Dagur - 09.04.1960, Blaðsíða 5
Laugardaginn 9. apríl 1960
D A G U R
5
RJÚPAN OG HANN GUÐNI
Opið bréf til Guðna Sigurðssonar á Akureyri
Heill og sæll, Guðni frændi!
Það var 28. febr. 1959 seni Dagur
birii grein eítir þig, er þú nefnir
Gátan mikla.
Þótt meira en ár sé nú liðið frá
því greinin kont, vil ég biðja Dag
að flytja þér og öðrum athugasemd-
ir nokkrar um gátuna: Hvernig
stendur á því að rjúpurnar okkar
íslendinga hverfa stöku sinnum svo
mjög, að nokkur ár líða þar til þær
ná aftur venjulegum fjölda?
Þú drepur á umntæli dr. Finns
Guðmundssonar í Tímanum jr. 6.
nóv. 1958. Þar er ýniislegt nefnt
sem hugsanlegar orsakir að sveifl-
unum í rjúpnastofni okkar, svo sem
íár, brottflug eða viðkomubrestur
eitt eða tvö ár. Þá nefnir Finnur
Grænlandsflug, en telur sig ekki til
viðtals um það, og að lokum það,
„sem nú má heita staðreynd, að tíu
ár eru á milli sveiflanna hér á
Jandi“.
í grein blaðamannsins er annars
nokkur tölulegur ruglingur. Hann
talar ýmist um 10 eða 12 ára sveifl-
ur í rjúpnastofninum, sbr. stórletr-
aða fyrirsögn greinarinnar: ,,Tíu
rjúpnaár og tvö rjúpnaleysisár".
Þetta myndu allir kalla 12 ára
sveiflu. Dr. Finnur hefur treyst
blaðamanninum lullvel og ekki les-
ið greinina áður en liún var prent-
uð.
Tíu ára reglan.
Fg efast annars mjög um að þess-
ari tíu ára reglu sé nokkuð treyst-
andi. Hún gæti verið tilviljun, enda
lief ég ekki séð á hverju hún eigi að
byggjast.
Sammála er ég Jrér, Guðni, urn
að rjúpan sé hraustur fugl á öllum
aldri og ótrúlegt að sjúkdómar hafi
fækkað lienni svo að verulega gætti.
Þú telur hins vegar, að horfellir
muni hafa orðið henni að bana all-
mikið og nefnir ár eins og 1951 og
1958.
Ég geri þó ráð fyrir að töluvert sé
hæft í því, sem Tíminn liefur eftir
dr. Finni, að árið 1951 hafi fremur
fátt verið til af rjúpum og jrær jrá
fjölgandi. Árið 1958 kemur betur
heim við skrif Finns, nema að hann
telur rjúpnafækkun jrað ár í ílokki
hinna dularfullu fyrirbrigða, og
jrað geri ég líka.
Ég hef ekki trú á því, að horfellir
sé orsök hinnar stórkostlegu fækk-
unar á rjúpuni, sem orðið hefur
livað eftir annað á þessari öld, að
undanskildum j)ó fyrsta hluta ald-
arinnar, en })á var árferði frekar
verra en síðar. Rjúpnafjöldinn var
þá nokkuð jafn, þrátt fyrir ntikla
veiði, sem við tókum j)átt í, Guðni.
Ég hef líka um jictta frásagnir okk-
ur eldri manna, ég get t. d. nefnt
Pál Sigurðsson í Skógum í Reykja-
hverfi, traustan mann og glöggan.
Jafn stofn í 20 ár.
A árunum frá 1880—1900 var
rjúpnastofninn nokkuð jafn þrátt
íyrir mikla veiði, oft mjög vont ár-
íerði og miklu lengri veiðitíma.
Það munar stórkostlega á veiðinni,
lrvort liún byrjar með september,
úr miðjum Jreim mánuði, eða ckki
fyrr en 15. október eins og nú er,
auk mikils munar að vetrinum líka.
Skyldi J)að annars ekki vera mesti
óþarfi, hvað veiðitími rjúpna er nú
stuttur. Væri j)að ekki réttara að
leyfa veiði frá októberbyrjun en
setja heldur fulla friðun á rjúpur
eitt eða fleiri ár, Jregar augljóst er,
að j)ær eru mjög fáar i öllum lands-
hlutum?
