Dagur - 22.02.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1964, Blaðsíða 1
NYIR KAUPENDUR fá framhaldssöguna, ^GULLNA BORGIN“ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. Dagur XLVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 22. febrúar 1964 — 15. tbl. VINSAMLEGA LAT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. JARÐFRÆÐINGAR segja, að síðan fyrst hófst neðansjávar- gosið, þar sem nú er Surtsey, hafi hlaðist upp 400.000.000 teningsmetrar af gosefnum. En síðan gosið hófst eru nú 3 mán- uðir og Surtsey er orðin í röð stærstu eyjanna, sem mynda Vestmannaeyjaklasann. Aldrei áður hefur neðansjáv- argos við ísland verið rannsak- að af jarðfræðingum, á meðan á gosi stóð. Eldstöðvar þessar eru taldar í þeirri miklu sprungu jarðskorpunnar, sem liggur eftir endilöngu Atlands- hafi, um ísland og allt norður til Jan Mayen. Nýlega fór flugvél landhelg- isgæzlunnar með marga alþing- ismenn á gosstöðvarnar. Var þá mikið og tignarlegt gos. Hópur manna gekk þar á land fyrir skömmu, en varð að flýja hið bráðasta undan eldi og brennisteini. □ Samningar verzlun- arfólks á Akureyri ÞESSI mynd er tekin í austur frá Hörgárbraut nálægt Veganesti í Glerárhverfi. Þarna eru gaml- ar svarðargrafir og þessi lægð, sem er töluvert stór, freistar ekki til íbúðabygginga. Uppi eru hug- myndir um, að gera þarna íþróttavöll eða listigarð. (Ljósmynd: E. D.) Á ÞRIÐJUDAGINN var undir- ritaður samningur milli Félags verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri annars vegar og Verzl Tíu söltunarplön á Raufarhöfn í sumar Á RAUFARHÖFN er nú verið að undirbúa þrjár nýjar söltun- arstöðvar. Verða þær þá vænt- anlega 10 næsta ár. Örlítið af síldarmjöli frá sumrinu er ófarið, en öll síld og lýsi er farið héðan, og er það einsdæmi, að síldarafurðirnar fari allar svo snemma. Þrátt fyr ir gæftir fiskast nálega ekkert. Vegir eru sem á sumardegi, nema Hálsavegur er ósléttur. F — H. H. unarmannafélagsins á Akureyri og Kaupfélags Eyfirðinga. Samningurinn var borinn upp á fjölmennum fundi FSVA á mánudagskvöldið og var sam- þykktur nær einróma. Meðalhækkun um 40%. Samið var um sama kaup og kjaradómur hafði ákveðið verzl unarfólki í Reykjavík og víðar. En breytt var ákvæðum um vinnutíma, kaffitíma og veik- indatryggingu í samræmi við það, sem var í fyrri samningum félagsins hér. Frá fyrri samn- ingi hefur hækkun á kaupi orð ið um 40% að jafnaði í hinum ýmsu launaflokkum. En vegna þess hve fyrri samningar voru óraunhæfir, mun hin raunveru- lega launahækkun verzlunar- og skrifstofufólks vera allmiklu lægri. □ Aluminíumverksmiðja viS Eyjafjörð? Athyglisverðar umræður á bæjarstjórnarfundi SÍÐASTLIÐINN þriðjudag, 18. febrúar, var stórt mál á dag- skrá hjá bæjarstjórn Akureyr- ar, sem vert er að veita athygli. Bragi Sigurjónsson og Árni Jónsson fluttu eftirfarandi til- lögu: „Bæjarstjórn Akureyrar lýs- ir yfir eindregnum áhuga sínum á því, að aluminiumverksmiðja ef reist verður hérlendis samkv. vandlegri athugun og samnings gerð stóriðjunefndar og ríkis- stjórnar við erlenda aðila, verði staðsett við Eyjafjörð, í ná- grenni bæjarins, enda verði vel um alla hollustuhætti búið í sambandi við slíkan rekstur." Frávísunartillaga frá Ingólfi Árnasyni var felld, en tillaga Jakobs Frímannssonar um, að vísa málinu til bæjarráðs til frekari athugunar, samþykkt. Tillaga þeirra Braga Sigur- jónssonar og Árna Jónssonar, um að óska eftir aluminium- verksmiðju er umhugsunarverð — einkum vegna þess, sem hún sneiðir hjá að nefna. Norðlenzk virkjun er þar ekki nefnd á nafn og er þó fyrst og fremst baráttumál þeirra, sem Norður- (Framhald á blaðsíðu 7). Sunnanmaður í ökuferð í FYRRAKVÖLD handsamaði lögreglan á Akureyri Reykvík- ing, sem ók um götur bæjarins „slattfullur" að því er lögregl- an telur. Við nánari athugun •IIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIHmillMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIHIIIIIIIIIimilllllllllllllllllllMIIIIIMIIIIIMIMIdlllllMlimillllllimiUIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIMIIIIIIItllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIMIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIi; ÞAÐ þóttu fyrrum mikil tíðindi þegar skip komu af hafi með björg í bú. Nú eru skipakomur tíðar og vetrarhungur gleymt. En þegar ný skip koma, er eftir því tekið, svo sem vert er. Á miðvikudaginn kom nýja Súlan EA 300 norðan fjörð og var fagnað er til Akureyrar kom, og vonandi dregur hún björg i bú. Hið nýja fiskiskip er 230 tonna stálskip, smíðað í Noregi, búið vönduðustu siglinga- og öryggistækjum svo og fiskileitartækjum og aðalvélin er 660 liestafla. Skipstjóri er Baldvin Þorsteinsson, fyrsti stýri- maður Jóliann Hauksson og fyrsti vélstjóri Gunnar Þorsteinsson. Ganghraði skipsins var 11 mílur. Súlan fer innan skamms á tog- veiðar. Eigandi er Leo Sigurðsson útgerðarmaður á Akureyri. (Ljósmynd: E. D.) ■ MmiMmmmmmmmimmmmimmmimmmii immiimmmmmmimmMimm IMMMMMIMMMMMMMMIIMMMIIMMMMMMMMMMMMMMMMM immmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiimii kom í ljós, að maður þessi hafði misst ökuleyfið 16. janúar og hafði ekki öðlast ökuréttindi á ný. Sunnanmaðurinn var í skemmtiferð, ásamt fleira fólki, og mun hafa álitið sig kominn undan lögum og rétti norðan fjalla. □ GLITSKY A LOFTI Grímsey 21. febrúar. Hér er rjómalogn dag eftir dag og hef- ur svo verið að heita má síðasta hálfan mánuð. Þrjár trillur róa, en afla lítið. Margir eru syðra á vertíð um þessar mundir og því lítið um róðra fyrr en þéir koma heim aftur. Byrjað er að veiða hrognkelsi. Marga morgna eru glitský á lofti og undurfag- um að litast. S. S. UPPBYGGING ATVINNUVEGANNA VETÐUR RÆDD á fundi ungra Framsóknarmanna á morgun, sunnudag, kl. 4 e. h. á Hótel KEA. STEINGRÍMUR HERMANNS- SON verður frummælandi. Sjá auglýsingu í blaðinu á öðrum stað. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.