Dagur - 11.07.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 11.07.1962, Blaðsíða 5
4 rr..... . . ..^ Daguk Jökulsárfundurinn SUNNUDAGINN 8. júlí var sólskinsdag- ur á Akureyri. Hann var einnig í öðrum skilningi einn a£ sólskinsdögum fólksins á Norður- og Austurlandi. Hann var sögu- legur sólskinsdagur í augum allra þeirra, sem vilja að þjóðin haldi áfram að byggja landið og að dreifbýlið til sjávar og.sveita sameini krafta sína til að berjast fyrir til- veru sinni og byggð landsins. Þennan dag voru samankomnir í húsa- kynnum menntaskóla Norðlendinga hér á Akureyri umboðsmenn byggðanna á Norður- og Austurlandi, fulltrúar sýslu- nefnda og bæjarstjórna og alþingismenn kjördæmanna, allt vestan frá Húnaþingi suður í Skaftafellsþing hið eystra, til þess að ræða liið mikla sameiginlega framtíð- armál hinna tveggja landsfjórðunga, virkjun Jökulsár á Fjöllum og hvernig þeirri framkvæmd megi til vegar koma. Samkvæmt ráðstöfun undirbúnings- nefndar fundarins, en í henni voru þessir alþingismenn: Karl Kristjánsson, Jónas G. Rafnar, Bjöm Jónsson og Friðjón Skarpliéðinsson, voru mættir á fundin- um að sunnan, þeir Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, fomiaður hinnar svo- nefndu stóriðjunefndar, er núverandi ríkisstjórn hefur skipað og Jakob Gísla- son, raforkumálastjóri, ásamt aðstoðar- maimi hans, Eiríki Briem, verkfræðingi. Á öðram stað í blaðinu er sagt frá ræð- um þeim, er tveir þeir fyrrnefndu fluttu, en samkvæmt dagskrá voru þeir í raun- inni frummælendur um fundarefnið og höfðu þannig aðstöðu til að setja svip á umræðumar og hafa áhrif á hugi fundar- manna, áður en annað væri fram komið. Frummælendur þessir virtust leggja á það nokkuð mikla áherzlu, og að því er sumum þótti ,meiri en við átti á þessu stigi málsins, að gera samanburð með áð- ur óbirtum tölum milli fallvatna hér á landi og að dæma Dettifossvirkjun úr leik með þeim samanburði. í stað þess að gera fundarefnið, Jökulsárvirkjunina, °» þýðingu hennar að meginumtalsefni, snerist mál þeirra að verulegu leyti um Þjórsá og hin ágætu stórvirkjunarskil- yrði, er þeir töldu þar vera og sem ríkis- stjórnin nú lætur rannsaka af miklu kappi, í stað þess að Iáta framkvæmd á- lyktunar Alþingis um rannsóknir við Jökulsá sitja fyrir, svo sem skylt var. Enda þótt sérfræðingar þessir íæru með fjölda af tölum, sem síðan hafa ver- ið birtar í útvarpi og Reykjavíkurblöð- um, var viðurkennt af þeirra hálfu, að hér væri aðeins um „grófar“ bráðabirgða- áætlanir að ræða. Sérstaklega aðspurður, sagði raforkumálastjóri, að rannsóknir, er nú fara fram, gætu breytt áætlunar- tölunum. Frá fræðilegu sjónarmiði mátti því teljast hæpið, að birta á þessu stigi útreiknuð dæmi á þann hátt, sem gert var. Og eftir stendur óhrakið það, sem sérfræðingar hafa þegar sagt opinber- lega, að verð á orku úr Jökulsá muni vera svipað stóriðnaðarorkuverði erlend- is og að við þetta verð eigi orkufrekur iðnaður að geta sætt sig. En þótt sunnanblærinn væri svalur að þessu sinni, þ.e.a.s. inni í fundarsalnum, tókst