Þú talar, Guðni, um sauðkindina
og spyrð, á hverju rjúpan eigi að
lifa Jregar jarðlaust er fyrir sauðfé.
Kindin er staðbundin jregar ó-
færð er en rjúpan ekki. Hún leitar
uppi liæstu rinda, holt og börð og
getur notað sér smávaxnari gróður
en sauðkindin. Þó áfreðar scu víða,
getur hún oft fundið mjúkan snjó
og krafstursjörð annars staðar. En
ef klakastorka hylur alla jörð á
imklum liluta landsins, eru birki-
skógarnir eflaust lielzta athvarfið.
Þar má alltaf ná í brumhnappa ein-
hverra greina. Eflaust er j)ctta mið-
ur gott fyrir skógana. Þó er sú bót í
máli, að rjúpa nær sjaldan út á
endabrum á grein né toppbrum á
tré, því grennstu greinar valda ekki
rjúpu. Smáplöntur niðri á jörð eru
j)ar í meiri liættu, en J)ó síður í
mjög djúpum snjó, sem })á verndar
þær nokkuð.
Rjúpan horfellur ekki.
Ef rjúpur horféllu verulega, J)á
myndu þær bera beinin í sauðfjár-
högum okkar bændanna, })ar með
talið skógar og birkikjarr.
Horfallnar rjúpur myndu þá
finnast J)ar auðveldlega á vorin,
hvítar á auðri jörð, áður en gras
grær og viðir laufgast. En ég hcf
aldrei séð slíkt né fengið af því })ær
íréttir, sem ég tel fulltreystandi.
Þú segir í Degi J)á frétt, Guðni,
að veturinn 1950—51 liafi skip kom-
ið al hafi til Reyðarfjarðar og siglt
gegnum breiða röst af dauðum
rjúpum.
Er þetta ekki bara „sjómanna-
saga“? — En sleppum því. Ef rjúp-
ur færu í sjóinn í stórum stíl, skyldi
J)á ekki eitthvað af þeim koma upp
í rekafjörur sjávarbænda? Því vind-
áttir eru breytilegar og ströndin
vogskorin, F.g spurði nýlega kunn-
ingja minn, Njál á Sandi, hvort
hann hafi nokkru sinni fengið
rjúpur á sína rekafjiiru, eða frétt
að aðrir rekabændur við Skjálfanda
flóa hafi hlotið slíkan feng. Njáll
er mjög fróður maður um fugla, og
allt jreirra háttalag. En sjórekin
rjúpa! N’ei, Jiað var reki sem hann
[rekkti ekki.
Theodór heitir maður, Gunn-
laugsson frá Hafursstöðum í Axar-
firði, en á seinni árum oft kennd-
ur við sitt nýbýli, Bjarmaland.
Hann er mjög vel ritfær, fróður og
athugull í bezta lagi um okkar
veiðidýr, refi og rjúpur. Hefur
hann ritað töluvert um það efni,
greinar í blöð og tímarit og bók
um refaveiðar, sem Búnaðarfélag
íslands gaf út fyrir nokkrum árum.
Háflug og lágflug.
Theodór liefur í einni af grein-
um sínum skilgreint tvenns konar
flug rjúpna, lágflug og liáflug.
Lágflug má telja hið venjulega
flug rjúpna. Þær færa sig })á ekki
mjög langt í einu, fljúga frernur
fágt yfir jörð, oft í krókum eða
sveigum eftir landslagi, eins og séu
})ær að svipast um eftir hentugum
lendingarstað, svo sem með liag-
lendi, snjólag éða skjól ef stormur
er.
Háfiug er rniklu fátíðara, og
hóparnir oft mjög stórir. Venjulega
taka Jrær })á beina stefnu að
ákveðnu marki, oft í mikilli fjar-
lægð, og fljúga krókalaust Jrangað.
