Dagur - 01.07.1964, Page 4

Dagur - 01.07.1964, Page 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 RÍtstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Stjórnin lærði á landsins kostnað ÞEGAR Hermann Jónasson mynd- aði vinstri stjórnina árið 1956, var það eitt af aðalstefnumálum hennar að vinna að lausn efnahagsmálanna í samráði við stéttarsamtökin í land- inu. Hermann Jónasson gerði hvað eftir annað um þessar mundir grein fyrir þeirri skoðun sinni, að nauðsyn bæri til þess, að stjórnarvöld höguðu vinnubrögðum sínum á þann hátt. Hér var um nýmæli að ræða, og eng- inn gekk þess dulinn, að byrjunar- örðugleikar yrðu miklir — jafnvel að þessi fyrsta tilraun til slíks samstarfs milli stéttarsamtaka og ríkisvalds yrði farin út um þúfur mjög fljót- lega. En á þennan hátt vann vinstri stjórnin um rúmlega tveggja ára skeið að þeim ráðstöfunum, sem gera þurfti í efnahagsmálum á þeim tíma. En þegar vinstri stjórnin fór að ræða við stéttarfélögin um ráðstafan- ir þær, sem hún taldi sig eða Alþingi þurfa að gera til að trvggja rekstur útflutningsatvinnuveganna og koma í veg fyrir verðbólgu, kom hljóð úr homi. Forystumenn og blöð Sjálf- stæðisflokksins gerðu hróp að vinstri stjórninni og kölluðu það firn mikil og f jarstæðu, að veita stéttarfélögun- um hlufdeild í meðferð löggjafar- mála eins og nú væri gert. Um slík mál ætti Alþingi eitt að fjalla, og væri því ríkisvaldinu óvirðing ger með því að fara að eins og vinstri stjómin gerði. Jafnframt gerði flokksforysta Sjálf- stæðismanna allt, sem í hennar valdi stóð, til að spilla samstarfinu milli ríkisstjórnarinnar og verklýðssam- takanna. Blöð hennar og útsendarar hvöttu til ótímabærrar kröfugerðar og verkfalla, og áttu margir óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins erfitt með að átta sig á slíku atferli í þessa átt. Þá gerðust m. a. þau undur, að sjálft Morgunblaðið bar Hannibal Valdimarssyni á brýn, að hann héldi niðri kaupi verkamanna. Þar kom, að oddvitum Sjálfstæðis- flokksins tókst að ná samstarfi við Einar Olgeirsson og áhangendur hans í Sósíalistaflokknum, svo og Al- þýðuflokksmenn þá innan verkalýðs^ hreyfingarinnar, sem litu vinstri stjórnina hornauga. Þetta samstarf bar árangur á Alþýðusambandsþingi í árslok 1958, er vinstri stjórninni var neitað um mánaðarfrest til að semja um ráðstafanir gegn yfirvof- andi verðbólgu, sem stjórnarand- stæðingar höfðu komið af stað. Þeir gerðu ráð fyrir, að ráðherramir myndu sitja, þótt þeir kæmu ekki fram þeirri stefnu sinni, að gera efnahagsráðstafanir í samráði við stéttarsamtökin. □ UM STÓRIÐJU Á ÍSLANDI Magnús Jónsson alþingismaður svarar spurn- ingum Dags frá í vor Kjördæmisþingið í Norðurlandskjördæmi vestra í ÍSLENDINGI birtist 10. apríl s.l. löng grein eftir Magnús Jóns son alþingismann, með fyrir- sögninni, „Stóriðja á íslandi." í tilefni af þeirri grein, og sér- stakri kveðju, sem M. J. sendi Degi undir lokin, taldi blaðið rétt að spyrja hann nokkurra spurninga í sambandi við þau mál, sem um var fjallað, og þá einkum í sambandi við virkjun Jökulsár á fjöllum og orkumál Norðlendinga og Austfirðinga. Spurningarnar voru 12 talsins og birtust í Degi 29. apríl og 6. maí. Svör Magnúsar Jónssonar bár ust Degi fyrir nokkru, og þótt þau séu ekki eins ákveðin, sum þeirra, og æskilegt hefði verið, og sumum spurningum látið ósvarað, telur