Dagur - 22.09.1962, Síða 4

Dagur - 22.09.1962, Síða 4
4 5 >*......................... ................................."............—-----------> Hver segir ósatt? FYRIR nokkru skýrðu íslenzk blöð frá því, að kanzlari Vestur-Þýzkalands, Hr. Adenauer, hefði í ræðu talið ísland til þeirra ríkja, sem þegar hefðu sótt um að- ild að Efnahagsbandalaginu. Þessu harð- neitaði Morgunblaðið og Alþýðublaðið og sögðu fréttina rakalaus ósannindi. En þann 29. ágúst sl. hrá svo við, að öll sunn- anblöðin birtu þau ummæli kanzlarans, tekin úr annarri og nýfluttri ræðu, að ísland væri meðal þeirra landa, sem sótt hefðu um aðild að Efnahagsbandalaginu. Þegar hin fyrri frétt var til umræðu í blöðunum, var erfitt fyrir almenning að glöggva sig á, hvað hæft væri í nefndum ummælum Adenauers. Þar stóð fullyrð- ing íslenzkra blaða gegn fullyrðingu. Þó virtust undanhrögð stjómarhlaðanna þá og hvers konar ómerkilegir útúrsnúning- ar bera því vitni, að eitthvað óhreint væri í pokahominu hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnarblaða og ráðherranna sjálfra í hlöðum og útvarpi. Jafnvel var gefið til kynna, að liinn aldni vestur-þýzki leiðtogi væri gamall orðinn og „virtist helzt sem þessi villa hafi festst í huga gamla mannsins,“ sagði Alþýðu- blaðið þá. „Hefur slíkt komið fyrir yngri menn en hann. Hins vegar hefur verið margyfirlýst, „að ísland liefur ekki sótt um neins konar aðild------“ bætir AI- þýðuhlaðið við. — f sama anda skrifaði Bjami Benediktsson í Morgunhlaðið. Síðari yfirlýsing dr. Adenauers, um að- ild íslands að Efnahagsbandalaginu gefur vissulega til kynna, að annað hvort fór kanzlari Vestur-Þýzkalands með fleipur eitt og svardagar íslenzkra ráðherra eru á rökum byggðir, eða að kanzlarinn segir satt, en íslenzkir ráðherrar hafa svarið rangan eið frammi fyrir þjóðinni. Því miður er stjórnmálabaráttan hér á landi ekki á hærra stigi en svo, að ís- lenzkum ráðhermm hefur heppnazt að halda embætti eftir að vera afhjúpaðir sem ósannindamenn. Þarf ekki langt að leita, þar sem er Guðmundur f. Guð- mundsson, flokksbróðir Gylfa, og yfir- lýsingar hans á Alþingi um, að engir undansláttarsamningar hefðu verið gerð- ir við Breta, en litlu síðar var liann af- hjúpaður ósannindamaður, m. a. af Bene- dikt Gröndal, flokksbróður sínum, sem þótti Guðm. f. hafa leikið góðan leik, og skrifaði leikdóm í Alþýðublaðið! Þegar minnzt er svardaga núverandi ráðherra, þegar tilslökunin var gerð við Breta í landhelgismálinu, verða fullyrð- ingar ráðherra sömu ríkisstjórnar um Efnahagsbandalagið og aðild fslands að því, harla léttvægar í augum lands- manna og nægir ekki, þótt Bjarni Bene- diktsson og Gylfi rétti upp þrjá fingur. Það hefur reynslan sýnt. Eftir því sem Efnahagsbandalag Vest- ur-Evrópu og einhvers konar aðild fs- lands að því, er lengur á dagskrá, koma vandkvæðin á aðild íslendinga betur I ljós og sú gífurlega og margþætta hætta, sem fslendingum er búin með verulegri aðild. Ekkert er þó eins hættulegt og leynd um Efnahagsbandalagið og pukur ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Náttúr- lega er það ekki í fyrsta sinn, að almenn- ingur á fslandi fær fyrstu fréttir af ráð- stöfunum íslenzkra stjómvalda crlendis frá. En vonað skal þó í lengstu líg, að ís- lenzkir