Dagur - 20.12.1961, Page 4
4
.............
Baguk
JOLIN
NÁLGAST
BÖRNIN TELJA DAGANA TIL JÓLA.
Tilhltíkkun og eftirvænting er einkenni
barnsins þcssa daga og hinna fullorðnu
líka, þótt þeir láti minna á því bera. Og
flestir verða betri menn þegar ljóssins há
tíð er frainundan, hve önnum kafnir, sem
þeir annars kunna að vera og hversu lítt,
sem memi bera það utan á sér. En hlýjar
tilfinningar til alls er lífsanda dregur, til-
litssemi við náungann og það tvennt að
tigna íegurð lífsins og leggja þar sitt litla
Ióð á vogarskálina, hver eftir sinni getu,
er hin sanna hamingja jólahátíðarinnar.
Heimilisfeðurnir vilja flestir gera
meira fyrir heimili sín en efni Ieyfa, gefa
góðar gjafir o.s.frv. Húsmæðurnar leggja
nótt við dag við undirbúning. Undan-
farin velgengnis- og veltiár hafa átt þátt
í því hve óhóflegur íburður hcfur víða
orðið ráðandi um jól og aðra minningar-
daga. Kona, sem í hittiðfyrra gaf manni
sínum útvarpstæki í jólagjöf og skriforð
í fyrra, ásamt dýrum skrifborðsstól, á
erfiðara val í ár en konan, sem valið
hefur gjafir við hæfi og af smekkvísi. En
vonandi finna þeir, sem gjafir vilja gefa,
eitthvað við hæfi þiggjenda. Bækur
verða oft fyrir valinu og er ekki nema
gott eitt um það að segja, þó að þar sé
valið einnig erfitt. Scnnilega hafa á þessu
ári komið á markaðinn hátt á annað
hundrað bækur og langflestar þeirra síð-
ustu vikur eða jafnvel síðustu daga. En
því er svo farið um bóklestur lijá okkar
miklu bókaþjóð og unnendum sagna og
skáldsakapar, að of fáir kunna að lesa
bækur sér til skemmtunar og sálubótar.
Menn gefa sér ekki nægan tíma til íhug-
unar og til að njóta, en láta sér nægja
að hlaupa á atburðarás frásagnarinnar.
Og nú er víðast aflagður sá góði siður, er
einn las fyrir alla.
Um þessar mundir er dagur stuttur og
nóttin löng á norðurhveli jarðar. Við höf-
um snúið við því nóttúrulögmáli, sem
mjög margar aðrar lífverur verða að hlíta
til aðlöðunar myrkrinu og kuldanum. —
Mörg dýr leggjast í dvala og vakna
með hækkandi sól, cn við fögnum
stærstu hátíð árshis í kristnum sið. í
gegnum myrkrið og kuldann nær boð-
skapur hins mikla leiðtoga kristinna
manna um veröld víða, boðskapur um
sterkasta aflið í heiminum, kærleikann.
Þótt hverjum og einum sé ekki gefið
nema takmarkað afl og vald, nægir það
þó til að byggja upp góðan heim og fag-
urt mannlíf, ef hver leggur sitt af mörk-
um, „eða eru hin fegurstu musteri ekki
byggð úr mörgum, litlum steinum?" □
w w
Gleðileg jól!
i ;
HINN 13. þ. m. hafði Jón Sig-
urgeirsson boð inni að heimili
sínu, Árteigi í Kalda-Kinn. Þar
hafði hann reist, á sl. ári, eitt af
glæsilegustu íbúðarhúsum í
sveit. Hann nefndi boð þetta
„reisugildi“. Þó var á vitund
kunnugra, að Jón var fertugur
þennan dag. Hann er fæddur að
Granastöðum, sem er góð jörð
og landmikil. Á gömlu jörðinni
eru nú fjögur sjálfstæð býli, þar
sem áður var eitt. Árteigur er
eitt nýbýlanna. 011 eru þessi
býli með nýjum íbúðar- og úti-
húsum og mun Jón hafa verið
yfirsmiður að hverju húsi á
þessum fjórum jörðum.
Jón er mikill og sérstæður
íþróttamaður á allar smíðar.
Nýtízkuvélar, hvort heldur þær
ganga fyrir rafmagni eða olíu,
eru honum sem opin bók.
