Dagur - 03.04.1963, Síða 5
<
5
Tækniskóli á Ak.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi, til laga um
tækniskóla í Reykjavík. Stjóm hans á
að vera í höndum „rektors og skólaráðs“.
Skólinn á að vera í fimm deildum, eftir
námsefnum og útskrifi tæknifræðinga,
þegar hann er að fullu tekinn til starfa,
og að inngöngu í hann fái iðnlærðir
menn og miðskólaprófsmenn með verk-
Iega þjálfun, sem staðizt hafa próf írá
undirbúningsdeild. Ennfremur þeir, „sem
að dómi skólaráðs hafa hlotið nægilega
bóklega og verklega menntun og þjálf-
un.“ • •
Hingað til hafa íslendingar þurft að'
stunda nám í erlendum tækniskólum,
er veita svipaða fræðslu og háskólár eða
tækniskólar, sem útskrifa verkfræðinga,
en námstíminn er þó skemmri hjá tækni-
fræðingum en verkfræðingum.
Deildir þær, sem tækniskólinn á að
skiptast í samkvæmt frumvarpinu, eru
Rafmagnsdeild, véladeild, byggingadeild,
fiskideild og „vélstjóraskóli“. Gert er ráð
fyrir, að skólinn taki til starfa í áföngum
og yrði þá ekki íullstofnaður fyrr en eft-
ir nokkur ár.
Við 1. umræðu málsins gerðu þeir Gísli
Guðmundsson og Ingvar Gíslason athuga
semdir við það ákvæði frumvarpsins, að
skólinn verði lögbundinn í Reykjavík.
Þeir vöktu athygli á því, að ekki mætti
telja sjálfsagt, að sérhver ný stofnun, er
sett væri á fót á vegum þjóðfélagsins,
hefði aðsetur í höfuðborginni og hvergi
annars staðar. Þeir skýrðu frá því, að á
Akureyri væri áhugi fyrir því, að þar
yrði komið á fót tæknikennslu, og Gísli
Guðmundson upplýsti, að staðsetningar-
nefnd ríkisstofnana, sem hann var for-
maður í, hefði sl. haust gert tillögur til
ríkisstjómarinnar um tækniskóla á Ak-
ureyri. Hreyfðu þeir Ingvar og Gísli því
þá jafnframt, að vel mætti hugsa sér að
tækniskólinn starfaði á tveim stöðum
þannig, að sumar deildir hans væru stað-
settar á Akureyri en aðrar í Reykjavík.
Er þess að vænta, að á þetta verði fallizt
í þingnefnd þeirri, sem fær málið til með
ferðar, enda mun ráðherra hafa sann-
færzt um, að fylgt myndi verða eftir kröf
um Norðlendinga í þessu máli.
Við þetta. tækifæri var einnig nekkuð
rætt um tillögu þá um fiskiðnskóla, sem
áður hefur verið gerð að umtalsefni hér
í blaðinu og Ingvar Gíslason og fleiri
standa að. Er þar raunar um annað mál
að ræða, því að fiskiðnskóla þarf að setja
á stofn engu að síður, þó að fiskideild
verði við fyrirhugaðan tækniskóla.
Það er stórmál fyrir Akureyri, sem
vaxandi iðnaðarbæ og menntaskóla-
bæ og þá ekki síður vegna fram-
kvæmda á vegum bæjarins, ef takast
mætti að koma hér upp tækniskóla,
og má eflaust ganga út frá því, að
þeir bæjarbúar, sem þar eiga mikinn
hlut að máli, láti það til sín taka.
f GÆR segir „AIþýðumaðurinn“ að
verkamannakaup í marz 1958 hafi verið
kr. 11.81 á klst. og segir að frá þeim
tíma hafi orðið 120% hækkun á kaupinu.
Þetta er rangt. Kaup verkamanna í marz
1958 var kr. 21.85 á klst., en er nú kr.
26.04. Þetta er rúml. 19% hækkun, en
ekki 120% hækkun. Vill Bragi ekki skýra
þessa talnafölsun í næsta blaði sínu, og
setja réttar tölur í dæmið sitt? □
FYRSTU BÆJARSTJÓRNARKOSNINGARNAR
ÁR 1863, þann 31ta Marts var
kjörfundur haldinn á Akureyri
af undirskrifaðri kjörstjórn til
þess, samkvæmt reglugjörð af
29. August 1862 að velja fimm
Bæarfulltrúa og Einn skoðunar-
mann. Kjörfundur hafði áður
verið boðaður á lögboðinn hátt
með auglýsingabérfi og kjör-
skrá hefur legið tilbúin í 14
daga.
