Dagur - 12.02.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 12.02.1964, Blaðsíða 2
2 SMÁTT OG STÓRT íþróttir og útilíf »555555555555555555« UNGLINGASUNDMÓT ÓÐINS (Framhald af blaðsíðu 8). blakkir“. Samtök Norðlendinga og Austfirðinga, eins og þau, sem stofnuðu til Akureyrarfund arins 19G2, eiga mikið verkefni fyrir höndum. SVEITARFÉLÖG FÁ EKKEKT AF SÖLUSKATTINUM Gamli söluskatturinn frá 19G0 sem er 3%, er í f járlögum 1964, t.alinn rúmlega 353 miilj. króna á þessu ári. Nýi söluskatturinn, sem er 2,5% setti því að verða um 293 millj. króna. Sveitar- félög fá 20% af garnla skattin- tun en ekkert af þeini nýja. 1 RÍKISÁLOGUIÍNAR Á ALMENNING Núverattdi stjóm ætlaði að ,;\emda“ landsfóikið fyrir bvers konar „ofsköt,tun“ til ríkissjóðs og fara aðra leið en „skattpíning armeistarinn“ E.vsíeinn. Ríkis- álögur árið 1964 eru áætlaðar þannig: Tekjur á rekstrarreikn- ingi ríkissjóðs 2690,1 millj. kr. Hækkun á benzín- og bifreiða- skatti samkvænvt nýju vegalög- unum 86,8 millj. kr. Nýi sölu- skatturinn 293 millj. kr. Sam- tals er þetta 3069,9 millj. kr. Hluíur sveitarfélaga af gamla söluskattinum ekki meðtalinn. í>að er víst ekki of í lagt, að ríkisálögurnar séu komnar í 3000 millj. kr. eða þrjá milljarða nú í ár, í stað ca. 800 rnillj. kr. árið 1958, sem íhaldið óskapað- ist þá mest yfir. IIÆGT AÐ MARGFALDA SAUÐFJÁREIGNINA Sturla Friðriksson grasafræð- iogur segir í blaðagrein nýlega, að „með aukinni beit á ræktað land“ sé hægt að margfalda sauðfjáreign landsmanna og koma henni upp í milljónir. HÁSETAR OG BANKAMENN Sigurður Jónasson sagði ný- lega í útvarpserindi, að banka- starfsmenn í Reykjayílc væru um 700 talsins, þ. e. þeir væru álika margir og áhafnir 60—70 síldveiðiskipa, cða bændur í 20 hreppum hér nyrðra. En þrátt fyrir allan þennan 1' fjölda fastráðinna manna við peningastofnanimar í Reykja- vík, auk starfsmanna bankaúti- búa úti um land, en liið mikla bankakerfi í raun og veru óstarfhæft að miklu leyti og þjónar ekld því hlutverki, sem siöur er um slíkar síofuanir. Hafa menn orðið reynzlunni ríkari um þetta síðustu mánuð- ina. SIGUKÐUR SAGÐI FLEIRA Sigurður sagðist ekki telja réít að gera flugvöll á Álfta- nesi. En Rcykjavíkurflugvöll yrði að leggja niður, og þá ætti Keflavíkurflugvöllur að verða aðalflugvöllur höfuðborgarinn- ar. Hann kvað hjð fyrirhugaða ráðhús, að meðtöldum húsa- og lóðakaupum, myndi kosta 250 milljónir kr. á núverandi verð- lagi, og tæki þó ekki nema 70 af þeim 300 skrifsíofumönnum borgarinnar, enda mikið af nýja húsinu ætlað til annars. Byggja mætti „stjórnsýsluhús“ handa öllu starfsliðinu fyrir 75 millj. kr. ef hentugur staður væri valinn og rétt byggt. Vél- yæðing og vinnuhagræðing í þessari stjórnsýslumiðstöð gæti sparað stórfé. Ilann mælti með því að hafa Alþingi á Þingvöll- um og kvað ekkert því til fyrir- stöðu á tækniöld. FISKIÐN SKÓLI ÖJl samtök fiskiðnaðarins hafa nú mælt með því, að fisk- iðnskóla \erði komið á fót. Framsóknarmenn tóku stofnun fiskiðnskóla upp í breytingar- tiliögur sínar við stjórnarfrum- varp um aðstoð við sjávarútveg- inn. Síiórnarliðið felldi hana, en málið liggur þó fyrir Alþingi enn, í öðru forini. Það er mik- ilvægt, að ekki skorti hæfa kunnáttumcnn tij að veita fisk- vinnslustöðvum forstöðu. Ingv- ar Gíslason og fleiri fluttu fyrst ir tillögu um þetta mál á Al- þingi. HEIMILD TIL AÐ FRESTA OPINBERUM FRAMKVÆMDUM Ríkisstjórnin hefur nú sam- kvæmt meirihlutasamþykkt á Alþingi fengið lieimild til að fresta opinberum framkvæmd- um, t. d. í vegamálum, liafnar- málum og skólamálum víðsveg- ar um Iand eftir því, sem lienni sjálfri