Dagur - 12.11.1960, Side 5
4
5
...... ..........................................-.......................>
STJÓRNIN STENDUR EIN
f SUMAR voru um land allt sam-
þykktar áskoranir til ríkisstjórnar-
innar um að hvika hvergi fyrir Bret-
um í landhelgismálinu en halda fast
við yfirlýsta stefnu allra stjórnmála-
flokka og sjálfs Alþingis í þessu máli.-
Hver einasta þessara yfirlýsinga og
áskorana, sem umjantekningarlau.su
fylgi áttu að fagna á hverjum stað,
var tvímælalaus stuðningur fyrir
ríkisstjórnina og sá bczti stuðningur,
sem í nokkru máli er hægt að veita
nokkurri ríkisstjórn utan Alþingis-
kosninga.
Blöð og útvarp fluttu þessar fregn-
ir og almenningur fagnaði þeim. En
höfuðblað ríkisstjórnarinnar, Morgun-
blaðið, henti þeim öllum í ruslakörf-
una í stað þess að birta þær með gleði.
Aðeins ein óveruleg undantekning
fannst í öllum þeim aragrúa áskor-
ana, sem blöðum landsins voru send-
ar til birtingar. Fyrir henni var Morg-
unblaðið opnað. Það þandi fyrirbærið
yfir þvera síðu. Síðan fékk Morgun-
blaðið nokkra skipstjóra til að lýsa
því yfir, að semja yrði um landhelgis-
deiluna. Sama blað fékkst ekki til að
birta eina einustu skelegga grein um
málstað íslands og skýlausan rétt til
útfærslu fiskveiðitakmarkanna og að
íslendingar hefðu ekki við neina að
semja í þessu niáli og hefðu unnið
ótvíræðan sigur þrátt fyrir oflbeldi
einnar þjóðar. Menn setti hljóða er
allt þetta blasti við og ríkisstjórnin
settist jafnframt að samningaborði
við þá, scm óvirt höfðu reglugerðina
um 12 xmlurnar. Vitnisburður skip-
stjóranna var birtur á meðan íslenzka
og brezka nefndin léku sér að fjöregg-
inu. Aðalmálgagn ríkisstjórnarfnnar
lét eina hjáróma rödd og vitnisburð
örfárra skipstjóra tala sínu máli. Allir
sáu og skildu hvað raunverulega var
að gerast. Ríkisstjórn fslands sat á
svikráðum við hinn íslenzka málstað
og virtist reiðubúin að fórna lands-
réttindum. En jafn ljóst var það, að
þessi ólánssama ríkisstjórn stóð ein
um þessar fyrirætlanir. Vilji þjóðar-
innar var ekki lengur hennar vilji.
Ríkistjórnin sló á framrétta hönd
fólksins, lítilsvirti hinn einhuga bar-
áttuvilja þess fyrir einhverju mikil-
vægasta framtíðarmálinu og skopað-
ist jafnvel að, svo sem mcð því að
kalla það „samsafn fífla“ og sam-
þykktir þess einskis virði.
Þetta var undanfari þess, sem nú
er fram komið. Sjálfstæðisforystan er
búin að játa á sig samninga við Breta
og reynir nú með fundahöldum að
friða flokksmenn sína og Iáta þá
sætta sig við svikin.
Ef ríkisstjórnin afsalar réttindum
í hendur erlendra þjóða, eru það
landráð. Ef ríkisstjórnin lætur undan
Bretum, fellst hún um leið á það sjón-
armið, að þjófur, sem búinn er að
stela miklu og um Iangan tíma, hafi
öðlazt sögulegan rétt til að stimda
sömu iðju nokkurn tíma í viðbót.
Ekki er hægt að viðurkenna þjófnað
á öllu áhrifaríkari hátt og ekki hægt
að leggjast hundflatari fyrir erlendri
þjóð. Ekkert getur spornað við yfir-
vofandi hættu, nema ákveðinn þjóð-
arvilji, sem lætur bæði heyra og sjá
r -» hvað hann vill. En öll reynum við að
trúa og treysta svo gæfu þjóðarinnar,
að betur fari en nú horfir.
| Emilía Sigurðardóttir frá Brettingssföðum
FIATEYJARDALUR í Suður-
Þingeyjarsýslu hefur verið ó-
byggður síðan árið 1953. Brett-
ingsstaðir voru síðasta býlið
þar um árabil, tvö heimili. Ábú-
endur annars vegar voru Eme-
lía Sigurðardóttir og Gunnar
Tryggvason, hins vegar Petrína
Sigurgeirsdóttir og Þórhallur
Pálsson. Önnur af tveim síð-
ustu húsfreyjum í Flateyjardal
er nýlátin, Emelía Sigurðar-
dóttir. Petrína Sigurgeirsdóttir
hefur átt við þungbæra van-
heilsu að búa um skeið.
