Dagur - 01.07.1964, Side 8

Dagur - 01.07.1964, Side 8
8 MAÐURINN MEÐ HATTINN segir sögur og syngur söngva og börnin hópast að honum og skcnimta sér vel. (Ljósmynd: E. D.) Skozkir bændur os ríkisvaldið ÍSLENZKU bœndurnir, sem ný- lega kynntu sér skozkan land- búnað af eigin sjón í 10 daga kynnisferð, létu hið bezta af förinni. Gunnar Guðbjartsson formað- ur Stéttarsambands bænda var í þessari för og sagði m. a. þetta við heimkomuna: — Búféð er mjög ræktað, og á sumum búunum eru algjöi'- lega hreinx-æktaðir stofnar, að- allegá svarthöfðafé og Sevjotfé. Slík ræktun hefur aldrei sézt hér á landi. Sama máli gegnir um nautgripastofnana, svo sem Abei-deen Angus, stutthyrninga, hálendínga o. m. fl. Bændurnir blanda síðan þessum stofnum saman og fá þá geysibráðþroska gripi sem sendir eru til slátrun- ar. Skotar eru með þeim fremstu í heiminum í slíkri kyn- bótarækt, og er alveg stórkost- legt að sjá suma gripina. T. d. er algengt að holdanaut. séu um 800 kg. að þyngd. Tel ég, að það sé ástæða fyrir okkur að ná þess um þrautræktuðu stofnum inn í landið, þar sem hér ættu að vei-a góðar aðstæður fyrir slík- an búrekstur. — Hvemig eru kjör bænda í Skotlandi? — Kjör bænda þar í landi eru betri en kjör launþega í iðnaðarboi-gunum, jafnvel smá- bændur hafa það betra en venju legir launþegar. Um helmingur bændanna eru leiguliðar, en óverulegur mismunur er á kjör um þeirra og sjálfseignabænd- anna, nema hvað sjálfseigna- bændur geta selt jarðir sínar mjög auðveldlega í geypiverði — í einu héraðinu hafði verð búvara tífaldazt á tíu árum. En bændur fá lán til jarðakaupa, og þá fyrir allan kostnaðinn: jörð, bústofn, vélar o. fl. Þessi. lán eru til 15—30 ára eftir aldri bóndans, og fær ungur bóndi lengri lánstíma. Bankastjóri einn sagði mér, að velmetinn (Framhald á blaðsíðu 7). Hagnsður Loflieiða 55 nciilj. kr. Heildarvelta 475 millj. Auglýstu fyrir 27 millj. Á FÖSTUDAGINN var upplýst á aðalfundi Loftleiða h.f. að reksturinn hefði skilað 55 millj. kr. hagnaði. síðasta ári. Heildar velta var 475 millj. kr., kaup- uppbót til starfsmanna nam 2 millj. kr. og auglýsingakostnað- ur var 27 millj. kr. Félagið skil- aði bönkum 94 millj. kr. í erlend um gjaldeyri á árinu og hlut- höfum 15% arði. — Mistekizt höfðu tilraunir SAS og IATA- samsteipunnar að koma Loft- leiðum á kné. Keyptar voi’u 2 Rolls Royce 400 flugvélar fyrir 400 millj. ísl. kr., en 5 flugvélar voru í notkun hjá félaginu s.l. ár. — Starfsmenn Loftleiða eru 466. — Stjórn félagsins skipa Alfreð Elíasson, Einar Árnason, Kristinn Olsen, Kristján Guð- laugsson, sem er stjórnarfox-mað ur og Sigurður Helgason. Farþegaflug yfir Atlantshaf er 25 ára um þessar mundir. Pan American flugfélagið hóf þær ferðir 28. júní 1939. □ Frostastöðum 22. júní. í fyx’i’a vor var hafin bygging félags- heimilis í Vai’mahlíð í Skaga- firði — og ekki vonum fyrr. Þar er sá staður í héraðinu, sem bezt er fallinn fyrir slíka stofn- un: miðsvæðis, á ki’ossgötum, jarðhiti, hið fegui-sta útsýni yfir drjúgan hluta Skagafjarðar. Bjartsýnir menn gerðu sér lengi vel vonir um að héraðið allt, utan Sauðárkióks, myndi sameinast um þessa byggmgu. Sú varð þó ekki rauniri. Félags- ' heimili er