Dagur - 20.09.1961, Síða 8
8
Margir telja Akureyri fegursta kaupstað á íslandi. Þessi mynd, sem tekin var í glampandi haustsólinni, er af miðhluta bæjarins og höfninni. (Ljósmynd: E. D.)
Hvað verður gert á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar?
Drepið á nokkur atriði, sem uuílirbímiíigseefnd hefur ákveðið eða eru enn þá á umræðu- og athuganarstigi. - Tillögur
frá bæjarbúum eru eflaust mjög vel þegnar
HINN 29. ágúst næsta sumar
á Akureyrarkaupstaður 100 ára
afmæli, samkvæmt útgefinni
konunglegri reglugerð á höfuð-
daginn 1862 um að gera þann
verzlunarstað að sérstöku lög-
sagnarumdæmi og bæjarfélagi,
fráskildu Hrafnagilshreppi.
. Bæjarstjórn Akureyrar kaus
Höskuldur Goði Karlsson,
Vilhjálmur Einarsson og séra
Bragi Friðriksson hafa í undir-
búningi stofnun íþróttaskóla.
Þessum mönnum er trúandi til
góðra hluta.
Höskuldur Goði Karlsson er
Akureyringur og að góðu
kunnur hér, bæði sem íþrótta-
maður og leiðbeinandi. Dagur
hitti hann að máli fyrir helgina
og lagði fyrir hann nokkrar
spurningar um væntanlega
skólastofnun, sem hann svar-
aði góðfúslega.
Er þörf á nýjum íþróttaskólá?
Vissulega, því að í raun og
veru hefur ekki verið starf-
ræktur annar íþróttaskóli en í
Haukadal, hjá Sigurði Greips-
syni. Þar er megináherzla lögð
á glímu og fimleika. Skólinn í
Haukadal hefur reynzt vel, en
tekið of fáa nemendur. Full
þörf er því á nýjum íþrótta-
skóla. íþróttahreyfinguna vant-
ar fyrst og fremst leiðtoga. Á
Norðurlöndunum vinna lýðhá-
skólarnir það þarfa hlutverk að
ala upp leiðtoga íþróttanna.
Allir helztu valdamenn þjóð-
anna, bæði í austri og vestri
hvetja æskuna til íþrótta og
hinn 21. febr. í vetur sérstaka
nefnd til að gera tillögur og sjá
um undirbúning afmælishátíða
haldanna. Hana skipa Jakob Frí
mannsson, Bragi Sigurjónsson,
Jónas Rafnar, Rósberg G. Snæ-
dal og Magnús E. Guðjónsson
bæjarstjóri, sem jafnframt er
formaður nefndarinnar.
varið er miklum fjármunum til
að skapa íþróttaskilyrði.
Hvar hafið þið hugsað ykkur
skólastað?
Við höfum keypt jörðina
Reykjadal í Mosfellssveit. Við
höfum haft þar eitt námskeið
með 40 börnum og unglingum,
Höskuldur Goði Karlsson
sem nýlega er lokið. Þessi stað-
ur er í rúml. 20 km. fjarlægð
frá Reykjavík. Staðurinn er
fallegur og einangraður, og þar
er mikið af heitu vatni til upp-
hitunar.
Er húsakostur fyrir hendi?
Á staðnum er 200 ferm. hús
og 80 ferm. skáli að auki. í hús-
inu er m. a. stór salur, tilval-
inn fyrir hátíðasamkomur, til
Þar sem bæjarbúar hafa litlar
sem engar fregnir haft af störf
um þessarar nefndar eða á
hvern hátt hins merka afmælis
verður minnzt, sneri Dagur sér
til formanns nefndarinnar í
fréttaleit. Hann leysti greiðlega
úr spurningum blaðsins og drap
á þau atriði, sem helzt höfðu
verið rædd í nefndinni. Mun les
endum blaðsins nokkur forvitni
kennslu og fyrirlestrahalds.
Skálinn er hentugur svefnskáli,
með nokkrum breytingum. —
Þetta byggði Stefán heitinn
Þorláksson garðyrkjubóndi og
gaf kirkjunni eftir sinn dag.
Allt er þarna traust og vandað,
og svo ólíklegt sem það kann að
virðast, virðist þetta eins hafa
verið byggt sem skólastofnun.
Þessum húseignum fylgir tölu-
vert land.
Hvernig- ætlið þið svo að
haga skólastarfinu?