Emelía Sigurðardóttir and-
aðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 30. marz sl.
Eg hafði vænzt þess, að ein-
hver mér færari yrði til þess
að minnast þessarar mætu
konu á opinberum vettvangi.
En ég veit ekki til að það sé
enn orðið. Þessi fáu orð og fá-
tæklegu rita ég í von um það,
að Emelía Sigurðardóttir myndi
taka viljann fyrir verkið, svo
og vinir hennar og vandamenn.
Emelía var dóttir hjónanna
Lovísu Guðmundsdóttur og
Sigurðar Hrólfssonar skip-
stjóra. Þau bjuggu lengi að
Jökulsá á Flateyjardal. Sigurð-
ur Hrólfsson var skipstjóri á
hákarlaskipum um áratugi, al-
kunnur atorkumaður, harð-
fylginn og hagsýnn. Hann varð
aldrei fyrir neinu tjóni af skip-
um, missti aldrei mann í öllum
sínum svaðilförum. Má þó
nærri geta að hákarlaskipin
hafa oft hreppt hörð veður og
mikið hafrót, því að þeim var
haldið úti á þeim árstíma þegar
allra veðra var von. En gæfa
Sigurðar Hrólfssonar var mikil.
Hann sigldi að lokum skipi og
áhöfn heilu í höfn með mikinn
feng, samanborið við aðra, er
sömu atvinnu stunduðu.
Áreiðanlega hefur mjög reynt
á krafta húsfrú Lovísu að Jök-
ulsá, andlega og líkamlega, þar
eð á herðum hennar hvíldi for-
sjá heimilisins mánuðum sam-
an að meira eða minna leyti,
meðan maður hennar var á
sjónum. Mun hún ekki hafa
vitað langtímum saman, hvort
skip manns hennar og skips-
höfn var ofansjávar eða neð-
an. En ekki heyrðist þess get-
ið að hún léti bugast í sínum
þrekraunum.
Emelía Sigurðardóttir fædd-
ist að Brettingsstöðum í Flat-
eyjardal 5. október 1893, en ólst
að mestu upp að Jökulsá í
sömu sveit. Árið 1924 giftist
hún Gunnari Tryggvasyni og
reistu þau þá þegar bú að
Brettingsstöðum. Þar bjuggu
þau síðan samfleytt þar til þau
fluttu til Akureyrar haustið
1953 og reistu þar heimili á-
samt börnum sínum, þeim er
enn voru í foreldragarði.
Óhætt mun að segja, að E-
melíu og Gunnari hafi búnazt
vel á Brettingsstöðum. Munu
þau hafa komizt þar í allgóð
efni. Hagsýni og dugnaður
héldust í hendur. Aldrei var
setið auðum höndum. Gunnar
Tryggvason var alkunnur dugn-
aðarmaður og atorku og mun
hvergi hafa verið eftirbátur
annarra bænda á Flateyjardal
um framkvæmdir, ræktun,
húsabyggingar o. s. frv. Auk
þess mun Gunnar hafa sótt sjó-
inn af kappi um skeið. Rafstöð
reistu ábúendur jarðarinnar og
mun hún hafa nægt til þarfa
heimilanna að Brettingsstöðum.
Fleira mætti telja, þótt ekki sé
hér getið.
Snemma á búskaparárum
ungu hjónanna dró bliku á loft
yfir Flateyjardal. Fólki og
heimilum fækkaði í sveitinni.
Mátti þá fljótt sjá hvað verða
vildi. Að lokum eyddist byggð
í dalnum sem fyrr segir. Þar
er kafli úr sögu þelriri, sem
átt hefur sér stað í ýmsum
byggðum fslands síðustu ára-
tugina — í eyjum, útnesjum og
dölum. Enginn sér fyrir hve
löng þessi saga verður eða
hvernig hún endar.