sýnist á þessu ári. Á sama tíma birtir Morgunblaðið m.vndir af væntanlegiun stór- byggingum fésýslufyrirtækja í höfuðborginni. Bifreið.um hefur fjölgað um 45% á fjórum árum. í stafrófs- kveri ríkisstjórnarinnar stendur að ríkissjóður og bankarnir geti haft fjárfestingu lands- manna á sínu valdi. Það hefur gleymst að taka með í reiknjng- inn, að mikið fjármagn fer fram hjá bönkunum og ýmsir telja, að það fjármagn fari nú vax- andi. Sú þróun hentar spákaup- mönnum einkar vel, en almenn- ingi ekki.. , , . y. \ Á NAUMUR TÍMI Á ALÞINGI Skúli Guðmundsson gerði það nýlega að umtalsefni, hve seint gengi að fá mál afgreidd í sam- einuðu Alþingi. Hann nefndi mörg dæmi þess, að tillögur, sem bornar voru fi’am í október eða nóvember, hefðu ekki ver- ið komnar til unu-æðu undir lok janúarmánuðar. Þótt sv.ona sé ástatt liefur stjórnin fengið þingforsetana til að fella niður fundi á föstudögum. Tillaga Framsóknarmanna um nýja raf- væðingaráætlun var eitt þeirra mála, sem ekki hafði uunizt timi til að fæða. LÁNABEIÐNIR SAFNAST FVRIR Dagur hefur frétt úr ýmsum áttum, að talsvert af lánabeiðn- um hafi safnast saman í Stoín- lánadeild landhúnaðarins nú um áramótin og fáist enn ekki sökum fjárskorts. Það vhðist, sem vænía mátti, ætla að reyn- ast skrum eitt hjá Sjálfstæðis- mönnum, að lánsfjármálum Stofnlánadeildarinnar liafi ver- ið komið á „öruggan grund- völl“ til frambúðar þegar af- urðaskatturinn var lagður. á bændur. Heildaruppliæð stofn- lána hefur að vísu hækkað, en dýrtíðin gleypir aila viðbótina pg niikhi meira. BÆNDAFUNDIRNIR HAFA ÁHRIF Ilinir fjölmörgu og fjöhnennu bændafundir norðanlands og austan virðast haf.a ýtt við stjórnarflokkunum á Alþingi, eða a. m. k. cðrum þeirra. Rík- isstjórnin hefur sem sé tekið sig til og lagt fram á Alþingi tvö afhyglisverð landbúnaðar- frumvörp, annað um breytingu á jarðræktarlögunum, liitt um breytingu á lögum um Stofn- lánadeild landbúnaðarins o. fl. Þar er gengið inn á nokkur at- riði, sem fram voru komin í frumvörpum Framsóknarmanna um þessi efni, en þó sums stað- ar skemmra farið til móts við þarfjr. Auðsæít er, að sókn bænda- samtakanna og Framsóknar- flokksins er í þann veginn að bera nokkurn árangur á þessu sviði. En beíur má ef duga skal, ejns og nú er ástatt víða í sveit- um landsins. Og ýmsir líta svo á, að þar liafi verið vai'Öveitt fjöregg hinnar íslenzku þjóðar. Bændur landsins skilja það nú betur en áður, að það er að- eins eitt sem þarf og þeir hafa á sínu valdi: Að standa sam- an. □ - Bændaklúbbsfimdur (Framhald af blaÖsíðu 1). anna sl. ár miðaö við aflaverð- mæti komið á land, 1700 inillj. kr. Þegar búið er að selja land- húnaðarvörurnar unnar, er heildahyerðmæti þeirra um 3 milljarðar kr. En heildarverð- mæíi sjávarafians, þegar búið er að vinna hann, 3,5 milljarðar kr. Af þessum töliun má sjá, að það hailasí ekki mjög mikið á ■með þessum tv.ehn liöfuðat- vinnuvegum þjóðfélagsins um heildarafköst.“ Gunnar Guðbjartsson íærði full rök að því, að bændur lands ins æl.lu, samkvæmt lögum, að hafa fast að 40% meiri tekjur en þeir liafa nú, samkv. verð- lagsgrundvelli. Verður nánar vikið að hinni stórmerku ræðu þessa forustumanns bændasam- takanna í landinu. □ SKJALDARGLÍMA ÁRMANNS FIMMTUGASTA OG ÖNNUR Skjaldarglíma Árma.nns fór nýlega fram í Reykjavík. Keppendur voru 10 í Skjaldar glímunni að þessu sinni. Sigurvegari verð Kristmund- ur Guðmundsson, Ármanni, ann ar Guðmundur Jónsson, IxR og þriðji Lárus Láruss.on, Á-r- manni. □ UNGLINGAMÓT í sundi var háð í Sundlaug Akureyrar 7. og 9. þ. m. á vegum Sundfélags- ins Óðins. Keppendur voru milli 20 og 