Eg man mjög vel eftir einu sér-
stöku háflugi, en ár eða dag man
eg nú ekki. Rjúpurnar voru orðliar
alhvítar, veturinn átti að vera kom-
inn, og líklega fyrir nokkru, en
enn var sumarveður og hvergi sást
vottur af nýjum snjó á fjöllum. Það
var allmikið af rjúpum liátt uppi í
Kinnarfjöllum, en J)ær voru óróleg-
ar og styggar. Þær hafa fundið að
hvíti liturinn Jtcirra var orðinn í
fullu ósamræmi við umhverfið, og
þeim hættulegur. Þær voru varnar-
lausar fyrir augum valsins og ann-
arra óvina, en þráðu að komast
þangað, sem hin hvíta, mjúka
mjöll Jrekur jörðina, og veitir þeim
vernd og skjól. Sameiginlegar hætt-
ur og áhyggjur })oka rjúpunum
saman í stóra hópa, gera J)ær fé-
lagslyndari en venjulega. Þekkist
slíkt ekki líka í mannheimum?
Rjúpurnar fljúga ekki frá okk-
ur vegna snjóa, frosta né storma.
Ollu sliku taka J)ær með jafnaðar-
geði. En ef snjóinn vantar algjör-
lega og lengi, eftir að þær eru
komnar í sín snjóklæði, J)á bilar
Jrolinmæðin, þær hópast saman og
leggja í langferðir, stundum svo
langar að þær koma aldrei aftur.
Veðráttan síðastliðin 45 ár hefur
einmitt stutt að Jressu. Afbragðs
tíðarfar á köflum, en „misært" í
meira lagi.
Þá vík eg að háfluginu, sem eg
áður nefndi.
Eg hafði verið að skjóta rjúpur
i austurbrúnum Kinnarfjalla. Það
var blíðviðri með kvöldinu og heið-
ríkja. Sólin var setzt, en í austri,
þar sem Lambafjöll á Reykjaheiði
ber hæst allra fjalla, skein sólin
enn á allra hæstu brúnirnar. Litur
sólskinsins þarna var ekkert rauð-
leytur, aðeins hvítur, þvílíkur, sem
örlítið snjóföl hefði fallið ofan á
fjöllin án Jress að ná neðar.
Þá var það að eg heyrði vængja-
þyt mikinn, og óvenjulega stór hóp-
ur rjúpna flaug beint til austurs,
nákvæmlega í stefnu á liinar ljósu
brúnir Lambaíjalla. Þær lækkuðu
ekki ílugið rjúpurnar þó Jrær færu
fram af brúnum Kinnarfjalla, og
djúpur dalurinn væri fyrir neðan,
en héldu sitt strik svo langt sem eg
sá. Eg hafði engan sjónauka, og gat
því ekki séð til þeirra nema lítinn
hluta leiðarinnar. En eg hef enga
trú á að þær hafi setzt fyrr en
Lambafjöllum var náð, því á leið-
inni eru aðeins lágir heiðahálsar,
en engin fjöll, sem líklegt væri að
rjúpur teldu sér samboðin í Jretta
sinn.
Þegar eg sá Jrennan rjúpnahóp
fara, liugsáði eg á þá leið að þettá
mundi vera stærsti hópur rjúpna
sem eg hefði séð, og eg reyndi ekk-
ert að áætla töluna. Hægt er })ó að
segja sem svo, að mér hafi farið
líkt og laxveiðimönnum, það er
oftast langstærstur sá laxinn, sem
þeir sjá í sporðinn á. Auðvitað
varð eg ekkert hrifinn af að sjá
slíkan stórhóp fara austur, fyrir
byssukjafta Kristjáns í Klambraseli
og annarra Reykhverfinga.
Ekki held eg því fram að rjúpur
séu ætíð margar saman í J)ví sem
kalla má langllug eða háflug. Eitt
sinn sá eg eina rjúpu koma hátt í
lofti úr suðaustri, að brattri aust-
urbrún Kinnarfjalla, Hrafnsstaða-
öxl. Stefna hennar var, það lítið eg
sá, sem næst írá Bláfjalli suðvestan
við Mývatn. Ef hún hefur komið
beint Jiaðan, ein alla leið, vil eg
segja, að henni liafi })á svipað til
Vigfúsar á Hreðavatni, Jsess mikla
ferðagarps. Þó ber eg virðingu fyr-
ir báðum.
Hvert flýgur rjúpan?
Hvað verður þá af rjúpunum, cf
Jrær fara að leyta að snjó, og
hverfa?
Því er erfitt að svara, en ágizkan-
ir má reyna að gera.