fulltrúunum að standa saman og samþykkja í einu hljóði þá skorinorðu á- Iyktun, m. a. uni „órjúfandi samstöðu“ sem birt er á fyrstu síðu blaðsins í dag. v—________________________________ - JÖKULSÁRFUNDURINN (Framhald af 1. síðu.) Jóhann Hermannsson, Húsavík. Fundinum bárust erindi frá Sambandi austfirzkra kvenna, sýslunefnd Norður-Þingeyjar- sýslu og sýslunefnd Skagafjarð- arsýslu, þar sem mjög var hvatt til einarðrar sóknar í Jökulsár- málinu og rafvæðingarmálum. Á fundinum voru mættir til ræðuflutnings Jóhannes Nordal, bankastjóri, og Jakob Gíslason, raforkumálastjóri. Bankastjórinn, sem einnig er formaður stóriðjunefndar ríkis- stj. gat þess meðal annars, að áhugi fyrir aluminíumfram- leiðslu hér á landi hefði komið fram hjá erlendum aðilum hvað eftir annað um margra ára skeið, en að alvarlegar viðræð- ur hefðu verið upp teknar á síð- asta ári við svissneskt og síðan franskt fyrirtæki, sem bæði hefðu hug á því að kanna mögu- leikana til hlýtar. Hann sagði ennfremur, að aðeins væri um könnunarviðræður að ræða og ekki lægju fyrir neinar fullnað- rannsóknir við hin íslenzku fallvötn, þótt rannsóknir hefðu staðið yfir um skeið, og að allar framkvæmdir í þessu efni hlytu að byggjast á því,að takast megi að afla erlends fjármagns til þeirra. En gengið er út frá því á þessu stigi málsins, að erlendir aðilar byggi iðjuverið eða alum- iníumverksmiðju, en íslending- ar byggi orkuverið. Stofnkostn- aður samtals er lauslega áætl- aður 2300—2700 millj. króna. Þetta er miðað við minnsta orkuver fyrir aluminíumverk- smiðju, sem afkastar um 30 þús. tonnum (11—1200 milljónir) og minnstu virkjun, sem til greina gæti komið við Dettifoss eða Búrfell (1200—1500 milljónir). Orkuþörfin við aluminíum- framleiðslu er geysilega mikil. Á því byggist áhugi erlendra manna, þar sem hér eru enn ó- notuð og öflug fallvötn, sem gert er ráð fyrir að gætu f ramleitt ódýra orku, svo ódýra, að vegið gæti upp önnur þau atriði við þessa framleiðslu, sem óhag- kvæmari þættu. Ræðumaður sagði, að í Noregi mætti nú fá raforku á 2 norska aura hvert kilovatt (um 13 ísl. aura). En í stærstu iðnaðarsvæðum Evrópu og Ameríku kostaði kilovattið 21—26 aura íslenzka. Ræðumaður hélt því fram, að raforka yrði dýrari frá Detti- fossvirkjun en Búrfellsvirkjun. Við stöðvarvegg 11.3 aurar kilo- vattstundin, miðað við 104 þús. kilovatta orkustöð, er myndi kosta 953 millj. króna, á móti 9.7 aurum á kilovattstund frá Búrfelli, miðað við 150 þús. kw. virkjun þar, er kosta myndi 1171 millj. króna. Ymsum atrið- um ®rannsóknanna er enn ólokið. Áætlanir munu hins vegar liggja fyrir í haust. Unnið er að miklum rannsóknum við Þjórsá í sumar. Fyrr en þeim er lokið og fullnaðarrannsóknum við Jökulsá, eru áætlanir mjög „grófar“ og geta að sjálfsögðu breytzt. Jakob Gíslason, raforkumála- stjóri, flutti erindi á fundinum, sem ei'nnig var á ýmsan hátt mjög fróðlegt, þótt ekki sé rúm ajð rekja efni þess hér í blaðinu að sinni. Meðal annars gerði hann samanburð á nokkrum vatnsföllum, sem til greina