Framfór svo kosningin sem
fylgir:
No 1 Madame Wilhelmine valdi
til Bæarfulltrúa: þá
J. Finsen
J. P. Thorarensen
C. Th. Johnsen
E. E. Möller
J. Halldórsson.
2 Steinn Kristjánsson valdi til
Bæarfulltrúa: þá
J. Finsen
E. Möller
J. Halldórsson
A. Sæmundsen
J. Stephánsson.
3 A. Sæmundsen valdi til Bæar-
fulltrúa: þá
E. E. Möller
J. Finsen
C, Th. Johnsen
J. Halldórsson
J. Stephánsson.
4 O. Sigurðsson valdi til Bæar-
fulltrúa: þá
E. E. Möller
J. Finsen
J. C. Thorarensen
A. Sæmundsen
J. Stephánsson.
5 B. Thorsteinsson valdi til Bæ-
arfulltrúa: þá
P. Th. Johnsen
E. E. Möller
J. Finsen
A. Sæmundsen
J. Stephánsson.
6 J. Halldórsson valdi til Bæar-
fulltrúa: þá
A. Sæmundsen
J. Finsen
J. Stephánsson
E. E. Möller
P. Th. Johnsen.
7 F. Möller .................
8 O. Thorarensen valdi til Bæar
fulltrúa: þá
J. Finsen
A. Sæmundsen
J. Halldórsson
E. E. Möller
J. Stephánsson
9 P. Tærgesen valdi til Bæarfull
trúa: þá
J. Stephánsson
A. Sæmundsen
J. Finsen
E. E. Möller
J. Halldórsson.
10 J. C. Thorarensen valdi til
Bæarfulltrúa: þá
J. Stephánsson
J. Finsen
A. Sæmundsen
J. Halldórsson
E. E. Möller.
11 S. Thorarensen valdi til Bæ-
arfulltrúa: þá
J. Finsen
E. E. Möller
J. Halldórsson
P. Th. Johnsen
J. Stephánsson.
12 J. Finsen valdi til Bæarfull-
trúa: þá
E. E. Möller
P. Th. Johnsen
J. Halldórsson
A. Sæmundsen
J. Stephánsson.
13 P. Th. Johnsen valdi til Bæ-
arfulltrúa: þá
E. E. Möller
J. Finsen
J. Halldórsson
A. Sæmundsen
J. Stephánsson.
Fleiri kjósendur mættu ekki
og voru þannig valdir til Bæar-
fulltrúa:
Herra Factor E. E. Möller með
12 atkvæðum.
Herra læknir J. Finsen með 11
do.
Herra Timburm. J. Stephánsson
með 11 do.
Herra Umboðsm. A. Sæmund-
sen með 9 do.
Herra Candidat J. Halldórsson
með 9 do.
Frá Factor E. E. Möller voru
framkomin skrifleg mótmæli
gegn því að hann samkvæmt
reglugjörðinni hafi kosningarétt
og kjörgengi en nægar ástæður
fyrir þessum mótmælum getur
kjörstjórnin ekki fundið í reglu
gjörðinni af 29 August f. á. og
verður því að álíta hann lög-
lega kjörinn.
Þvínæst kjörfundinum slitið.
S. Thorarensen (sign.) P. Th.
Johnsen (sign.) Jón Finsen
(sign.)
FUNDUR FRAMSOKNARMANNA
„Júnó og páfuglinn“. Eyþói Stefánsson og Kristján Skarphéðinsson.
FJALLA-EYVINDUR Á SAUÐÁRKRÓKI
Sauðárkróki 25. marz. Sæluvika
Skagfirðinga hefst á Sauðár-
króki sunnudaginn 31. marz n.
k. Eins og undanfarin ár gengst
Félagsheimilið Bifröst fyrir þess
ari gleðihátíð Skagfirðinga.
Mjög fjölbreyttar skemmtanir
verða í Bifröst alla daga vikunn
ar og þar munu koma fram 170
manns.