Dagur þau fróð- leg og rétt að birta þau í víð- lesnara blaði en íslendingi. Eru þau því hér á eftir birt í heild, en síðan nokkrar athugasemdir Dags um einstök atriði. SVÖR MAGNÚSAR JÓNS- SONAR ALÞINGISMANNS f RITST J ÓRN ARGREIN í „Degi“ fyrir nokkru síðan er beint til mín nokkrum fyrir- spurnum vegna greinar minnar í „íslendingi" um stóriðju á ís- landi. Fyrirspurnir þessar eru allar málefnalegar og hefi ég . því síður en svo á móti því pð svara þeim, en það hefir þó dregizt nokkuð vegna mikilla anna í þinglokin. Ymsum spurn inganna er þó erfitt að svara í stuttu máli án þess að villandi geti orðið, en ég mun þó reyna að svara þeim í sem fæstum orðum. Þótt skýrara væri að taka upp orðréttar fyrirspurnir „Dags,“ myndi það lengja um of þessar athugasemdir, en ég númera þær eins og spurningar blaðsins og vona, að þær skýri sig sjálfar, ef menn hafa ekki fyrirspurnirnar við hendina. 1) í greininni „Þingmenn og stórvirkjun" í 24. tbl. „Dags“ er svo komizt að orði: „Sér í lagi vekur það umtal hér um slóðir, að þingmenn stjórnarflokkanna í Norðurlandskjördæmi eystra skuli taka þátt í því að gera þennan undirbúning að einka- máli í stjórnarherbúðunum.11 Þessi ummæli verða naumast skilin nema sem gagnrýni á störf mín að þessum málum, því að ég er eini þingmaður kjör- dæmisins, sem unnið hef að undirbúningi stórvirkjunar og stóriðju, bæði í stóriðjunefnd og skipulagsnefnd raforkumála. 2) Ég hefi að sjálfsögðu ekki haft neitt sérstakt samráð við meðflutningsmenn mína að til- lögunni um virkjun Jökulsár á Fjöllum eða nefnd Akureyrar- fundarins um hvort ég tæki sæti í stóriðjunefnd eða um störf mín þar, því að í þá nefnd er ég ekki skipaður sem sérstakur fulltrúi Norðurlandskjördæmis eystra, enda er nefndin auðvitað ekki skipuð með nein kjördæmasjón- armið í huga, því að hér er um sh'kt stórmál að ræða, að þau verða að metast út frá heildar- hagsmunum þjóðarinnar, og rík- isstjórnin verður að sjálfsögðu að geta treyst því, að athuganir nefndarinnar séu hlutlausar. 3) Það er mjög torvelt að fá öruggar upplýsingar um raun- verulegt raforkuverð alumini- umverksmiðja, en í Bandaríkj- unum má enn fá raforku fyrir um 9 au./kwst. Algengt mun þó vera að verð þar í landi sé 12—14 au./kwst. í Noregi er verðið sem næst 13 au./kwst. og munu bæði þessi lönd gera lít- inn eða engan mun á erlendum og innlendum fyrirtækjum, hvorki um orkuverð né annað. Grikkland hefir nýlega samið um ca. 13 au./kwst., en ekki er fullkunnugt um önnur atriði þeirra samninga, svo sem skatta. Ghana hefir samið um 12 au./kwst. og jafnframt mikil skattfríðindi. — í Frakklandi, Þýzkalandi og Sviss er verðið hátt, eða um og yfir 17 au./kwst. Þess ber hinsvegar að gæta, að aluminiumverksmiðjur í þess- um löndum eiga aflstöðvar, sem eru mikið afskrifaðar. Þær geta því keypt viðbótarorku á þessu verði að vissu marki, án þess að meðalverðið verði of hátt. Auk þess eru aluminiumverksmiðjur að jafnaði reiðubúnar að greiða hærra verð í heimalandi sínu vegna lægri flutningskostnáðar, tolla, áhættu við erlenda fjár- festingu og fleira. Skæðasti keppinautur íslands í sambandi við aluminiumverk- smiðjur er væntanlega Noregur eins og sakir standa. Þar er verðið um 13 au./kwst., og þótt við gætum boðið jafn hagstætt verð, hefir Noregur ýmsa yfir- burði á ýmsum sviðum, einkum vegna stöðugs verðlags og hér er engin reynsla af erlendri fjárfestingu. Einnig verður að hafa í huga, að framangreindar tölur um orkuverð eru yfirleitt hvarvetna miðaðar við stærri og oft margfalt stærri aluminium- verksmiðjur en hér er ætlunin að reisa, en það er um 30 þús. tonna verksmiðja, sem þarf 55 megawatta orku. Gerir það þörfina á lágu orkuverði enn meiri. Þar sem fara verður með fullri varúð í sambandi við er- lenda fjárfestingu, hefir ekki verið talið ráðlegt að miða við stærri verksmiðju. 