Á okkar dögum er fátt metið
hærra en afrek íþróttamannsins.
ísland er í dag land íþrótt-
anna. Heilar og hálfar síður
blaðanna eru auglýsingar um
íþróttir og íþi’óttaæfingar, fundi
íþróttafélaga, áætlanir um
íþróttaferðir og afrek einstakra
manna. Útvarpið þrumar
íþróttafréttir yfir landsfólkið,og
ef bolti hrekkur í mark, er sagt
frá veltu boltans með háum
'hljóðum, sem enda með villi-
mannlegu öskri, þegar marki er
náð. Þjóðfrægir verða þeir
menn, sem stökkva lengst og
hæst, hlaupa hraðast og lengst,
á sem stytztum tíma, eða gera
sem flest hnitmiðuð spörk í
mark.
íþróttir geta verið rrtargs
konar, en þeirra er misjafnlega
getið. í framleiðslustörfum
þjóðarinnar eru vissulega marg
ir íþróttamenn. En þeir eru
sjaldan nefndir fyrr en þeir eru
moldu huldir, nema þá helzt
aflakóngar hinna stærri skipa.
Fjölmargir snillingar í smíðum
og uppfyndingum eru áreiðan-
lega til, en of sjaldan nefndir
eða getið um afrek þeirra, þó
að sérstæð séu. í þeim hópi er
Jón Sigurgeirsson, sem er að
vísu orðinn allmjög kunnur
maður um Norðlendingafjórð-
ung og víðar af smíðum sínum.
Hann er ótrúlega langt kominn
í sinni íþrótt og er merkilegast-
ur maður fyrir það, að hann
virðist hafa verið fæddur til
sinnar íþróttar. Gegnum sjálfs-
nám, þjálfun og tilraunir -hefur
hann náð sínum afrekum við
véla-aðgerðir og stórsmíðar.
Hin fyrsta uppfynding Jóns
kom fram þegar faðir hans, með
fulltingi sona sinna, var að
byggja íbúðai'hús á nýbýlinu
Ártúni. Þótti Jóni erfitt og sein-
legt að bera steypuna í veggina.
Breytti hann því til, smíðaði
tiltölulega einfalda hjólavél, er
hann setti í samband við bæj-
arlækinn og lét hann síðan lyfta
steypuna í veggina, sem gekk
vel.
Næsta nýsmíði Jóns var vél-
sleði. Var hann kominn þar
býsna langt áleiðis, en skorti
helzt hæfilega sterkan mótor,
rheð ákjósanlegum þunga fyrir
sleðann. Þó náði hann ótrúleg-
um hraða á þessu farartæki
þegar skíðafæri var gott. En
einu sinni var Jón einn á ferð í
Fertugur íþróttamaður
sleðanum og lenti í bröttum
skafli. Snarhallaði sleðanum og
hrökk Jón af, en sleðinn brun-
aði stjórnlaust áfram, unz
hann hafnaði í ál í Skjálfanda-
fljóti og skildu þá leiðir Jóns og
sleðans að fullu.
Jón í. Árteigi hefur verið
margt í senn: Hann er trésmið-
ur, járnsmiður, rennismiður,
vélsmiður, rafmagnsfræðingur
og rafvirki. Hin síðari ár hefur
hann smíðað samtals 75 hey-
blásara til súgþurrkunar og
margar „heybyssur“. Búinn er
hann að smíða 7 vatnsvélar fyr-
ir rafstöðvar. Áhald hefur hann
fundið upp, sem dregið er af
dráttarvél og ristir mýrartorf
til einangrunar á húsum. Líka
hefur hann fundið upp áhald,
sem kallað er „flagjafnari" og
sléttar flög fyrir sáningu. Merki
legasta íþróttaafrek Jóns í smíð
um er „gangráður“ á rafmagns-
vélar, er hann smíðaði einn
manna hérlendis og seldi langt
neðan við það verð, sem á þeim
tækjum var, er inn voru flutt.
Munu Rafveitur ríkisins hafa
gert Jóni tilboð um kaup á
þessari framleiðslu í stórum
stú, en honum ýmsra hluta
vegna ekki þótt sér henta, svo
að ekki varð af samningum. —
Aftur á móti hefur Jón smíðað
vélarhluta við vatnsvélina
heima í Ártúni, sem annast tvö
falt hlutverk: er bæði spenni-
stillir og gangráður á vélina.
