Dagur - 05.01.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 05.01.1961, Blaðsíða 8
8 FJÓRIR TOGARAR Ú. A. LIGGJA I HÖFN BLAÐIÐ fór þess á leit við stjóm Útgerðarfélags Akureyringa h.f. í gær, að liún léti í té fréttir af útgerðarmálum félagsins, sem nú er í fjárþröng. Fréttatilkynning félagsins er svohljóðandi: ,Afeð því að áramótaskráning fæst ekki á togara Útgerðarfélags Akureyringa lr.f. nema að staðið verði í skilum með áfallin iðgjöld af tryggingum skipverja hjá Tryggingarstofnun ríkisins svo og ógreidd útflutningsgjöld af ísl’isk- förmum, seldúm erlendis, og þarna er um að ræða meira fé en félagið hefur getu til að leggja út eins og á stendur, hcfur það ekki séð sér fært að koma fjórum tog- urum sínum út á veiðar um sinn. Vonir standa til þess, að innan skamms verði að tillilutan ríkis- stjórnarinnar, greitt úr fjárhags- erfiðleikum sjávarútvegsins yfir- leitt, og muni þá rætast verulega úr jirengingum félagsins. Á meðan aflabrögð og veðurfar Aðafíundur FéSa ! nefnda við ÞRIÐJUDAGINN 25. okt. síð- astliðinn var haldinn í VarS- borg á Akureyri aðalfundur Fé- lags áfengisvarnanefnda við Eyjafjörð. j Á fundinum voru mættir full- trúar frá 8 áfengisvarnanefnd- um í héraðinu og Pétur Björns- son, erindreki áfengisvarnar- í’áðs. | Auk venjulegra aðalfundar- starfa gáfu fulltrúar skýrslur um störf nefndanna og ástand í áfengismálum í hinum ýmsu hreppum. Einkum var rætt um óhæfilega mikla ölvun í sam- bandi við margar skemmtisam- komur, og hvernig ráðin yrði bót á því. ' í skýrslu stjórnarinnar kom fram sú nýjung, að haldin höfðu verið 4 skólamót í hér- aðinu síðastliðinn vetur, að til- hlutan félagsstjórnarinnar og erindrekans. Þessi mót voru á Dalvík, Þinghúsi Glæsibæjar- hrepps, Freyjulundi og Laugar- borg. Ríkti mikill áhugi fyrir því, að halda mótum þessum áfram. ! Félagsstjórnin var endurkos- in. En í henni eru: Valdimar Óskarsson, Davíð Árnason og Eiríkur Sigurðsson. ! Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: ' 1. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að staðfesta nú þegar reglugerðir um löggæzlu á skemmtisamkomum, sem sam- þykktar hafa verið í öllum sýsl- um landsins, og hafa enn ekki hlotið staðfestingu. Og teknar verði til greina óskir lögreglu- manna um að fá afnot lögreglu- bifreiðar við störf sín. 2. Fundurinn felur stjórn sinni að beita sér fyrir því, að haldin verði skólamót á félags- svæðinu á þessu starfsári, þar sem sé rætt um bindindismál og almennt siðferði. Mót þessi séu fyrir nemendur og kennara V öruskipta jöf nuður- inn óhagstæður FYRSTU ellefu mánuði síðasta árs, eða til 1. desemb. 1960, var vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd óliagstæður um 488 miilj. krónur samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu fslands. s r ■ ?■■■ Eyjafjoro barna- og unglingaskólanna og forsjármenn barna og unglinga, kennara þeirra og aðra er til- tækilegt þykir að bjóða á skóla- mótin. Áfengisvarnanefndir annist undirbúning og fram- kvæmd skólamótanna í sam- vinnu við félagsstjórnina og áfengisvarnaráð. 3. Fundurinn þakkar Alþingi fyrir hækkað framlag til áfeng- isvarnaráðs í fjárlögum 1960. Jafnframt lítur fundurinn svo á, að nauðsyn beri til að veita enn meira fé til áfengisvarna, þar sem auka þyrfti áfengis- varnir að mun og áfengisvarna- ráð eykur starfsemi sína með ári hverju. 