geta komið til virkjunar. Er þar mið- að við orkuvinnslugetu í kwst/ ári. í Jökulsá er þá samkvæmt áð- ur sögðu talið hagkvæmt að virkja kringum 3000 millj. kwst/ ári. Virkjunarstaðir eru tveir. í Þjórsá, sem er stærsta vatns- fall landsins, að þverám með- töldum, er talið hagkvæmt að virkja fyrir um það bil 8000 millj. kwst. orkuvinnslu á ári. Virkjunarstaðir eru 10 að tölu, þegar áin er að lokum fullvirkj- uð. Úr Hvítá fullvirkjaðri er reiknað með að fáist rúmlega 2000 millj. kwst. á ári í 7 orku- verum. Sogið fullvirkjað gefur 500 millj. kwst/ári í þrem virkjun- um. Aðrar ár á landinu eru minna athugaðar. Á öllu Norðurlandi, frá Hrúta- firði til Húsavíkur og Mývatns- sveitar, að Siglufirði meðtöld- um, er raforkuþörfin tæplega 80 millj. kwst/ári, en á Austur- landi samtals 125 millj. kwst. á ári, eða kringum 10% af orku Dettifossvirkjunar. Reiknað er með að orkuþörfin tvöfaldist á hverjum 10 árum. Með þeim reikningi verða íslenzk fallvötn nægur orkugjafi næstu 50—60 ár. Raforkumálastjóri gerði margs konar útreikninga og sérstakan samanburð á þeim tveim fall- vötnum, Jökulsá og Þjórsá, sem helzt eru á dagskrá, sem afl- gjafar st.órvirkjana. Hvorugur hinna sunnlenzku ræðumanna taldi líklegt, út frá sjónarmiðum töluvísindanna, að Dettifoss yrði valinn til að knýja fyrstu stóriðjuna hér á landi. Gísli Guðmundsson, alþingis- maður, tók næstur til máls, og skýrði hin norðlenzku sjón- armið. Hann hóf mál sitt á því, að hann mundi nú fara með tölur, sem væri af nokkuð öðru tagi en þær tölur, sem sérfræðing- arnir hefðu nefnt, en tölur, sem að sínum dómi og margra ann- arra skiptu miklu máli í sam- bandi við það umræðuefni, sem á dagskrá væri. Hann gerði síð- an grein fyrir hinum miklu fólksflutningum suður og vexti Stór-Rvíkur, sem svo er nefnd, á árabilinu 1940—1960 og að í- búatala hennar hefði á þessum tíma hækkað um 100% og hefði í árslok 1960 verið um 90 þús. Ef sama þróun héldi áfram þar syðra, yrðu íbúar Stór-Reykja- víkur orðnir 180 þúsund eftir 20 ár og 360 þús. um næstu alda- mót. íbúar landsins alls yrðu þá 390 þúsund og ef sömu fjölgun héldi áfram í Reykjavík og var 1940—1960, yrði þá aðeins 30 þúsundir manna annars staðar á landinu. Hann sagði, að íbúar Norður- og Austurlands alls hefðu verið rúmlega 40 þúsund- ir í árslok 1960 og að, ef þar yrði um eðlilega fólksfjölgun að ræða, ætti þeim að fjölga upp í 88 þúsund fram að alda- mótum. En undanfarin 20 ár hefði því farið mjög fjarri, að eðlileg fólksfjölgun hefði átt sér stað í þessum landshlutum og hefðu hinir miklu fólksflutning- ar suður komið í veg fyrir að svo hefði orðið. Þessi fjölgun, úr 40 þúsund upp í 88 þúsund, er hin eðlilega fólksfjölgun á Norður- og Aust- urlandi, á næstu fjórum ára- tugum, sagði ræðumaður, og þannig verður hún væntanlega, ef hægt er að stöðva þá óheilla- þróun, þá miklu röskun á jafn- vægi milli landshlutanna, sem undanfarið hefur átt sér stað. En til þess að hin eðlilega fólks- fjölgun geti átt sér stað, þurfa verkefnin að aukast, atvinnulíf- ið