Leikfélag Sauðárkróks sýnir
Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sig-
urjónsson. Leikstjóri er Eyþór
Stefánsson. Hér er um afmælis-
sýningu að ræða, því á þessu
ári eru liðin 75 ár frá stofnun
Leikfélags á Sauðárkróki. Leik-
urinn verður sýndur öll kvöld
vikunnar og má gera ráð fyrir
mikilli aðsókn, þar sem hér er
um eitt af öndvegisverkum ís-
lenzkra leikbókmennta að ræða.
Leikfélagið hefur vandað mjög
til sýningarinnar. Leiktjöld eru
viðamikil og vönduð og búning-
ar eru flestir frá Þjóðlelkhús-
inu. Jónas Þór Pálson hefur séð
um gerð leiktjalda.
Þrír karlakórar koma fram og
FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT K.A. - INNANHÚSS
URSLIT:
Kúluvarp, drengjakúla.
Kjartan Guðjónsson KR 15,03 m
Ellert Ólafsson Stefni
Súgandafirði 13,98 —
Oddur Sigurðsson KA 12,53 —
Gísli Bjarnason KA 12,70 —
Bárður Guðm. Umfb. 12,10 —
Reynir Unnst.ss. HSK 10,12 —
Hástökk m. atr.
VETTVANGUR
SAMVINNUNNAR
EINS og sjá má í samþykktum
kaupfélaga, er stofnsjóðurinn
emn aðalveltufjárstofn þeirra,
og hann er það fé, sem félags-
menn hafa lagt fram til upp-
byggingar og reksturs kaupfé-
laganna. Er því eðlilegt að stofn
sjóðurinn sé allbundinn, en liggi
ekki á lausu, til úttektar hve-
nær sem er, með litlum eða eng-
um fyrirvara.
í samþykktum Kaupfélags Ey
firðinga segir svo:
„Stofnsjóðseign hvers félags-
manns fellur til útborgunar:
a. Við andlát hans.
b. Við burtflutning hans af fé-
lagssvæðinu. -
c. Við gjaldþrot hans.
d. Verði hann fátækrastyrks
þurfi.“
Sést á þessu, að auk þess að
vera fjártrygging, þó að í mis-
jafnlega stórum stíl sé, fyrir
fjölskyldu hvers félagsmanns
við andlát hans, þá er stofnsjóð-
urinn útborgaður við ýmsar að-
stæður, og væri hægt að nefna
mýmörg dæmi því til sönnunar,
þó ekki skuli það gert í þetta
sinn.
Úr stofnsjóði KEA hafa verið
greiddar á síðustu 10 árum kr.
2.996.581.23. Þar af á árinu 1962
kr. 560.940.80, en að meðaltali
hefur útborgunin verið um kr.
300.000.00 á ári þessi tíu ár. Það
samsvarar að greiddar hafi ver-
ið úr stofnsjóði KEA, eitt þús-
und krónur á hverjum virkum
dcgi síðustu tíu árin.
S. J.
Kjartan Guðjónsson KR 1,61 —
Bárður Guðm. Umfb. 1,61 —
Haukur Ingib.ss. HSÞ 1,61 —
Þrístökk án atr.
Bárður Guðm. Umfb. 9,28 —
Haukur Ingibergss. MSÞ 9,05 —
(nýtt fsl. m. Sv.)
Kjartan Guðjónsson KR 8,90 —
Þorm. Svavarss. ÍMA 8,87 —
Ellert Ólafsson Stefni 8,64 —
Guðm. Pétursson KA 8,10 —
Rafn Kjartansson KA 7,61 —
Reynir Unnsteinss. HSK 8,51 —
eru það „Heimir“, „Feykir“ og
Karlakór Akureyrar. Kvenfélag
Sauðárkróks skemmtir gestum
vikunnar með revíu, leikþætti,
söng og listdans Rigomr Han-
son o. fl.
Sauðárkróksbíó sýnir úrvals
myndir alla vikuna, . m. a.
„Nunnan", „La paloma“ o. fl.
Dansað verður á fimmtudags-,
föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Hljómsveit
Hauks Þorsteins leikur fyrir
dansinum.
Mánudagurinn 1. apríl er sér-
staklega helgaður börnum. Þá
verður kvikmyndasýning, leik-
sýning „Fjalla-Eyvindur“ og
dansleikur.
Gera má ráð fyrir að mikill
fjöldi fólks taki þátt í gleði sælu
vikunnar eins og undanfarin ár.
