Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 4
4 5 Björt f ramtíð Á TÍMAMÓTUM líia menn gjaman yfir farinn veg og minnast helztu atburða lið- ins tíma. Oftast er það lærdómsríkt, því á fortíðinni byggist framtíðin verulega. Akureyrarkaupstaður er í dag 100 ára. Saga lians átti að koma út fyrir afmælið á vegum bæjarfélagsins, en mun koma út síðar. Og hér verður engin saga sögð, heldur minnzt á nokkur atriði, sem styðja munu að bjartri framtíð hins norðlenzka höfuðstaðar og íbúa lians. Við Eyjafjörð eru miklar framleiðslu- sveitir og liarðdugleg bændastétt. Frá mörgum sjávarþorpum er sjórinn fast sóttur af eyfirzkum sjómönnum. Vélaöld- in og bættar samgöngur liafa gjörbreytt þessum atvinnuvegum og aukið fram- leiðslugetu þeirra til stórra muna. Aðal- verzlun fólksins er á Akureyri. Þangað sækja menn hvers konar faglega og að nokkru leyti félagslega fyrirgreiðslu. Til Akureyrar senda menn börnin til mcnnt- unar. Akureyri er samgöngumiðstöð á landi og í lofti, og enginn norðlenzk höfn er frá náttúrunnar hendi tryggari en Pollurinn. Landbúnaður og sjávarútveg- ur leggja Akureyri upp í liendurnar nær ótæmandi iðn-verkefni, sem efla má stór- kostlega. Nýjar iðngreinar munu einnig rísa upp eða aukast á næstu árum. Má þar til nefna hvers konar niðurlagningu og niðursuðu matvæla og stál- og tré- skipasmíði í stórum stíl, jafnvel til út- flutnings, svo að eitthvað sé nefnt. Ak- ureyrarkaupstaður hefur mörg skilyrði til að verða mjög mikill ferðamannabær og hafa enn of fáir fullan skilning á fjár- hagslegri þýðingu þessarar óvenjulegu aðstöðu. Sjálfir geta flestir Akureyringar notið auðugs lífs og mikillar hamingju, þótt engar síökkbreytingar verði í atvinnu- háttum eða lifskjörum. Fegurð Akureyr- ai' er hverjum sjáandi manni og konu mikil hamingja, aðstaða til mennta hvergi betri, allt til háskólanáms. Akur- eyringar hafa einn bezta leikvang Iands- ins, mjög glæsilega sundhöll, veglegt skíðahóíel, óvenjulegar skíðabrekkur, fjöll til að klífa, glampandi snæbreiður á vetrum og dunandi skautasvell, lygnan Pollinn til kappróðra sumar og vetur, og til sportveiða, tignarlega kirkju og ágætt bókasafn. Og bæjarbúar þurfa ekki nema nokkurra mínútna gönguferð til þess að komast í snertingu við djúpa kyrrð sveit- arinnar. Heimili bæjarbúa eru bæði fögur og vönduð, hvarvetna stutt á vinnustaði og nóg atvinna fyrir alla hin síðustu ár. Án þess að gera lítið úr gildi stöðugrar og góðrar atvinnu, eða þeirri kenningu, að hún sé hið eina veraldlega hjálpræði fjöldans, þarf fleira til þess að skapa hamingju og fagurt og kærleiksríkt mannlíf. Um leið og stefnt verður fram og unnið að nýjum atvinnugreinum, auk- inni framleiðslu og meiri lífsþægindum þegnanna, þarf hver einstaklingur að fá aðstöðu til að vitkast og vaxa að andleg- um þroska, svo að aukinn afrakstur þróttmikilla atvinnugreina falli í frjóa jörð og lijálpi til að gefa fegurra líf og fyllri lífshamingju. ---------------------------- vrrrrr' I Bæjakeppni í knallspyrnu Akureyri 3 - Reykjavík 0 Norðlenzka byggðasafnið verður opnað í Kirkjuhvoli á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. ágúst. (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson.) NorðBenzka Byggðasafníð á Ak. BYGGÐASAFN EYJAFJARÐAR gert að