að eflast, og helzt þarf það að gerast á þann hátt, að það veki hina nauðsynlegu athygli, sem til þess þarf að skapa traust á framtíð þessara landshluta. — Gísli Guðmundsson sagði enn- fremur: Þegar við leikmenn í Mynd þessa tók St. E. Sig. í hinum glæsilegu húsakynnum Menntaskólans á Akureyri. raforkuvísindum og hinum hærri fjármálum flytjum fram það mál, að virkjun Jökulsár á Fjöllum verði næsta stórvirkj- un, sem ráðist verði í hér á landi, vakir sú framkvæmd fyr- ir okkur fyrst og fremst, sem eitt hið áhrifamesta úrræði, sem völ er á til þess að stöðva fólks- strauminn úr þessum landshlut- um suður að Faxaflóa. Við hljótum að mótmæla því, að enn verði unnið að því að örva þann fólksstraum með því að láta það ganga fyrir, að stofna til stór- iðju í höfuðborginni syðra, eða nágrenni hénnar. Við ætlumst til þess, að á okkur sé hlustað og sjónarmið okkar virt. Við vitum, að Jökulsá er a.m.k. eitt hagstæðasta vatnsfall til stór- virkjunar hér á landi, svo ekki sé meira sagt, og að orka þaðan yrði samkeppnisfær við stóriðn- aðarorku erlendis. Ræður sér- fræðinganna og tölur, sem þeir hafa farið með, hafa ekki breytt þeirri staðreynd eða upplýsing- um, sem sérfræðingar hafa áð- ur látið frá sér fara opinberlega um það efni, þó að þeir hafi nú í bili komizt að þeirri niður- stöðu, áður en rannsóknum er lokið, að annað vatnsafl kunni að vera enn ódýrara. Við bendum á, að hér sé stæi*sta tækifærið til þess að sýna það í verki, að jafnvægi í byggð landsins sé í augum þjóð- félagsins meira en innantómt slagorð. Þó að raforkuneyzlan hér norðanlands og austan sé ekki talin skipta miklu máli í sambandi við slíka stórvirkjun, vitum við, hvers virði það er fyrir þessa landshluta, ef þeir eiga kost á,að þeim verði tryggð næg og ódýr raforka á komandi tímum, eins og hægt er að gera og að sjálfsögðu yrði gert með virkjun Jökulsár á Fjöllum. En með tilliti til framtíðarinnar hlýtur það að verða bezta lausn- in fyrir Norður- og Austurland í heild, að nota þessa miklu orkulind, Jökulsá, sem þarna er í óbyggðunum milli fjórðung- anna, og tengja hana við þau raforkukerfi, sem fyrir eru. — Ræðu sinni lauk hann með þess- um orðum: Nú, á þessum alls- herjarfundi sýslunefndanna og bæjarstjórnanna á Norður- og Austurlandi þarf að skipuleggja sóknina í þessu mikla máli. Ég vona, að það verði gert. Til þess eru margir hingað komnir um langan veg, og við skulum vona, að það eigi eftir að sýna sig, að þeir hafi ekki farið erindisleysu til þessa móts. Næstur talaði Jónas G. Rafn- ar, alþingismaður, og lýsti hags- munum byggðanna í sambandi við virkjunarstað og hvatti til samstöðu allra íbúa á Norður- og Austurlandi um, að fylgja fast fram kröfunum um virkjun Jökulsár. Björn Haraldsson í Austur- görðum fagnaði þessum fundi mjög, eins og aðrir ræðumenn, og gerði ýmsar fyrirspurnir og athugasemdir við ræður þeirra Jóhannesar Nordals og Jakobs Gíslasonar. Taldi hann meðal annars gæta nokkurs ósamræm- is í þessum upplýsingum, og þeim, er gefnar voru á verk- Um skólamál