Veðurblíða hefur verið í Skaga-
firði undanfarið og allir vegir
eins og að sumarlagi. □
Herferð lögreglunnar
Síðastliðna sunnudagsnótt tók
lögreglan bifreiðarstjóra einn
á Akureyri ,vegna meintrar ölv-
unar við akstur.
Herferð lögreglunnar gegn
ökuníðingum hefur borið góðan
árangur nú um sinn í bænum
og hefur umferðaröryggið auk-
izt að sama skapi. □
(Framh. af bls. 1).
Otímabær eftirmæli.
Fyrir um það bil fjórum ár-
um reyndu núverandi stjórnar-
flokkar að brugga Framsóknar-
istar létu ekki á sér standa um
þátttöku. Þessir þrír flokkar
tóku höndum saman og breyttu
kjördæmaskipuninni og þegar
flokknum banaráð og kommún-
þeir töldu sér sigurinn vísan yf-
ir Framsóknarflokknum, gátu
þeir ekki orða bundizt og töldu
sig hafa ástæðu til að bera sér
eftirmæli í munn.
í pésa Sjálfstæðisflokksins frá
1959 segir t. d. á þessa leið:
Með kjördæmabreytingunni
mun ljúka því tímabili, sem
hófst 1927 og kennt er við Fram
sókn. Svo mörg voru þau orð.
Sigurvissan leynir sér ekki. En
það var of snemmt að fagna
sigri og skipta arfi. Landsfólkið
var á öðru máli og gerði Fram-
sóknarflokkinn að næst stærsta
stjórnmálaflokki kaupstaðanna
og fylkti sér enn fastar en áður
um hann í dreifbýlinu, þar sem
hann var áður langstærsti flokk
urinn.
Fjármálaráðherrann, sem við
völdum tók fyrir nálega 4 árum
■og enn situr, segði með venju-
legu yfirlæti sínu, að innleiða
skyldi nýja þjóðfélagshætti,
aðra og betri en þá, sem við
Framsókn væru kenndir. Þjóðin
hefur nú sannarlega fengið að
reyna þá. En rétt er að glöggva
sig á því, hvað einkenndi það
tímabil sérstaklega, sem kent
er við Framsóknarflokkinn og
hófst árið 1927 og stóð til 1959.
F ramsóknárstéfnan.
í upphafi þess tímabils, sem
skóp tímamót í atvinnuháttum
og öllu lífi íslendinga, var vissu
lega farið inn á nýjar leiðir. Þá
hófst sú stefna, að beita afli alls
þjóðfélagsins til stuðnings fram
taki einstaklinganna, og frjálsra
samtaka þeirra, til alhliða fram-
fara í landinu. Þá var grunnur-
Fermingarbörn í Ak.kirkju sunnud. 7. apríl
Stúlkur: Soffía Ásgeirsd., Oddeyrarg. 32
Keppendur voru alls 10 frá 7
félögum og íþróttasamböndum.
Hlutaverðlaun voru veitt að
þessu sinni, en það voru bóka-
verðlaun, sem eftirtalin fyrir-
tæki gáfu til keppninnar: Bóka-
búð Rikku, Bókaverzlun Jóh.
Valdimarssonar og Prentverk
Odds Björnssonar, og kann
frjálsíþróttadeild KA þessum
fyrirtækjum beztu þakkir fyrir.
Þetta er í fyrsta skipti sem
keppt er í kúluvarpi hér innan-
húss á Akureyri, en íþróttasal-
urinn má varla minni vera (og
er í raun og veru alltof lítill til
ýmsra hluta og ennfremur með
tilliti til áhorfenda).
Starfsmenn: Guðm. Þorsteins
son, Hermann Larsen, Haraldur
Sigurðsson, Hjálmar Jóhannes-
son.
Alfa Sigrún Sverrisd., Grænug.4
Anna María Kristjánsd., Þing-
vallastr. 20
Eyrún Eyþórsd., Helgam.str. 12
Fjóla Þuríður Stefánsd. Kringlu
mýri 25
Guðný Jónsd., Löngumýri 36
Hanna Gerður Haraldsd., Ham-
arsstíg 8
Helga Guðný Jónsd., Greniv. 20
Hólmfríður Elín Meldal, Hafn-
arstr. 49
Ingibjörg Eiríksd., Reyniv. 4
Júlía Þórsdóttir, Brekkugötu 29
Karítas Ragnhildur Sigurðard.,
Helgamagrastr. 26
Kristín Pálína Magnúsd., Víði-
mýri 9
Oddný Rósa Eiríksd., Glerárg. 9
Ragna Hugrún Kristjánsd.
