Dagur


Dagur - 07.04.1962, Qupperneq 2

Dagur - 07.04.1962, Qupperneq 2
2 ÁRIÐ 1962, þriðjudaginn 27. marz, var, að tilhlutan Búnað- arsambands Skagfirðinga, hald- inn almennur bændafundur í fé- lagsheimilinu Héðinsminni, Stóru-Ökrum í Blöríduhlíð. — Fundinn sátu 120—130 manns. Fundinn setti formaður sam- bandsins, Jón Jónsson bóndi á Hofi. Bauð hann fundargesti vel- komna, og sérstaklega Sverri Gíslason, formann Stéttarsam- bands bænda, sem mættur var á fundinum. Til fundarstjóra tilnefndi hann Konráð Gíslason bónda á Frostastöðum, en hann nefndi til fundarritara þá Guðjón Jóns- son, bónda á Tunguhálsi og Pál Sigurðsson, bónda á Hofi. Sverrir Gíslason, formaður Stéttarsambands bænda, flutti ýtarlegt erindi um verðlagsmál landbúnaðarins. Verðlagsmálin. 1. Fundurinn lýsir rnegnri óá- nægju sinni yfir úrskurði meiri hluta yfirnefndar á verðgrund- velli landbúnaðarafurða yfir tímabilið 1. sept. 1961 til 31. ág- úst 1962. 2. Fundurinn lítur svo á, að telja verði þennan úrskurð með öllu órökstuddan, þar eð meiri hluti yfirnefndar hefur á engan hátt, svo að vitað sé, reynt að mótmæla, eða hrekja, þau atriði, sem greint er frá í greinargerð framleiðsluráðs frá 22. sept. s.l. Fundurinn tclur annað óviðun- ándi en meiri hluti yfirnefndar geri hverju sinni glögga grein fyrir því, á hverju úrskurður hans er byggður. 3. Fundurinn lýsir undrun sinni yfir því, að útreikningar Hagstofunnar, á vissum l*iðum verðgrundvallarins, eru að engu hafðir. 4. Fundurinn álítur, að það orki mjög tvímælis, að Hag- stofustjóri hafi rétt til að breyta þeim liðum innan verðgrund- vaHarins, sem ekki er ágrein- ingur um innan sexmanna- nefndarinnar, sbr. 6. gr. fram- leiðsluráðslaganna. 5. Fundurinn beinir því til - Gengisfellingin . .. (Framhald af bls. 1) synja breytingu á skráningu ísl. krónunnar, en gerði það ekki. Stjórnarskráin kveður á um það, að forsetinn geti gefið út bráðabirgðalög „þegar brýna nauðsyn ber til“. En nauðsynin var ekki brýn. Verknaðurinn var stórkostlegt glapræði, þar sem forsendur voru ekki fyrir hendi, og illt verk að gera gjaldmiðil okkar enn verð- minni en hann í raun og veru er. Og svo var framkvæmdin sjájf ekki í samræmi við stjórn- arskrána. Er þá farið að harðna í ári hjá aumingja íhaldinu um rök fyrir þessum ógiftusamlega verknaði, enda lætur það tæpast í sér heyra í þessu máli og kallar þó ekki allt ömmu sína, þegar það þai’f að verja ill- an málstað. stjórnar Stéttai'samb. bænda, til athugunar, hvort ekki væri æskilegt að fá bundna með reglugerðarákvæðum vissa liði vei'ðgrundvallarins, svo sem hve hátt stofnfé vísitölubúsins sé, hve háa vexti skuli greiða af eigin fé bóndans, og hve háa fyrningu skuli reikna af fast- eignum landbúnaðarins. 