ráðherrar hafi ekki ennþá gjört vandbætt glappaskot í þessu máli. '---------—------------------------—J Gjafir og kveðjur Á ALDARAFMÆLI Akureyr- arkaupstaðar bárust bænum margar gjafir og fjölmargar heillaóskir. Stærsta gjöfin var frá Kven- félaginu „Framtíðin“, sem af- henti bænum eina milljón kr. sem framlag til byggingar Elli- heimilisins. Landsbanki íslands, útibúið á Akureyri, gaf kr. 250.000.00 í hinn nýstofnaða Menningarsjóð Akureyrarbæjar. Sömuleiðis gaf Kaupfélag Eyfirðinga krónur 100.000.00 í Menningarsjóðinn, þannig að sjóðurinn nemur nú þegar — með stofnframlagi bæjarins, kr. 300.000.00, kr. 650.000.00. Brunabótafélag ís- lands gaf kr. 50.000.00 í Menn- ingarsjóðinn. Höfuðborgin, Reykjavík, gaf Akureyri bronzafsteypu af högg- myndinni, Systur, eftir Ásmund Sveinsson. Vinabær Akureyrar í Norégi, Álasund, gaf bronzstyttu, „Litli fiskimaðurinn“. Styttan sjálf er um 80 cm. á hæð og mun standa á meters háum fótstalli. Vinabær Akureyrar í Finn- landi, Lathi, gaf Akureyri lág- mynd úr bronzi, „Sáðmanninn“, tákn akuryrkjunnar og brauð- öflunar. Randers, vinabær Akureyrar í Danmörku, gaf keramikstyttu. Vásterás, sænski vinabærinn, gaf Akureyri tvo forna kerta- stjaka. Sauðárkrókur gaf stækkaða Ijósmynd af Sauðárkróki. Siglufjörður gaf skjaldar- merki bæjarins, útskorið í birki úr Vaglaskógi. Ólafsfjörður gaf málverk af Ólafsfirði. Húsavík gaf stækkaða mynd af Húsavík. Karlakór Álasunds sendi málverk. Eimskipafélag íslands hf. og Samband íslenzkra sveitarfélaga sendu blómakörfur. Stórstúka íslands sendi af- mæliskveðju innbundna í skinn. Muntra Musikanter gáfu kristalsvasa. Heillaóskaskeyti sendu: Fé- lagsmálaráðuneytið, Rektor Há- skóla íslands, Forstjóri Eim- skipafélags íslands, Flugfélag íslands hf„ Stjóm Eyfirðingafé- lagsins, Reykjavík, Póst- og símamálastjórnin, íþróttasam- band íslands, Ambassador Bandaríkjanna, Ambassador Danmerkur, Bæjarstjóm Kópa- vogs, Bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar, Bæjarstjórn Keflavíkur, Bæjarstjórn Vestmannaeyja, Bæjarstjórn Neskaupstaðar, Bæjarstjórn ísafjárðar, Bæjar- stjórn Seyðisfjarðar, Bæjar- stjórn Akraness, Bæjarstjórn Húsavíkur, Bæjarstjórn Siglu- fjarðar, Brunabótafélag íslands, Innkaupastofnun ríkisins, Ol- ympíunefnd íslands, Hrepps- nefnd Blönduósshrepps, Hreppsnefnd Dalvíkurhrepps, Hreppsnefnd Arnarnesshrepps, Hreppsnefnd Selfosshrepps, Hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps, Hreppsnefnd Önguls- staðahrepps, Agnar Kl. Jónsson, Anna Klemenzdóttir, Anna Steingrímsdóttir og Árni Kristj- ánsson, Álfheiður Briem, Anna- lisa Huttunen, Áslaug Ágústs- dóttir og Bjarni Jónsson, Frey- móður Jóhannsson, Séra Hákon Loftsson, Hermína Sigurgeirs- dóttir og Björn Kristjánsson, Elsa og Kristinn Guðmundsson, Halldóra Ólafsdóttir, Sigrid og Otto Erland, Kristján Karlsson, Sigrún og Páll ísólfsson, Marta og Guðmundur Jörundsson, Snorri Sigfússon, Stefán Jóns- son, Þorsteinn Thorlacius og frú, Vilhjálmur Þór, Raftækja- salan hf. Eftirfarandi skeyti barst á af- mælisdaginn frá Winnipeg í Kanada: „Sendum sonarkveðjur á ald- arafmæli Akureyrar. — Stein- dór Jakobsson, Rósmundur Árnason, Árni Sigurðsson, Jak- ob F. Kristjánsson, Þorleifur Hansson.