Munu nú liggja fyrir pantanir
um smíði á þessu tæki.
Jón Sigurgeirsson gegnir
merkilegu hlutverki í sveit
sinni. Jafnhliða stórsmíðum
annast hann margs konar að-
gerðir og leysir hvers konar
vanda. Jafnvel gerir hann sem
nýjar rafvélar, sem tækni-
menntaðir menn eru frá gengn-
ir til viðgerðar. En Jón er sjálf-
menntaður maður í iðn sinni.
Þjóðfélagið gefur ekki slíkum
mönnum leyfi til þess að selja
handaverk sín. Ef þeir gera
slíkt mun það varða við lög,
þegar um iðnaðarmenn er að
ræða. Ef til vill á Jón eftir að
verða sekur skógarmaður fyrir
sín snillitök. En hann vei’ður
eins fyrir það stolt sinnar sveit-
ar sveitar og bændanna er í
héraði hans búa. Á síðasta aðal-
•fundi Búnaðarsambands Suður-
Þingeyinga voru honum veittar
kr. 10 þúsund, sem viðurkenn-
ing fyrir afrek sín í þágu land-
búnaðarins. Þá viðurkenning
fékk hann tæplega fertugur.
Mátti til sanns vegar færa um
Jón í Árteigi hendingar Jón-
asar:
„ . . . Margoft tvítugur — meira
hefur lifað
svefnugum segg — og sjötugur
hjarði“.
Á Árteigi var glatt á hjalla
þennan afmælisdag. Setið var
yfir góðum veitingum lengi
dags, en hófinu slitið um lág-
nættið með dansi og söng.
Jón er kvæntur Hildi Eiðs-
dóttur frá Stað í Kinn. Þau eiga
4 börn.
Eg óska heimilinu heilla á
þessum tímamótum og vona að
5 amfélagið og hamingjan styðji
þennan unga og merka íþrótta-
mann til vaxandi frama og
gengis á komandi árum.
19. nóvember 1961.
Baldur Baldvinsson.
„MISSÆL ER ÞJÓÐIN”
BLOÐ ríkisstjórnarinnar hafa
mjög gumað af lækkun aðflutn-
ingsgjalda á fáeinum vörum og
nefnt „víðtækar tollalækkanir“,
„ráðist að rótum meinsins“ o. s.
frv. En hér hefur ekki annað
gerzt en það, að örlítið er leið-
rétt og engu skilað af þeim
ógnarálögum, sem stjórnin hef-
ur lagt á. Skúli Guðmundsson
gaf glögga mynd af þessu á Al-
þingi og sagði þá m. a.:
„Ráðstafanir núverandi ríkis-
stjórnar í efnahagsmálum hafa
m. a. valdið gífurlegum hækk-
unum á tollum og öðrum gjöld-
um á innfluttum varningi.
Ríkisreikningurinn fyrir 1959
sýnir, að þá voru tekjur ríkis-
sjóðs af vörumagnstolli, verð-
tolli, söluskatti, innflutnings-
gjaldi og benzíni og gjaldi af
innlendum tollvörum samtals
520 millj. kr. Svo kemur núver-
andi stjórn með sínar ráðstaf-
anir, og á fyrsta ári hennar
hækka þessar álögur upp í 967
millj., eða um hvorki meira né
minna en 447 millj. kr., samkv.
ríkisreikningi fyrir 1960. í
þessu sambandi skal þess getið,
að 1960 var framlag úr ríkis-
sjóði til niðurgreiðslu á vöru-
verði 107 millj. kr. hæn-a en.
1959.
Tollahækkunarsaga stjórnar-
innar er ekki hér með búin.
Gizkað er á, að gengislækkunin
sl. sumar muni valda um 90
millj. kr. hækkun á aðflutnings-
gjöldum, miðað við heilt ár. Þar
við bætist svo hækkun á sölu-
skatti í smásölu, sem gengis-
breytingin veldur, og er þar auð
vitað um verulega fjárhæð að
ræða.
