iðnfyrir- tækja. Til marks um flóðið var ófært á Gránufélagsgötu, austan- verðri, nema á bússum. Kald- baksvegur var allur undir sjó. Þar ók þó strætisvagninn, en maður gekk á undan og kannaði veginn undir allt að meters djúpu vatni. Skemmdir munu ekki hafa orðið á mannvirkjum, en allmikið tjón á vörum og í íbúðum manna. Veðrið skánaði þegar leið að hádegi, en þá var komin mikil fönn, svo að víða var erfitt bif- reiðum. Skip strandaði. Þennan morgun var þýzka fisk- tökuskpið, Hermann Langreder frá Hamborg, sem er 940 brúttó- lestir að stærð, á leið til Akur- eyrar. Varpaði það akkerum á höfninni, en sleit upp og rak inn á Leirur. Skip þetta átti að taka fisk á Eyjafjarðarhöfnum til Grikklands og ítalíu og var mjög létt í sjó, þótt það hefði 300 tonn af sandi í kjölfestu. Snæfell og Súlan náðu skipinu út í gærmorgun, óskemmdu. Um heilsufar manna og dýra Heilsufar manna stendur meira í nánu sambandi við heil- brigði dýranna, en margur gerir sér ljóst. Um 80 dýrasjúkdómar geta sýkt menn. Langflest tilfelli af matareitrunum stafa frá mat- vælum úr dýraríkinu (kjöt, mjólk, osti, eggjum o. s. frv.). Til þess að fyrirbyggja þær hættur, sem mönnunum stafar af sjúk- um dýrum og skemmdum mat- vælum, er nauðsynlegt að góð samvinna sé milli lækna og dýra- lækna. Það hefur komið í ljós, að það skortir talsvert á í ýmsum Ev- rópulöndum, að æskileg sam- vinna eigi sér stað milli lækna og dýralækna. Til þess að ráða bót á þessu gekkst WHO fyrir því nýlega, að efnt var til fundar í Varsjá (2. nóv. til 4. des.). Þar mættu dýralæknar frá 23 þjóð- um, bæði frá Austur- og Vestur- Evrópulöndum. Farfuglar Um daginn urðu menn varir við tvær svölur í Helsingfors, sem orðið höfðu eftir, er hóparn- ir flugu til heitari landa. í Finn- landi eru miklir vetrarkuldar, svo að ekki var annað fyrirsjáan- legt en svölurnar tvær frysu í hel. Fóru nú góðhjartaðir menn á stúfana; þeir gátu náð svölun- um og sendu þær með fyrstu flugferð til Stokkhólms. Þaðan voru svo fuglarnir sendir flug- leiðis til Hollands, en þaðan svo með KLM flugvél til Egypta- lands, en á þeim slóðum munu svölurnar dvelja vetrarlangt, eða a. m. k. ættu þær að lifa vetur- inn af í því suðlæga sólskins- landi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.