“ □ ÚR ERLENDUM BLÚÐUM ■ t • 1111 ■ • • i ■ ■ i • ■ iii ■111111111111111 Miimiiiiii ii 11111111 ■ 1111 ■ 111 ■ 11 EINS OG NAZISTAR GERÐU Og hér kemur bréf frá konu langt að austan. Hljóðarþaðsvo, lítið eitt stytt: Nú er rætt um að taka ullina af dilkunum, áður en þeim er lógað. Vilduð þið láta velta ykk- ur fram og aftur, eins og köttur veltir mús? Nazistar afklæddu Gyðingana áður en þeir tóku af þeim lífið. Og nú ætlið þið, bændur góðir, að fara álíka með lömbin, áður en þau eru aflífuð. Það er ómannúðlegt. .Það er ekki mannúðlegt að reita gæs- ina áður en henni er slagtað. — Mér finnst ekki seinna vænna að hefja máls á þessu nú, þegar farið er að ræða um það í blöð- um og útvarpi, að bezt sé að rýja dilkana fyrir slátrun. Gegn þessu þarf að vinna, því að það má ekki lengja hræðslustundir lambanna — þær síðustu. Ein- hver mun segja sem svo: Þetta tekur svo fljótt af. En hver mín- úta er löng, þegar hún er kvala- full, og ætti mál þetta að heyra undir dýravernd. U M D A VEGINN „FURÐULEG VINNUBRÖGÐ A AKUREYRI“ Glöggt er auga gests, er kemur, gefur lionuin oft að sjá ýmislegt, er öðru fremur eigin reynslu víkur frá, — en sjaldan við þá ferðafræðslu fyllast menn af gremju og Iiræðslu. Þó fór svo, er ók að austan óðalsbóndi úr næstu sveit, búskap sá hann blómgvast traustan, býli hýst af rausn hann leit. „Nú, þetta er eins og Kaldakinnin, kunna þeir eitthvað hérna, skinnin?“ Fékk hann svarið, fyrr en varði, fjarri vegi lítur hann hvar maður einn hjá moldarbarði meður skóflu ákaft vann, en annar stóð, og alvopnaður, yfir honum, gæzlumaður. „Ó, — nú sé ég á þeim „fésið“ aldrei meiri grimmd ég leit, ég hef aðeins um það lesið, en ckki þekkt í minni sveit. Ja, hvílíkt manndóms lirun að grunni, — við hliðina á menningunni.“ „Það má hryggja firða fróma að fregna um vonzku þesskonar, þótt vor blómgvist bú með sóma, bændur hafa aldrei þar austan heiða, á óðalsbúum, otað vopni að sínum hjúum.“ „Byssuvæddir böðlar herða á búum sínum þrælahald, Akureyri er að vera engu skárra en Buchcnwald, þar sem nauðug þý í höftum þræla undir byssukjöftum.“ „Þeysti ég heim frá þrældómsböndum, þingeysk byggð á móti hló, víst ég skynja vanda á höndum, vona samt að stöðvi þó VaðJaheiðar veggur traustur villimennsku sókn í austur.“ DVERGUR. Þið segið, að útlendingar geri þetta og því sé það boðleg að- ferð hér. Já, margt er nú hægt að læra af útlendingum, en fleira hvgg ég að við ættum að læra af þeim — að gera ekki. Tökum fyrir ósómann, áður en hann festir rætur. A. G. FRÚ HALLDÓRA BJARNA- DÓTTIR, RITSTJ. HLÍNAR, HEIÐRUÐ Konur við Eyjafjörð — þ. e. á Akureyri, allri sýslunni og á Svalbarðsströnd, hafa látið gera máiverk af Halldóru Bjarna- dóttur. — Örlygur Sigurðsson gjörði myndina, sem talin er gott listaverk. Hinn 27. ágúst sl. héldu kon- urnar Halldóru veglegt samsæti að Hótel KEA, þar sem henni var afhent myndin til eignar. — Aðrir gestir í samsætinu voru bæjarstjórinn og frú hans og Örlygur Sigurðsson, listmálari. Frú Elinborg Jónsdóttir flutti aðalræðuna, minni heiðursgests- ins, og afhenti myndina, sem af- hjúpuð var af Ragnheiði O. Björnsson, en hún var einnig veizlustjóri. Bæjarstjóri hélt ræðu ogfærði heiðursgestinum minjagrip frá Akureyrarbæ. