Dagur - 07.03.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 07.03.1962, Blaðsíða 1
i MUjgacn Framsóknarmaxna : R lsrmk;: Eri.incur Davííí.sson Skkírmoí-a i HÁ1'.narstr.í"j:'j 90 Sími 11(56 . Sktnincu o<: trkvtiín a.nn.ást 1’hj.ntverk Odos fej'ÖUNSSONAR H.T. AkUREVW Dagur XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 7. marz 1962 — 10. tbl. AoGi.v.yNÓA.STjáw:- }ÓN Sam- ÓEI.SSO.N Akí.ANC.I, K1\N KOSTAU KR. 100.00 . < I.I AI l.UAOi T-K ! . ti'i.i ■'Bi.AOJB; KKNiUR Ú r Á MlfiVÍKI'ÍBÖr,- t'M Ör. Á I.AUrARUÖGUM ; ÍT.CAR ÁSI .TDA lO'KIR TIL Fyrslur ufan Reykjavíkur NYLEGA lauk Friðrik Magn- ússon héraðsdómslöginaður á Akureyri prófi til málflulnings fyrir Hæstarétti. Hann rnun vera fyrsti löginaður utan Reykjavíkuv, sein lýkur því prófi. Friðrik Magnússon. Friðrik Magnússon hefur unnið að lögmannsstörfum á Akureyri á þriðja tug ára. Áður en munnlegur málflutn ingur hófst í bæjarþingi Akur- eyrar, þ. 23. febrúar sl., ávarp- aði Sigurður M. Helgason, sett- ur bæjarfógeti, Friðrik og árn- aði honum heilla með hið ný- lokna próf. Við sama tækifæri kvaddi Björn Halldórsson lög- maður sér hljóðs og bar fram héillaóskir. Friðrik Magnússon og Björn Halldórsson munu eiga lengst- an starfstíma að baki, núver- andi lögmanna á Akureyri. í’riðrik Magnússon iauk lög- fræðiprófi árið 1929. Hann var bæjargjaldkeri frá 1930—1939 og stundaði jafnframt ýms lög- fræðistörf. Hann hefur stundað málflutning, sem aðalvinnu, síð an. Friðrik Magnússon er borinn og barnfæddur Akureyringur og hefur alið þar aldur sinn alla tíð, að námsárunum einum und- anskildum. Foreldrar Friðriks voru Dóm hildur Jóhannesdóttir og Magn ús J. Kristjánsson ráðherra. Friðrik Magnússon er mjög vinsæll maður og mikils virtur. Kona hans er Fanney Guð- mundsdóttir og búa þau í Að- alstræti 15. □ Verííðarfréftir o. fl frá Dalvík Dalvík 6. marz. Vertíðin hófst viku af janúar en miklar ógæft ir hafa lengst af verið. Björg- úlfur hefur aflað 62 tonn á línu og Björgvin 170 tonn á togveið um. Þeir eru 250 tonna skip. Baldvin Þorvaldsson og Hannes Hafstein hafa fengið 150 tonn hvor. Þeir eru nú komnir með net. Auk þessara skipa og báta róa 4 þilfarsbátar, 7—12 tonn að stærð og nokkrar trillur. Afl inn alls er 660 lestir og hefur hann farið í frost og salt. Færðin er að þyngjast, en mjól'kurbílarnir hafa þó sótt mjólk fram í dalina, allt á leið- arenda, til þessa. Bílstjóri, sem kom frá Reykjavík um helgina, Þessi mynd var nýlega tekin á sjóvinnimámskeiði G. A. á Akureyri af ungum og áhugasömum nemendum. (Ljósm. E. D.). Ákveðin rödd frá Austurlandi var 22 tíma á keyrslu. Færðin var verst síðasta spötínn. Leikifélag Dalvíkur sýndi sjón leikinn Oskar 6 sinrium heima og tvisvar í Ólafsfirði’ við góða aðsókn. Leikstjóri var Eiríkur Eiríksson. Verkalýðsfélag Dalvíkur hélt (Framhald á bls. 7) Bændaldúbbsfundur VERÐ3JR haldinn á Akureyyi mánudaginn 12. inarz n. k. á venjulegum stað og tíma. Umræðuefni: Reikningshald og skýrslugerðir bænda. Frum- mælandi Eyvindur Jónsson ráðunautur Búnaðarfél. ísl. En Eyfirðingar láta ÞÓTT misjáfnlega sé litið á fundasamþykktir, tala þær venjulega skýru máli, ékki sízt ef þær eru margar og sam- hljóða og þegar að þeim stendur fólk úr öllum stjórnmálaflokk- um. Hinar ákveðnu ályktanir og áskoranir eru vegvísar stjórn málamannanna, og eru vel lesn ar af þeim, sem þjóðin hefur kosið á þing. Á aðalfundi Bændafélags Fljótsdalshéraðs var meðal ann ars þetta samþykkt: „Fundur- inn telur það afgerandi nauðsyn fyrir fólk í öllum byggðum Norður- og Austurlands, að Jökulsá á Fjöllum verði valin til næstu stórvirkjunar í land- inu þegar til þess kemur. Telur fundurinn, að atvinna og stóriðnaður, sem fylgja mun þeirri framkvæmd, myndi jafna VERÐUR HÓLASKÚLI L&GDUR NIÐUR? Heyforði