á Norðurlandi Upplýsingar Stefáns Jónssonar námsstjóra fræðingaráðstefnu, sem haldin var í Reykjavík í apríl í vor. Sveinn Jónsson á Egilsstöðum tók næstur til máls og þakkaði sérstaklega, hve óskum manna á Austurlandi hefði verið mætt af miklum skilningi, svo sem þessi fundur sýndi. Rökstuddi hann síðan kröftuglega kröfurn- ar um Jökulsárvirkjun og af- neitaði hinum tölulegu fræðum sunnanmanna, sem hinum eina grundvelli, er valið á milli Jök- ulsár og Þjórsár yrði að síðustu byggt á. Bað hann menn þess, að láta ekki stjómmálaflokka eða aukaatriði málsins draga sig í dilka í þessu stærsta hags- munamáli dreifbýlisins norðan- lands og austan. Hann fullyrti, að byggðir landsins og þjóðlífið sjálft þyldi ekki meiri blóðtöku en þegar væri orðin og benti á, að alger upplausn ýmsra staða væri á næstu grösum, ef ekki væri að gert. — Hann ásakaði stjórnmálamenn fyrir það, að sjá ekki þessa hættu, eða loka augunum fyrir henni. Karl Kristjánsson, alþingis- maður, taldi stórvirkjunarmálið og baráttuna fyrir virkjun Jök- ulsár, þátt í lífsbaráttunni, gerði ennfremur nokkrar athuga- semdir við greinargerðir frum- mælenda fundarins og benti á hinn veika grunn, sem sumir þættir áætlananna byggðust á, svo sem hafnarskilyrði o. fl. Magnús E. Guðjónsson, bæj- arstjóri, bauð öllum fundar- mönnum til kaffidrykkju á fundarstað, Heimavist Mennta- skólans. Var síðan ágætt kaffi fram borið. Um kl. 9 sd. hafði Axel Tuli- nius framsögu fyrir nefnd þá, er fundurinn hafði fyrr um daginn kosið til að semja tillögur í máli því, sem til umræðu var. Urðu nú enn nokkrar umræður og tóku þá m.a. til máls: Vem- harður Bjarnason, Húsavík, Jakob Gíslason, Áskell Einars- son, bæjarstjóri, Húsavík, Gísli Guðmundsson og Ey- steinn Jónsson. Hann fagn- aði þeirri ályktun, er fram var komin og ætti að geta aukið at- vinnulíf í heilum landshlutum. En hann kvað ljóst vera, að eft- ir því sem meira þyrfti af er- lendu fjármagni, því erfiðara væri fyrir fslendinga að gæta þeirrar jafnvægissjónarmiða, sem kröfur um virkjun Jökuls- ár byggðust fyrst og fremst á. — En með því að sam- þykkja þá tillögu, sem hér ligg- ur fyrir, erum við að samþykkja byggðasjónarmiðið og jafnvæg- isstefnuna í byggð landsins, sem okkur er full þörf á, sagði Ey- steinn Jónsson, og síðan gerði hann nokkrar fyrirspurnir til frummælenda. Jón Gauti Pétursson tók næst- ur til máls og gerði fyrirspurnir um hina væntanlegu stóriðju í sambandi við Efnahagsbanda- lagið. Þá kvaddi Skúli Guð- mundsson, alþingismaður, sér hljóðs og talaði um raforkuþörf landsmanna og ýmis verkefni, sem úrlausnar biðu. Og enn tóku nokkrir til máls. Aðaltillaga fundarins var síð- an borin undir atkvæði og sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Klukkan var farin að nálgast 12 á miðnætti, þegar Jóhann Skaptason sleit fundi með snjallri ræðu. Bæjarstjórn Akureyrar hafði kvöldverðarboð að Hótel KEA fyrir alla fundarmenn og gesti. Þar ávarpaði Karl Kristjáns- son bæjarstjóra Akureyrar, árnaði honum heilla í starfi og Akureyri