sjálfseignarstofnun og gefið nafnið NORÐLENZKA BYGGÐASAFNIÐ, AKUREYRI. Húseignin Aðalstræíi 58 (KIRKJUHVOLL) ásamt tilheyrandi lóö og trjágarði hefur verið keypt fyrir byggðasafnið. Safnið verður opnað almenningi til sýnis þann 29. ágúst næstkomandi — í dag. EINN liður í tilefni 100 ára bæj- aráfmælisins var vígsla nýja mannvirkisins við íþróttavöll- inn, þ. e. búnings- og baðklefa með áhorfendastúku á þaki, er tekur um 600 manns í sæti. Það var þungbúið veður á sunnudaginn og tvísýnt um flug fyrripart dagsins, en svo renndi Douglasflugvélin sér mjúklega niður úr þokunni um 3-leytið. Lúðrasveitin, í sínum skraut- legu einkennisklæðum, lék nokkur lög við fögnuð áhorf- enda og síðan lýsti formaður í. B.A. bygginguna formlega tekna í notkun „til blessunar um ó- komna framtíð fyrir æsku þessa bæjar“, eins og hann komst að orði. Liðin hlupu nú inn á völlinn. Reykvíkingar áttu markval og kaus Gunnar Guðmannsson að leika undan hægri norðan golu. Lið Reykvíkinga var töluvert breytt frá þvi, sem sagt hafði verið áður frá í blöðum, uppi- staðan úr því var úr Fram, 7 menn, 2 úr K.R. og 2 úr Val og átti því að vera töluvert sterkt, því að nú hefur Fram einna mesta möguleika til þess að hljóta íslandsmeistaratitilinn í ár. Völlurinn var rennblautur og háll, eftir nætur rigningu og einkenndist leikurinn framanaf af þófi um miðjan völlinn, óná- kvæmum spyrnum á báða bóga og menn hugsuðu fyrst og fremst um að standa á fótunum. Akureyringar færðu sig svo upp á skaptið og urðu æ ágengnari við mark Reykvíkinga. í einni slíkri sóknarlotu er myndazt hafði þvaga fyrir framan mark Reykvíkinga, tókst Steingrími að pota knettinum til baka til Skúla, er var rétt utan við þvög- una. Skaut Skúli hörkuskoti frá vítateig, knötturinn lenti innan á markstöng og í mark. Geir hafði engin tök á að verja. Upp- hlaup gengu á báða bóga, er flest enduðu með ónákvæmum skotum, er ekki voru sérlega hættuleg. Um miðjan fyrri hálf- leikinn náðu Akureyringarnir mjög vel uppbyggðu upphlaupi, knötturinn gekk frá manni til manns frá miðjum velli og end- aði með góðu skoti Steingríms, en mai'kið var of mjótt, aðeins utan við stöng. í seinni hálfleik sóttu Akur- eyringar fast framanaf, síðan tóku Reykvíkingar við um stund og þá var skipt yfir aftur og sóttu nú okkar menn fast og lengi. Er 3 mín. voru eftir af leik gat Steingrímur krækt fyr- ir knöttinn og komið honum í markið, þrátt fyrir þrönga stöðu milli tveggja mótherja. Og aftur er brunað upp að marki Reyk- víkinga, Skúli er með knöttinn inni á vítateigi og neglir hann í bláhornið á markinu, gjörsam- lega óverjandi, 3:0 og hálf mín- úta til leiksloka. í heild lék Akureyrarliðið bet- ur núna en við K. R. fyrra sunnudag, að undanteknum Þor- móði, en hann var afar mistæk- ui' í þessum leik, staðsetningar fráleitar. Skúli lék mjög vel sí- vinnandi og uppbyggjandi og rak þó endahnútinn á tvisvar, eflaust bezti maður vallarins. Steingrímur átti einnig góðan leik, þótt markið reyndist hon- um of lítið, hann átti 5 skot á mark, en var óheppinn og alltaf „hárnákvæmt“ framhjá eða yf- ir. Guðni og Jakob voru sívinn- andi og réðu mjög mikið yfir miðju vallarins. Sigurður nokk- uð grófur í sínum leik. Reykjavíkurliðið var töluvert mistækt, framlínan var betri hluti þess, skipti vel