Dagur - 06.06.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 06.06.1962, Blaðsíða 2
2 LAUGARBORG Dansleikur annan í hvíta- sunnu, 1 í. júní, kl. 9 e. h. Hljómsveit Birgis Marinóssonar leikur. Sætaferðir. U.M.F. Framtíð og kvenfélagið Iðunn. Bílasala Hösluildar SELUR: 29 manna langferðabíl, Ford ’53, með Benz dieselvél. Volvo ’f>5, flutningabíf, yfirbyggður og méð sturtum. Ford vörubíla ’47—'52 Chevrolet ’55 o. m. fl. Bílasala Höskuldar, Túngötu 2, sími 1909. Bílasala Höskuldar SELUR: Chevrolét ’41—-’57 Ford ’46—’58 Plymouth ’42 og ’55 og margt fleira af sex manna bílum. Ford Junior ’46 Anglia ’58 Zephyr ’55 Opel Caravan ’55 Opel Record ’55 og ’56 Opel Capitan ’54 og ’56 Volkswagen ’54—’59 Skoda ’47—’60 Vauxhall ’49 og ’55 Jéppar ’42—’47 og margt fleira. Bílasala Höskuldar, Túngötu 2, sími 1909. BIFREIÐ TIL SÖLU Tilboð óskast í Itifreið- ina A— 699, Renault, árgerð 1946, sem er'til sýnis við lögreglustöðina. Tilboðum sé sk.lað tii undirritaðs fyrir 10. júní næstkomandi. Bæjaríógetinn á Akureyri BÍLL Heli kaupanda að nýlég- um íólksbíl, helzt Volks- wagen. Staðgreiðsla. Upþiýsingar gefur Eyþór H. Tómasson. TILBOI) ÓSKAST í bili eiðina A—837, sem er Willy’s station, árgerð 1957. Nýlegur mótor, skiptidrif og vinda (spil). Til sýnis við fíugstöðina og upplýsingar í flug- turninum. GÓÐUR JEPPI TIL SÖLU. Sími 2079, eftir kl. 7 e. h. ÍBÚÐ ÓSKAST Hjón með tvö börn vant- ar 3—4 herbergja íbúð sem fyrst. Lítið luis í ná- grenni bæjarins kæmi til greina. Uppl. í síma 2571. HERBERGI TIL LEIGU. Uppl. í síma 1604. TIL SÖLU: Tveggja herbergja íbúð á Kleppsholti í Reykja- vík. Skipti á íbúð hér í bæ kæmu til gre.na. Björn Halldórsson, sími 1109 og 02. Stór ÍBÚÐ TIL LEIGU 4 herbergi, eldhús og bað. Leigan er 2000.00 krónur á mánuði. Fyrirfram- greiðsla æskileg. T.lboð- úm sé skilað á afgr. Dags merkt „íbúð“. HERBERGI ÓSRAST Tveir sjómenn, sem lítið eru í landi, óska eftir her bergi. Tilböð leggist inn á afgreiðslu blaðsins, sem fyrst. Atvinna! STARFSFÓLK ÓSKAST að Hótel Akureyri. F.kki yngra en 20 ára. Ti! greina kemur að vinna hlúta úr degi. Hátt kaup. Uppl. í síma 2525. Atvinna! AFGREIDSLU- STÚLKUR ÓSKAST. F.kki yngri en 20 ára. Tii greina kemur að vinna hluta úr degi. Hátt kaup. LITLI-BARINN Uppl. í síina 2525. TAPAÐ Karlmannsarmbandsúr tapaðist á kappreiðum Léttis síðastl. fi nmtudag. Skilvís linnandi láti af- greiðslu blaðsins vita. Fundarlaun. Nothæfur RIDSTRAUMS- RAFALL (tlynamór), 220 vcilta, fyrir þriggja kílóvatta mótor, óskast ti! kaups. Jón Samúelsson, sími 2058 eða 1166. TIL SÖLU: Vel mieð farið Ariel-mótorhjól, í góðu lagi. Hreinn Óskarsson, sími 2110. TIL SÖLU: Miele-skellinaðra. Uppl. í síma 1930. TIL SÖLU: Stofuskápur úr eik. Uppl. í síma 2710 eða hjá Rolf