4. Fundurinn skorar á allar áfengisvarnanefndir á félags- svæðinu að gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess að framfylgt sé sem bezt reglugerð um áfengisvarnanefndir og hafa í starfi sínu samband við félags- stjórnina og áfengisvarnaráð. 5. Fundurin harmar það, að Hótel K.E.A. á Akureyri hefur tekið upp áfengisveitingar og telur, að það verði óheillavæn- legur skóli í drykkjutízku í bæ Og héraði. haldast svipuð og verið hefur að undanförnu, má telja að það sé ekki vænlegt að senda skipin til veiða. — Hins vegar verður leita/t við að ltafa þau tilbúin og verða skiþshafnir á kaupi jrar tif annað verður ákveðið. Þess skaf getið, að gefnu tilefni, að félagið liefur getað staðið full skil á vinnulaunum og leggur megináherzlu á það, að á J)ví verði ekki breyting." | Vinningarnir í f 1 happdrætti KRA j AÐ GEFNU tilefni er hér með vakin athygli á því, að búið er að draga í happdrætti K.R.A. og birta vinningsnúmerin. Enn eru þó ósóttir 2 vinnigar: Flugfar til Kaupmannahafnar nr. 3600 og skrifborð frá Valbjörk nr. 3806. Vinninganna sé vitjað til Harð- ar Svanbergssonar, Hamarsstíg 25, sími 1161. HVAÐ SAGÐI EMIL? f Á R A M Ó T ABOÐSKAP Emils Jónssonar ráðherra segir, að 2% vaxtalækkun og afnám útflutningsskatts geri kleift að hækka fiskverð til sjómanna um 20 aura á kg. Þegar þess er gætt, að út- flutningsskatturinn var G au. á kg, má áætla að vaxtaokur ríkisstjórnarinnar hafi haft um 280 millj. kr. af sjómönn- um. „Vaxtalækkun leyfir fisk- verðshækkun,“ segir Emil. Það er nú loksins svo komið, að afnám „viðreisnarinnar“ bætir hag þegnanna í munni þeirra manna, er mest börð- ust fyrir því að koma henni á áður! Þessa ljósmynd tók Eðvarð Sigurgeirsson á gamlaárskvöld. Jó! og áramóf róleg á Ákureyri TONLEIK AR Lúðrasveit Akureyrar og Lúðrasveit barnaskólanna halda sína árlegu jólatónleika í Akur- eyrarkivkju í kvöld (fimmtu- dag), kl. 8.30. VEÐUR voru mild um áramót, en um jólin hriðaði nokkuð í frostlausu veðri. Samgöngutrufl- anir á landi urðti sums staðar nokkrar, en víðast engar nema á heiöum og fjallvegum. En ísing á síma- og rafleiðslum var fádæma- mikil og olli miklum skemmdum. Á annan jóladag var töluverð ölvun í bænum en ekki slys eða aðrir jreir atburðir af háttsemi manna, sem í frásiigur eru fær- andi. Á gamlaárskvöld voru tólf brennur, er lögreglan liafði veitt leyfi fyrir, og safnaðist að Jreim fjöddi fólks. Unglingar liöfðu að venju sýnt mikinn áhuga fyrir j>ví að safna Jrrennsluhæfum efnum Haspennulína til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar frá Laxárvirkjun GÍSLI GUÐMUNDSSON, Karl Kristjánsson, Jónas G. Rafnar, Bjijrn Jónsson, Garðar Halldórs- son, Magnús Jónsson og Bjartmar Guðmundssoh flytja eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: Tillagan. „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fram fara á ár- inu 1961 nauösynlcgan undirbún- ing til þess, að háspentiulína verði lögð frá Laxárvirkjun til Kópa- skers, Raufarhafnar og Þórshafn- ar á árunum 1962—63, eins og ráð var fyrir gert eða að rafvæðing lilutaðeigandi byggðarlaga verði á a.nnan hátt a. m. k. jafn vel tryggð á sama tíma.