og var all- vel lifandi, en hliðar-framverð- irnir brugðust, þeir réðu ekki við hraða okkar manna og fylgdu sókninni ekki nægilega eftir. Ellert var notadrýgstur þeirra framlínumanna. Fljótir og hættulegir eru Framararnir Hallgrímur, Guðmundur og Grétar, en ekki nógu harðir að brjótast í gegn. Gunnar Guð- mannsson er alltaf lipur og gaman að sjá hann leika. Geir var ágætur í markinu og verða þessi mörlc ekki skrifuð á hans reikning. Sömuleiðis Halldór Lúðvíkssón, er gætti Stein- gríms vel. SUNNUDAGINN þann 19. þ.m. efndi hið nýstofnaða hesta- mannafélag „Hringur“ til kapp- reiðamóts að Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal. Mótið hófst kl. 15. Formaður félagsins, Klemenz Vilhjálms- son, setti mótið og stjórnaði því. Fyrst fór fram hópreið hesta- manna og fór þar í broddi fylk- ingai' Þórarinn hreppstjóri Eld- járn á góðhestinum Hring, sem nú er nær þrítugur að aldri. — Þar næst flutti Þórarinn Eld- járn snjallt erindi um íslenzka hestinn. Þá hófst góðhestasýning (en þeir hestar höfðu áður verið dæmdir). Bezti góðhestur var dæmdur: 1. Sproli, jarpskjóttur, 16 vetra. Eigandi Olga Steingrímsdóttir, Sökku. 2. Flekka, rauðskjótt, 9 vetra. • iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiniiniminiii'iiM | Frostnótt í júlí j Svarfaðardal, 26. ágúst. Sláttur hófst hér almennt í fyrstu viku júlí. Grasspretta var þá enn frekar lítil, en varð þó allgóð síðar, þar sem ekki var um kal- skemmdir að ræða. Þurrkar voru allgóðir í júlí og gekk hey- skapur þá vel. En síðan í lok þess mánaðar hefur lengst af verið óþurrkur, þoka og súld og smáskúrir flesta daga,ensjaldn- ast miklar rigningai'. Hey, sem inn hefur náðst,' illa þurrt en ekki stórhrakið. Kalt hefur verið í veðri oft- ast, enda óvanalega mikill snjór í fjöllum. Frost var hér aðfaranótt 13. þ.m. og aftur þann 15. Skemmd- ist þá kartöflugras víðast, mis- munandi mikið þó eftir legu garðanna. □ Sigurinn var greinilega okkar og gat allt að einu orðið 5—6 mörk gegn 1. EFTIR LEIKINN. Geir markvörður: Nokkuð harður leikur en drengilegur. Þetta var bara æfing fyrir ykkur Framara, komið þið hér ekki eftir hálfan mánuð? Jú, ég kvíði fyrir þeim leik, þeir eru svo sprækir þessir strákar, manni finnst Stein- grímur aldrei ætla að koma nið- ur aftur, þegar hann stekkur upp til að skalla. Ágætur leikur, segir F.llert með sínu yfirlætislausa brosi. Hallgrímur Scheving: Aldrei leikið hér áður, hafði mjög gam- an af þessu. Völlurinn erfiður fyrir bleytuna. Dómari var Magnús Péturs- son, Reykjavík. Dæmdi ágæt- lega. Árni Ingimundarson lýsti leiknum í gegnum endurvarps- stöðina í Skjaldarvík, og gerði það ágætlega af byrjanda í því starfi, enda gamall leikmaður, er hefur gott auga fyrir knatt- spyrnu'. Essbé. Eigandi Steingrímur Óskarsson, Sökku. 3. Fluga, jarpskjótt, 6. vetra. Eigandi Björn Gunnlaugsson, Dalvík. Næst hófust kappreiðar og voru úrslit þessi: Á 300 m. stökki sigraði Nasi Frímanns Hallgrímssonar áDal- vík á 24.4 sek., en næst varð Fluga Hjalta Haraldssonar, Ytra- Garðshorni á 24.9 sek. í 250 m. folahlaupi sigraði Þröstur Snorra Kristjánssonar á Hellu. Tími hans var 20.7 sek. Næstur varð Brúnn Ingva Ant- onssonar, Dalvík, á 21.1 sek. — Folar þessir eru báðir 6 vetra. Dómnefnd skipuðu: Stein- grímur Óskarsson, Guðmundur Snorrason og Zophónías Jós- epsson. □ - Rændahátíð að Laugum í S.