4) Erfitt er að svara nákvæm- lega þeirri spurningu, hvaða verð aluminiumverksmiðja þyrfti að greiða fyrir orku frá Dettifossvirkjun til þess að sú virkjun gæti borið sig. Megin- vandamálið við þá virkjun er það, að hagkvæmasta vix-kjun Dettifoss myndi skila mikilli af- gangsoiku, sem ekki væri hægt að afsetja vegna þess, hve hinn almenni oi-kumai’kaður nyrðra og eystra er ennþá lítill. Ætti að jafna öllum oi’kuframleiðslu- kostnaðinum ofan á orkunotkun aluminiumverksmiðjunnar og almenna orkunotkun, yrði um fráleitt verð að ræða. Þessu til viðbótar kemur svo nauðsynin fyrir varaaflstöð. En til þess að gera sér ein- hverja hugmynd um hag- kvæmni hinna tveggja virkjana, sem helzt hefir vei’ið rætt um, má setja upp dæmi, og er þá gengið út frá sölu á allri ork- unni. Er þá gengið út frá 6% annuitetsláni til 25 ára, afborg- únai’laust fyrstu þrjú árin, sem má nú telja beztu fáanlegu láns- kjör. Gefur slíkt lán 8,3% ár- legan kostnað. Er þá ekki reikn- að með aðflutningsgjöldum, sem hækka orkuverðið um ca. 20%. Lítur dæmið þannig út: 210 MW virkj- un Búrfells full- nýtt og orkan flutt til Faxaflóa 11,3 au./kwst. 133 MW virkj- un Dettifoss full- nýtt og orkan flutt til Eyja- fjarðar 13,8 au./kwst. Háspennulína frá Búrfells- virkjun norður eykur auðvitað verulega kostnað við þá virkj- un, en líklegt er að orkusala nyrðra gæti staðið undir þeim kostnaði. Ekki er heldur í þessu dæmi í-eiknað með varaaflstöð, sem nauðsynleg er talin með Dettifossvirkjunar vegna alum- iniumvei’ksmiðj unnar. 5) Ef við getum boðið raforku til aluminiumvinnslu frá Detti- fossvirkjun á viðunandi verði, þá þai-f út af fyrir sig ekki að sannreyna það, að engin leið sé til að framleiða orku hér í öðru orkuveri við lægra vei’ði. Hér kemur aftur á móti það til gi’eina, að við eigum undir al- þjóðlegar peningastofnanir að sækja með fjáröflun til orku- vei’sins, sem ætlunin er, að ís- lendingar einir eigi, því að vafa- laust ei’u allir sammála um nauðsyn þess, að íslendingar einir eigi orkulindir landsins. Orkuver, sem kosta mun 11 til 12 hundi’uð milljónir ki’óna er svo stói’kostlegt fyrii’tæki á mælikvarða okkar, að hinar alþjóðlegu fjái-málastofnanir leggja á það höfuðáherzlu, að við veljum hina hagstæðustu leið til orkuvinnslunnar til þess að ti-yggja sem bezt fjárhag orkuversins. í sambandi við það mál hafa að undanföi’nu farið fi’am ítarlegustu rannsóknir og útreikningar -um -orkuvinnslu- möguleika á fslandi, sem gerðar hafa verið. Ég myndi innilega fagna því, ef þær athuganir yrðu Dettifossvii’kjun hagstæð- astar, en því miður eru ekki miklar líkur til þess. Og það þýðir ekkert að vera að blekkja sig með draumsýnum heldur at- huga þá aðrar leiðir til að úyggja norðlenzka hagsmuni. 