allrar blessunar. Tóku fundarmenn undir það með fer- földu húrrahrópi, en Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, þakk- aði. □ STEFÁN JÓNSSON, námsstj., hefur verið á ferðalagi um Norðurland undanfarnar vikur. Hefur hann haldið fundi með skólanefndum og fræðsluráðum sýslnanna og rætt við forystu- menn skólamálanna. í sambandi við frétt úr Húnavatnssýslum frá sýslumanni Húnvetninga, leitaði ritstjóri Ðags upplýsinga hjá námsstjóranum um bygg- ingarmál skólanna í skólahverf- um í Norðurlandi. Námsstjórinn sat báðafræðslu- ráðsfundina í Húnavatnssýslum, en til þessara funda var boðað af fræðsluráði hvorrar sýslu og sýslumanni, Jóni ísberg, sem boðaði oddvita hreppanna. Ól- afur Kristjánsson, skólastjóri Reykjaskóla, hafði samið glögga og rökstudda greinargerð um þetta skólabyggingarmál og sameiningu skólahverfa. — Var þessari greinargerð dreift í vet- ur um sveitahreppana. Voru fundirnir ágætlega sóttir og sameiningarmálin rædd af á- huga, þótt allir væru ekki al- gjörlega fylgjandi sameiningu, eins og fram kemur í frétt sýslumanns. Skólastaður í Austur-Húna- vatnssýslu er ákveðinn að Reykjum á Reykjabraut, en í Vestur-Húnavatnssýslu er skólastaður áætlaður að Reykj- um í Miðfirði, ef jarðhiti reyn- ist þar nægur. Ritstjóri Dags spurði þá náms- stjórann um aðrar framkvæmd- ir í byggingarmálum barnaskól- anna í Norðurlandi og svaraði námsstjórinn þannig: Að Laugalandi á Þelamörk er langt komið byggingu heima- vistarskóla fyrir þrjár sveitir: Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxna- dals-hrepp. í Mývatnssveit er verið að Ijúka við aðra álmu af heimavistarskólabyggingu, og verður væntanlega hægt að hefja þar kennslu í haust, þótt eftir sé að byggja sjálfar skóla- stofurnar. — í Bárðardal er í byggingu skólahús og ; félags- heimili sambyggt, líkt og í Skúlagarði í Kelduhverfi. — I Bárðardal er langt komið að ljúka byggingu þess hluta húss- ins, er tilheyrir skólanum. — Á Hvammstanga er verið að ljúka byggingu skólahúss og .var haf- in þar kennsla síðla vetrar )ið- inn vetur. í sumar á að hefja byggingu á skóla, bókasafnshúsi og fé- lagsheimili í Grímsey. — En Grímseyingar eiga, sem kunn- ugt er, ágætt bókasafn, sem upphaflega var gefið af prófess- or Willard Fiske. — Að lundi í Axarfirði á að byggja skóla- stjóraíbúð og heimavist fyrir börn, en gamla skólahúsið þar er tæplega íbúðarhæft fyrir börn og skólastjóra. í Reykja- dal er áætlað að hefja byggingu heimavistarskóla fyrir Reykja- dalsskólahverfi og hefur Dagur Sigurjónsson, skólastjóri, að Litlu-Laugum, gefið land undir skólann. Var skólahúsið stað- sett í síðastliðinni viku og stakk fræðslumálastjórinn, Helgi Elí- asson, fyrstu skóflustunguna. — Áður hafði Reykjadalshreppur fest kaup á nægum jarðhita fyr- ir væntanlegan skóla. Þetta eru góðar fréttir, en er þó ekki ennþá eftir að leysa byggingarmál skóla strjálbýlis- ins í sumum héruðum? Jú, því miður, eru mörg verk- efni óleyst enn. í Skagafirði eru enn 10 sveitir, sem ekki hafa leyst sín byggingarmál fyrir