-Þing. (Framhald af bls. 8) skarpastur og hlaut 131 stig. Bróðir hans, Þórður, varð næst- ur og þriðji Guðmundur Haf- steinsson, Reykjum, allir úr Fnjóskadal. Klukkan hálfátta hófust svo skemmtanir af öðru tagi. — Þar skemmti Guðmundur Jónsson með söng, Baldur Georgs ásamt Konna og Snorri Gunnlaugsson í Geitafelli flutti frumsamið kvæði. Að síðustu var dansað af miklu fjöri. í gærkveldi varð bifreiða- árekstur utarlega í Reykjadal. Mættust vörubíll úr Aðaldal og fólksbíll frá Vestmannaeyjum. Sá síðar nefndi skemmdist mik- ið, en ekki urðu slys á fólki. — Sækja varð lögreglu til Húsa- víkur til að taka skýrslu um at- burðinn. □ FYRIR nálega 10 árum ákvað Kaupfélag Eyfirðinga, Eyja- fjarðarsýsla og Akureyrarkaup- staður að hefja samstarf um söfnun gamalla muna og minja úr sveitum og bæjum við Eyja- fjörð og' stofna byggðasafn Eyja- fjarðar. Þessir aðilar kusu þriggja manna nefnd til að ann- ast söfnunina og annað þar að lútandi. — Byggðasafnsnefndin hefur síðan unnið að söfnun gamalla muna á þessu svæði og einnig safnað fjárframlögum frá stofnaðilum og félagssamtökum til framgangs málinu. í síðastliðnum mánuði sam- þykktu stofnaðilar, að hið áður- nefnda Byggðasafn Eyjafjarðar skyldi gert að sjálfseignarstofn- un og gefið nafnið Norðlenzka byggðasafnið, Akureyri. — í reglugerð fyrir safnið er ákveð- ið, að stofnun þessari stýri fimm manna stjórnarnefnd, er kosin sé til 4 ára í senn. Stjórnin er þannig skipuð, að þrír eru kosn- ir af Akureyrarkaupstað, einn af Eyjafjarðarsýslu og einn af Kaupfélagi Eyfirðinga. Fulltrúa- ráðið er skipað 15 mönnum eftir sömu lilutföllum. Nú liefur húseignin nr. 58 við Aðalstræti, „KirkjuhvoII“, á- samt tilheyrandi byggingalóð og trjágarði, verið keypt fyrir Norðlenzka byggðasafnið. Lok- ið er að skrásetja umlOOOgamla muni, er safnað hefur verið í Eyjafirði og á Akureyri. Söfn- unin heldur áfram og virðist á- hugi almennings vera mjög vax- andi fyrir þessu máli. Safnmun- irnir hafa nú verið fluttir inn í Kirkjuhvol og að undanförnu hefur verið unnið að því að koma nokkrum þeirra þar fyrir til sýningar fyrir almenning. Eigi verður þó unnt, að koma fyi'ir til sýningar þarna öllum þeim munum, er safnazt hafa. Einnig þurfa margir af safn- mununum lagfæringar við áður en þeir verða settir fram til sýningar. Norðlenzka byggðasafnið mun að forfallalausu verða opnað al- menningi til sýnis í Kirkjuhvoli miðvikudaginn 29. ágúst nk. Stjórn Norðlenzka byggða- safnsins þakkar öllum þeim mörgu, er stutt hafa að því, að þessum áfanga yrði náð, bæði með því að láta af hendi gamla muni endurgjaldslaust og einn- ig með því að leggja fram fjár- muni til safnsins eða unnið í þess þágu endurgjaldslaust. Þá vill stjórnin hér með heita á almenning í bæjum og byggð- um héraðsins, að senda safninu gamla muni, er hafa menningar- sögulegt gildi og veita því hvers konar annan stuðning, svo sem með peningagjöfum, áheitum eða með arfleiðslu. Að tilhlutan Sveinbjörns Jóns- sonar hafa verið framleiddir mjög snotrir bakkar úr trefja- efni með eftirprentun af gömlu málverki af Akureyri úr eigu bæjarins. Verða bakkarnir seld- ir sem minjagripir til stuðnings byggðasafninu. Formaður og gjaldkeri safn- ins