6) f samningum við alumin- iumverksmiðjur getur tveggja au./kwst. munur ráðið úrslit- um. Mörg önnur aðstöðuatriði þax-f auðvitað einnig að athuga, en þar sem raforkan er einmitt sá kostnaðarliður aluminium- fx-amleiðslunnar, sem semja má um fyrirfram til langs tíma, þá en á hann lögð mikil áherzla. 7) Það er ekki á valdi stór- iðjunefndai’manna einna að ákveða þá stund, er auðið verði að segja, hvoi’t aluminiumverk- smiðja vei’ði staðsett nyi’ði’a eða ekki. Mál þessi eru enn á við- í-æðustigi, bæði við Alþjóða- bankann og hin ei’lendu alum- iniumfyrirtæki, og það leiðir ekki til neins góðs að vei’a með ótímabærar staðhæfingar. 8) Hvort eðlilegt sé, að þing- mennirnir, sem stóðu að álykt- uninni um vii’kjun Dettifoss til stóriðju, greiði atkvæði með virkjun Þjórsár, án skilyi’ða um orkulínu norður fx’á þeirri virkj- un, er erfitt að svara á þessu stigi málsins. Persónuleg skoð- un mín er að vísu eindi’egið sú, að þjóðhagslega séð væri æski- legt að virkja Búrfell, leiða orku norður og staðsefja alum- iniumverksmiðju við Eyjafjörð, og að sú skipan mála yrði lík- legust til þess að Dettifoss yrði fyrr virkjaður en ella myndi. Hitt er annað mál, að áður en öll kurl eru komin til grafar geta gerzt ýms atvik, sem kynnu að breyta bæði viðhorfi mínu og annarra til eins og annars i þessum málum, og því vil ég ekki á þessu stigi málsins full- yi’ða neitt um endanlegt at- kvæði mitt. Það er yfirleitt ekki hyggilegt að sýna öll spil sín áður en spilinu er lokið. Magnús Jónsson. NOKKRAR ATHUGASEMDIR DAGS ÞESS skal getið, að spurning- arnar, sem Magnús svarar ekki eru: 1) Um rétt landshlutans til að fá bætt úr rafmagnsskorti o. fl. 2) Um Búi’fellsáætlun, hvort breytt hafi vei’ið síöan 1962 og þá hvex-nig og hversvegna. 3) Um það hvernig skilja beri ummæli M. J. í íslendingi um „hi’eppapólitík“ í þessum mál- um. Við svöi’in telur blaðið nægi- legt, á þessu stigi málsins, að gera eftirfaiandi athugasemdir: 1. svar. Tilvitnunin sannar, að ummæli Dags í 24. tbl. voru rangfærð í íslendingsgrein Magnúsar Jónssonar 10. apríl. Svarið'er fullnægjandi. 5. svar. Hér segir M. J. fyrst, að útaf fyrir sig þurfi ekki að sannreyna það vegna alumini- umvinnslu, að hvei’gi sé hægt að framleiða hér ódýrari orku en við Dettifoss, ef verðið á henni sé samkeppnisfæi’t. Síð- an segir hann, að alþjóðlegar fjái-málastofnanir leggi áherzlu á, að „við veljum hina hagstæð- ustu leið.“ Þetta tvennt getur vai’la samrýmst. 6. svar. M. J. segir að tveggja aui-a vei’ðmunur pr. kwst. geti ráðið úrslitum í sambandi við aluminiumvinnslu. Ex’lenda oi-kuverðið, sem hann tilgrein- ir í 3. svari er lægst 9 aurar og hæst 17 aurar (Dettifoss samkv. áætlun M. J. 13,8 aurar). Erlend ar aluminiumverksmiðjur búa því við mjög mismunandi verð. 7. svar. Svarið er glöggt á þá leið, að hér sé engu hægt að svara. Óvíst hvort orka frá Búrfelli yrði flutt norður og óvíst hvenær úr því verði skoi’- ið. Staðhæfingar um sh'kt, „ótímabærar." 8. svar. Þetta gefur því miður lítil fyrirheit um stuðning Magn- úsar Jónssonar við noi’ðlenzk sjónai’mið í þessu máli, svo að ekki sé meii’a sagt. Hann virð- ist ekki telja það útilokað, að norðlenzkir þingmenn greiði at- kvæði með Búi’fellsvirkjun án skilyrða um oi’kulínu norðui’, enda þótt hann segist telja það , þjóðhagslega æskilegt" að Þjórsá vei-ði virkjuð og lína lögð norður. Að lokum segir hann svo, að það sé „yfirleitt ekki heppilegt að sýna öll sín spil áður en spilinu er Iokið.