Dagur


Dagur - 01.07.1964, Qupperneq 2

Dagur - 01.07.1964, Qupperneq 2
2 Bílstjóri og þúsund þjala smiður Rætt við Kjartan Stefánsson á Vatnsenda Þú hefur ekið bifreið nokkuð lengi? Já, Ég tók próf 26. 2. 1929, ætl aði að taka það á afmælinu mínu 24. 2., þegar ég varð tví- tugur, en vegna þess að ég er fæddur frammi í Eyjafirði, nán- ar tiltekið á Grísará, varð ég að fá fæðingarvottorð framan úr firði og það tafðist eitthvað á leiðinni. Þá voru ekki daglegar mjólkurferðir. Síðan hef ég ekið bifreiðum meira og minna á hverju ári, verið leigubílstjóri í Reykjavík og Akureyri, gripið í rútuakstur, verið mjólkurbíl- stjóri og flutt lækna og Ijósmgeð ur með meiru. Og aldrei lent í árekstri? Nei, í ýmsu hefur maður lent eins og gengur. Þó hef ég slopp- ið vel og hef aldrei lent í á- rekstri, aldrei orðið til þess að meiða eða drepa neitt á bíl- stjóraferli mínum, nema eitt- hvað af músum og fuglum. Ég veit ekki til að neitt tryggingar- félag hafi þurft að greiða fyrir mig. Aldrei komizt í kast við lög- reglu eða eftirlit á vegum? Jú, eina áminningu hef ég fengið, sem mér varð minnis- stæð: Ég var þá í áætlunarferð frá Reykjavík til Grindavíkur, Þá voru þær ferðir farnar í 7 manna bílum (1930)'og bílarnir með öðru lagi en nú. Ég var á 7 manna „Buic“ með bögglagrind aftan á. Á hana var hlaðið dóti og segldrusla bundin yfir, en númer bifreiðarinnar rétt við hornið á grindinni, aðalnúmerið að framan vantaði. Það var ver- ið.að mála það, og var ég á með an með pappaspjald á framrúð- unni. Farþegar voru í öllum sætum. Þegar ég er kominn suð ur undir Vogastapa, flautar bíll fyrir aftan mig, og ég vík þegar hægt var, bíllinn ekur framúr og stanzar svo á miðjum vegi, út úr honum snarast maður, mikill á velli, á skyrtunni og berhöfðaður, því hlýtt var í veðri. Kemur hann svo að mín- um bíl, rífur upp hurðina og spyr hvað það eigi að þýða að vera á númeralausum bíl á ferð inni hér. Var hann hastur í máli og hinn valdsmannslegasti. Ég bendi honum óðar á spjaldið á rúðunni, en hann taldi það lé- legt númer, og ekkert sé að aft- an. Fór nú að síga í mig, snar- ast ég því út og sýni honum lög legt númer aftan á, en við gust- inn af akstrinum hafði horn af segldruslunni slegizt fyrir nú- merið, svo það sást ekki allt, sagði ég, sem satt var, að um það hefði ég ekki vitað. iiann hreytti í mig ónotum, en þá reiddist ég fyrir alvöru, sagði honum að ég væri búinn að aka marga daga í Reykjavík með pappanúmerið án þess að lög- reglan hefði haft þar nokkuð við að athuga og mér þætti hart ef það sem væri talið í lagi þar væri það ekki hér, og ef hann færði ekki bílinn sinn svo ég gæti haldið áfram, fengi hann kæru þegar ég kæmi til Rvíkur aftur, og með það skildum við. Þegar ég kom svo inn í bílinn aftur, voru farþegar mínir al- varlegir mjög og spurðu mig hvort ég hefði vitað hver mað- KJARTAN STEFÁNSSON. urinn var. Nei, sagði ég. Þetta var þá Björn Blöndal. Bjóst ég þá við hinu versta er ég kæmi til Reykjavíkur. Seinna kynnt- ist ég Birni og urðum við góðir kunningjar. Fleira minnisstætt úr akstrin- um? Einu sinni á mínum Reykja víkurárum var ég sendur aust- ur í bæ. Þegar ég kom á stað- inn, gaf ég hljóðmerki og eftir litla stund kemur maður og sezt inn i bílinn og segir mér að aka vestur í bæ. Þegar við erura komnir vestur á Vesturgötu bið ur hann mig að stoppa, hvað ég gerði. Þá segir hánn: Nú ferð þú frá stýrinu og lætur mig aka. Ég segi nei. Þá dregur hann upp skammbyssu og segir: Nú ferð þú frá stýrinu, eða ég skýt þig eins og hund. Þú um það vinur, segi ég, en heldur þú að þú vinnir nokkuð við það. Þá fór maðurinn að hlægja og segir: Þú ert ágætur. Borgaði bílinn og fór. Ég ók þessum manni oft eftir þetta og féll hann vel í geð. En við yngri bifreiðastjóra vil ég segja þetta: Sýnið kurteisi og lipurð í um- ferðinni og treystið aðeins á sjálfa ykkur, máske er það klaufi eða ruddamenni, sem þið mætið næst. Ég hef verið heppinn í þessu starfi og ég vil óska