“ t£u ára rafvæðingáráætluninni yrði sá, að lögð yrði háspennulína frá Laxárvirkjun (eða Húsavík) austur til Kópaskers, Raufarhaín- ar og Þórshafnar, og raforku dreift frá jjeirri línu. Var [xí jafn- framt gert ráð fyrir, að lína þessi yrði lögð á tveimur síðustu árum tíu ára áætlunaripnar, J). e. á ár- unum 1962—63. Með tilliti til J)ess, sem síðar hefur frarn komið á Alþingi varðandi tíu ára áætl- unina, einkum í fjárlagaumræðum 1959, ])ykir rétt að ríkisstjórninni verði falið að hefja nauðsynlegan undirbúning á árinu 1961, eins.og gert er ráð fyrir í tiflögunni." ilsmynni Búizt við að hann verði opnaður á morgun Úr greinargerð. í greinargerð segir: „Af hálfu raforkumálastjórnarinnar var á sínum tíma gert ráð i'yrir því, að einn þáttur framkvæmda samkv. Skógum 4. janúar. FYRIR NOKKRU féll allmikið snjóflé)ð á milli Skarðs og Litla- gerðis í Dalsmynni, og lokaði j>að véginum algérlegá. Fleiri snjó'flóð féllu í Dalsmynni en öll lítil. F.n vegna snjóflóðahættunnar var að því ráði horfið, að opna Vaðla- lteiði og forðast umferð á hinni leiðinni. f gær og dag var unnið að því að hreinsa végihn ltjá Skarði, og mun J)ví verki verða lokið á morg- un. I fyrrakvöld var áælunarbifreið á leið frá Akureyri til Húsavíkur, en varð frá að hverfa vegna snjóa í Flóanum, því ekki var auðið að fá aðstoð eins 'og þá stóð á- Sneri bifreiðin þá aftur til Akureyrar, en fór austur í gær og þá um Dals- mynni. Ytur tvær, sem þarna vinna lijálpuöu hennt yfir torfærurnar. til að flytja á bálkesti. Brqnnurn- ar í bæn'úm eru skemmtilegar og er sízt ástæða til að amast við þeim. Borgararnir eru oftást mjog hjálplegir við útvegun á brennu- efni og Jíarf því hvorki að snikja eða stela. Brénnurnar þjóna oft sama hlutverkinu og kolamið- stöðvarnar gerðu og gera enn, þar sem þær eru notaðar, þ. e. þær eyða hvers kyns brennanlegu rusli sem ekki er annað með að gera, og gott er að þetta rusl gleðji augað um leið og það hverfur. Mannmargt varð á götum bæj- arins snemma gamlaárskvölds, og bar nokkuð á Jjví, að unglingar legðu smáfarartálma, svo sem kassa og tunnur, á akbrautir. En aðeins á einum stað olli Jietta þó skemmdum. Stigi var lagður fyrir bifreið í Skipagötunni og liemlaði hún snögglega. En tveir næstu bilar á eltir voru ekki nægiíéga fljótir að nema staðar og varð af þessu árekstur bílanna Jiriggja og nokkrar skemmdir. Lögreglan hirti nokkra unglinga og geymdi J)á á Lögregluvarðstofunni Jiar til síðar um kvöldið, og var Jiá um- ferðatruilunum lokið. Fimm dansleikir voru haldnir í bænum og þéttingsfast drukkið. .Lögreglan þurfti að ha.fa nokktir afskipti af gestum flestra Jjessara skemmtistaða. Nokkrir merfn voru fluttir lieint til sín, en aðrir gistu Steininn, en [;ar er húsrými' af skorntim skammti. Líkamsmeið- ingar eða slvs í sambandi við ölv- un urðu ekki. Lögreglan telur áramótin hafá verið fremur rúleg eftir hætti. Flugeldum var skotið að venju fyrir og um miðnætti síðasta kvöld ársins. Veður var J)á alveg stillt, bjart tunglskin og frostlaust. Margir voru því úti við og nutu fégurðnr náttúrunnar og Ijósa- dýrðarinnar. Klúkkan J2 mynd- uðu hundruö kyndla ártalið 1961 í vestanverðri Vaðlaheiði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.