Ríkisstjórnin telur, að sú
lækkun á aðflutningsgjöldum,
sem frv. þetta felur í sér, muni
nema um 46 millj. kr. að ó-
breyttu innflutningsmagni. Það
er aðeins brot af þeirri hækkun
á þessum gjöldum, sem stjórnin
skellti á sl. sumar, þegar hún
framkvæmdi seinni gengislækk
un sína. Að öðru leyti á sú
hækkun að gilda áfram í ofaná-
lag á allar tollahækkanir stjórn
arinnar, sem yfir dundu í fe-
brúar 1960.
Af þessu sést, hvað tollalækk
unin samkv. frv. er ákaflega
lítilf jörleg í samanburði við þær
stórkostlegu aðflutningsgjalda-
hækkanir, sem orðið hafa í tíð
núverandi stjórnar.
„Missæl er þjóðin, oss dónunum
dýr
dropinn oft gjörist og varningur
nýr.“
Svo kvað afi fjármálaráðherr
ans fyrir rúmum 100 árum.
Hvað ætli gamli maðurinn segði
nú, ef hann væri á meðal okk-
ar? Ætli honum þætti ekki
„varningur nýr“ nokkuð dýr,
þegar sonarsonur hans og aðrir
núverandi ráðherrar eru á sín-
um stutta valdatíma búnir að
•hækka tollana um öll þau
milljónahundruð, sem að fram-
an er um getið, svo að gjöld á
flestum vörum eru nú orðin svo
•há, „að þess munu vart dæmi
annars staðar í vestrænum
löndum“, eins og ríkisstjórnin
segir sjálf í athugasemdum með
frumvarpinu?
Og hvað er að segja um drop-
ann?
Ráðherrar og forsetar fá hann
ákaflega ódýran, en aðrir verða
að borga geipiverð.
„Missæl er þjóðin“ enn, eins
og á liðinni öld.
Ríkisstjórnin segir, að aðaltil
gangurinn með flutningi þessa
frv. sé að koma í veg fyrir
smygl. Sú spurning er því á vör
um manna, hvenær stjórnin
muni segja áfengissmyglurun-
um stríð á hendur með því að
•lækka verðið hjá áfengiseinka-
sölunni. Hér er ekki heitið nein
um stuðningi við þá ráðstöfun,
en líklega væri þó rétt af fólki
að fresta kaupum á vínföngum,
því að hugsazt getur, að stjórn-
in lækki verðið.
„En ókeypis stúlkurnar
fallegu fá
fyrtaks klútana Danskinum
hjá.“
Fátítt mun það nú á dögum,
að fallegu stúlkurnar hér fái
ókeypis klúta hjá Dönum. Hins
vegar er talað um, að sumir
sokkar þeirra muni ólöglega
innfluttir. Vel getur verið, að
svo sé. Og það getur líka verið
rétt, að þetta stafi að miklu leyti
af því, að núverandi ríkisstjórn
hefur í sokkamálunum og fleiru
ibúið fremur kuldalega að kven-
þjóðinni. Vegna ráðstafana
stjórnarinnar er t. d. kostnaðar
verð nælonsokka nú, að ó-
breyttu innkaupsverði í útland-
inu, 66% hærra en það var
1958. Og ekki tekur betra við,
þegar konurnar þurfa að fá sér
efni í kjól. Að óbreyttu inn-
kaupsverði ytra er kostnaðar-
verð á kjólaefni vegna efnahags
aðgerða núverandi stjórnar 73%
hærra en 1958.“
FJÁRLÖG AFGREIDD
í GÆR var fjárlagafrumvai-p
fyrir næsta ár afgreitt á Al-
þingi. Verður vikið að því í
næsta blaði.
Alþingi hefur verið frestað
og þingmenn komnir í jóla-
frí. □
5
Skyldleiki í ljóðagerð
í BRÉFI, sem Káinn skrifaði
vini sínum, Einari P. Jónssyni,
ritstjóra, haustið 1930, er m. a.
stuttur bragur, sem byrjar
svona:
„Gunnar vildi heldur „go to“
hel,
en heima vera á fósturjarðar
ströndum.“
í íslendingi var nýlega
birtur bragur svipaður lengdar
og sagður vera eftir Pela og
Sora. Höfundar þessir hefja sinn
brag þannig:
„Gunnar vildi heldur „go to
hell“
en horfinn vera slóðum fóstur-
grundar.“
Ekki er getið annarra höf-
unda en þessarra tveggja, Pela
og Sora, en undarlega eru hend
ingarnar líkar hjá skáldunum.