6. Fundurinn beinir þeirri á- skoruix til stjórnar Stéttai-sam- bandsins, bænda og skatta- nefnda að gera búnaðai'skýi'sl- una eins vel úr garði og unnt er. 7. Fáist ekki viðunandi end- úi'bætúr:. á verðlagningu land- búnaðarafux'ða, með þeim vei'ð- grundvelli, sem fundinn vei'ður fyi'ir nk. verölagsár, telur fund- ui'inn; að fullreynd sé samvinna við neytendur í því formi, sem vei-ið hefur, og taka verði fram- leiðsluráðslögin til rækilegrar endurskoðunar. Allmiklar umræður urðu um till., og tóku þessir til máls: Sverrir Gíslason, Gunnar Odds- son Flatatungu, Egill Bjarnason Sauðárkróki, sr. Lárus Arnórs- son, Miklabæ, Tobías Sigurjóns- son, Geldingaholti, Sigurmon Hartmannsson, Kolkuósi, Kon- ráð Gíslason, Frostastöðum, Magnús Gíslason, Frostastöðum, og Hjöi'leifur Sturlaugsson, Kimbastöðum. Að umræðum loknum bar fundax'stjóri tillögurnar undir atkvæði, og var 1., 2., 3., 4., 5. og 6. liður samþykktir samhlj. og 7. liður með öllum atkvæð- um gegn einu. — Tillagnn síðan borin upp í heild og samþykkt samhljóða. Egill Bjarnason ræddi stutt- lega um bændaför, sem fyrir- huguð er á næsta voi'i, gat hann þess, að drög að ferðaáætlun yrðu send heim í hi'eppabúnað- arfélögin. Egill Bjarnason lagði fram og skýrði eftirfarandi tillögur: Almennur bændafundur í Skagafirði, haldinn að tilhlutan Búnaðarsambands Skagfirðinga í Jélagsheimilinu Héðiþsjqinni, Stóru-Ökrum, hinn 21 • dag marzmáríaðar 1962, fagnar fi'éttatilkynningu frá Búnaðax-- fræðslunefnd, er birtist í dag- blöðum hinn 11. marz s. 1. og leggur áherzlu á, að bæði bændaskólasetrin, Hólar og Hvanneyri, verði hagnýtt áfram í þágu búnaðarfræðslunnai'. Beinir fundurinn þeirri áskor- un tilbúnaðarsamtakanna í land inu, að þau vinni að aukinni að- sókn að búnaðai'skólunum. — Jafnframt skorar fundurinn á landbúnaðarráðherx'a að vanda foi-stöðu Hólastaðar sem mes,t, og slíta ekki þau tengsl skóla og bústjórnar, sem verið hafa um langt skeið. — Samþykkt sam- hljóða. Almennur bændafundur í Skagafirði, haldinn að tilhlutan B.S.S. í félagsheimilinu Héðins- minni Stóru-Ökrum, hinn 27. marz 1962, skorar á Alþingi og stjórnarvöld landsins að gei'a nú þegar sérstakar opinberar fjár- Skagafjarðar hagsráðstafanir varðandi aðstoð við þau byggðarlög, sem mest hafa dregizt aftur úr í atvinnu- þróun síðari ára, svo að hagur íslenzkra bænda geti verið sem jafnastur. Bendir fundurinn m. a. á bættar samgöngur til þess- ara héraða. — Samþykkt sam- hljóða. Almennur bændafundur í Skagafirði, haldinn að tilhlutan B.S.S. í félagsheimilinu Héðins- minni Stóru-Ökrum, 27. marz 1962, beinir þeirri eindregnu á- skorun til stjórnar raforkumála, að undirbúningsrannsóknum virkjunar Jökulsár á Fjöllum verði hraðað svo, að þeim sé lokið, þegar fært þykir að hefj- ast handa um næstu stórvirkj- un. Fundurinn lítur svo á, að vegna æskilegrar byggðarþró- unar í landinu eigi virkjun Jök- ulsár á Fjöllum að ganga fyrir öðrum stórvirkjunum, svo sem við Þjórsá. — Samþykkt sam- hljóða. VÍL SELJA TÍU UNGAR ÆR. Stefán N. Jóhannsson, Hömrum II, Akureyri. TIL SÖLU: Stigin SAUMAVÉL og KOJUR. Uppl. í síma 1719. ÍBÚÐ ÓSKAST Tvegigja eða þriggja her- bergja íbúð óskast til ieigu í vor. — Fyrirfram- greiðsla eftir samkomu- lagi. Þrennt fullorðið í heimili. Uppl. í síma 2509. HERBERGI ÓSKAST fyrir starfsstúlku, sem náest miðbænuin. EIÓTEL AKUREYRI Sími 2525 Á FIMMTUD AGSK V ÖLDIÐ var hinn margþráði konsertflyg- ill Tónlistarfélags Akureyrar vígður í Borgarbíói með hljóm- leikurn Árna Kristjánssonar. Hljóðfæri þetta er stærst sinn- ar tegundar á landi hér og mjög vandað. Bærinn styrkti félagið til kaupanna. Templarar stækk- uðu