að allir ökumenn verði það. Þú hefur mikið veitt á stöng, Kjarían? Jú, ég er búinn að þvælast með stöng frá því ég var barn að aldri. Fyrst byrjaði ég að vísu með dorg í lækjum og sjó, og mer er enn í fersku minni, þegar ég fékk á dorgina mína stórar sjóbleikjur úti á Litla Árskcgssandi. Ég var 7—8 ára og beitti slógi og kastaði svo öngli og beitu svo langt fram sem ég gat, það var nú víst ekki mjög langa, en fékk upp í sex og hálfs pund stærst. Vorið 1918 fluttist ég austur í Hörgsdal, og ég held að ég hafi byrjað með stöng á Hellu- vaði sumri seinna eða um það bil. Síðan hef ég farið með stöng öll sumur, nema þegar ég var í Reykjavík. Oft veiddi ég vel og kom furðu sjaldan slyppur. Ég held ,ég hafi verið 14 ára þegar ég veiddi fyrsta laxinn. Ég hafði þá nýverið á Akur- eyri og fengið þar síli (Minnow) | Enga átti ég silungastöngina, en fékk lánaða stöng þegar ég fór í j Laxá. í þetta sinn átti ég þess ekki kost að fara á Helluvað, en var bráðlátur að prófa sílið. Heflaði ég því til hrífuskaft svo það varð mjótt fram, festi á það nokkrar lykkjur úr vír og hjól, sem ég hafði búið til úr dósalokum og gyrði. Setti ég þar á seglgarn, og arkaði með þetta út með Reykjadalsá. Þar voru alltaf, á þeim árum, urr- iðagoggar, raunar engir kosta- gripir, en þó fiskar. Þegar ég er kominn norður hjá Stafni, og þar í hyl, sem heitir Dag- málapottur, er allt í einu þrifið fast í sílið mitt, og svo sé ég skepnuna. Það er lax. Ég fer allur að titra og bið guð þess í hljóði, að laxinn fari fljótt af án þess að slíta. Ég bjóst ekki við að ná honum, en vildi á hinn bóginn ekki tapa sílinu. En laxinn var hinn rólegasti, allt hélt, og ég náði honum eft- ir dálítinn tíma. Það sátu í hon um allir fjórir þríkrókarnir. Varla hafa margir veiði- menn verið sælli með sína veiði, þó meiri hafi verið, en ég var þá. Húsavík 29. júní. Vígsla sumar- búða kirkjunnar við Vestmanns- vatn í Aðaldal fór fram í gær við mjög hátíðlega athöfn. Bisk- upinn yfir íslandi, herra Sigur- björn Einarsson, flutti vígslu- ræðuna og vígði búðirnar. — Kirkjukór Grenjaðarstaða- kirkju söng, undir stjórn organ- ista síns, frú Kristjönu Árna- dóttur. Eysteinn Sigurjónsson frá Húsavík söng við undirleik Bjargar Friðriksdóttur. Prófast- ur Þingeyjarprófastsdæmis, sr. Sigurður Guðmundsson, Grenj- aðarstað, formaður sumarbúða- nefndar, flutti ræðu og sagði sögu sumarbúðabyggingarinnar. Fjórir prestar lásu ritningar- greinar og prestur flutti bæn og hina drottinlegu blessun. Að lokum sungu kirkjukórinn og vígslugestir þjóðsönginn. Ekki færri en 23 prestar voru við vígsluna, flestir úr Hóla- biskupsdæmi, nokkrir úr Skál- holtsstifti og einn var kominn alla leið frá Skotlandi. Að vígslunni lokinni, var setzt að veizluborðum, sem konur úr Grenjaðarstaðarsókn höfðu bú- ið með miklum glæsibrag, í barnaskola Aðaldæla. Veizlunni stýrði sr. Pétur Sigurgeirsson, Sagt er að þú getir hermt eftir liverjum manni, en aldrei viljað gera það fyrir borgun? Ég hef haft margar ástæður fyrir því að neita að herma eft- ir opinberlega, og vil ég nú nefna þér þær helztu: Allir þeir, eða flestir, sem ég hef hermt eftir, eru þekktir á aðeins mjög takmörkuðu svæði. Allir hafa þeir verið meiri og minni kunningjar mínir, sem ég hef ekki kært mig um að gera að athlægi opinberlega. Því að það er nú svo, að hversu sam- vizkusamlega sem maður herm- ir eftir, þá er það þó ætíð það sérkennilega við hvern einstak- ling, sem maður dregur fram, og í flestum tilfellum gerir maður meira úr því, en rétt er, þó það sé oftast ósjálfrátt — samanber máltækið: Sjaldan lætur sá betur er eftir hermir. Ég vil þó taka það fram, að ég hef ávallt reynt að fara eins rétt með rödd og látbragð hvers manns, sem ég hef getað. Þriðja ástæðan er sú, að ég hef ekki getað hermt eftir hvenær sem óskað hefur verið eftir því. Þetta hefur orðið að koma „að innan“ á gleðistundum í kunn- ingjahópi, og græskulaust frá minni hálfu Margir, sem hafa vitað að ég hermdi