Ábúendur Brettingsstaða
stóðu lengst gegn straumnum
allra íbúa dalsins. Má segja að
þar var setið meðan sætt var.
Vegleysur á landi hafa ef til
vill átt sinn þátt í hvernig fór.
En svo fór þó, að vegur var
mældur um Flateyjardalsheiði
til Flateyjardals. En það var
um seinan. Það gerðist sama
sumarið og síðasta fólk-ið flutti
úr dalnum.
Síðan reis heimili þeirra Em-
elíu og Gunnars á Akureyri.
Þar höfðu þau búið sér hinn
bezta samastað. Miklir örðug-
leikar voru yfirstignir og allt
virtist leika í lyndi. En þá kom
kallið fyrr en varði, kallið, sem
allir vei'ða að hlýða, þegar það
kemur. Húsfreyjan var hrifin
burtu fyrirvaralaust, svo að
segja.
Emelía Sigurðardóttir var að
vísu roskin kona er hún andað-
ist. Þó mun fráfall hennar hafa
komið flestum á óvart. Enn
virðist tími til stefnu, þótt
nokkuð sækist á sjötugsaldur-
inn. En „dauðinn er lækur, en
lífið er strá“. Við vitum þetta
að vísu, en þó leiðum við hug-
ann að jafnaði sem minnst að
því, hversu flest er fallvalt.
„Gott væri enn að lifa„‘ sagði
Guðmundur Ormsson, forðum,
er hann ungur að árum, sá fyrir
dauða sinn, óumflýjanlegan, á
næstu augnablikum. (Svínfell-
inga saga). Menn sjá ekki fyrir
dauða sinn eða annarra yfir-
leitt, hvenær hann ber að hönd-
um. Með því er þeim auðsýnd
mikil líkn, því að flestir bera
í brjósti geig gagnvart dauðan-
um, dulbúinn ef til vill að
meira eða minna leyti. Og hve-
nær sem hann virðist standa
fyrir dyrum, okkar eigin dyr-
um eða þeirra, sem okkur
standa næstir, þá kjósum við
að jafnaði frestinn. Þetta er lög-
mál heilbrigðs lífs. Og hvenær
sem dauðinn kallar, einkum ef
það er óvænt, verður okkur á
að spyrja: Hvers vegna svona
fljótt?
Á æskuárum Emelíu Sigurð-
ardóttur var skólaganga barna
og unglinga hverfandi lítil,
samanborið við það sem nú er.
Hún mun á barnsaldri hafa not-
ið kennslu Jóhannesar Bjarna-
sonar í Flatey nokkrar vikur.
Síðar var hún á Akureyri einn
vetur við saumanám. Þá er
skólanám hennar talið. En hún
var hlutgeng engu að síður
hvar sem var. Störf og skyldur
rækti hún ávallt með ágætum.
Heimili sínu vann hún ávallt
eftir mætti. Sambúð hjónanna
var farsæl. Börnum og öðrum
heimamönnum sýndi hún mikla
umhyggju. Og í sveit sinni og
bæ naut hún vinsælda og
trausts.
Það þarf ávallt töluvert til að
afla sér trausts og vinsælda
samborgara sinna. Þeir, sem
blindír eru af sjálfselsku og
sjá i einu og öðru oft ekki
annað en eigin hag, eiga oft
furðu örðugt uppdráttar. Það
er eins og þeir séu alltaf að
villast á hjarni. Emelía Sigurð-
ardóttir fyllti ekki flokk slíkra
manna. Dugnaður hennar, til-
litssemi, hjálpfýsi til handa
þeim, sem miður máttu sín, öfl-
uðu henni álits og virðingar.
Ber þetta ekki vott um
menntun? Víst er það svo. Og
hún er meifa verð en sumar
bóklegar menntir, án þess að
hér sé gert lítið úr þeim.
Landleiðin til Flateyjardals
liggur um Flateyjardalsheiði úr
Fnjóskadal, langan veg og snjó-
þungan mikinn hluta árs. Þótt
aðdrættir til Flateyjardals færu
að mestu fram á sjó, var þó
oft yfir Flateyjardalsheiði far-.
ið. Meðal annars lá leið gangna-
manna þar um á haustin og
liggur enn, er þeir leggja af
stað í leitir í misjöfnum veðr-
um og færð.
