Dagur - 11.04.1963, Side 6

Dagur - 11.04.1963, Side 6
« Hægt að þrefalda matvælaframleiðsluna með vísindalegum aðferðum BÆÐI hástemmdar áætlanir um innflutning hráefna frá öðr- um hnöttum og jarðbundnari skýrslur um 120-földun fiskafl- ans með nýjum veiðiaðferðum voru lagðar fyrir hina miklu vísindaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf, sem hefur það meginvei'kefni að benda á leiðir til að gera þróunarlöndunum kleift að færa sér í nyt tækni og vísindi nútímans. Viðstaddir voru 1800 fulltrú- ar frá 87 ríkjum, þegar ráðstefn an var sett 4. febr. s.l. U Thant framkvæmdastjóri S. Þ. gat ekki verið viðstaddur vegna lasleika, en ræða hans var lesin upp. Hann lagði m. a. til, að tek- in yrði upp ný tegund vísinda- rannsókna með sérstöku tilliti til þeirra vandamála, sem hin nýju og tæknilega vanþróuðu lönd ættu við að stríða. Hann lagði jafnframt áherzlu á aðra hlið vandans, þ. e. a. s. hvernig vísindi og tækni komi að hag- nýtustum notum í löndunum, sem þarfnast hjálpar. Ðró hann athygli fulltrúanna að þeim ska'ðlegu áhrifum, sem orðið gætu af „ofeldi“ vísinda og tækni í þjóðfélögum, þar sem venjur og hugsunarháttur, starfsaðferðir og lifnaðarhættir hefðu ekki búið fólkið undir hina gertæku byltingu nútím- ans. Forseti ráðstefnunnar, M. S. Thaeker prófessor, lagði til í ræðu sinni, að sett yrði á lagg- irnar nokkurs konar alþjóða- nefnd vitringa, sem unnið gæti úr hinu mikla magni hvers kyns reynslu, sem alþjóðastofnanirn- ar hefðu áflað sér, með það fyrir augum að hjálpa þróunarlönd- unum við gerð og framkvæmd þeirra áætlana, sem miða að því að bæta hag þeirra og lyfta þeim á hærra siðmenningarstig. Á hverjum degi var allsherj- arfundur allra fúlltrúa ráðstefn- unnar, þar sem tekið var fyrir eitt af 12 höfuðmálum hennar. Þegar rætt var um landbúnað- arvandamálin, líkti einn af full- trúunum, dr. R. W. Philips, mannkyninu við fjölskyldu sem snæðir máltíð við eitt langt borð. Árið 1962, þegar jarðar- búar voru 3115 milljónir, hefði þetta borð náð rúmlega 23 sinn- um kringum hnöttinn, en árið 2000 mundi það ná 47 sinnum kringum hnöttinn, ef fjólksfjölg unin yrði jafnör og hún hefur verið. Hann benti á, að í sumum löndum væri framleiddur 10 sinnum meiri rís á hverja dag- sláttu en í öðrum löndum, og að því er snerti hveiti væri fram- leiðslan á hverja dagsláttu 20 sinnum meiri í sumum löndum en öðrum. Þegar rætt var um náttúru- auðæfi, sagði dr. M. Theilebein, að hægt væri að tvöfalda eða þrefalda matvælaframleiðslu jarðarinriar með vísindalegri ræktun og betra útsæði, án þess að grípa til sérstakra aðgerða eins og geislunar eða hagnýting- ar kjarnorkunnar. E. K. Fedorov, meðlimur sovézku akademíunnar, vísaði á bug óttanum við hina svonefndu „fólksfjölgunar-sprengingu“. — Eftir einn áratug eða svo mundu hráefni frá öðrum hnött um verða tiltæk og bæta upp þverrandi auðlindir jai'ðarinnar. Sir William Slater frá Bretlandi kom þó fram með viðvörun í þessu sambandi: því lengra sem farið er út í geiminn þeim mun meiri verður skorturinn á ýms- um efnasamböndum sem eru undirstaða mannlífs og jurta- lífs. £ Öllum þeim, sem heirnsóttu mig á fimrntugsafmœli % rriinu og vottuðu mér á annan liátt hlýhug með gföf- © & um, blómum og skeytum, sendi ég mínar beztu þakkir. f é § | HANS HANSEN. | £ © DE PARIS N-YR LITUR NÝR ÍLMUR 1 , • ■ .,v ■ « NÝJAR LJM- BÚÐIR 5JÖFNI, akCjreyrí k 4 Verzliá í VERZLID í K.E.A. Árið 1961 voru íélags- mönnum greiddar 2.7 miiljónir kr. í arð. ÞÁÐ er raunveruiegur afsfáftur af vöruverði Þess vegna meðal aimars, er ÓDÝRAST AÐ VERZLA í K.E.A.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.