Arnasyni, Glerárgötu 34. TIL SÖLU: Gott stofuborð úr eik 1.24x0.92 sm. Skipagata 4, 2. hæð. Jónas. TIL SÖLU: Heykló á Ferguson- traktor. — Uppl. gefur Tryggvi Jónatansson, Litla-Hamri, sími um Mtinkaþverá. TIL SÖLU: Brúno-riffill, cal. 22 (Long), og Pedigree barnavagn. Sími 1100. Notaður FLYGILL TIL SÖLU með tækilærisverði. Kaupfélag Eyfirðinga. TIL SÖLU: Mjög vel með farin N.S.U. Skellinaðra, árgerð 1957. Uppíýsingar gefur Jón Gunnlaugsson, Heimavist M.A. TIL SÖLU: Dívan í góðtt ásigkomu- lagi til sölu nú þegar. Uppl. í síma 1436 • kl. 5-7 e. h. TIL SÖLU: Lítið notuð kjólföt. Tækifærisverð. Uppl. í síma 2589. TIL SÖLU: Svefnsófi, tveggja ntanna, hrærivél (Master Mixer) og stoiuborð tneð gler- plötu. Allt með tæki- færisverði. Sími 1291. TIL SÖLU: Svefnsófi og Philips útvarpstæki. Sími 2068. Sá hlýtur viðskiptin, sem athygli vekur á þeim. — Góð auglýsing gefur góðan arð. Frá aðalfundi KaupféL Eyfirðinga (Framhald af bls. 1.) nú senn lokið. Verður hafin vinna í húsinu í sumar og þess að vænta, að það reynist veiga- mikil lyftistöng fyrir vaxandi útgerð og atvinnu á Dalvík og um utanverðan Eyjafjörð. 6. Byggð viðbót við hrað- frystihúsið í Hrísey — fiskmót- taka. 7. Endurbætur á Strandgötu 25 og hafinn undirbúningur að breytingu búðarinnar í kjörbúð. Verkinu var lokið í febrúar og búðin, sem er vönduð og smekk leg, opnuð litlu síðar. 8. Keypt 40% hlutafjár í Plasteinangrun h.f., Akureyri. Verksmiðjan tók til starfa 16. janúar 1961. 9. Arkitekt Aage Brandt, Kaupmannahöfn, er fenginn til Akureyrar 17. janúar, og mun hann ásamt Teiknistofu SÍS gera fyrstu drög að breytingu og endurbótum á búðum félags- ins í aðalverzlunarhúsinu. 10. Keypt Hafsteinseign á Oddeyri af Sverri Ragnars þann 17. apríl. Kaup þessi voru gerð til þess að tryggja skipa- smíðastöð félagsins nauðsynlegt athafnasvið. En áður hafði lóð- in um allmörg ár verið tekin á leigu hjá seljanda. 11. Verzlun félagsins í Ránar- götu breytt í kjörbúð, sem opn- uð var 30. maí. 12. Hafin bygging mjólkurút- sölu á Siglufirði. Áætlun um helztu framkvæmd- ir á árinu 1962. 1. Ljúka við byggingu hrað- frystihússins á Dalvík. 2. Ljúka við innréttingu efri hæðar verzlunarhússins í Gler- árhverfi. 3. Ljúka við innréttingu verzlunar á Grenivík. 4. Ljúka við syðsta hluta byggingavöruverzl. við Glerár- götu. 5. Ljúka við viðbótarbygg- ingu við hraðfrystihúsið í Hrís- ey. 6. Ljúka við breytingu verzl- unarinnár' Strand'götu 25 í kjör- búð. 7. Ljúka við byggingu mjólk- urútsölunnar á Siglufirði. 8. Ljúka við viðbótarbygg- ingu við Skipasmíðastöðina. 9. Hefja byggingu kjöt- vinnslustöðvar á Oddeyrar- tanga. 10. Hefja breytingar á búðum aðalverzlunarinnar í Hafnar- stræti 91—93. 11. Hefja byggingu verzlunar- útibús á Syðribrekkunni á Ak- ureyri. 