Skyldi Káinn hafa verið und
ir áhrifum af kveðskap tvímenn
inganna, er hann orti sinn brag
árið 1930? x.
Hálka við sjúkrahúsið
í GÆR fór eg í heimsókn á
sjúkrahúsið, þurfti að finna
mann, sem þar var, en þegar eg
kom að kirkjutröppunum byrj-
uðu vandræðin, því að það voru
svellbunkar á hverjum stalli, en
út yfir tók þó eftir því sem nær
dró sjúkrahúsinu. Því að frá
hliði Lystigarðsins og heim að
sjúkrahúsi var óslitinn svell-
bunki, sem í raun og veru var
ófær hverjum gangandi manni.
Þetta má ekki eiga sér stað á
þessu svæði, þar sem fjöldi
manns fer þarna um á hverjum
degi, það verður að sjá svo um,
að fólkið geti komist þessa leið
með góðu móti. Þess vegna
skora eg á ykkur að sjá svo um
að það sé ávallt sandur á götun
um þegar hálka er mikil.
Guðni Sigurðsson.
.....iiiiiiimiiiiiiniiiiiiniimuniimiiiiimmmiiiiii
Arthur Haily: HINZSTA
S'JÚKDÓ A í SG REININGIN.
Slidldsaga, 347 bls. i Skirnis-
broti. Þýðandi Hersteinn
Pdlsson. Útgefandi Búkafor-
lag Odds lijörnssonar. Ak.
Hér er á ferðinni enn ein
læknaskáldsagan, en margar slíkar
liafa komið út á síðustu árum og
sumar hlotið miklar vinsældir. —
Höfundur þessarar bókar, amer-
ískur blaðamaður, er áður óþekkt
tir hér á landi, enda mun þetta
\era fyrsta stóra skáldsagan frá
hans liendi. I-lún ber með sér að
vera samin lyrir aðeins fáum ár-
um, en mun nú þegar hafa vcrið
þýdd á mörg tungumál og víða
orðið metsölubók.
Nafn bókarinnar vakti ekki eft
irvæntingu mína, og ég hóf lest-
ur hennar án áhuga. Munu Ijóð-
línur Þorsteins hafa komið í hug
minn, er hann segir utn spítal-
ann:
„og Iangur er dagur og dauf-
legur þar,
sem dauðinn og læknarnir búa.“
Fyrr en varði var ég þó á valdi
litríkrar frásagnar af margvísleg-
um atburðum úr líli og störíum
Kveðja
til Stefáns bónda Tryggvasonar á Hallgilsstöð-
um í tilefni af sjötugs afmæli lians
Aldamótaæskan bar
ok á grönnum herðum.
Einum klæða klædd hún var
kufli heimagerðum.
Ei var honum efni léð
ofið sýndarprjáli,
traustur fremur en mjúkur með
manndóms axlastáli.
Þctta efni lét ei lit,
lítið slits þar gætti:
Saman ofið seigla og vit
samtakanna þætti.
Lífsmeið þjóðar laufi bjó
listin hreina, sanna.
Hrærði stuttan stuðlaskóg •
stormur hugsjónanna.
Þá var frelsi fegurst dreymt,
fögnuðurinn mestur,
cr það birtist endurheimt,
eins og þráður gestur.
Fylltir þú inn frjálsa hóp,
er fleygði ei þjóðararfi,
en íslands giftu endurskóp
með ósérhlífnu starfi.
Iþróttir og útilíf
F. R. A. hélt innanhússmót í
frjálsum íþróttum í íþróttahúsi
Ak. 6. des. 1961. Mótsstjóri var
G. Þorsteinsson, stökkstjóri
Haraldur Sigurðsson.
Hásökk með atrennu:
1. Gunnar ■ Höskuldsson ÍMA
1,69 m.
2. Bárður Guðmundsson ÍMA
1,50 m.
3. Steinar Þorsteinsson, IMA
1,54 m.
4. Valgarður Stefánsson KA
l, 54 m.
