Dagur - 11.03.1964, Blaðsíða 8
á
MYNDIRNAR
Á SÍÐUNNl
Ilér íil hliðar er mynd frá
Fagraskógi og sér austur yfir
fjörðinn. Til hægri er Amar-
nesið. (Ljósmynd: E. D.)
Næsta mynd er tekin í Möðm
vallakirkju er kista hins látna
er borin út af stjórnenduin
Almenna bókafélagsins. Fremst
ganga Bjarni Benediktsson for-
sætisráðherra og Gylfi Þ. Gísla-
son menntamálaráðherra, j>á
skáldin Guðmundur G. Hagalín
og Tómas Guðmundsson, og
Þórarinn Björnsson skólameist-
ari og Karl Kristjánsson alþing-
ismaður. (Ljósmynd: N. H.)
Á neðstu myndinni em blóm
og kransar bornir fyrir kistunni
— frá Fagraskógi. (Ljósmynd:
E. D.) □
MyrkriS er skuggi sólar
HÚSKVEÐJA flutt að Fagraskógi 9. marz við útför Davíðs
Stefánssonar, skálds, af séra Benjamín Kristjánssyni.
Myrkrið er skuggi sólar
en sorgin gleðinnar.
HVÍ skyldum. vér tala um
myrkur eða sorg, þegar hann
er kvaddur, sem bar svo mikla
birtu og gleði inn í þennan
heim, hann, sem var höfundur
sólarljóðanna, hann, sem eldinn
átti í hjarta, hann, sem glæsti
allt liðið?
Nei, hingað erum vér ekki
komin til að syngja sorgarljóð,
heldur til að þakka Guði fyr-
ir hans óendanlegu miskunn, og
fyrir líf og starf þessa fram-
liðna vinar, sem hér hóf göngu
sína fyrir tæpum sjö tugum ára,
en horfinn er yfir Fjallið eina,
þangað, sem feðurnir hafa safn-
ast, inn í veröld draumsins og
eilífðarinnar.
t t t
„HVAR, sem ég er staddur á
hnettinum, er skammt heim í
Fagraskóg. Þar hefi ég alltaf
átt góðu að mæta, og fyrr en
varir, ek ég heim í varpann."
Þannig kemst Davíð að orði í
sinni seinustu bók. Þessi orð
segja oss mikla sögu um ást
hans og tryggð við staðinn, þar
sem vaggan stóð. Hér vildi hann
dvelja á jólum. Hingað leitaði
hugur hans á öllum hátíða-
. stundum ævinnar. Enginn blett-
ur á jarðríki var honum kær-
ari, Hér lét hann telja sig
heimilismann eins lengi og hon-
um var unnt, þó að hann væri
búsettur annars staðar. Hann
kenndi sig við þennan stað.
Þetta var hans óðal í lífi og
Ijóði.
Og enn er hann kominn heim.
í þetta skipti aðeins til að
staldra við litla stund á leið til
hinztu hvíldar á þessari jörð,
við hlið klausturkirkjunnar á
Möðruvöllum, sem afi hans
þjónaði, þar sem foreldrar hans
hvíla og skyldmenni mörg. í
för með þeim vildi hann vera
lífs og liðinn.
t t t
DAVÍÐ STEFÁNSSON hefur á
snillilegan hátt, lýst æsku sinni
og uppvexti á þessum slóðum,
þar sem horfast á Sólarfjöll og
Kaldbakur, Vindheimajökull og
Vaðlaheiði, en milli þeirra teyg-
ir sig fjörðurinn, djúpur áll og
gjafmildur. Hann er ekki aðeins
spegill þeirra, heldur líka speg-
ill himinsins. Allt rennur sam-
an í eina heild, umlukt eilífð-
ihni.
Hann hefur lýst því, hvernig
hann gekk um Fagraskógar-
fjörur, ungur sveinn, og skoð-
aði furður veraldar, og lét sig
dreyma um sólina og himininn,
meðan undrandi barnsaugun
opnuðust smátt og smátt fyrir
lífsins óendanlegu dýrð.
Þessi staður var alltaf töfra-
veröld í augum hans. Hér var
Guðshús, hér var hlið himins-
ins! En það var líka annað, sem
gerði þennan stað svo helgan og
hugumkæran í vitund hans, og
það var arfurinn, sem hann fékk
héðan, kærleikurinn og ástin
frá góðum og göfugum foreldr-
uu; Móðurinni helgaði hann
fyrsta ljóðið í sinni fyrstu bók.
Ást hennar var sú bjarta
brynja, sem bezt dugði honum
í lífinu, og til hins síðasta var
hún honum fyrirmynd annarra
kvenna, og reyndar sú, sem
hann orti öll sín lofkvæði um,
er hann orti fegurst utn ís-
lenzkar konur:
Þó að margt hafi breyzt síðan
[býggð var reist
geta börnin þó treyst sinni
[íslenzku móður.
Hennar auðmjúka dyggð, henn-
[ar eilífa tryggð,
eru íslenzku byggðanna helgasti
[gróður.
ÁSTIN, sem góðir foreldrar gefa
í vöggugjöf, er það veganestið,
sem bezt endist. Þaðan fá allir
heimar ljós. Þaðan er komin
bjartsýnin og trúin á kærleik-
ans guð.Og hér held ég, að sam-
bandið milli móður og sonar
hafi verið óvenjulega sterkt og
innilegt. Hún vakti yfir honutn
og hjúkraði honum sjúkum. Og
hún fylgdist af lifandi áhuga
með þroska hans á skáldbraut-
inni, enda brá honum þar
greinilegast í hennar ætt.
Fyrir þrjátíu árum skrifaði
ég eitthvað um skáldskap Dav-
íðs í tilefni af nýútkominni bók.
Fráleitt var það nokkuð mark-
vert, enda hefur sú ritgerð ekki
komið fyi’ir augu mín síðan. En
skömmu seinna bar af tilviljun
saman fundum mínum og móð-
ur hans, og veik hún þá að mér
hlýlega og sagði: „Ég þakka þér
fyrir, hvað þú skrifaðir fallega
um hann Davíð minn,“ og ást-
úðlegt brosið sýndi mér gleggst,
hvað þessi sonur stóð henni
hjarta nær. Það var sama bros-
ið, sem svo oft ljómaði af ásjónu
hans.
t t t
EN það voru ekki aðeins for-
eldramir, heldur einnig syst-
kinin og frændgarðurinn allur,
sem honum var innilega kær.
Og þá ekki sízt bróðirinn, sem
menntað hafði sig til annar's
starfs, en gerðist bóndi hér, til
þess að óðalið gengi ekki úr
ætt. Mér var kunnugt um,
hversu Davíð dáði þennan bróð-
ur sinn, hversu kæi't var með
þeim, og hversu sárt hann harm-
aði örlög hans, er hann missti
heilsuna og dó fyrir aldur fram.
Þá var honum erfiðust gangan
heim að bænum.
En þegar faðir og móðir og
svo kærir ástvinir eru horfnir
af þessum heimi, skyldi þá ekki
vera ljúft að deyja til sinna,
einkum þegar lokið er jafn veg-
samlegu ævistarfi, þegar heið’-
(Framhald á blaðsíðu 7).