Nú er komið að tómum kof-
um í Flateyjardal, og þó ekki
alls staðar að kofum, því að á
sumum jörðum standa reisuleg
steinhús. (Brettingsstaðir, Jök-
ulsá). Áður fengu hraktir menn
svangir og þreyttir, aðhlynn-
ingu hvar sem komið var í dal-
inn. Að lokum voru Brettings-
staðir þrautalendingin þegar
öll hin. heimilin voru fallin.
Emelía og Gunnar á Brett-
ingsstöðum voru miklir gest-
gjafar í orðsins fyllstu merk-
ingu, fyrst og fremst gangna-
manna á haustin, svo og ann-
arra, er að garði bar. Sömu
risnu héldu þau og, er til Akur-
eyrar kom. Hús þeirra stóð þar
ávallt opið gestum og gangandi.
Húsfrú Emelía mun á Brett-
ingsstöðum hafa átt margar
vökunætur og starfa vegna
gesta sinna.
Vökunætur á heimilinu.
Vegna hvers? Jú, það þurfti að
vinna ferðamönnum beina er
þeir komu úr hrakningum af
heiði eða sjó. Það þurfti að
þurrka föt þeirra áður en þeir
lögðu upp á ný. Ef til vill gengu
húsráðendur úr rúmum sínum
vegna gestanna og aðrir heima-
menn. Allt snerist um þá með-
an dvöl þeirra varði. Hundum
og hestum var ekki gleymt,
væru þeir með ferðamönnum.
Þjónustan var talin sjálfsögð og
innt af höndum með ánægju.
Þetta var stórviðburður í lífi
fólksins í dalnum. En borgunin
fyrir erfiði og önnur útlát?
Hennar var aldrei krafizt og
hafnað, ef hún stóð til boða.
Emelía Sigurðardóttir hafði
unun af kveðskap og lagði all-
mikla stund á ljóðagerð. Hún
mun hafa látið eftir sig mikið
af vísum og kvæðum, þótt lítið
af því léti hún birta. Hún mun
á yngri árum oft hafa kastað
fram stökum, glettnisvísum og
gamanyrða. Síðar kennir meiri
alvöru. Skömmu fyrir andlát
sitt verður henni að orði meðal
annars, er hún hugsar um ólán
mannkynsins vegna styrjaldar-
æðisins, sem þjáð hefur það frá
upphafi vega:
„Af mildi ef mannvitið stjórn-
ast, — þá margtryggður friður-
inn er. — Öll tortryggni, hefnd
og allt hatur — úr heiminum
sjálfkrafa fer.
Og undir ævilokin er horft
fram í trú og trausti á æðri
mátt og miskunn:
Á lifsins vegum, lífsins faðir,
vort líf í þinni hendi er,
um daga, ár og aldaraðir
þín elska og náð ei breytir sér.
Þótt ýtt sé fari á feigðar Dröfn,
er fleyi stýrt í ljóssins höfn.
Börn Emelíu og Gunnars eru
þessi: Sigurður vélstjóri, bú-
settur á Akureyri, Tryggvi,
skipstjóri, búsettur á Akureyri,
kvæntur Heiðbjörtu Björns-
dóttur, Óli, verkamaður á Ak-
ureyri, Ingveldur, ljósmóðir í
Framhald á 6. siðu.
1111111111111111111111111
1111111111111111
Jóhannes Jónasson 75 ára
Jóhannes Jónasson.
JÓHANNES JÓNASSON, fisk-
matsmaður og verkstjóri Eyr-
arlandsvegi 20 á Akureyri, varð
75 ára þann 8. nóvember. Hann
er Þingeyingur að ætt, fæddm'
í Yztu-Vík á Svalbarðsströnd
en hefur átt heima á Akureyri
síðan 1907 og hefur reynzt hinn
mætasti maður.
Sem unglingur dvaldist hann
við nám og starf hjá séra Jónasi
á Hrafnagili eitt ár og víðar
dvaldi hann í Eyjafirði. Þegar
hann fluttist til Akureyrar, fór
hann fyrst til Magnúsar Krist-
Gunnar Jónsson
skipasmíðameistari
- MINNINGARORÐ -
HINN 27. okt. s. 1. andaðist í
Reykjavík Gunnar Jónsson,
skipasmíðameistari, og var jarð-
sunginn þar 4. þ. m.