“ Blaðið þakkar svörin, og mun ræða það nánar þegar bví þykir tímabært. Þau bera það með sér, að M. J. og meðnefndar- menn hans ætla að halda áfram að „spila“ án þess að almenn- ingur hér nýrðra fái að vita, hvað þeir hafi á hendinni. □ Komin 65 þúsund mál Vopnafirði 29. júní. Þennan dag í fyrrasumar hófst síldarbræðsl- an. En nú er búið að bræða hér 65 þús. mál. Verksmiðjan var til búin mjög tímanlega í sumar og kom það sér vel að hún gat tek- ið á rnóti hinni snemmveiddu síld. □ Frostastöðum 24. júní. Sunnu- daginn 14. þ, m. var aðalfundur Kjördæmissambands Framsókn armanna í Norðui’landskjöi’- dæmi vestra haldinn að Héðins- minni í Blönduhlíð. Fundinn sátu 48 fulltrúar auk stjórnar sambandsins, þingmanna Fram- sóknarfloksins í kjöi’dæminu og nokkui-ra gesta. Fundurinn ræddi og samþykkti ýmsar ályktanir bæði um landsmál, sérmál kjördæmisins og félags- mál sambandsins. og fara nokkr- ar þeirra hér á eftir: „Aðalfundur Kjördæmissam- bands Framsóknarmanna í Norðui’landskjördæmi vesti’a, haldinn að Héðinsminni 14. júní 1964, ályktar eftirfarandi: 1) Fundurinn fagnar því, að ríkisstjórnin skuli nú loks hafa látið undan kröfum Framsókn- armanna um að stuðla að því, að teknir væru upp samningar við verklýðshreyfinguna um HELGI í LAUGASELI áttræður Á MORGUN, 2. júlí, er Helgi Ásmundsson bóndi í Laugaseli í Reykdælahi-eppi átti’æður. Helgi er fæddur á Krákár- bakka, jörð sem byggð var um 9 km suður frá Baldui’sheimi í Mývatnssveit á vestri bakka Krákár. Sá bær mun hafa farið í eyði til fulls 1910. Foreldrar Helga voru Arnfríður Sigurðar- dóttir og Ásmundur Helgason. Þau munu hafa flutt frá Krák- árbakka 1886 eða 87 og þá að Engidal í Bárðdælahreppi, en að Laugaseli komu þau hjón með böi-n sín tvö árið 1898 og hefir Helgi verið þar síðan — fyi-st í sambýli við foreldra sína. Helgi er kvæntur Margréti Jóhannesdóttur frá Bii’nunesi á Árskógsströnd og eiga þau eina dóttur sem er þeirra stoð í ell- inni þarna á þessu afskekkta heiðarbýli. Laugasel er mjög af- skekkt og eru um 5 km til næstu bæja. Helgi í Laugaseli hefir ekki búið neinu stói-búi, en bú hans hefir verið notadx’júgt, enda all- ar skepnur sérlega vel hirtar, því hjá Helga í Laugaseli ríkir hirðu- og reglusemi í bezta lagi. Helgi hefir ekki tekið þátt í opinberum málum en unað glað ur við sitt. Guð blessi honum ókomin ár. Kjartan. kaup hennar og kjör í stað þess að svara kaupsamningum um kjarabætur með endui’teknum gengisfellingum og tilburðum til kaupbindingar, sem leitt hef- ur .ai sér sívaxandi dýrtíð og ófremdarástand í efnahagsmál- um. Vill fundurinn einkum lýsa ánægju sinni yfir því, að nú skuli hafa náðst fastir samning- ar og kaupgjaldstrygging upp tekin, byggingarlán hækkuð og vextir lækkaðii’. Jafnfi’amt tel- ur fundurinn sjálfsagt réttlætis- mál að bændum verði tryggð jafn há og ekki óhagstæðari byggingarlán og skorar á ríkis- stjói’nina að gera ráðstafanir til þess þegar á næsta þingi. 2) Fundurinn vekur athygli á hversu ríkan þátt hin hóf- lausa skattheimtustefna ríkis- stjórnarinnar á í dýrtíðinni í landinu. Fyrir því leggur fund- urinn áherzlu á lækkun skatta og tolla og alveg sérstaklega á lækkun hins illræmda og rang- láta söluskatts. 