skólahaldið til frambúðar, en tveir heimavistarbarnaskólar eru þó í héraðinu, Steinsstaða- skólinn í Lýtingsstaðahreppi og skólinn Sólgarðar við Barðs- laug í Fljótum. — Óvíst er enn um sameiningu skólahverfa í Skagafirði. I Eyjafirði vantar enn viðun- andi skólahús í Hrafnagils- og Saurbæjarhreppum. — Áætlað er að einn skóli verður reistur fyrir báða þessa hreppa við jarðhita að Hrafnagili, en al- gjör samstaða hefur enn ekki fengizt um það mál ennþá. í Suður-Þingeyjarsýslu vant- ar enn skólahús í Ljósavatns- hreppi og skólahúsið gamla að Skógum í Fnjóskadal er orðið mjög lélegt. Rætt hefur verið um að þessir hreppar byggðu skólahús í sameiningu við jarð- hita að StóruTjörnum, og er fræðsluráð sýslunnar og fræðslumálastjórn sammála um það, en samstaða er ekki enn um málið í Ljósavatnshreppi. Á Grenjaðarstað er ágætt skólahús til heimangöngu, en við það þyrfti að byggja skóla- stjóra-íbúð og heimavist fyrir þau börn, sem ckki eiga kost heimangöngu, til þess að skól- inn komi allri sveitinni að not- um. Á.Tjörnesi og í Reykjahverfi eru engin skólahús, en jarðhiti er nægur í Reykjahverfi. Enn- þá eru þessir hreppar fámennir, en vel getur byggðin aukizt í Reykjahverfi, þar sem jarðhit- inn er geysilega mikill og jafn- framt liggur þessi byggð ör- skammt frá Húsavík, sem er vaxandi kaupstaður með mikla framtíðarmöguleika. Á Raufarhöfn er áætluð bygging nýs barnaskóla, þar sem gamla skólahúsið er þegar langt of lítið. Var hnigið að því ráði að byggja ekki við gamla skólahúsið, heldur byggja nýtt skólahús á öðrum stað í kaup- túninu. Mun skólahúsinu nú þegar vera valinn staður, segir Stefán Jónsson, námstjóri, að lokum. Þakkar blaðið fyrir þessar upplýsingar og vonar að skóla- mál Norðlendinga verði öll leyst á viðunandi hátt, sem allra fyrst. □ Fyrstu heildarrannsóknir á tann- r skemmdum Islendinga í SUMAR fara fram hér á landi fyrstu vísindalegu rannsóknirn- ar á tannskemmdum fólks hér á landi og eru þær jafnframt þær vísindalegustu og víðtækustu, sem gerðar hafa verið í nokkru landi til þessa. Að öruggri framkvæmd styð- ur fullkomnari íbúaskrá en annars staðar mun vera til og ennfremur viðráðanlegur fólks- fjöldi. Háskóli íslands og há- skólinn í Alabamafylki í Banda- ríkjunum, þ. e. tannlæknadeild- ir þessara skóla, sjá um fram- kvæmdina. En hana framkvæma tveir tannlæknar, John Dun- bar, og Pálmi Möller honum til aðstoðar. Báðir eru þessir menn kennarar við Alabamaháskól- ann vestra. Hagstofa íslands valdi fólk það, sem rannsakað er, tekur eins konar, „stikkprufur“, en slysavarnadeildirnar tilkynna þessu fólki, hvað til stendur hver á sínum stað. Alls verða 4000 íslendingar rannsakaðir. Hér á Akureyri nær 200 manns. Hinn 16. þ.m. verða tannlækn- arnir hér í bænum og gera sín- ar athuganir á þessum hópi manna, sem valinn er úr öllum stéttum og á ýmsum aldri. — Rannsóknin er sársaukalaus og tekur skamma stund. Hvarvetna bregðast menn hið bezta við kallinu, og er það mjög þakkar- vert. Læknarnir hófu rannsóknirn- ar í vor, fóru um Suðurland, síðan