Gunnar var fæddur að Hlé-
skógum í Höfðahverfi 1. apríl
1899. Foreldrar hans voru hjón-
in Jón Þórarinsson, bóndi frá
Sigluvík og Helga Kristjánsdótt-
ir frá Végeirsstöðum. Með þeim
flutti Gunnar á barnsaldri vest-
ur í Dýrafjörð og ólst þar upp.
Ungur fór Gunnar til Reykja-
víkur, nam þar skipasmíði og
lauk sveinsprófi árið 1919. —
Árið 1923 fluttist hann til Ak-
ureyrar og rak skipasmíða- og
ski,paviðgerðastarfsemi þar og
um tíma á Siglufirði um 16 ára
skeið. — Ár-ið 1940 réðist hann
til Kaupfélags Eyfirðinga, sem
forstöðumaður nýrrar skipa-
smíðastöðvar, sem félagið kom
þá á fót. — Árið 1952 varð hann
að láta af störfum sakir heilsu-
brests, flutti nokkru síðar til
Reykjavíkur og bjó þar síðustu
æviárin.
Árið 1921 kvæntist Gunnar
Ingibjörgu Ásbjörnsdóttur frá
Hvammi við Dýrafjörð. Eru
börn þeirra tvö: Bára, gift í
Reykjavík og Tryggvi, skipa-
smíðameistari á Akureyri, er
tók við starfi föður síns hjá
Skipasmíðastöð K.E.A. — Ingi-
björg lézt árið 1932. Gunnar
kvæntist aftur Sólveigu Þórðar-
.dóttur frá Kolbeinsstöðum í
Hnappadalssýslu. Börn þeirra
eru fjögur: Anna Lísa og Hall-
dóra, giftar í Reykjavík, Gunnar
og Helga, er bæði dvelja hjá
móður sinni í Kópavogi. — Áð-
ur en Gunnar kvæntist átti
hann son, Ólaf, sem nú er
málmsteypumaður, og býr í
Kópavogi.
Hér hefir verið stiklað á
stóru í æviágripi merks manns,
taldar nokkrar almennar stað-
reyndir, sem þó segja fátt um
líf mannsins, starf hans og leik,
sorgir hans og gleði, — vonir
hans sem ýmist rættust eða
brugðust.
Hver sá, er flytur til hinna
ókunnu heimkynna tekur með
sér sinn eigin hugarheim, sem
enginn fær skyggnzt í, mikla
sögu sem sjaldnast er i letur
færð, og þeir sem eftir lifa
þekkja ekki nema að litlu leyti.
— Því er það, að fáein minning-
ar- eða kveðjuorð verða þess
aldrei megnug að varpa skíru
Ijósi á vegferð hins látna.
Gunnar skipasmiður var vel
þekkt nafn hér á Akureyri um
tugi ára. Þegar þetta nafn var
nefnt, skynjaði maður vaskleg-
an atgjörvismann, óvenjulega
hæfan í sinni starfsgrein, prúð-
mannlegan og glaðlyndan.
Ég átti þess kost að vera sam-
starfsmaður hans um nokkurra
ára skeið' óg minnist þeirra
kynna, með. sérstakri hlýju. —
Var það á þeim árum sem hann
stjórnaði skipa- og bátasmíðum
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. —
Ólíklegt þyk'ir mér það, að fé-
lagið hefði lagt í þessa starf-
semi ef Gunnar hefði ekki verið
annars vegar til þess að veita
fyrirtækinu forstöðu. Er það
ótvírætt, að hann hafði séx-staka
þekkingu óg húgkvæmni til að
- bera á allri gerð og sjóhæfni
skipa, ennfremiu- var smekk-
vísi hans og vandvirkni við
brugðið. — Stærsta verkefni
Gunnars var vélskipið „Snæ-
fell“, sem nú er orðið 17 ára
gamalt. Gerði hann bæði upp-
drætti alla að skipinu og ann-
aðist alla stjórn á byggingu
þess. Var það stærsta skip sem
til þess tíma hafði verið byggt
á íslandi og sýnir enn, að vel
var fyrir öllu séð, enda hefir
skipið reynzt sérlega vel og
verið happasælt.
Samstarfsmenn Gunnars virtu
hann mjög og var Ijúft að taka
leiðbeiningum hans og verk-
stjórn.