Rjúpurnar íljúga gjarnan af stað
í ljósaskiptunum kvölds og morgna,
og steína helzt á fjöll, sem fjar-
lægðin gerir blá og sólin gerir björt,
á meðan hún skín. Fjöll í aust-
lægri átt eru því girnileg á kvöld-
in, en ólíklegra að })ær fljúgi þá
mjög langt, því ])á eru Jreirra mat-
málstímar og myrkrið kemur íljót-
lega. En að margni eru þær ójrreytt-
ar og sarpurinn Jiyngir J)ær minna.
Þá verður frekast fyrir vali J)að
fjall til vesturs, sem hæst ber, og
sólin skín fyrst á. Svo getur tekið
við hvert fjallið af öðru; ef })ær eru
farnar að leyta að snjó á annað
borð, er líklegt að ])ær noti vel
fyrri hluta dags, en síðdegið meira
til matfanga að venju. Flughraði
rjúpna er mikill, })ó þolið sé tak-
markað. ísland er þeim ekki stórt
til yfirferðar í allmörgum sprett-
um, og eí })ær fljúga mest á morgn-
ana og árdegis, óttast eg að þær
lendi flestar út á norðasta hluta
Haukur Ingjaldsson.
Vestíjarða. Þar bíður þeirra mesta
hættan, að fara af landi burt. Eg
meina ekki beinlinis Grænland,
lieldur hafisinn.
fsjakar hvíldarsíaðir.
Það er hreint ekki sjaldgæít að
heyra útvarpið vara sjómenn við
hafísjökum norðvestur af Vestfjörð-
um. „Landsins forni fjandi" er þar
oft á sveimi, strjálli nær Islandi,
réttari norðar og vestar, upp að
ströndum Grænlands.
Fjalljaki sem gnæfir úr hafi í
töluverðri Ijarlægð er oft mjög
svipaður litlu, bröttu fjalli, sem
svo er fannbarið að hvergi sér á
dökkan díl. Er ])að ekki einmitt
áað, sem rjúpurnar hafa verið að
leita að, og er nokkuð eðlilegra en
að J)ær fljúgi Jiangað? Eílaust verða
rær íyrir vonbrigðum með hag-
lendið á eyjunni Jieirri. En ef írost-
laust er, sem gera má ráð fyrir, get-
ur fjalljaki veitt Jreim annað, öllu
nauðsynlegra, gott drykkjarvatn,
ósalt og tært, komið ofan úr liá-
jöklum Grænlands. Og því ekki að
halda svo áfrám, ])egar búið er að
blása mæðinni, til norðvesturs á
meðan sólin skín í suðaustri, ef
einhverjir fleiri jakar sjást.
Á sögufrægum leiðum.
Þá má og nefna það, að talið er:
ið sjá megi af hæstu fjöllum Vest-
íjarða til fjallatinda á austurströnd
Grænlands, Jregar bjartviðri er sem
bezt. Rjúpur sjá eflaust vel yfir
langleiðir, ef til vill lieldur betur
en menn, eða svo hefur mér virzt.
Það má ætla, að rjúpum sýnist
Grænlandsfjöll girnileg við árdegis-
sól í ljósblárri móðu fjarlægðarinn-
ar. Þó má líka ætla og vona, að Jrær
noti hafísinn, ef kostur er, íyrir
hvíldarstaði, })ví án hans vantreysti
eg ílugjroli J)eirra. Mér hefúr sýnzt,
að Jregar valurinn eltir þær sé J)að
ekki mjög mikið. Hitt þykjumst
við vita margir, að óragar séu þær
að Iljúga yfir sjó, eins og til Gríms-
eyjar, rúma 40 kílómetra.
Væntanlega bíða þeirra rjúpna
margar hættur, sem lara út á haíís
norður af Vestíjörðum. Mikil bót
gæti jrað verið, ef Jiar væru rjúpur
sem fengið hefðu grun um land í
vestri eða norðvestri frá Vestfjörð-
um. Þá mundu jiær reyna að taka
forustuna, og leiða flokkinn sem
mest þangað. Trúlegt er að fugla
hópar eigi sér oft foringja á lang-
leiðum, sem ráði stefnunni. En
fylgja rjúpurnar })á sínum foringja?
