Dagur - 20.09.1961, Side 2
2
í I>AÐ ÞYKIR ALLTAF nokkuð fréttnæmt þegar sak-
e fclldir menn játa. Þetta hefur nú gerzt í hinum ís-
\ lenska stjórnmálaheimi og er greinilega skjalfest í
i stuðningsblöðum sjálfrar ríkisstjórnarinnar, síðasta
Í miðvikudag, 13. september. — Fyrirsögn Morgunblaðs
i ins um þetta efni hljóðar svo:
„IÐNFYRIRTÆKIN HAFA SJÁLF ORÐIÐ AÐ
i BFRA KAUPHAHÍKANIRNAR".
1 greininni sjáll'ri segir m. a.:
„Sannleikurinn er sá, að í verðlagsnefnd hefur þein i
| höfuðreglu verið fylgt við afgreiðslu á umsóknunt iðn
! fyrirtækja um breytingu á verðlagningu framleiðslu-
| vara þeirra, að verðlagsstjóra hefur verið heimilað að
| verða við þeim að svo miklu leyti, sem hækkanir á
i luáefni til framleiðslunnar og annar tilkostnaður —
I AÐ VINNULAUNUM FRÁTÖLDUM - gefa tilefni
Í til. Ilins vegar hafa verðhækkanir af völdum kaup-
Í hækkana ekki verið leyfðar, nema með samþykki verð-
I lagsnefndar, og í Jieim tilvikum að undangenginni at-
Í hugun á afkomu viðkomandi fyrirtækis. Leyíi til verð
í hækkana vegna kauphækkana liafa aðeins verið gefin
Í í tveim tilvikum.
í samræmi við þessa meginreglu hefur verðlagsskrif-
i stofan svo heimilað verðhækkanir á framleiðsluvörum
Í málningarverksmiðjanna, sælgætisverksmiðjanna og
I Vífilfells h.f. Byggðust þessar heimildir algjörlega á
Í hækkun hráefna og annars tilkostnaðar, að vinnulaun-
Í um undanskildum. Kaupliækkanirnar hafa fyrirtækin
É orðið að taka á sig sjálf.“
Eftir Jiessa skýlausu játningu aðalmálgagns stjórn-
É arinnar verður manni á að spyrja: Hvað ])á um öll
i gífuryrði stjórnarliðsins um, að kauphækkanirnar í j
l sumár væru undirrót allra verðhækkana? ÖIl falla }>au \
j dauð niður. — Og hvað Jiá um gengisfellinguna sjálfa \
i í ljósi Jjessarar yfirlýsingar Morgunblaðsins? Hún var i
j glapræði og beint fólskuverk og í hefndarskyni gert, É
j vegna Jjess að launastéttirnar fengu hluta af kaup- é
i og kjaraskerðingu af vöklum 1 íkisstjórnarinar leiö- j
j réttan. j
Yonar að koraa sín verði J)eiin að nokkru gagni
lands og dvaldi hér rúman hálf
an mánuð á vegum eyfirzkra
bændasamtaka, mætti á mörg-
um fundum í héraðinu til að
leiðbeina mjólkurframleiðend-
um við meðferð mjaltavéla o. m.
11., er nú kominn heim til Dan-
merkur aftur.
J. C. Christensen er mjög á-
nægður með ferð sína til ís-
lands og dvölina hér. Hann bið-
ur blaðið að flytja öllum eyfirzk
um bændum beztu kveðjur sín-
ar með óskum um, að þessi ferð
sín hingað og fundarhöldin í
sveitunum og hér á Akureyri
geti orðið eyfirzkum mjólkur-
framleiðendum að nokkru gagni
í framtíðinni. □
Konsulent J. C. Christensen frá
Aarhus, sem kom hingað lil
J. C. Christensen
.Gilitrutt4 og ,Tunglið, tunglið taktu mig ..