Minnist ég þess hve gott var
að vinna með honum, leita til
hans upplýsinga og ráðfæra sig
við hann. — Alltaf var hann
æðrulaus og öruggur um það,
hvaða stefnu væri réttast að
taka í hverju því vandamáli,
sem að höndum bar.
Hin síðai’i ár þjáðist hann af
sjúkdómi, sem greip hann
heljartökum. Okkur, sem þekkt-
um Gunnar, þótti hryggilegt að
sjá hve skjótlega orku hans og
afli var burtu kippt. Þrekmað-
urinn alkunni var allt í einu,
á bezta starfsaldri, heltekinn af
vanmætti og hrörleika. — Slíkt
er erfitt að sætta sig við, en
engin bót um að fást.
Þegar svo er komið eru vista-
skiptin fagnaðarefni. Þótt Gunn-
ar sé horfinn héðan, lifir hann
í hugum okkar. Þar geymist
minningin um ágætan dreng.
Eiginkonu og börnum Gunn-
ars votta ég djúpa samúð.
Gísli Konráðsson.
jánssonar, síðar ráðherra, og
Dómhildar konu hans, enda ná-
skyldur báðum, og vann þar við
verzlun, fiskverkun og ýms önn-
ur störf í meira en áratug.
Jóhannes vann síðan hjá Jak-
obi Karlssyni við fiskverkun og
skrifstofustöi'f einnig. En lengst
vann Jóhannes hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga eða nokkuð á þriðja
áratug. Hann var löngum verk-
stjóri, til dæmis við byggingu
stórhýsisins, þar sem enn eru
aðalskrifstofur og verzlanir fé-
lagsins. Fiskmatsmaður var Jó-
hannes fyrir Norðurland frá
1931 og þar til starfsemi þeirri
var breytt með lögum. Síðan
1951 hefur svo Jóhannes verið
verkstjóri hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa h.f. og er enn.
Hlutgengur var hann í félágs-
málum, var einn af stofnendum
Leikfélags Akureyrar og kunn-
ur leikari um fjölda mörg ár,
í bæjarstjórn Akureyrar fyrir
Framsóknarflokkinn sat hann
allmörg ár og líka varamaður,
var fátækrafulítrúi á Akureyri
þar til Sveinn heitinn Bjarna-
son tók við því starfi, svo nokk-
uð sé nefnt.
Kona Jóhannesar var ekkjan
Gunnlaug Kristjánsdóttir, og
lézt hún fyrir fáum árum. Son-
ur þeirra hjóna er Mikael, for-
stöðumaður Byggingardeildar
KEA, og fóstursonur Magnús
Kristinsson, rafvirki, Akureyri.
Auk þess átti Gunnlaug 3 börn
af fyrra hjónabandi.
Jóhannes Jónasson er greind-
ur maður í bezta lagi, marg-
fróður og minnugur. Hann er
gæddur ríkri kímnigáfu og
breiðir hana stundum yfir heita
geðsmuni.
Sjötíu og fimm árin ber Jó-
hannes vel, er fullur áhuga og
ann sér engrar hvíldar. Þessa
dagana vinna 20—30 manns
undir verkstjórn hans á Fisk-
verkunartsöð ÚA, stundum hef-
ur sá hópur verið á annað
hundrað
Hvort sem Jóhannes er á
hestbaki eða hann heldur á
hamri eða sög, situr í bæjar-
stjóm, stendur á leiksviði,
stjórnar fiskverkun eða heldur
uppi samræðum í vinahópi, er
rúm hans vel skipað.
Jóhannes er virtur maður og
vinsæll, enda góður drengur.
Blaðið sendir honum beztu
afmæliskveðjur. □
Jóhannes
Jónasson
Heill sé þér heiðursmaður!
Hugreifur ertu og glaður.
Ekki getur hún Elli
ennþá lagt þið að velli,
á þér nær engu taki,
enn ertu réttur í baki.
Brautina bröttu gengið,
barizt og sigur fengið.
!Þú ert vökull og virtur,
vonnaður grómi firrtur.
Birtan, hún bregst þér eigi,
bjartsýnn á hverjum degi.
Gengur á hólm við hættur,
hjálpar þér góður vættur.
Göfugan áttu anda;
ótal leyst hefur vanda.
Hjá þínum andans arni
enginn stendur á hjarni.
Gifta þín fær ei að falla,
farsælan má þig kalla.