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli flutti Halldóru frum- samið ljóð. Aðrir ræðumenn voru: Gunnhildur Ryel, Örlyg- ur Sigurðsson, Aðalbjörg Sig- urðardóttir, Soffía Thorarensen og Elísabet Eiríksdóttir, sem öll fluttu ágætar ræður. Mikið var sungið og lék Ingibjörg Hall- dórsdóttir undir. Þegar staðið var upp frá borð- um tilkynnti Halldóra Bjarna- dóttir, að þeim Örlygi hefði komið saman um, að myndin yrði bezt geymd á byggðasafn- inu á Akureyri, og sagðist hún hér með gefa safninu málverkið og var því ákaft fagnað af öll- ' um. Þegar þar að kemur að bær- inn eignist málverkasafn, renn- ur myndin að sjálfsögðu til þess. Var samsætið mjög ánægju- legt. Kona við Eyjafjörð. KENNIMENN í ÖSKJU- FERÐ í framhaldi af áður birtri frétt skal þess svo getið, að föstudaginn 24. ágúst, að aflok- inni vísitasíu í Suður-Þingeyjar- prófastsdæmi, héldu biskups- hjónin ásamt með Líneyju Ol- son, safnaðarsystur, héraðspró- fasti og frú og öllum prestum prófastsdæmisins og frúm þeirra að einni undantekinni til Öskju undir leiðsögn Péturs Jónsson- ar, hreppstjóra og vegaverk- stjóra í Reynihlíð. Pétur stjórn- aði fyrir stuttu síðan vegagerð um Öskjuhraunið nýja, svo að nú vantar eigi nema lítið eitt til að bílfært sé á eldstöðvarnar frá því í vetur. Hlýtur þetta að teljast óvenju- legt mannval í Öskjuferð, enda lá andagift manna ekki í lág- inni. Voru margar ferðavísur kveðnar og átti þar drýgstan hlut að máli sr. Friðrik A. Frið- riksson, prófastur. Er hér að lokum ein staka, ort um leið- sögumanninn í ferðinni: Vegsögn bæði og vegagerð vasklega stundar Pétur. Enginn hefði í Öskjuferð okkur leiðbeint betur. Fréttaritari, Laugum. Svíar kaupa mjólk í Noregi. Mjólkurlítrinn er 50 aurum dýrari í Svíþjóð en í Noregi, svo að upp á síðkastið hefur mjólk SEXTUGUR: r Jóhann 0. Haraldsson tónskálcl „EINSTAKLINGSFRAMTAKIÐ ALDREI VIRKARA Á AKUREYRI EN NÚ“ MERKUR kaupsýslumaður á Akureyri staðfestir mjög greini- lega í afmælisblaði íslendings, 29. ágúst sl„ hvernig „einstakl- ingsframtakið“ á að vera í sælu- ríki íhaldsins. Þessi maður bendir réttilega á framkvæmd fésterkra einstaklinga, en getur þess ekki að venjulegu launa- fólki hefur verið lagður svo þröngur klafi um háls, að fram- tak þess er lamað. Óðaverð- bólgan, okurvextirnir, frysting sparifjár og bein fyrirmæli hins opinbera, að bankarnir dragi úr útlánum við almenning, er að meginhluta efni þess klafa, sem núverandi stjóm hefur hneppt allan almenning í. Svo koma boðberar íhaldsins með bros á vör og segja: Þetta er hið eina og sanna einstaklingsframtak, sem stjórnarfIokkarnir lofuðu! Minni framkvæmdir í íbúða- byggingum ög húsnæðisskortur, og minni framfarir í sveitum undirstrika þetta mjögrækilega. Þegar íhaldið talar um að auka „einstaklingsframtakið“, merkir það þetta: Hinir ríku verði rík- ari og hinir fátæku enn fátæk- ari. Þetta staðfestir reynslan á síðustu og verstu tímum, og stundum gloppast þessi sann- indi upp úr fylgjendum þessar- ar stefnu, hálfsögð eða fullsögð. „Einstaklingaframtakið á Ak- ureyri aldrei virkara en nú,“ heitir greinin, sem vitnað er í hér að framan. Áróðurstónninn er þar svo falskur, að flestum hlýtur að blöskra, nema vera eigi napurt háð um það ófremd- arástand, sem almenningur á við að búa, vegna óskynsam- legrar og hættulegrar efnahags- stefnu. KNUD FABER, danskur læknir. Á fyrstu læknisárum sínum hafði Faber sjúkling einn með- al annarra. Þetta var öldruð jómfrú, sem sí og æ kvaldi Faber með öllum sínum mörgu, ímynduðu sjúkdómum. Einn dag sagði læknirinn: „Vitið þér; hvað eg held, að bezt mundi hjálpa yður?