Þessar ævintýraki ikmyndir syndar í kvöld
VALGARD RUNÓLFSSON
skólastjóri sýnir í dag í Borgar
bíó íslenzku ævintýrakvikmynd
.ina „Gilitrutt" og „Tunglið,
tunglið taktu mig“.'
Myndir þessar voru gerðar á
árunum 1954—1956 af þeim Val
garði og Ásgeir Long í Hafnar-
firði. Þær voru frumsýndar í
Hafnarfirði 1957 og voru sýndar
þar í 5 vikur samfleytt, síðan
voru þær sýndar um allt land
viö mikla aðsókn.
Myndin Gilitrutt er samin eft
ir hinni kunnu þjóðsögu um
tröllskessuna og lötu húsfreyj-
una, en Tunglið, tunglið, taktu
mig, er frumsamið af höfundum
myndanna, og fjallar um stálp-
aðan dreng, sem ímyndar sér að
hann sé á leið til tunglsins í eld
flaug. Hittir hann þar karlinn
í tunglinu og lendir í ýmsum
mannraunum.
Myndirnar voru sýndar hér
fyrir fjórum árum. Stjórnandi
myndanna er Jónas Jónasson,
útvarpsþulur. □
- Akureyri löö ára
(Framhald af bls. 8)
Lystigarðurinn.
Lystigarðurinn á Akureyri á
50 ára afmæli á næsta sumri.
Vel fer á því að þessa sé minnzt
í sambandi við afmælishátíð
kaupstaðarins og er það í at-
hugun.
Bæjarmerki.
Akureyrarkaupstaður á ekk-
ert bæjarmerki. Fyrir tveim ár
um eða svo, efndi þæjarstjórn
til samkeppni um uppdrátt að
slíku merki. Bæjarstjórn gat
ekki fellt sig við neina þá hug-
mynd, sem fram kom. Efna
þarf til annarrar keppni nú þeg
ar eða fá hæfa menn til að gera
tillöguuppdrætti.
Akureyrarkvikniynd.
í undirbúningi er að gera Ak
ureyrarkvikmynd, sem byrja
þarf á þegar í haust. Bærinn á
eina elztu kvikmynd, sem tekin
hefur verið hér á landi. Hún er
af konungskomunni. 1907. En
engin sýningarvél hér hæfir
þessari rnynd og mun ákveðið
að færa hana yfir á aði-a filmu-
gerð, svo hún verði nothæf til
sýningar.
Að mynda bæjarbúa.
Borizt hefur í tal að ljós-
mynda alla bæjarbúa, eða kvik
mynda þá og er það sannarlega
athugunarefni.
(Framhald af bls. 4)
undir eftir 40 ár, ef þjóðinni
fjölgar um 2% á ári. Það þyrfti
nokkuð mörg orkuver á stærð
við það, sem nú hefur verið
nefnt, til þess að veita rúml. 200
þús. manns lífsframfæri. Enda
mun það verða gert á margan
hátt, einnig á Norðurlandi.
Landbúnaðarframleiðslan þarf
að aukast um nokkru meira en
helming á þessum 40 árum til
þess að fullnægja neyzluþörf
þjoðarinnar einnar saman.
Sjávarútvegur mun einnig
halda áfram að aukast, a. m. k.
fyrst um sinn, og hagnýting
sjavaraflans batna. Það væri
óráð fyrir fslendinga að slá
slöku við matvælaframleiðslu á
komandi tímum, og eru til þess
ærin rök, sem ekki verða rakin
hér. Margir eru þeir þó, sem
ékki telja sér henta að stunda
búskap eða sjósókn. Vænlegt er
að auka stórum ýmsar iðngrein
ar, sem þegar eru starfandi og
líklegar til gjaldeyrisöflunar
beint eða óbeint, svo sem ullar-
og skinnaiðnað, skipasmíði og
húsgagnasmíði, svo að nokkuð
sé nefnf, að ógleymdum bygg-
ingariðnaðinum, sem fer vax-
andi hjá stækkandi þjóð. En
ekki er hægt að treysta því, að
þessar atvinnugreinar aukist
meira hlutfallslega á Norður-
landi en t. d. við Faxaflóa, þann
ig að sú aukning stöðvi fólks-
strauminn — og þó allra sízt,
ef rafmagnsskortur verður á
Norðurlandi. Öðru máli gegnir,
ef sköpuð yrði öflug atvinnu-
lífsmiðstöð í sambandi við stór
virkjun á Norðurlandi.