Þú ert léttur í lundu,
Ijúfur á hverri stundu,
hefur margt örðugt unnið,
aldrei frá skyldum runnið.
Þú ert þrautgóður maður,
þolinn og vinnuglaður.
Vaskleika þinn og vilja
verður örðugt að hylja.
Fylgir ei fölskum glaumi,
flýtur ei undan straumi.
Æskunnar maður ertu
aldurshár þó að sértu.
Verndi þig vættir góðar,
vökular dísir og hljóðar.
Aftansólin þig signi
sómamaðurinn hyggni.
Lýsi þér ljósið bjarta,
ljómi gegnum þitt hjarta.
Er flyturðu frá þessu landi
fylgi þér drottins andi.
Sigurður Sveinbjörnsson.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIII
lllllllllllllll
111111111111111111111111111111»,'
Haraldur Þorvaldsson 75 ára
HARALDUR ÞORVALDSSON
verkamaður á Akureyri varð
75 ái-a 9. nóvember. Hann er
fæddur að Finnastöðum í
Hrafnagilshreppi. Foreldrar
hans voru hjónin Þorvaldur
Jónsson og Anna Jónsdóttir,
bæði af eyfirzkum ættum. Móð-
irin lézt er hann fæddist. Syst-
kini hans eru: Guðný, var bú-
sett á Skagaströnd, en dáin,
Jón, lengi kjötbúðarstjóri á
Akureyri og Ásgeir, fyrrum
bóndi að Sólborgarhóli. Fjög-
urra ára fór Haraldur til Helgu
Pálsdóttur á Botni í Hrafnagils-
hreppi. En hún var þá nýlega
orðin ekkja eftir Sigurð á
Hrafnagili, föður Magnúsar á
Grund. Á 11. árinu hafði Har-
aldur vistaskipti og fór til Ní-
elsar Sigurðssonar bónda á
Halldórsstöðum í Saurbæjar-
hreppi og dvaldi lijá honum um
6 ára skeið. Enn var Haraldur
á ýmsum stöðum í Eyjafirði,
meðal annars hjá Magnúsi á
Grund og Hannesi í Hleiðar-
garði.
Árið 1910 kvæntist hann Ó-
löfu Sigurðardóttur frá Litladal
í Saurbæjarhreppi, og árið eft-
ir hófu þau búskap á Eyvind-
arstöðum í Sölvadal, á hálfri
jöi'ðinni á móti Guðjóni Jóns-
syni, föður Ketils á Finnastöð-
um og þeirra bræðra. Árið 1920
fluttu Haraldur og Ólöf að Kífs-
á í Glæsibæjarhreppi og þaðan
fluttu þau til Akureyrar árið
1926. Hai’aldur missti konu sína
árið 1941. Börn þeirra eru: Sig-
urlína, gift Sigtryggi Þorsteins-
syni fyrrum deildarstjói'a,
Framliald á 7. siðu.
Jórunn Anfonsdófiir
- MINNINGARORÐ -
Þann 10. maí í vor, var til
moldar borin að Upsum í
Svaríaðardal Jórunn Antons-
dóttir húsfi-eyja að Sandgerði,
Dalvík.
í erli dagsins hefur það far-
ið svo, að ég hef ekki komið
því í framkvæmd að minnast
Jórunnar á pappírnum, þótt
hugur minn hafi oft dvalizt hjá
henni, enda kann ég ekki að
crða tilfinningar mínar til Jór-
unnar svo vel sem ég vildi. En
nú þegar blessuð jólin nálgast,
leita endurminningamar svo
sterkt á hug minn, að ég fæ
ekki orða bundizt, enda var
Jói'unn jólabarn í orðsins fyllsta
skilningi. Fædd var hún um
jclin 1889.
Okkar Jórunnar fyrstu kynni
vcru veturinn 1916, er við vor-
um herbergissystur hér á Ak-
ureyri og fæ ég aldrei fullþakk-
að forsjóninni fyrir það, að láta
leiðir okkar liggja saman. Jór-
unn dvaldi þá hér við nám í
söngfræði og listsaumum, sem
hvorttveggja heillaði hug henn-
ar, enda hafði hún svo fagra
rödd, að ekki ódómbærari mað-
ur á þá hluti en séra Geir Sæ-
mundsson veitti athygli rödd
bennar þegár hann hlustaði á
blandaðan kór hins frábæra
söngkennara svarfdæla Tryggva
Kristinssonar. Sama mátti segja
um handavinnu hennar, hún
vár óvanalega vel unnin. Eg
held að hún hafi verið listræn
á flestum sviðum, enda komin
af listrænu og mjög mikilhæfu
fólki.