leiksviðið í Borgarbíói til að geta hýst það þar. Salurinn þar tekur 300 manns. Nýi flýgillinn bætir úr brýnni þörf, því að bænum var van- sæmd að fyrra ástandi. Hljómleikar Árna Kristjáns- sonar vöktu mikla hrifningu, og hann hafði bæði hljóðfærið og áheyrendur gjörsamlega á valdi sínu. Stefán Ág. Kristjánsson, for- maður Tónlistarfélags Akureyr- ar, flutti ávarp, þakkaði lista- manninum fyrir komuna og bæjarbúum fyrir drengilegan stuðning. Framvegis munu hljómleikar fara fram í Borgarbíói í stað Nýja-Biós áður, ennfremur kór- söngvar, ef ekki .er um óvenju- legan fjölda söngfólks að ræða. ræða. □ IU. M. S. E. 40 ÁRA | HINN 8. apríl n.k. verður Ung- mennasamband Eyjafjarðar fjörutíu ára. Það var stofnað upp úr Fjórðungssambandi Norðurlands 1922, sem það sama ár hætti störfum. Afmæl- isins verður minnzt á ýmsan hátt,t.d. kemur út afmælisrit, og efnt verður til afmælisfagnaðar í félagsheimilinu Freyvangi' sunnudaginn 15. apríl n.k. — 41. þing þess fer fram í Freyvangi 14. og 15. apríl og hefst kl. 1.30 e.h. fyrri daginn. STYRKTARFÉLAG vangef- inna. Áheit frá litlum dreng kr. 30.00, J. B. kr. 50.00, A. kr. 30.00. Beztu þakkir. (Framhald af 1. síðu.) Verzlunin er einn af höfuð- þáttum atvinnulífsins á Akur- eyri, ásamt iðnaði, útgerð og nokkrum landbúnaði, og hún hefur tekið svo miklum stakka- skjptum á einum mannsaldri, að furðu sætir. Verzlunareinokun- in var brotin á bak aftur með samtökum almennings fyrst og fremst, Og hinir bein.U'arítak u' einokunarkaupmannanna, *,Sem enn í dag fylla flokk auðsöfnvn- armanna, hafa síðan verið neyddir til samkeppni við kaup- félögin um vöruvöndun, varð’.ag og þjónustu. Sú samkeppni þef- ur oi'ðið fólkinu ómetanleg. Og vart er um fullkomið verzlunar- frelsi að ræða nema hye' og einn geti að eigin vild valið á milli kaupfélaga og kaupmanna um viðskipti sín. Áður þótti töluverð upphefð að verzlunarstörfum. Nú vilja fæstir starfa innan við búðar- borðið, þi'átt fyrir öll þægindin, enda skjótfengnari peningar víða annars staðar fyrir selda vinnu. Samvinnumenn á Akureyri hafa jafnan haft forgöngu um nýjungar og haft foryztuhlut- verk í verzlunarmálum staðar- ins, en dugmestu kaupmennirn- ir hafa fylgt fast á eftir og neytt hæfileika sinna með árangri. En samvinnumennirnir eiga ó- goldna nokkra „vanrækslu- synd“ hvað fræðslumálin snert- ir, einkum hin síðustu ár. Þeir hafa í þjónustu sinni fjölda fólks, sem er algerlega ósnortið af samvinnuhugsjóninni og þekkir ekki grundvallarmun á einkarekstri og samvinnu- rekstri. Kaupfélag Eyfirðinga ætti e. t. v. að stofna sinn eigin verzl- unarskóla fyrir starfsfólk sitf yfir nokkra vetrarmánuðina. Það mætti hugsa sér Hótel KEA sem aðalmiðstöð fyrir þessa starfsemi. Þar yrðu bókleg fræði kennd, en verkleg kennsla færi fram í nærliggjandi verzl- unardeildum félagsins. Námi mætti haga á ýmsa vegu, en dugandi fólk ætti að njóta þess í nokkru, að námi loknu. Hug- myndin um verzlunarskóla á Akureyri er sannarlega um- hugsunarverð, hvort gem slíkur skóli yrði á vegum samvinnufé- laga aðeins eða yrði stofnaður á breiðari grunni. MUNIÐ Jón M. Guðmundsson, málari. SlMI 2426.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.