er Jónas Kristjánsson. Safnvörður er Þórður Frið- bjarnarson, er í sumar hefur kynnt sér þessi mál erlendis. (Fréttatilkynning frá stjórn Norðlenzka byggðasafnsins, Ak- ureyri.) * Hundur bjargar barni Á SNÆFELLSNESI týndist ný- lega tveggja ára drengur. Var hans mikið leitað af fjölda manns, en án árangurs, einnig úr lofti. Að síðustu var sporhundur fenginn og fann hann slóð drengsins og síðan drenginn sjálfan í djúpri jarðsprungu. Þá var klukkan 3 að nóttu. FREYVANGUR Dansleikur v.erður að Freyvangi n. k. laugar- dagskvöld kl. 9.30. Asarnir leika. S lysavarnadei ld i n Iveðj an ELDRI-DANSA KLÚBBURINN Dansleikur í Alþýðuhús- inu laugardaginn I. sept. AI i ðasa 1 a 1 ös tu dag i n n kl. 8 til 10i/2 og við innganginn. Stjórnin. Kappreiðar Hrings í Svarfaðardai - Akureyrarkaupsfaður 100 ára (Framhald af 1. síðu.) Deilur niilli stjórnmálaflokka, hagsmunasamtaka og einstakl- inga cru hógværari á Akureyri en í flestum öðrum kaupstöð- um landsins. f stjórn bæjarins liefur meira gætt tillitssamra sjón- armiða en skörungsskapar. Störf hennar mega teljast farsæl og fjárhagur bæjarfélagsins er mjög traustur. Ekki er þörf á að leyna því, að hinn 100 ára gamli kaupstaður, og höfuðstaður Norðurlands, hefur ekki fyllilega lialdið sínum hiut, hvað snertir eðlilega fólksfjölgun. Veruleg efling atvinnuveg- anna, og hún ein, megnar að skapa tímamót í þessu efni. Þess ættu menn að minnast sérstaklega á þessum tímamótum. Þrír þættir atvinnulífsins, verzlun, útgerð og iðnaður, hafa ekki veitt fólkinu samkeppnishæf atvinnuskilyrði, en verða að gera það, sjálfs sín vegna og Norðurlands alls, ef Akureyrarkaupstaður á að liafa á hendi forystu í málefnum norðlenzkra byggða og bæja í framtíðinni. Verzlunin takmarkast við íbúatölu verzlunarsvæðisins, fram- kvæmdir innan þess og kaupgetu fólksins. Hún veitir þjónustu, en skapar ekki verðmæti. Útgerðin hefur nokkra sérstöðu. Frá Akureyri er lengra á venju- leg fiskimið en víða annars staðar. Hins vegar er innfjörðurinn og Pollurinn slík gullkisía, að þangað gætu allir bæjarbúar sótt Iífs- viðurværi sitt, ef full hagnýting væri fyrir hendi. Iðnaðurinn er sú atvinnugrein á Akureyri, sem skipar heiðurs- sætið. Fjöhnargar greínar lians eru ekki aðeins lífvænlegar, held- ur hafa náð miklum þroska. Á sviði iðnaðar eru gróskumestu vaxt- arsprotarnir hin síðari ár. Norðlendingar munu hafa á því fullan liug að efla liöfuðstað sinn til fjölþættrar forystu, á líkan hátt og búendur efldu liöfð- ingja fyrri alda, og á líkan hátt og kjósendur efla flokka sína til valda í þjóðmálabaráttunni. En forystuhlutverkið er ekki í því fólgið að gera nágranna höfðinu styttri, eins og þekktist til foma, og ekki er það heldur fólgið í því að rýra lilut annarra bæja eða byggða. Þetta lilutverk á að vera lielgað þeirri liugsjón og stutt þjóðar- nauðsyn, að Norðurland verði framvegis byggt land, gæði þess nýtt til lands og sjávar á sómasamlegan liátt, ásamt liinum fágætu auðlindum og orku, er þar finnst. Forystulilutverk Akureyrar á að vera í því fólgið, að skapa öld- um og óbornum góð og batnandi lífsskilyrði við hagnýt störf á norðlenzkri grund, jafnframt því að vera öflugasta vörn þjóðar- innar gegn hreinu borgríki á íslandi, sem leiða mundi af sér upp- lausn og síðan algera