“ „Nei, herra læknir.“ „Þér ættuð að gifta yður.“ „Guð komi til,“ sagði sjúkl- ingurinn og roðnaði, „eg á þó líklega ekki að taka þetta sem bónorð?“ „Nei, nei,“ útskýrði Faber skelfingu lostinn. „Við lækn- arnir ráðleggjum meðulin, en það er mjög sjaldgæft, að við tökum þau inn sjálfir.“ TIL Jóhanns Ólafs Haraldsson- ar, tónskálds, á sextugsafmæli hans 19. ágúst 1962. Heill þér, Jóhann! Hljóðs mér kveð ég. Ekki hæfir að ég þegi. Margar góðar og glaðar stundir þakka vii ég á þessuin degi. Þú hefur gleði- ‘gjafi verið, góðlátlega glettinn, kíminn. Meira er ‘þó hitt, að menntagyðja minnzt við þig hefur: Þú ert maður hlýminn. í sönglist þinni eru sólskinstöfrar, æska og fegurð, sem ei ég gleymi, — einhver dýrð, sem er yfirjarðnesk, eitthvert sólblik frá æðra heimi. Á heirriili þínu hef ég löngurn setið við lindir söngva þinna, átt þar dýrmætar óskastundir, dulheima notið drauma minna. Skemmtinn varstu á vinafundum, gerðir þar margt að gamanmálum. Gestum þyrstum þú gafst að drekka gleðinnar vín í gylltum skálum. Til að auka yndi mörgum sálum á vængjum söngs að lyfta, vekja gleði og verma hjörtu, endist þér aldur, afl og gifta. Gretar Fells. orðið all-mikilvæg landamæra- vara. Stundum koma Svíar yfjr landamærin og kaupa 10 1. og jafnvel meira í norskum ná- grannabæjum. Annars eru mest- megnis skógarsveitir meðfram landamærunum á þessum slóð- um, og bændabýlin því mjög dreifð, svo að skilyrði til mjólk- ursölu eru takmörkuð. Brotnir kvistir í öllum skógum. í Björgvinjar-blaði birtist þessi frétt: Nú eru stöðugt fleiri og fleiri „gelgingar" (unglingar á gelgjuskeiði) handteknir fyrir ölvun á almannafæri. í fyrra voru 403 piltar og 27 stúlkur kærð fyrir áfengismálanefnd sökum drykkjuskapar. En ann- ars hafði drykkjuskapur samkv. lögregluskýrslum? minnkað um 4% niður í liðlega 14.600 alls. • Ríkir erfingjar. Þrjú norsk börn, sem ame- rísku sendiráðherra-hjónin Bay tóku að sér, meðan mr. Bay var ambassadör í Noregi, hafa ný- lega orðið milljónamæringar. — Þegar mr. Bay andaðist, voru fósturbörnin einkaerfingjar hans og erfðu 27 milljónir dala, eða 200 milljónir norskra króna (rúmar 1200 millj. ísl.). Nú er frú Bay einnig látin, og eftir hana erfa börnin hluta af 15 millj. dala eða um 105 millj. norskra króna. Kristófer er 18 ára, Friðrik 13 ára og Sunneva 16 ára. Uppskrift á slaðri. Þú tekur fullt pelamál af lýgi, handfylli af kjaftæði, agnar-ögn af hertri öfund, sex dropa af hreinni illkvittni og fulla mat- skeið af afbrýði. Síðan síarðu blönduna gegnum rangfærslu- síu og hellir henni á meinfýsis- flösku og hristir hana vel í heitu herbergi, svo að drykkur- inn gerjist. Og þegar hann hefur náð réttu bragði, á hann að svíða tunguna. — Áður en þú ferð í heimsókn eða samsæti, skaltu taka nokkra dropa í skeið, og er árangurinn t alinn hreinasta afbragð! Nú á kvenfólk að reykja pípu. Síðan alkunnugt varð, að vindlingareykingar valdi lungnakrabba, hefur reykjar- pípuverksmiðja á Litla-Hamri í Noregi hafið smíði