Klapparstíg 3
Rósa Margrét Sigurðard., Helga-
magrastræti 51
Sigurlína Guðrún Jónsd. Strand
götu 41
Sigþrúður Tobíasd., Laxagötu 7
Sæbjörg Jónsdóttir, Fjólug. 14
Torfhildur Guðm.d., Grænug. 10
Valgerður Magnúsd., Eyrarv. 6
Drengir:
Aðalst. Sigurgeirss., Eiðsv.g. 24
Albert Leonardss., Möðruv.str. 8
Árni G. Sigurðsson, Goðab. 9
Bergur Höskuldss., Hamarst. 37
Gísli Björgvin Freysteinss., Eiðs
vallagötu 4.
Gísli Sigurgeirss., Spítalavegi 21
Guðmundur Sigurbjörnss., Norð
urgötu 10
Haukur Smári Guðm.son, Aðal-
stræti 13
Jón Arnason, Hrafnagilsstr. 4
Jón Ásmundss., Aðalstr. 23
Jón Ólafur Sigfússon, Hlíð
Ragnar Sverrisson, Ránarg. 16
Sigurður Sigurðsson, Ránarg. 5
Sæmundur Guðm. Friðriksson,
Norðurgötu 41
Viðar Már Aðalsteinss., Norður-
götu 1
Vilhjálmur Stefánsson Baldvins-
son, Hólabraut 18
Þorleifur Leó Ananíasson, Vana
byggð 13
Þorsteinn Kormákur Helgason,
Skólastíg 3
inn lagður að þeirri fjármagns-
myndun, sem síðan hefur verið
byggt á. Þar var grundvallar-
hugmyndin sú, að þá vegnaði ís
lendingum bezt, að sem flestir
þeirra væru efnahagslega sjálf-
stæðir, ættu sem flestir sín at-
vinnutæki, svo sem bújarðir og
báta, og sín eigin hús eða íbúð-
ir. En stærri framkvæmdum,
sem einstaklingunum væri of-
viða, væri lyft með aðstoð þjóð-
félagsheildarinnar og með al-
mennum, frjálsum samtökum,
svo sem samvinnustefnan hefur
gert. Allir þeir sjóðir, sem síð-
ustu áratugina hafa veitt ómet-
anlega aðstoð við eflingu at-
vinnuvega þjóðarinnar voru
stofnaðir á hinum fyrstu árum
þessa áðumefnda Framsóknar-
tímabils. Má þar nefna Búnaðar
bankann, sjóði landbúnaðarins,
fiskveiðasjóð, Iðnlánasjóð o. fl.
Viðreisnin.
Með kjördæmabreytingunni
1959 var vikið frá þessari stefnu
mjög hastarlega. „Viðreisn" var
fallegt orð en er nú háðungar-
orð. Stefna „viðreiðsnarinnar“
hefur gert margfalt dýrara að
standa undir atvinnutækjum en
áður. Bóndinn þarf fleiri dilka
til að kaupa sér dráttarvél, en
hann áður þurfti, sjómaðurinn
þarf að afla miklu meira til að
geta staðið í skilum með afborg-
anir af nýjum bát og launamað-
urinn þarf að vinna miklu fleiri
vinnustundir til að geta byggt
sér hús eða keypt íbúð. Þetta
hafa allir sannreynt á síðustu
árum, árunum eftir að skipt var
um stefnu og „viðreisn“ upp
tekin.
Eftir 30 ára stefnu í hágengis-
pólitík, er nú rekin lággengis-
pólitík og vikið af þeirri happa-
sælu leið fyrir allan almennjng,
að hafa fremur lága vexti, eins
og hér voru fyrir „viðreisn".
Árangurinn lætur ekki á sér
standa, þegar stefna „viðreisn-
arinnar' er með í verki. „Við-
reisnin“, eða efnahagsmála-
stefna núverandi stjórnar, hefur
skipt þjóðinni í tvær fylkingar.
í annarri fylkingunni standa
þeir, sem búnir voru áður að
koma vel fyrir sig fótum. _ í
hinni eru þeir, sem nú þurfa að
fóta sig eða eiga það eftir. Æ
fleiri hljóta að lenda í síðar- ■
nefndu fylkingunni, vegna þess
að nauðsynlegum framkvæmd-
um verður ekki endalaust á
frest skotið. í landbúnaðinum
lítur þetta þannig út, að í góð-
um sveitum fást öndvegisjarðir
fyrir slikk, en nær engir treysta
sér þó til að hefja þar búskap.