auðn i heilum héruðum. Ef einhverjum sýnist svo, að hér sé verið að hossa afmælisbami um of, eða gera óþarfar og þröngar gælur við framtíðarhlutverk staðarins, ættu þeir liinir sömu að leiða hug sinn að geigvænlegri þróun síðustu áratuga í flutningi fólks og fjármuna á eitt lands- liornið og miskunnarlausri blóðtöku heilla landshluta vegna þeirra búferla- og fjármagnsflutninga. Við þá athugun mun flestum verða ljóst, að Norðlendingar verða að skipa sér undir eigið merki og snúa vörn í sókn. Það verður að- eins gert á félagslegum og breiðum grundvelli, þar sem livorki er miðað við sýslumörk eða hreppa. Vilji Norðlendingar búa við sömu kjör og þéttbýlisfólk við Faxaflóa, verða þeir að sameinast um að efla Iífvænlegar atvinnu- greinar og einnig þá staði norðanlands, sem boðið geta fólkinu beztu lífskjörin. Hin norðlenzku sjónarmið þingmanna og annarra áhrifamanna burfa að ráða meiru í orðum og athöfnum en nú er. Norðlendingar mega ekki lengur sætta sig við pólitíska og fjár- munalega nýlendustefnu Reykjavíkur. Þeir geta ekki kinnroða- laust búið við það framvegis, að sækja til höfuðborgarinnar leyfi og lán til að byggja hús, kaupa báta eða rækta land. Þeir mega heldur ekki una því, að sækja sérfræðilega forsögn suður til flestra framkvæmda eða láta Reykvíkinga eina hafa í hendi sér alla þræði liinna óteljandi landssambanda. Vegna legu sinnar, stærðar og margra þeirra skilyrða, sem Ak- ureyri hefur umfram aðra norðlenzka kaupstaði, verður að Iíta á liana sem brjóstvörn norðlenzkra málefna, en lmn þarf um leið að gera sér ábyrgðina Ijósa, liugsa stórt og vinna af djörfung að undirbúningi nýrrar sameiginlegrar sóknar. Hin nýja sókn, sem hefja verður á ekkert skylt við árás. Liðs- menn hennar fjölmenna ekki suður yfir fjöll til að liefna harma sinna, fylgjendur hennar bera ekki vopn undir klæðuin, en þess verður krafizt af foringjunum, að þeir láti ekki atkvæði sitt fyrir sætabrauð. Náttúrleg gæði lands og sjávar norðanlands eru ríkuleg. Mennt- un, orka og manndómur fólksins er traustur grunnur, sem óhætt er að byggja á. Þar sem 9000 Akureyringar eiga vel búin og kær lieimili, undi búpeningur áður í grösugum og kyrrlátum högum góðra bújarða. Nú er kyrrðin rofin af fólksmergð og nútíma borgarlífi. Þótt þess verði ekki óskað, að horfið sé til lifnaðarhátta fyrri tíma, saknar þéttbýlisfólkið djúprar kyrrðar og einverustunda. Fjöldi manna, sem brotizt Iiefur til efna og valda fyrri liluta ævinnar í úfnum straumröstum þéttbýlisins, leitar kyrrðarinnar utan borgarglaumsins síðari helming ævinnar, sem liins eina Iækn- isdóms við biluðum taugum og slöppu hjarta. Friðhelgi heimilanna, t. d. hér á Akureyri, er í stórri hættu. Þau eru eina vígi bæjarbúans og eina skjól uppváxandi æsku. En nú cr svo komið, að börnin fá ekki frið eða nógar næðisstundir. Faðir og sonur hafa ekki tíma til að talast við. Útvarp, sími, háreisti skennntistaða, áleitni hinna ýmsu félagasamtaka sjá fyrir því, en geta ekki gefið neitt það í staðinn, sem jafnast við hið eina nauð- synlega: Næði til vaxtar og þroska. Treysta má þcnnan veikasta hlekk bæjarlífsins, slá skjaldborg um friðhelgi heimilanna. Vera má, að einmitt á þessu sviði séu stærstu'uppehlislegu verkefnin nú á okkar tímum. Afmælisliátíð bæjarins, sem