30, og urðu úrslit þessi: 50 m bringusund 14 ára og yngri. sek. 1. Sigtr. Á. Guðlaugsson 44,3 2. Hólmst. Hólmsteinsson 47,7 3. Magnús Þorsteinsson 47,8 200 m bringusund 14 ára og yngri. sek. 1. Sigtr. Á. Guðlaugsson 3:28,6 2. Magnús Þorsteinsson 3:38,8 3. Pálmi Jakobsson 3:42,8 50 m skriðsund 14 ára og yngri. sek. 1. Sigtr. Á. Guðlaugsson 34,3 2. Magnús Þorsteinsson 34,8 3. Sveinn Þórðarson 36,6 400 m bringusund 15—16 ára. mín. 1. Jón Árnason 6:30,8 2. Tryggvi Aðalsteinsson 6:51,5 50 m skriðsund 15—16 ára. sek. 1. Jón Árnason 30,4 2.-3. Sverrir Þórisson 32,7 2.—3. Örvar Ingólfsson 32,7 100 m skriðsund 15—16 ára. mín. 1. Jón Árnason 1:08,5 2. Sverrir Þórisson 1:16,6 3. Guðm. Brynleifsson 1:26,1 100 m skriðs.und 14 ára og yngri. mín. J. Sigtr. Á. Guðlaugsson 1:18,6 2. Magnús Þorsteinsson 1:21,1 3. Sveinn Þórðarson 1:26,5 100 in bringusupd 14 ára og eldri. mín. 1. Sigtr. Á. Guðlaugsson 1:36,8 2. Hólmst. Hólmsteinsson 1:42,8 3. Helgi Gunnarsson 1:44,2 „Meðan sólin skín“ sýnt á líúsavík Húsavík, 11. febrúar. Leikfélag Húsavíkur frumsýnir á fimmtu- daginn sjónleikinn Meðan sól- in skín, eftir Terenoe Rattigan, í þýðingu Skúla Bjarkan. Leik- stjóri er Hilmar Jóhannesson Húsavík og er þetta fyrsti sjón- leikurinn, sem hann sviðsetur. Leikendur eru: Stefán Ingi Finnbogason, Sigfús Bjarnason, Grímur Leifsson, Sigrún Sigur- björnsdóttir, Kristján E. Jóns- son, Gunnhildur Guðjónsdóttir og leikstjórinn. Leikurinn er í þrem þáttum og stendur í þrjár klukkustundir. Noiðurlandsborinn er farinn h.éðan. Ái’vakur tók hann fyrir helgina. Er enn allt í óvissu um framhaldsborun og jarðhitaleit á Húsavík. Þ. J. 50 m bringusund 15—16 ára. sek. 1. Jón Árnason 37,0 2. Tryggvi Aðalsteinsson 40,0 100 m bringusund ■ í 15—16 ára. mín. 1. Jón Árnason 1:24,2 2. Tryggvi Aðalsteinsson 1:30,0 100 m bringusund , i telpna. mín. 1. Karen Eiríksdóttir 1:39,5 2. Soffía Sævarsdóttir 1:47,2 3. Guðbjörg Vignisdóttir 1:47,5 ,50 m bringuspnd telpna. sek. 1. Karen Eiríksdóttir 46,0 2. Guðbjörg Vignisdóttir 47,3 3. Soffía Sævarsdóttir 50,0 50 m skriðsund telpna. sek. 1. Soffía Sævarsdóttir 40,8 2. Sigríður Ámadóttir 43,5 200 m bringusund telpna. mín. 1. Karen Eiríksdóttir 3:40,8 2. Soffía Sævarsdóttir 3:51,5 - Fréttir aí Fljóts- dalshéraði (Framhald af blaðsíðu 8). að jafna vatnsrennslið fyrir Grímsárvirkjun. Því verki er ekki lokið. Ódáðavötn eru inn. af Vesturdal í Skriðudal. Hér er lokið þorrablótum, en þau er.u árviss eins og sjálfur Þorrinn. Þá skemmta menn sér við matföng, vín og víf, söng ræðuhöld og dans, og fjölmenna til blótanna. Nýlega var haldinn á Egils- stöðum mjög fjölme.nnur bænda fundur, sem stóð 9 klukkustund ir. Allir þingmenn kjördæmis- ins komu þá hingað austur og tóku þát.t í umræðum, ,en þær snerust einkum um verðlags- máL landbúnaðarins og raforku- mál. Það kom fram, eins og víða má heyra, hve mönnum þykir miður, ef fyrsta stórvirkjunin verður við Búrfel.l, en ekki norð anlands. Fyrirhugað er að byggja hér á Hallormsstað heimavistar- barnaskóla fyrir Fellahrepþ, Fljótsdalshrepp og Vallahrepp. E. t. v. verður Skriðdalshrepp- ur einnig með. Byrjað v.erður á þessari skólabyggingu í sumar. Líka er unnið að byggingu félagsheimilis fyrir 10 hreppa, eða allt Fljótsdalshérað. Hluti þess er nú kominn undir þak. Þá er afráðið að halda áfram byggingaframkvæmdum við Eiðaskóla, bæði heimavistir, kennslustofu og samkomusal. En hluti þessarar byggingar var gerður fyrir nokkrum árum. Þá er skattstofubygging fyrir allt Austurland, ráðgerð. Egilsstaða kauptún vex ört. E. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.