Svo fast er þessi þýðingarmikla
sétt reyrð í viðjar hinnar nýju
stefnu. Og í fyrrnefndu fylking-
unni, meðal góðbændanna, sem
voru svo lánssamir að hafa fram
kvæmt mikla hluti fyrir óáran
„viðreisnaráranna“ og taldir eru
standa vel að vígi, verða menn
samt fyrir barðinu á „viðreisn-
inni“, því hvarvetna þarf að
byggja og rækta til að auka bú-
in og mæta á þann hátt hinum
ört vaxandi reksturskostnaði.
Og þetta á ekki aðeins við um
bændur og bændastéttina, held-
ur einnig aðrar stéttir. (Frh.)
GÍSLI GUÐMUNDSSON,
alþingismaður:
LAND OG
ÞJÓÐ
JONAS
HALLGRÍMSSON
spurði fyrir 130 árum: „Hvað er
þá orðið okkar starf — í sex
hundruð sumur?“ „Landið var
fagurt og frítt“ sagði liann, og
er það enn. En honum þótti þjóð
inni hafa orðið lítið ágengt.
Hann minnti hana á, að hún
væri hætt að heyja Alþingi á
Þingvöllum við Oxará. Enn er
sú sök óbætt, sem skáldið góða
lýsti á hendur fslendingum í
sinu frægasta ljóði. Þing sitt
fluttu, — þeir „á kalda eyri“,
eins og Jónas sjálfur segir síðar,
og þar er það enn .
Trúlegast var Jónasi það
kunnugt, að hér hafði verið
meira í húfi en þingið við Oxar-
á. Að þeirri hugmynd hafði skot
ið upp eftir hörmungar Móðu-
harðindanna, að réttast væri að
fá íslendingum annan samastað
í ríki Danakonungs, sumir segja
á Jótlandsheiðum. Hitt vissi
hann ekki, sem síðar kom fram,
að íslendingar yfirgáfu land sitt
þúsundum saman og fluttust í
aðra heimsálfu, og það efíir að
Alþingi hafði fengið löggjafar-
vald og fjárforræði.
Yið íslendingar, sem nú erum
uppi, gerum eflaust rétt í því
að hugsa okkur um áður en við
„sláum því föstu“, að við höfum
ráð á að ámæla þeim, sem fóru
til Ameríku, eða datt í liug að
rétt væri að leggja landið í eyði
éftir Móðuharðindin. Þeir, sem
þar áttu í hlut, hefðu ekki yfir-
gefið landið eins og það er nú
og á að geta orðið. Það hefur
oft verið örðugt að lifa í þessu
landi og gæti orðið enn fyrir
þjóð, sem ekki réði yfir tækni
eða vélaafli og ætti úrlausn
mála undir stjóm ókunnugra
manna í fjarlægu landi. Nú er
öldin önnur. Nú getum við ekki
aðeins notið hinna miklu kosta
landsins í góðærum í enn rík-
ara mæli en fyrr. Því einnig
það er tilkomið, að við erum
ekki lengur vamarlaus gagn-
vart harðærunum. Á hinni upp
rennandi tækniöld munu vand
kvæði af völdum náttúmnnar
ekki reynast meiri á íslandi en
í hinum sólheitu Suðurlöndum.
Sýnilegur árangur af starfi
þjóðarinnar í sex hundruð sum-
ur var víst ekki mikill. Jónas
Hallgrimsson fór nærri um það.
Hún virðist lieldur ekki hafa
vaxið á þessum öldum, mann-
fjöldinn liklega svipaður um
1830 og á Sturlungaöld. Þetta er
öðrum þræði sorgarsaga, og
hafa að vísu fleiri þjóðir ekki ó-
líka sögu að segja frá þeim tím
um af sömu ástæðum eða öðr-
um. Má þó líklega segja, að
kyrrstaða fólksfjöldans sé nokk
uð einkennandi fyrir ísland.