Ekki gekk Jórunn á stræti og
gatnamót til að afla sér vina,
hún var mjög heimakær og hlé-
dræg, en næði maður vináttu
hennar get ég, sem þetta rita,
ekki hugsað mér tryggari eða
yndislegri vin. Mér fannst ég
ver nær guði í návist hennar,
svo sterk, göfgandi áhrif hafði
hún á mann, enda engin undur,
því vandaðri sál hygg ég vand-
fundna. Ég held hún hafi aldrei
gjört flugu mein, að ég tali nú
ekki um hve innilega hún fyrir-
leit alla illmælgi enda stór þátt-
ur í lífi hennar að bera sáttar-
orð mili frænda og vina ef hún
taldi þess þörf. Sjálf var hún
svo létt og glöð, að mér er nær
að halda- að engin þrenging
hefði getað dregið hana svo nið-
ur, að hún ætti ekki aflögu sitt
yndislega bros til að gleðja vini
sína með.
Jórunn var gift mætum
manni, Arngrími Jóhannessyni,
sem bar hana á örmum sér. Nú
er hann þrotinn að heilsu og
konumissirinn honum því til-
finnanlegri. En sú er þó bót í
máli, að börn þeirra hjóna
munu ekkert láta ógjört til að
gera honum lífið svo ljúft sem
þau megna.
Fjölskyldutengsl þeirra Sand-
gerðishjóna voru svo sterk og
náin, að naumast varð á betra
kosið.
Ég vil nú, um leið og ég
sendi þessar ofullkomnu línur
frá mér, biðja guð að styrkja
mann hennar, um leið og ég
votta honum og börnum hans,
ásamt öðru skylduliði, mína
innilegustu samúð.
Sjálfri þér, vinkona, þakka ég
af heilum hug ósegjanlegá ynd-
islegar og glaðar samverustund-
ir. Ég treysti því að aftur mæt-
umst við í landi ljóss og friðar
og til þess hlakka ég innilega.
Vertu blessuð og sæl um ei-
lífð alla,
Sesselja Eldjárn.
•illlill IIIIII iiiii IIlllli11111111111111111111111111IIIIIilllllt
f Söngferðir Geysis
KARLAKÓRINN Geysir hef-
ur hefur að undanförnu farið
um Þingeyjarsýslur og sungið
á nokkrum stöðum. Þann 23.
okt. var farið austur í Skúla-
garð í Kelduhverfi og sungið
þar fyrir Keldhverfinga og
nokkra fleiri, því að þangað
komu menn austan frá Þórs-
höfn og frá Grímsstöðum á
Fjöllum.
Aðsókn og viðtökur áheyr-
enda voru með ágætum.
Eftir samsönginn var setzt að
kaffiborði í boði kii'kjukórsins
í Hverfinu, og þar glaðzt við
söng og di'ykk um stund undir
bráðfjörugri stjórn Björns í
Kílakoti.
Á heimleiðinni var komið við
á Húsavík og þar haldinn sam-
söngur við ágætar viðtökur
Húsvíkinga.
Síðastliðinn sunnudag var
enn haldið í austurátt og sung-
ið að Laugum í Reykjadal. Þar
var samankominn fjöldi fólks úr
Reykjadal, ásamt nemendum
Og kennurum skólanna á Laug-
um. Kunnu nemendur sýnilega
vel að meta, þegar Katarína,
þeirra Davíðs og Jóns á Hvanná
var sungin.
Aðsókn var ágæt svo og und-
irtektir. Kaffi var drukkið í
borðstofu skólans áður en söng-
urinn hófst.
Síðan var halcUð að Skjól-
brekku í Mývatnssveit og sung-
ið þar um kvöldið. Aðsókn var
góð og viðtökur frábærar, svo
endurtaka vai'ð meii'ihluta lag-
anna á söngskránni.
Þráinn Þórisson, skólastjóri,
ávarpaði kór og söngstjóra að
samsöng loknum, en formaður
kórsins, Kári Jóhansen, þakk-
aði. Söngstjórinn, Árni Ingi-
(Framhald á 7. síðu.)