eftir þeim, hafa beðið mig að lofa sér að heyra. En með örfáum undantekningum hef ég neitað því, vegna þess, að flestir, sem ég hef tátið þetta eftir, hafa fundið einhvern sárs- auka. Fundist það ólíkt og úr lagi fært. Því það er nú svo, að menn, þekkja ekki sjálfa sig. Ekki röddina heldur. Og þú hefur verið eins konar „þúsund þjala smiður“? Ég var um tíma við viðtækja- formaður æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti. Margar ræður voru haldnar og mikil gleði ríkti yfir þeim áfanga, sem búið var að ná. Auk prófastsins, sr. Sigurður Guðmundssonar, eru í sumar- búðanefnd þeir sr. Birgir Snæ- björnsson og Gylfi Jónsson. Land undir búðirnar gáfu hjónin í Fagranesi og Fagra- neskoti, Sigurður Guðmundsson og Guðný Friðfinnsdóttir, Jón Þórarinsson og Laufey Guð- mundsdóttir.. Byggingaframkvæmdir við vatnið hófust 28. maí 1962 og hornsteinninn var lagður 8. júlí sama ár. Daginn eftir að horn- steinninn var lagður hóf skozk- íslenzkur vinnuflokkur á veg- um alkirkjuráðs að vinna við bygginguna. Jón G. Ágústsson, byggingafulltrúi á Akureyri, teiknaði húsið og hafði eftirlit með byggingu þess. Sú bygging, sem nú er full- gerð, verður aðalbygging búð- anna. Fyrirhugað er að byggja tvo svefnskála og kapellu, og e. t. v. fleiri byggingar síðar. Kap- ellunni er fyrirhugaður staður uppi í hæðunum fyrir ofan búð- irnar. Búðunum hafa þegar bor- viðgerðir í Þingeyjarsýslu, með smá ferðastyrk frá útvaipinu. Menn komu tækjum sínum til mín, eða ég fór til þeirra, því í þá daga var oft örðugt að koma viðtækjum til Akureyrar, einkum að vetrarlagi. Ég stund- aði líka vélaviðgerðir og fleira í þeim dúr, og geri reyndar enn, þó störf mín nú séu að mestu við ljósmyndagerð (lit- aðar veggmyndir) síðan ég varð heilsuveill, svo ég er ekki til stórræða. Nokkrar myndir hef ég einnig látið í dagblöðin, eins og þér er kunnugt um, og stöku sinnum tek ég mannamyndir, þó ég sé réttindalaus. Nokkum tíma í lífsháska? Já, nokkrum sinnum, sem ég: veit um, en það er varla orð á. gerandi. Þó vil ég nefna þér eitt atvik, sem mér er í minni. Ég bjó þá í Holti. Var að koma heim, ég man nú ekki hvaðan. Þetta var um vetur, í asahláku,. og þurfti ég yfir ársprænu á leiðinni, var hún í hrokavexti og ófær með öllu. Þetta var um hánótt, en glæta af tungli. Ég rölti nú með ánni um stund og: kem þar að, sem hún fellur þröngt, rétt fyrir ofan foss. Þar hafði hún ekki brotið af sér ís- inn, en rann ofan á í nokkrum halla, svo þar var flugstrengur. Þar lagði ég út í, en var skammt kominn, er straumþunginn, sem var meiri en ég bjóst við, varð mér um megn, svo ég fór flatur á hálum ísnum og barst óðfluga. fram á fossbrúnina. Þar náði ég: þó í steinnibbu og gat kraflað mig til lands, en hefði ég farið fram af, hefðu ferðir mínar varla orðið fleiri. Þarna skalL hurð nærri hælum, en minn. tími var ekki ennþá kominn. (Framhald á blaðsíðu 7). izt margar góðar gjafir í reiðu. fé og fögrum gripum. Hugmyndin um kirkjulegar- sumarbúðir við Vestmannsvatix fæddist sem óskadraumur tveggja presta, prófastinum, sr. Sigurði í Grenjaðarstað, oð sr. Pétri Sigurgeirssyni á Akureyri og vissu lengi hvorugur í ann- ars hug. Hinsvegar hefur sá, sem prestunum skóp drauminn, vitað hvar hann átti að bera niður, svo að hann mætti ræt- ast. í dag koma 30 drengir til dval ar í sumarbúðunum við vatnið. Um miðjan júlí kemur annar hópur drengja og síðan tveir stúlknahópar. Hver hópur dvel- ur í búðunum í tvær vikur. Um helgar í sumar verða mót og einhver starfsemi er einnig fyr- irhuguð í vetur og jafnan á vetrum í framtíðinni. Búðirnar standa á fögrum stað við austanvert Vestmanns- vatn. Vatnið er allstórt með vog- um og eyjum og kvikt af lífi fugla og fiska. Blómleg byggð er á báðar hendur, en hið efra er Vatnshlíð og Vatnshlíðar- skógur. Og á stundum mun ilm- inn leggja frá birkiskóginum til búðanna við vatnið. Þ. J. Sumarbúðir viaðar viS Veslmannsvatn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.