5. Mikael Ragnarsson Þór 1,49
m.
6. Stefán Bjarnason Þór 1,49 m.
7. Haraldur Ásgeirsson Þór 1,49
m.
8. Oddur Sigurðsson KA 1,44 m.
Langstökk með atrennu:
1. Bárður Guðmundsson ÍMA
3,02 m.
2. Gunnar Höskuldsson IMA
2,95 m.
3. Haraldur Ásgeirsson Þór
2,93 m.
4. Steinar Þorsteinsson ÍMA
2,88 m.
5. Valtýr Sigurðss. ÍMA 2,84 m.
6. Reynir Unnsteinsson ÍMA
2,83 m.
7. Mikael Ragnarss. Þór 2,52 m.
8. Oddur Sigurðsson KA 2,52 m.
Keppendur voru alls 14, frá
ÍMA, KA og Þór.
Þetta er fyrsta innan hússmót
vetrarins, en keppendur eru
flest allir byrjendur í frjálsum
íþróttum og eru þeir flestir á
aldrinum 16—17 ára.
Frjálsíþróttaráð Ak. hefur
æfingar einu sinni í viku í
íþróttahúsi Ak. og er kennari
Guðmundur Þorsteinsson. Æf-
ingar hafa verið vel sóttar í
vetur og gerir frjálsíþróttarað
sér vonir um að aukin þátttaka
í frjálsum íþróttum verði til að
auka framfarir í þessari íþrótta-
grein. □
Gáfur hlauzt og gjörvileik
af göfugu bændakyni.
Áreiðanlega engan sveik
að ciga þig að vini.
Þú við strit og þreytu batzt
þig í dölum norður,
landnámsstörf og manndóm
mazt
meir en titla og orður.
Frelsisdrauma fcgri cn þú
fáir hafa alið,
enginn heitar harmar nú
hjartlaust blómstur kalið.
Kalið á leið hins kalda stríðs
á kvíðans vegamótum,
þar sem gæfa lands og lýðs
lögð er því að fótum.
Þegar hugsjón, þor og trú
þurfti Iiðs að kveðja,
róms þíns hamar rciddir þú
að rökscindanna steðja.
Fjarri þér var flærð og hik,
fylgdi djörfu máli
augna þinna bjarta blik,
sem bjarmi af fægðu stáli.
Manndómshugur hreinn og
frjáls
í hræsni aldrei gróf sig,
en á yængjum vandaðs máls
af vörum þínum hóf sig.
Þína hcf eg drenglund dáð,
djarfleik orða þinna.
Heilast geð og liollust rúð
hjá þér er að finna.
Ungmn til að vísa veg
vildi‘ eg þína líka
Ættjörð minni óska eg
að eignast marga slíka.
Margt að vísu ósagt er,
en orðið mál að kveðja.
Aðdáandi óskar þér
alls, sem þig má gleðja.
S. B.
• iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiliiiniliiiitil *-
ÍBaguk I
SÍÐASTA blaðið fyrir jól kem-
ur út á föstudagskvöldið. Þeir,
sem óska birtingar á efni og
auglýsingum, eru beðnir að
hafa þetta í huga.
eftirtektarverðra persóna, og er
ekki að orðlengja þaff, aff ég heill-
affist af bókinni. Þarna eru sam-
antvinnaðar frásagnir um hin óg-
urlegustu mannanna mein og bar
áttuna gegn þeim, svipmyndir af
ástum og óhamíngju, gleði og
sorgum. Frásögnin er lifandi, at-
burffarásin hröð og efninu hag-
rætt líkt og á kvikmyndatjaldi.