Við viljum reka þarna fjög-
urra mánaða vetrarskóla fyrir
pilta, á aldrinum 16—20 ára.
Aðalnámsgreinin yrði íþróttir
og auk þess móðurmálskennsla
og íslenzkar bókmenntir. Auk
þess eitt erlent tungumál. Onn-
ur venjuleg bóknámsfög yrðu
að mestu sjálfsnám.
Skólahugmynd okkar er að
mestu sótt til lýðháskólanna á
Norðurlöndum. Mikla rækt
viljum við leggjá á félagsmála-
starfið og þroska einstaklings-
ins til leiðtogastarfa heima í
hinum ýmsu félögum að námi
loknu. Okkur finnst mikil hætta
samfara því að binda skóla-
(Framhald á bls. 7)
á þeim ráðagerðum, og nefndin
mun fagna hugkvæmum ábend
ingum.
ÞAÐ, SEM BÚIÐ ER AÐ
AKVEÐA.
Nýtt hús fyrir Aintsbókasafnið.
Reist verður bygging fyrir
Amtbókasafnið, samkvæmt á-
kvörðun bæjarstjórnar í fyrra,
á stórri lóð við Brekkugötu og
Oddeyrargötu. Bókasafnsnefnd
hefur verið falið að undirbúa
málið og starfa sem byggingar-
nefnd. Formaður bókasafns-
nefndar er Davíð Stefánsgon og
Iðnsýning og sögusýning.
Ákveðnar eru tvær stórar sýn
ingar: Iðnsýning, þar sem öll
iðnfyrirtæki kaupstaðarins sýna
framleiðslu sýna og sögusýning,
þar sem saga kaupstaðarins er
sögð í máli, myndum o. fl. Hús
næði fyrir þessar sýningar, sem
báðar munu standa marga daga
eða jafnvel vikur, þarf að vera
mikið, og er það ekki fengið.
En skólarnir geta e. t. . v. -helzt
leyst húsnæðisþörfina. Senni-
lega verður sérstökum nefnd-
um falin framkvæmd þessara
sýninga.
Vígsla elliheimiiis.
Reynt verður að vígja nýja
elliheimilið á afmælishátíðinni,
eða fyrsta áfangann, sem rúmar
30 vistmenn. Síðar á að byggja
þrjú tólf manna vistmannahús,
og síðan raðhús.
Afhjúpun Nonna-styttu.
Áfhjúpað verður minnismerki
Nonna við Nonnahúsið, sem
Menntamálaráð hefur ákveðið
að gefa.
Almennur frídagur.
Ákveðið er að hafa almennan
frídag í bænum og mikil úti-
hátíðahöld með þeim skemmti-
kröftum, sem bærinn á yfir að
ráða. Ræðumenn, kórar, lúðra-
sveit, leikarar o. fl. munu leggja
sitt af mörkum.
RÁÐAGERÐIR.
Frumsýning Þjóðleikhússins.
Nefndin hefur beðið Þjóð-
leikhúsið að frumsýna myndar-
legan sjónleik á Akureyri. Ekki
hafa borizt ákveðin svör. Hvort
sem af þyí verður eða ekki,
láta sitt eftir liggja.
Akureyrarfrímerki.
Farið hefur verið fram á það
við póststjórnina að gefa út Ak
ureyrarfrímerki, en hlotið dauf
ar undirtektir enn sem komið
er og borið við slæmu fordæmi.
Fordæmið er þó ekki hættu-
legra en það, að líða munu þrír
áratugir þangað til næsti kaup-
staður minnist 100 ára afmælis.
Enn hefur engin mynd frá Ak-
ureyri prýtt íslenzkt frímerki.
Minjagriþir.
Unnið verður að því að minja
gripir verði framleiddir til á-
góða fyrir þessi hátíðahöld og til
gamans fyrir hina mörgu vænt-
anlegu gesti hátíðahaldanna.
Boðsgestir.
Til athugunar er að bjóða for
seta íslands, fulltrúum hinna 13
kaupstaða, fulltrúum Alþingis
og ríkisvalds og síðast en ekki
sízt sendinefndum frá erlend-
um vinabæjum. Haldinn mun
verða hátíðafundur í bæjar-
stjórn.
(Framhald á bls. 2)
Ætla að stofna íþróttaskóla
virðist það mál í góðúrti höhd-mun . leikfélag staðarins. ekki
um.