Árið 1954, hinn 3. nóv. voru
þessir menn kjörnir til að sjá
um útgáfu Akureyrarsögu: Þor
steinn M. Jónsson, Steindór
Steindórsson, Gísli Jónsson og
Áskell Snorrason. Þessi útgáfu
nefnd gerði tillögur um mjög
yfirgripsmikið og ýtarlegt rit,
enda af mörgu að taka. En verki
þessu mun skammt a veg kom—
ið og ekki sýnilegt að hin nýja
Akureyrarsaga verði komin út
fyrir 100 ára afmæli bæjarins,
svo sem þó var ráðgert í upp-
hafi.
Þetta voru upplýsingar bæjar
stjórans, Magnúsar E. Guðjóns-
sonar, formanns hátiðanefndar.
Blaðið þakkar þær og gleðst yf
ir áhuga hans á þessu máli, um
leið og það býður borgurunum
rúm fyrir tillögur og ábending-
ar, er að gagni mættu verða. □
unum þrem í Norðurlandskjör-
dæmi eystra nemur „eðlileg“
fólksfjölgun nál. 24 þús. á 40
árum — þ. e. sú fólksfjölgun,
sem verður, ef straumurinn
stöðvast. íbúar Reykjavíkur
yrðu á sama hátt nál. 160 þús.
eftir 40 ár. Vafasamt verður að
telja, að meiri vöxtur þar sé
heppilegur frá sjónarmiöi höf-
uðborgarinnar sjálfrar, hvað þá
frá sjónarmiði þjoðarinnar.
Til þess að virkja Jökulsá, þó
ekki væri nema 100 þús. kw, og
bygg’a tilheyrandi „stóriðju-
ver“ þarf fjármagn, mikið fjár-
magn á íslenzkan mælikvarða,
og þetta fjármagn yrði sjálfsagt
að koma að mestu frá öðrum
löndum. Við íslendingar höfum
þurft að fá erlent fjármagn til
allra meirihattar virkjana hing
að til, eins og kunnugt er, til
áburðarvei-ksmiðju, sements-
verksmiðjti' o. s. frv., og þetta
fjármagn hefur orðið okkur til
góðs: Þá kemur tvennt til álita:
Lántaka eða bein erlend fjár-
festing. Ég vona, að Norðlend-
ingar að minnsta kosti telji það
ekki tímabært ennþá, að stofna
til úlfúðar innbyrðis út af því,
hvora þessa leið ætti að fara, ef
til þess kæmi, að Jökulsárvirkj-
un fyndi endanlega náð fyrir
augum valdhafa þessa lands.
Fyrri leiðin er mér og mörgum
öðrum geðfelldari. Kaldranalegt
sýnist mér þó að leggja það eitt
til slíks máls að taka fyrirfram
og án rannsóknar afstöðu gegn
sérhverju því, er nefna mætti
beina erlenda fjárfestingu, án
tillits til þess, hve mikil sú fjár
festing er eða hvernig um hana
er samið. Það tel ég rétt, að af-
greiðsla mála af þessu tagi verði
í höndum Alþingis eins og ver-
ið hefur. Norðmenn hafa not-
fært sér beina erlenda fjárfest-
ingu innan vissra takmarka, og
ekki beðið tjón af, svo að kunn-
ugt sé. Munu þó ekki unna
landi sínu og sjálfstæði mi'ður
en íslendingar sínu. Og ekki
þarf slíkt að eiga neitt skylt við
herbergi
til leigu
i miðbænum. — Einnio
skrifstofupláss.