sérstakrar reykjarpípu-tegundar, sem nefnast reykjarpípur kvenna, og eru gerðar af þeim 5—6 teg- undir til að velja úr. — Hér heima reyktu sumar ömmur okkar og langömmur pípu, en þá var víst aðeins um leirpípur að velja! • Norskir tog-leistar til Japan. Undanfarið hafa norskar prjónapeysur selzt til Japan. Og nú virðast Japanir einnig hafa orðið hrifnir af norskum tog- leystum. Voru 15.000 leistapör send nýskeð frá Björgvin til Tókíó. • Kunna hundar umferða- reglumar? Þessi spurning vaknar ósjálf- rátt hjá okkur, er við sjáum þá sértömdu hunda, sem fylgja blindum mönnum um borgar- götumar. Ætli þeir yfir götu, og götuvitinn sýni rautt ljós, verð- ur hundinum ekki hnikað, fyrr en græna ljósið kemur! Norska Blindrasambandið hefur fasta- kennara, sem temja hundana, og ætla sér að stofna skóla í þessu skyni skammt frá Ósló. 17. júní 1962 Hvert er heim að halda hugumstóra litla þjóð? Hvar skal veginn vísa, várða þíria gæfuslóð? Hugboð eitt sem eygir einhvern þroska á hverri Ieið, líkist brumi í laufi á lífsins meið. Yfir Urðarbrunni askur sígrænn ljómar enn, drýpur regn í dali, daggarsvalann þekkja menn; enn á júní-óttu opin steridur skímarlaug; reynist ráð að klífa rastarbaug. Skuld í Heljarskörðum skrifar ei í gljúpan sand. Inni í aldaþröngum uppi hillir glatað land. Þjóðin vilt á vegi vígahrakin feldi tjald. Reikningsskilum réði ragna vald. Leiðir löngu týndar lifa enn í sögu þó. Stígir hlykkjastirðir stefna yfir hæð og mó, fara fram með straumi, fylla hug manns kvíðaraun, er þeir Iiggja ofar hui í hraun. Á bleikum sagnablöðum blindþoku um áttir slær, eins og súg til sævar sæki kaldur fjallahlær. Gruni þrungin gáta gægist fram við sérhvern stein; er þar máske að ugga einhvers bein. Stjörnur fölar stara stígamótum gleymdum frá, líkt og xteinsins storka stjarfar, riýja véröld á. Voru þær að villa var það kannske þeirra sök, að ferðalýðir féllu í feigðarvök. Var það falskra vita vítisglóð, sem fólkið sá, meðan bnmnu í brjósti bjargarvon og lífsins þrá? Þá er ei að undra þótt unnir brattar risu um höf aldalangra ógna, að örv’ænts gröf. Eins ög himin-heimur hár og bjartur skein á ný kynslóðuin, sem komu kíæddar hetjubrynjur í, svo skal ganga götu gætilegar nú en fyr, þar sem „stjörnuþokur“ þeyta hyr. Vegfarendur velja verða sjálfir eigin leið, þiggja af þungri sögu þúsund ráð, um næstu skeið. Falskra kyndla flökti farmenn allir beygi hjá, alt að fjarsta ögri í örlög sjá. (s) • ■•iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin 111111111111111111111111 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIM* FRÁ FJÓRÐFNGSSJÚKRAHÚSINU Á AK. F J ÓRÐUNGSS JÚKRAHÚ S- INU hafa nú sem fyrr borizt ýmsar góðar gjafir: Nokkrir vinir Sigurðar Jó- hannssonar, tannlæknanema, Norðurgötu 42 (f. 4. júlí 1935), sem lézt af slysförum í Erlang- en í Þýzkalandi 23. febr. 1959, gáfu til minningar um harin „Admi-lifter“ sjúkrakörfu með lyftiáhöldum og öðrum tækjum til notkunar við slasaða sjúkl- inga. Er þetta tæki dýrt og mun enn fágætt. Hjónin Guðrún Guðmunds- dóttir og Þorsteinn Jónsson, Sólvöllum 13, hafa enn á ný gef- ið bókasafni sjúkrahússins mikla og verðmæta gjöf. Eru það um 90 bindi, flest úrvalsrit (Framhald á bls. 7.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.