Þær eru íslendingar, skyldu ekki
einhverjar taka sig út úr, og fara
til norðausturs í hafísinn. Það þarf
ekki að skrá sögu þeirra.
Það hefur líka fyrr gengið erfið-
lega að fara yfir Grænlandshaf.
Fyrir um 980 árum segir sagan að
35 skip hafi lagt til hafs og siglt
vestur frá Breiðaíirði og Borgar-
firði. 14 skip komust til Grænlands.
Hin týndust sum, en önnur sneru
aítur.
Þó ber ljóma íslenzkrar sögu yfir
leiðir Jreirra Eiríks og Leiís enn
dag.
Bið þig, Guðni frændi, að afsaka
lengd og galla Jressa bréís, og kveð
})ig og aðra, sem lesið hafa, með
vinsemd og virðingu.
Haukur Ingjaldsson.
Lof tf erðasam nin gur
Gerður hefur verið Loftferða-
samningur milli íslands og Sví-
)jóðar og verður hann væntan-
lega undirritaður innan skamms.
Af samningi þessum leiðir að
áætlunarflug Loftleiða til Sví-
rjóðar, sem hingað til hefur far-
ið fram samkvæmt bráðabirgða-
leyfum, hefur nú verið ákveðið
samningi milli landanna. Jafn-
framt hefur náðst samkomulag
um þau vandamál, sem rædd
voru og snerta ísland annars veg-
ar og Danmörku, Noreg og Sví-
)jóð hins vegar. Geta Loftleiðir
)ví í loftflutningum sínum til
Norðurlanda framvegis notað
hinar nýju Cloucjmasterflugvél-
ar sínar, Leif Eiríksson og Snorra
Sturluson, í stað skymastersflug-
vélanna.
Færeyskur freðfiskur
Nýtt, brezkt fyrirtæki, Grims-
by Fish Merchants Ltd., hefur
gert samning við Færeyja Fiska-
öla um að annast alla sölu á
hraðfrystum fiskflökum á Bret-
landseyjum fyrir Færeyinga. —
Brezka fyrirtækið sendi nýlega
tvo menn til Færeyja til að ganga
frá áætlunum viðvíkjandi samn-
ingi þessum og skoða fisk og
vinnslustöðvar. Menn þessir voru
mjög hrifnir af færeyska fiskin-
um og nýjum fiski. Einnig sögðu
peir, að frystihúsin væru mjög
vel úr garði gerð, og hreinlæti
sérlega gott. Fiskurinn verður
seldur undir vörunafninu „Tjald-
ur“, en þessi uppáhaldsfugl Fær-
eyinganna verður eins konar
vörumerki á hverjum pakka.
(Fishing News 11. marz 1960.)
Sjóvinnmiámskeiðiii
Æskulýðsráð Reykjavikur
vinnur mjög merkilegt starf með
sjóvinnunámskeiðum sínum. Þar
er unglingunum kennd ýmis
sjóvinnustörf og rétt handtök
við ýmislegt það, sem unnið er á
sjónum. Áhugi hefur verið mik-
ill á þessum námskeiðum, og tel-
ur forstöðumaður þess, Hörður
Þorsteinsson, að 50% af náms-
sveinunum muni leggja fyrir sig
sjómennsku í framtíðinni. Ber
mjög að þakka þeim mönnum,
sem staðið hafa fyrir því, að
þessi rétta leið skuli hafa verið
farin, og er vonandi, að aukning
verði á þessari starfsemi.
Heimili og skóli
Fyrsta hefti þessa árs af upp-
eldismálaritinu HeimiH og skóli
er komið út.
Ritstjórinn, Hannes J. Magn-
ússon skólastjóri, skrifar: Trúin
á fræðsluna, minningargreinar
um Ingimar Eydal og Gísla Gott-
skálksson, afmælisgreinar um
Magnús Pétursson og Steinþór
Jóhannsson sjötuga og ennfrem-
ur greinina Erfið börn. Þá skrif-
ar Jónas Pálsson sálfræðingur
um sérkennslu í lestri og fram-
hald er á merkilegum greina-
flokki, Hvers megum við vænta
af hörnum á mismunandi ævi-
skeiðum? og margt fleira er í
ritinu. *