Uppl. í síma 1421
og 2122.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Tveggja til þriggja her-
bergja íbúð óskast fyrir
ung og reglusöm hjón
með tvö börn nú þegar
eða um næstu mánaða-
mót.
Uppl. í síma 1222.
Auglýsingar Jnirfa að
berast fyrir hádegi dag-
inn fyrir útkomudag.
n sfórvirkjyn
efnahagsbandalög þau milli
ríkja, sem nú eru á dagskrá. Á
Alþingi voru í fyrra samþykkt
lög um að veita þýzku iðnfyrir-
tæki leyfi til atvinnurekstrar í
Hafnarfirði, að vísu í smáum
stíl. Enginn þingmaður hreyfði
andmælum í þessu máli, og ég
sá ekki betur en að þingmenn
úr öllum flokkum greiddu at-
kvæði með frumvarpinu. Hitt
er svo annað mál, að uppbygg-
ingaraðferð af þessu tagi ber að
nota með fyllstu vai-kárni, ef til
kemur, og ekki þannig, að er-
lend fyrirtæki geti orðið mikils
ráðandi í atvinnulífi íslands.
En mál af þessu tagi getur legið
þannig fyrir, að ekki sé um ör-
uggan rekstur að ræða a. m. k.
fyrst um sinn, nema þeir, sem
leggja til fjármagnið, geri ann-
aðhvort, að tryggja okkur ís-
lendingum markað erlendis eða
bera ábyrgð á framleiðslu á með
an verið er að borga stofnkostn
að hæfilega niður. Ályktun kjör
dæmisþingsins. á Laugum í þess
um ernum virtist mér hyggileg
og hófleg.
Við þurfum að gjalda varhuga
við því, íslendingar, í sambandi
við vatnsvirkjanir sem og á öðr
um sviðum, að hleypa útlend-
ingum inn í landið til starfs og
dvalar svo að verulegu nemi.
En við þurfum líka — eins og
flokksþing Framsóknarmanna
komst eitt sinn að orði í ályktun
um þessi mál — að vara okkur
á því að hafa of mikla „minni-
máttartilfinningu" gagnvart fjár
magni — ef því er vel varið.
Þurfum heldur ekki að auðsýna
því neina sérstaka lotningu,
hvorki austan tjalds eða vestan.
Ef við íslendingar erum ekki
menn til að nota okkur erlent
fjármagn skynsamlega og án
þess að bíða tjón af, mun okkur
einnig reynast örðugt að vera
sjálfstæð þjóð á 20. öld.
Þes.s er líka að vænta, að
Norðlendingar verði ekki á
næstu árum haldnir neinni
minnimattartilfinningu í vatns-
virkjunarmálum. Að þeir láti
sig ekki henda að hugsa sem
svo: „Þetta getur ekki gerzt
hér! Það hlýtur að gerast fyrir
sunnan.“ En hvort sem það ger
ist fyrir sunnan, sem ætti að ger
ast fyrir norðan, eða ekki — má
það ekki ske, að hægt verði að
halda því fram, að Norðlending
ar hafi samþykkt að láta hlunn
fara sig í þessu máli. Ég hygg,
að það fari að verða tímabært,
að norðlenzkar stofnanir eða
aðrir aðilar, sem með umboð
fara,- snúi sér til raforkumála-
stjórnar og annarra stjórnar-
valda og tjái þeim hug sinn,
þeir er ekki hafa þegar gert
það. Má þar til nefna sýslunefnd
ir, bæjar- og sveitarstjórnir,
stéttarfélög og almannasamtök
ýmis konar.
Gísli Guðmundsson.
H E R B E R G I
TIL LEIGU
Hcntiigt fyrir skólaíólk.
Uppl. í síma 2556.
eftir kl. 8 e. h.
herbergi
TIL LEIGU.
Uppl. í Kringlumýri 14
(uppi).
TVÖ HERBERGI
óskast til leigu nú Jiegav.
ÞÓRSHAMAR,
sími 2700.