Ég minnist þess ekki, að hafa fyrr
fengið jafnglögga og greinagóða
lýsingu á viðfangsefnum lækna
og starfsmanna sjúkrahúss. Er
sumt ■hrollvekjandi nokkuð, eink
um á líkskurðar- og meinafræði-
deildinni, en eigi að síður stór-
lróðlegt. Læknar og hjúkrunar-
konur standa oft frammi fyrir
hinum átakanlegustu atvikum
mannlegs lífs, verða að segja og
gera sitthvað, skyldu sinnar vegna,
sem er í mesta máta ógeðfellt og
erfitt, og verða þá oft vitni að
þungbærari örlögum einstaklinga,
en vfirleitt eru dæmi til. Höfund-
ur þessarar sögu virðist vera svo
gagnkunnugur störfum lækna og
hjúkrunarkvenna, að manni
finnst hann hljóti að vera læknir
sjálfur. — Sagan cr hörkuspenn-
andi, efnismikil og margt í henni
eftirminnilegt. Þýðingin mun
ekki hafa verið vandalítil, svo
sérfræðilegt sem margt er í bók
þessari, en vel virðist hún af
hendi leyst. Prentvillupúkinn
hefur litlu áorkað og frágangur
bókarinnar er góður, eins og
venjulegt er um bækur jiessa for-
lags. — Svona skáldsögu getur
maður lcsið oftar en einu sinni.
Jóliannes Óli Sœmundsson
Hallgrímur Stefánsson
Svalbarði, Glerárhveríi,
60 ára 9. des. 1961.
Heyr mig í hljóði
hollvinur góði,
vökull og virtur
og vammi firrtur.
Góður ert granni,
gull að manni. :j
Þolir vel þrautir
og þyrnibrautir. j
i
Hógvær og hljóður, \
heilráða góður. j
Glaður þú gengur
greiðvikinn drengur. j
Dvínar lítt dugur þinn,
djarfur er hugur þinn.
Ljúf er þín lundin j
þótt lokist sundin.
Stundin hratt streymir.
Stöðugt þú geymir
ljós sem þig leiðir
og lán þér greiðir.
Brúnaþung bára
með bölið sára •
ógnar þér eigi j \
á ævivegi.
'
Hamingju hljóttu j
og hennar njóttu >
ævina alla í
unz á þig kalla ’l
húmblæju huldir \
heimar duldir,
er helga þitt hjarta
himninum bjarta.
S. Sv.
- Fiskeldi er áiitleg atvinnugrein
(Framhald af bls. 1)
menn víða sjá hylla undir lax-
veiði í ám, þar sem ein hindr-
un eða svo hefur staðið í vegi.
Lax- og silungsveiði hefur
lengi verið talin til hlunninda
hér á landi. En eiginleg fiski-
rækt er næstum því nýtt hug-
tak hér á landi. Klak hefur þó
verið starfrækt á nokkrum
stöðum.
Okkar vogskorna strönd
veitir marga mögulei'ka til sjó-
eldisstöðva, gnægð hins ágæt-
asta vatns auðveldar klak og
uppeldi. Frystihúsin og fisk-
iðjuverin framleiða bezta fáan-
legt fiskafóður og sjórinn við
strendur landsins er næringar-
ríkur. En íslendingar hafa ekki
sýnt mikinn áhuga á þessari
grein, enn sem komið er.
íslenzka ríkið keypti þó ný-
lega jörðina Kollafjörð og þar
er þegar búið að koma upp
bráðabirgðaaðstöðu til klaks og
eldis laxfiska. Þarna á einnig að
verða hagnýt tilraunastöð. □
- Kurteisi áfátt
(Framhald af bls. 1)
framkomu er krafizt. Bifreiða-
stjórarnir verða að halda uppi
aga í hinum þörfu og oft troð
fullu almenningsvögnum, ekk-
ert síður en skipstjóra er skylt
á skipi sínu.
Sem betur fer eru flestir
unglingar bæjarins góðir far-
þegar og koma hvarvetna vel
fram í daglegri umgengni í bæn
um. En þær undantekningar,
sem hér um ræðir, eru margar
og þeim mun vera auðvelt að
fækka ef góður vilji ræður. □
Munið að prýða heimilin
með
LIFANDI BLÓMUM
nú fyrir hátíðina.
Höfum mikið úvval af
SKÁLUM og KÖRFUM
skreyttar með Hyasintum
túlipönum og greni.
Einnig afskorna
CRYSANTEUM
í búntum.
BLÓMABÚÐ
Spilið um jólin!
MATADOR SPILIÐ
STÚDENTINN
PÚKKSPILIÐ
KJÖRDÆMASPILIÐ
HANDBOLTASPILIÐ
BRIDGE-SPIL
í gjafakössum.
Mjög góð SPIL í stökum
pökkum, plasthúðuð.
Yfir 20 tegundir.
Járn- og glervörudeild