yfir stendur þessa dagana, hófst raunverulega um leið og fyrstu Iiúsin og síðan heilar húsaraðir voru íærð í hátíðabúning og óæskilegir hlutir íjarlægðir. Hversu sem um veðrið fer, á bærinn sína liátíð og er snyrti- legri og fegurri en nokkru sinni áður. Hátíðabúningurinn er vand- aður og þolir regn og storm. Og bæjarbúar, sem voru svo ótrúlega samhentir um allan undirbúning hátíðahaldanna njóta þess í rík- um mæli að gleðjast og taka á móti góðum gestum. Megi gæfa og gengi signa norðlenzkar byggðir. E. D. Leikskólinn Iðavellir á Oddeyri. (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson.) Dýrmæiasli auðurinn Á ALDARAFMÆLI bæjarins er söguleg sýning, þar sem ým- islegt er sýnt frá liðnum tíma. Þá er hér einnig mikil iðnsýn- ing, þar sem sýnt er, hve full- kominn iðnaður er orðinn í bænum. Þá er listsýning á fögr- um málverkum úr Ásgríms- safni. Allt er þetta gott og nytsamt. En ekki má gleyma, hvað gert er hér til að tryggja eðlilega þróun á andlegu og verklegu sviði. Allt, sem gert er til að fræða börnin og stuðla að þroska þeirra miðar í þá átt. Skólar bæjarins, sem starfa lögum samkvæmt að fræðslu barna og unglinga verða ekki gerðir hér að umtalsefni. Hins vegar vil ég hér með örfáum orðum minnast þeirra stofnana, sem taka að sér gæzlu barna, einkum að sumrinu og forða þeim frá götunni. Börnin eru dýrmætasti auður hverrar þjóðar. Framtíðin bygg- ist á því, hvort þau eignast hug- sjónir og manndóm til að vinna að eðlilegum framförum í land- inu í andlegum og verklegum efnum. Hver sá, sem stuðlar að auknum þroska þeirra, er að leggja gull í lófa framtíðarinnar. Kvenfélagið Hlíf hefur í 12 ár rekið dagheimili fyrir börn í Pálmholti af miklum myndai'- skap. Hefur tvívegis verið byggt við heimilið og eru þar nú 90— 100 börn daglega í sumar. Gjald með börnunum er þar langt fyr- ir neðan kostnaðarverð. Dag- heimilið starfai' í þrjá og hálfan mánuð. Barnaverndarfélag Akureyrar rekur leikskólann „Iðavelli“ við Gránufélagsgötu. Eru þar í sum- ar 25—30 börn, en 50—60 börn yfir vetrarmánuðina. Leikskól- inn er í nýju og smekklegu húsi og er þar ágætur leikvöllur. — Leikskólinn hefur starfað þarna í þrjú ár, en áður hafði félagið leikskóla í tvö ár annars staðar. Sjónarhæðarsöfnuður rekur drengjaheimili að Ástjörn í Kelduhverfi. Þar hefur verið byggt myndarleg't barnaheimili, sem þó ekki er enn að fullu lok- ið. — Þarna hafa verið um 40 drengir í sumar, og starfar heimilið í tvo mánuði. Umhvei-fi er þarna skemmtilegt og nátt- úrufegurð mikil. í sumar hefur Góðtemplara- reglan á Akureyri rekið barna- heimili á Litlu-Tjörnum í Ljósa- vatnsskarði. Þarna hafa verið 28 börn og starfar heimilið í sumar í tvo og hálfan mánuð. Reglan tók við rekstri barna- heimilisins í vor, en þar hefur starfað barnaheimili undanfarin 16 ár. Það er sameiginlegt áhuga- mál þessa fólks og þeirra félags- samtaka, sem að þessu starfa, að vinna að því, að börnin kom- ist úr göturykinu einhvern tíma yfir sumarmánuðina og geti notið sólar og sumars sem bezt. Jafnframt og þau eru með þessu að létta undir með heimil- unum í bænum að taka börnin til gæzlu, svo að foreldrar þeirra geti notið atvinnu sinnar. Þessu frjálsa íélagsstarfi má (Framhald á bls. 7.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.