3) Fundurinn telur það þjóð- arháska að svo sé búið að bændastéttinni sem nú er gert, þar sem hún er dæmd til til þess að hlýta öðrum og sfórum lakari efnahagskjörum en aðrar þjóðfélagsstéttir. Fyrir því legg- ur fundurinn m. a. áherzlu á: A. Að lögin um framleiðslu- ráð landbúnaðarins verði endur skoðuð með það fyrir augum, að bændum verði tryggðar hlið- stæðar tekjur og þær stéttir hafa, sem laun þeirra eru mið- uð við. B. Að bændum og þeim, sem hefja vilja búskap í sveit, vei’ði séð fyrir nægum lánum til langs tíma með viðhlýtandi vaxta- kjörum. C. Að þeim bændum sé veitt- ur sérstakur stuðningur, sem hefja vilja tilraunir með sam- vinnu- eða félagsbúskap. 4) Fundui’inn lítur svo á, að hrein vá sé fyrir dyrum þjóðar- innar allrar ef fer fram sem ver- ið hefur nú um sinn að fólk og fjármunir sogist í sívaxandi mæli utan af landsbyggðinni til Reykjavíkur og næsta nágrenn- is. Því lýsir fundurinn fyl-lsta stuðningi við frumvai’p Fram- sóknarmanna um ráðstafanir til aukins jafnvægis í byggð lands- ins og heitir á þingmenn kjör- dæmisins að beita sér fyrir sam- þykkt þess þegar á næsta þingi. 5) Fundurinn leggur áherzlu á, að úrbætur verði gerðar í at- vinnumálum Norðui’landskjör- dæmis vestra, m. a. með því, að stofna og efla ýmiss konar iðn- fyx-irtæki í kaupstöðum og kaup túnum kjördæmisins. Telur fundurinn óhjákvæmilegt að að- stoð ríkisins komi þar til með útvegun fjármagns og tækni- þekkingar. 6) Fundurinn harmar það, að horfur eru á að ekki vei’ði stað- ið við gefin lofoi’ð ríkisstjórnar- (Framhald á blaðsíðu 7). Tíginn geslur heimsækir fuglaparadísina Á MORGUN, fimmtudag, ætlar Hans konunglega tign, Philip, hertoginn af Edinborg, að skoða fuglalífið við Mývatn. En hann er áhugamaður á því sviði og Mývatnssveit vel valinn staður til slíkra athugana, vegna þess, að þar má sjá allar þær anda- tegundir á einum stað, sem á ís- landi verpa, að æðarfuglinum undanskildum. Þar er einnig að finna tegundir, sem hvei-gi ann- arsstaðar finnast hér á landi. Auk þess er márgt um aðra fugla, svo að samanlagt mxmu fleiri fuglategundir saman komn ar í Mývatnssveit og nágrenni en á nokkrum öðrum stað lands ins, þótt fuglamergð kunni að finnast meiri á öðrum stöðum, svo sem í fuglabjörgum. En þar er um tiltölulega fáar tegundir að ræða. Mikil áta í Mývatni veitir þús undum fugla hið bezta viðui’- væri. Og fjölbreytni landsins er svo mikil, svo sem grashólmar, kjarr og hraun, og hver fugla- tegund finnur sér kjöi-stað. Sagt er, að hvergi í Evrópu sé annað eins fuglalíf að mergð og fjölbreytni, eins og við Mý- vatn. Og víst er um það, að á síðustu árum er þetta að verða kunnugt út um heim. Fugla- fræðingar og áhugamenn um fugla eru því farnir að hafa áhuga á þessum sérkennilega stað. Sá áhugi mun fæi’a Mý- vatnssveit marga gesti í framtíð- inni, auk allra þeirx-a, sem áhuga hafa á öðrum hlutum í þessari sérkennilegu og fögru sveit. Mörg undanfarin ár hafa egg ýmsra andategunda verið send úr landi til útungunar víða um heim, þar sem hinir íslenzkætt- uðu fuglar hafa síðan auðgao fuglalífið, sérstaklega í skemmti görðum og á öðrum friðuðum stöðum. Á Mývatn og Laxá ofan- verða setur fuglalífið séi’stakan svip. Fyrir hálfum mánuði eða svo, náði ástalíf fuglanna há- tindi. Nú stendur útungunin yfir. Sennilegt ei’, að 16 anda- tegundir eigi nú hreiður eða unga við Mývatn og nági’enni. Húsöndin er e. t. v. einkennis- fuglinn, og er hvergi til í Evr- ópu nerna við Mývatn. Aðal- heimkynni húsandarinnar er í Klettafjöllum Ameriku og velur hún sér hola trjástofna til