Þó vann þjóðin í þessi sex
hundruð sumur afrek, sem okk-
ur, sem nú emm uppi, ber að
meta og þakka. Hún geymdi
tunguna og auðgaði hana af
reynslu sinni. Eítir hinar
dimmu aldir var „ástkæra, yl-
hýra málið“ lifandi á vörum
hennar með orð um „allt, sem
er hugsað á jörðu.“ Og hún hélt
áfram að byggja landið öld eftir
öld, ekki aðeins úrval hinna
fomu landnáma, heldur land-
námin öll, hvert cinasta. Þó að
útnes eða afdalir íæru í eyði í
hallæri eða drepsótt, byggði
hún þau jafnhatðan upp aftur.
í góðæri færði hún út byggðina
upp á heiðar og öræfi inn að
endamörkum hins gróna lands.
Aftur og aftur endurtók sig sú
saga. Þjóðin helgaði sér aQt
þetta land öld fram af öld, sér
og niðjum sínum, helgaði það
með lífsbaráttu sinni, til þess að
sú stund mætti upp renna, að
gullkistum þess yrði lokið upp
í Ijósi nýrrar þekkingar í eigu
íslendinga — og nú er sú stund
upp runnin.
Jón Trausti og Gunnar Gunn
arsson hafa dregið upp ógleym-
anlegar myndir úr sögu heiðar-
býlanna. Það er ekki æskilegt,
að sú saga endurtaki sig. Skipu-
lag byggðar í hverjum lands-
hluta verður að vera við hæfi
síns tíma. En það ættum við
ekki að láta á sannast, fslend-
ingar á 20. öld, og fólk haíi hér
í sex hundruð sumur og meira
til Iítils lifað. Að það hafi bar-
izt fyrir því að halda lífi í þjóð,
sem þegar dagur rann úr djúpi
aldanna, varpaði sjálfri sér í
deigluna.
(Framh.).
Fyrstu farfuglarnir
Á LAUGARDAGINN spígspor-
uðu tjaldar í kjól og hvítu á Leir
unum við Akureyri. Á sunnu-
daginn sáust nokkrar rauðhöfða
endur hér í nágrenninum, og
sama dag sá Guðm. Karl Péturs
soú yfirlæknir hrossagauk fram
á Glerárdal, er þar flaug upp úr
dýjaveitu og var hinn spræk-
asti. Eflaust hefur fugl sá haft
hér vetursetu.
HÚS TIL SÖLU
Tilboð óskast í húseign-
ina Gilsbakkaveg 3, Ak.,
sem er lítið einbýlishús
ásamt eignarlóð.
Upplýsingar gefur
Ingvi R. Jóhannsson,
Löngumýri 22.
Sími 2072.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Fjögturra herbeagja íbúð
óskast til leigu.
Þrennt fullorðið í heimili.
Uppl. í sínta 1369.
Hvort verður vakið upp
t
UPPRISUNNI,
dauði líkaminn eða sálin?
Opinber fyrirlestur
fluttur af
Heinrich Karcher
Fulltrúa Varðturnsfél.
í samkomusal Landsbank-
ans, Strandgötu 1, 4. h.,
Akureyri, sunnudaginn 7.
apríl kl. 16.00.
Allir velkomnir.
Aðgangur ókeypis.
BÍLKEÐJUR
gleymdusit á þvottaplan-
inu við Strandgötu.
Finnandi vinsml. hringi í
sími 2438.
TAPAZT HEFUR
einangrunarmælir í leð-
urtosku. Finnandi vin-
samlegast geri aðvart í
Raftækjaverzlunina Raf
eða í síma 1518.
KVENARMBANDSÚR
tapaðist í bænum sl.
föstudagskvöld. Finnandi
hringi í síma 2041 eða
lögregluvarðstofuna.
Silver Cross
BARNAVAGN
TIL SÖLU.
Sími 1959.
TIL SÖLU:
Kjólar, herraföt og
margt fleira.
Jóhanna Sigurðardóttir,
Brekkugötu 7, að vestan.
TVÆR KVENKÁPUR
mjög vel með farnar,
til sölu.
Sími 2431.
SÓFASETT TIL SÖLU
Tækifærisverð.
Sími 1919.
TRILLUBÁTUR,
með u tanborðsmótor,
til sölu.
Uppl. í síma 2673
og 1633.
PEDEGREE-
BARNAVAGN til sölu.
Síini 1547.
Þunn
gluggatjaldaefni
fleiri gerðir
Breidd frá 90—150 cm.
Gefuin 15—20% afslátt
næstu viku.
ANNA & FREYJA