12. Reisa vörugeymslu á Hauganesi. Skýrsla framkvæmdastjóra Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri minntist þess í upphafi langrar og ítarlegrar skýrslu um hag og rekstur Kaupfélags Eyfirðinga fyrir ár- ið 1961, að nú væri að baki 75. starfsár KEA, félagið hefði enn eflt sjóði sína og fært út störf sín, fjárfestingin nú, 15,3 millj. króna, væri ekki meiri en oft áður vegna lækkaðs gengis ísl. krónunnar og framundan væru fjárfestingar, sem ekki yrði hjá komizt svo sem ný mjólkur- vinnslustöð og kjötvinnslustöð. Reksturinn skilaði 9,6 millj. krónum í eigin sjóði, stofnsjóði og fyrningar og að auki 2,6 milljónum til ráðstöfunar á aðal fundinum. Framkvæmdastjórinn gat þess, að félagið hefði flutt út af- urðir fyrir 37 milljónir króna en selt afurðir á innlendum markaði fyrir 96 milljónir og væri sala mjólkur og mjólkur- vara þar stærsti liðurinn. Allt nautgripakjöt, sem ekki er þörf fyrir innanlands, er bein skorið og fryst í smekklegum umbúðum og selt til Banda- ríkjanna við sæmilega hag- stæðu verði. KEA annast einnig beinskurð og pökkun stórgripa- kjöts fyrir nágrannakaupfélög- in. KEA tók sl. ár á móti 15 millj lítrum mjólkur og var það 6% aukning frá fyrra ári, 50 þús. fjár, og er það hærri sláturfjár- tala en áður, 63 þús. kg ull og 15 þús. tunnum af jarðeplum. Þá tók KEA til sölumeðferðar 700 þús. kg af saltfiski og frá hraðfrystihúsunum á Dalvík og Hríseý komu 37 þús. kaSsar af hraðfr. fiski. „Aukin dýrtíð og hækkandi verðlag leiðir af sér hækkandi tölur í krónum í verzlun og viðskiptum,“ sagði fram- kvæmdastjórinn.“ Ileildarsala félagsins jókst úr 357 millj. kr. í 412 milljónir króna, eða um 15%. Er þar framtalin í heild öll sala deilda og fyrirtækja. Mikill hluti aukningarinnal frá fyrra ári stafar af Stóraukinni afurðaframleiðslu og sölu lands- og sjáfarafurða. Fjárhagsleg afkoma félagsins gerir mögulegt að endurgreiða félagsmönnum 4% af ágóða- skyldri vöruúttekt. Stofnsjóður og Samlagsstofn- sjóður eru 28 milljónir. Launagreiðslur K E A árið 1961 námu rúmlega 40 milljón- (Framhald á bls. 7.) F ermingarbarnamót- ið 2. í hvítasunnu Mótið hefst að Laugum í Reykjadal kl. 4 e. h. annan í hvítasunnu 11. júní, og því lýk- ur daginn eftir. — Dvalarkostn- aður er áætlaður kr 100.00. Farangur: 1. Svefnpoki (eða sæng). 2. Handklæði, sápa. 3. Nýja Testamentið. 4. Skriffæri. 5. Strigaskór, sundföt fyrir þá, sem taka þátt í sundi og íþrótt- um. Frá Akureyri verður lagt af stað kl. 1 e. h. Fargjald báðar leiðir kr. 60.00. — Mótið er að- eins fyrir fermingarbörn frá þessu vori. — Þau börn, sem ekki hafa þegar tilkynnt þátt- * töku, en ætla í ferðina, hafi þegar samband við sóknarprest ana. (Frá undirbúningsnefnd).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.