Austurland og eru nú á Vestfjörðum. Tannlæknarnir litu inn á skrif- stofur blaðsins í sl. viku. Þeir sögðu, að tannsjúkdóm- ar hefðu mjög færzt í vöxt á síðari tímum. Fylgdu þær hvar- vetna bættum lífskjörum þjóð- anna. Þótt tannáta væri sjald- gæf fyrir 100 árum og lítil um síðustu aldamót, kann að koma í ljós, að 90% af ungu kynslóð- inni sýni merki hennar. Tannskemmdirnar valda mikl- um þjáningum og viðgerðir kosta stórfé. Gegn tannskemmd- um verður tæpast unnið með miklum árangri, nema að fyrir (Framhald á bls. 2) LOKAÐU BÍLNUM ÞÍNUM Við getum með réttu glaðst yfir því hér á Akureyri, að ýms- ir þættir bæjarlífsins bera nokkurn menningarsvip, og bærinn er enn að mestu laus við þann sora mannlífsins, sem jafn- an vill fylgja bæjum og borg- um. Svo lítið ber t. d. á hnupli, að segja má, að peningar liggi á „glámbekk“ og séu auðgripnir. En sjaldan kemur slíkt að sök, en ótal dæmi eru hins vegar um heiðarleik og lofsverða ráð- vendi, þótt sjaldnar sé um það getið. Og bílaeigendur í bænum,sem eru orðnir mjög margir, eru svo óvarkárir og lítið tortryggnir, að þeir skilja bílana eftir ólæsta á kvöldin og hafa jafnvel lykil- inn í. Auðvitað kemur þetta til af því, hve sjaldan það kemur að sök. Þetta segir sína sögu, sem enginn þai'f að bera kinn- roða fyrir. En nú er tími ferðalaga, og samkvæmt reynslunni er mis- jafn sauður í mörgu fé, og ekki rétt að freista þeirra manna, sem tilhneigingu hafa til bíla- stuldurs (þá oftast í sambandi við ofnotl^un áfengis) með því að skilja eftir ólokaða bíla. Ó- varkárni bílaeigenda af þessu tagi hefur leitt til hörmulegra slysa. □ LAX OG LAXVEIÐI- MENN Lax og silungur er í háu verði á erleridum markaði. Sunnlenzk- ir laxabændur fengu upp í 100 krónur fyrir hvert kg. í fyrra af laxinum. En á sama tíma áttu norðlenzkir laxveiðimenn í nokkrum erfiðleikum með að losna við sinn lax fyrir sæmi- legt verð. Hin dýru veiðileyfi og lágt verð á laxinum hér norðanlands, hafa gert laxveiðina „mjög ó- hagstæða“. Eins og nú er kaupir Kaup- félag Þingeyinga á Húsavík ný- veiddan, nýgénginn og galla- lausan lax á kr. 70 pr. kg. Þessi lax er frystur í sérstökum um- búðum og á sérstakan hátt með hann farið, og er fluttur út á vegum Sambandsins, samhliða ál og öðru góðgæti. Annan lax kaupir K. Þ. á 35—40 krónur. Hér á Akureyri kaupir Frysti- hús KEA lax og greiðir 50 krón- ur fyrir kg., og þó aðeins 10 pd. laxa og stærri, en verzlanir kaupa minni laxinn „eftir hend- inni“ til að selja hann nýjan, en frystihúsið reykir þann lax, er það kaupir. Silungur er í háu verði til út- flutnings, miðað við það, sem áður hefur vei'ið. Bændur við Mývatn fá t.d. 22 kr. fyrir kg. og sama verð gildir um sjóbirting og er þetta þó aðeins áætlunar- verð, sem búizt er við mikilli uppbót á. Samkvæmt því, sem að fram- an- segir, hafa 30 punda laxarnir tveir, sem nýlega veiddust í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, „lagt sig“ á 2100 krónur, eða yfir 1000 krónur hvor. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.