hreiðurgerðar. Hér er ekki um slíka hluti að ræða, en fyrir kemur, að hún rennir sér niður reykháf í leit að hreiðurstæði eða fer inn í útihús sömu er- inda. Þá eru hrafnsönd og gargönd mjög áberandi tegundii’. Skeið- önd verpir hvergi utan Mývatns sveitar, nema lítilsháttar í Aðal- dal (Sandi og Sílalæk). Skutul- öndin sást fyrst á Mývatni fyrir fáum ár.um en hefur verpt þar og unnið sér þengrétt. Hún er skyld duggönd, en blikinn er með rauðan háls- og haus. Bles- öndin er skyld seföndinni og verpir hún a. m. k. öðru hverju við Mývatn. Hvinönd eða litla- húsönd er mjög sjaldgæf. Hún er lík húsönd. Taumönd verpir þarna líka. Æðarfuglinn kemur SVO nefnist ritgerð, sem gefin hefur verið út í Noregi nýlega, og fjallar um þátt kraftfóðurs, að miklu leyti innflutts, í fram- leiðslu búfjárafurða, einkum mjólkui’, þar í landi. Höfundurinn, Per Westgaard ráðunautur, leggur áherzlu á af- gerandi þátt kjai-nfóðurs í magni mjólkurframleiðslunnar og bendir séi’staklega á, hvernig hafa megi hemil á henni með því að tákmarka með einhverju xnóti kjarnfóðui’gjöfina. Hann drepur á, að núverandi skipan kjarnfóðurmála sé átta ára gömul og hafi leyst af hólmi kjai’nfóðui’skömmtun, — sem þá hafði staðið í 17 ár. Nú er hinsvegar innflutningstollur á kraftfóðri, sem bændasamtök- in ákveða sjálf og ráðstafa eftir þöi’fum. Einnig er vei’ðmismun- ur á fóðurbætinum þannig að bændur fá visst magn hans á lægra verði. Tilgangui’inn með því að hafa opinbei’a íhlutun um vei’ðlag og notkun innflutts kraftsfóðurs er fyrst og fremst sá að geta með því móti haft áhrif á magn stöku sinnum í heimsókn en hef ur litla viðdvöl á vatninu og verpir nær sjó. Minkui’inn ógnar fuglalífinu í Mýyatnssveit og sækir að úr öllum áttum. Fugl, fiskur og hraun hefur einnig aðdráttarafl fyrir hann. Af hans völdum hafa fuglar flúið varplönd sín og numið ný. Reynt er eftir megni að halda skaðvaldi þessum í skefjum og hefur það tekizt að miklu leyti, enda allir Mývetn- ingar samtaka í því efni. Að sjálfsögðu nýtur hinn tigni, erlendi gestur allrar þeirr- ar fyrirgreiðslu, sem Noi’ðlend- ingar geta í té látið, til að auð- velda fuglaskoðunina. Endurn- ar á Mývatni og Laxá hafa ekk- ert á móti mannafei’ðum heldui’, því þær hafa fyrir löngu skilið það, að mennirnir eru ekki óvin- ir þeirra, hvorki tignir menn eða ótignir. Q mjólkurframleiðslunnar og mið- að hana sem mest við innan- landsþarfir með því að útflutn- ingur mjólkurafurða er talinn neyðarbraúð. Greinax-höfundur gerir ekki tillögur um verulegar breyting- ar á núverandi tilhögun, en tel- ur þó athugandi að hætt vei’ði að selja visst magn fóðurbætis á lágu verði, af því að hætt sé við að bændur kaupi það og noti, jafnvel þótt þeir hafi ekki brýna þörf fyrir það og leggi þá heldur ekki jafnmikla áhei’zlu á að framleiða eins næi’ingari’íkt heimafóður og þeix annai’s gætu. Því er vakin athygli á þessari norsku greinargerð hér, að svo virðist sem sá tími geti verið skammt undan, að íslenzkir bændur verði að finna færar leiðar til að halda aukningu mjólkurframleiðslunnar innan viðráðanlegra takmarka. Það er vafasamt að unnt verði að ná æskilegum árangri í þessu efni með einum saman breytingum á verðhlutfalli mjólkur og sauð- fjárafurða. (Framliald á blaðsíðu 7). Kraftfóður og hæfilegt magn búfjarafurða

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.