skólabúsins ekki nægilegur - Skólastjóri svarar spurningum MARGAR sögur og furðulegar ganga nú um hinn fornfræga stað, Hóla í Hjaltadal. Þær gáfu tilefni til nánari frétta, og lagði blaðið af því tilefni nokkrar spurningar fyrir skólastjórann, Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunaut. Er það rétt, að orðið sé heylítið á Hólum? Við keyptum 45 kýr í ágúst í sumar, Hólaengi brást alger- lega, heyskapartíð var erfið í sumar, heyin reynast því ekki sem bezt ogri vetur hefur verið haglítið fyrir hross, en allt þetta hefur valdið því, að við höfum orðið að kaupa nokkurt hey og ■er verið að flytja það heim að Hólum. Hvað er margt á fóðrum á skóla búinu? Á fóðrum eru 80 nautgripir, 85 hross og 550 fjár. Stóði hefur ekki verið gefið teljandi undan farna vetur, .en nú varð hag- laust síðast í nóvember. Mikill fóðuiibætir hefur verið kéyptur, en það er sennilega skynsam- legra að kaupa hey. Annars sit- ur „Gamla heyið“ hans Guð- mundar á Sandi syo ríkt í manni, að maður skammast sín hálfpartinn -fyrir, að kaupa hey. En heyið er auðvitað verzlunar vara ekkert síður en fóðurbæt- ir og af því er nóg í Skagafirði. Við höfuin nú heyfóður fram í (Framhaid á bls. 5.) ekkert frá sér heyra aðstöðu í byggðum landsins og myndi flestu öðru fremur vinna <á móti þeirri þróun, sem alþjóð hefur viðurkeimt að sé óheppi - leg, að meiri hluti þjóðarinuar safnist á eitt horn landsins, þar sem ein stór virkjun enn myndi örva þá þróun. Fyrir því skorar fundurinn á alla þingmenn kjördæma á Norður- og Austurlandi, að vinna að því að skapa órjúfandi samstöðu fólksins á þessu svæði til að standa vörð um þetta rétt lætis- og hagsmunamál. í því sambandi vill fundurinn benda á, sem lieppilega leið til að ná samstöðu í málinu, að komið verði á fulltrúafundi sveitarfélaga í þessum byggðar lögum, til þess að samræma sjónarmiðin og beinir því.til þingmannanna, að þeir gangist fyrir því, að slíkur fundur verði ha!dinn.“ Það vakti mikla athygli þeg- ar bæjarfógetinn á Húsavík, og honum til aðstoðar bæjarstjóri og bæjarstjórn þar á staðnum, boðaði fulltrúa tii fundar úr öllum hreppum sýslunnar til að ræða um virkjun Jökulsár á Fjöllum í haust er leið. Verkfræðilegur kunnáttumað ur, sem einnig er sérstaklega kunnugur Jökuisá á Fjöllum, flutti mjög fróðlegt erindi um virkjunarmöguleika og notkun armöguleika stórvirkjunar þessa norðlenzka vatnsfalls. Var frá þessu sagt hér í blaðinu á sínum tíma og vísast til þess. Þar sameinuðust allra flokka menn um ákveðnar óskir sínar og kröfur um virkjun Jökuisár. Allir þingmenn Norðurlands- kjördæmis eystra hafa^samein- azt í þessu máli á Alþingi. Hinn þingeyski stuðningur er mikils virði fyrir þá í baráttunni fyrir stórvirkjuninni. Nú hafa bændur á Austur- landi sagt sitt álit umbúðalaust og ákveðið. En eftir er hlutur Eyfirðinga og Akureyringa. Þá hefur vantað forystu í málinu heima fyrir og enga samiþykkt gert, sem til stuðnings mætti verða því stóra hagsmunamáli norðanlands- og austan, að Jök ulsá verði fyrst vatnsfalla valin til stóryirkjungr. Stói'virkjun á Norðurlandi myndi skapa óendanlega mögu- leika til jafnvægis gegn þeirri hættulegu þróun, „að meiri- hluti þjóðarinnar safnist á eitt horn landsins.“ □ Fundur ungra manna BERNHARÐ STEFÁNSSON fyrrv. alþingismaður flytur er- indi á fundi ungra Framsóknar manna í ísl.-amerísku lesstof- unnj og fjallar það um stjórn- skipun landsins. En um þau mál er Bernharð einn hinn fróðasti hér á landi. Ungir Framsóknarmenn eru livattir til að fjölmenna á fund inn og að sjálfsögðu eru aðrir velkomnir á meðan húsrúm leyf ir. Fundurinn er á föstudaginn. Bernharð mun fúslega svara fyrirspurnum um þetta efni. Á eftir verður sýnd kvikmynd af geimferð Glenns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.