risið á Ketilási í Fljótum, grunnur að húsi á Hofsósi, Héðinsminni í Akra- hx-eppi, sem er þó íyrst og fremst ætlað til innansveitaraf- nota, hús hjá Reynisstað. Lýt- ingsstaðahreppur að unáirbúa sína byggingu. Endirinn loks sá, að Seyluhreppur stendur fyrst og fremst að byggingunni í Varmahlíð, ásamt ungmenna- og kvenfélagi hreppsins, kai-la- kórnum Heimi og Aki’ahreppi að nokkru. Þegar byrjað var á byggingu hússins í fyrravor lá fyrir áætlun um að það mundi kosta 7—8 millj., en grunnflötur þess er um 700 ferm. Þá var unnið fyrir um 870 þús. kr. og steypt- ir sökklar og kjallari. í ár er áformað að vinna fyrir a. m. k. 1 millj. Yfii-smiður hússins er Guð- mundur Márusson í Þormóðs- holti í Blönduhlíð. Að undan- förnu hefur vei’ið unnið að við- gerð á sundlauginni í Varma- Snæfell enn aflahæst ERFITT er nú að fá fréttir af afla síldarskipanna — vegna tregðu á opinberum fréttaflutn- ingi þar um. En á laugardagskvöld var Snæfellið talið aflahæsta skip- ið með 14.600 mál og tunnur. Næstur var Jón Kjartansson með 12.000, þá Jörundur III. með 11.800, Sigurður Bjarnason og Helga Guðmundsdóttir með 10.500 mál og tunnur. □ Leitarstöð iii að finna krahhamein 1 GÆR tók til starfa sérstök stofnun í Reykjavík. Leitarstöð til að finna ki’abbamein í legi. Og er ætlunin að rannsaka 10 þúsund konur á þessu ári, sem eru á aldrinum 25—60 ára. Það er Krabbamiensfélag íslands, sem rannsókn þessari hratt af stað. Ætlunin er að slík rann- sókn fari fram á öllum konum á nefndum aldri, hér á landi. — Alma Þórarinsson, yfirlæknir, veitir stofnun þessari forstöðu. (Framhald á blaðsíðu 7). IIARALDUR SKJÓLDAL grertjaskytta á Akureyri hefur undanfarið hugað að grenjum á Glerárdal, en án árangurs. Hinsvegar kom hann eitt kvöldið með 5 minka, er hann yann þá um daginn með hjálp Skottu og byssunnar. — Tófugreni í bæjarlandinu og nágrenni eru m. a. þessi: Stórhálsgreni, norðan við Skíðahótelið, Lambárhraunsgreni í Glerárdal, Smjörlaufsgreni, ofan við Hamra, Hausgreni, Grenishóla- greni, Lambáraxlargreni, Sandárgreni, Lambárgreni og Hrossalautargreni, öll á Glerárdal. Hvergi varð tófu vart í þessum grenjum nú, enda meiri umferð á dalnum síðustu árin. — Haraldur Skjóldal mun hætta störfum hjá bænum, sem grenjaskytta og minkabani. (Ljósmynd: E. D.) hlíð og búningsklefi’.m hennar. Laugin er nú orðin aldarfjórð- ungs gömul og þarfnaðist tals- verðra endurbóta. Byrjað er að slá á nokkrum bæjum en sláttur-er nú almerint um það bil að hefjast. Hey þorn- ar eftir hendinni, enda drifa þurrkur á degi hverjum að 17. júní einum undanteknum. mhg. Soffonias Thorkelsson látinn S V ARFDÆLIN GURINN og Vestui’-fslendingurinn Soffonias Thorkelsson er látinn. Hann var hátt á níræðisaldri, fór vestur um haf um tvítugt og bjó þar síðan, lengst af í Winnipeg, en síðast í Victoi’ia á Vancouver- eyju við Kyrrahaf. Tvíkvæntur var hann og á marga afkomend- ur. Soffonias var íslenzkur í anda og unni heitt æskustöðvum sín- um, svo sem hann oft sýndi í vei’ki og verður væntanlega vik- ið að síðar. Blaðið þakkar hinum látna bréfin hans öll, vinsemdina um fjölda ára og skai’par athuga- semdir um íslenzk málefni. □ FNJÓSKÁRBRÚ ENN BILUÐ ENN er hin aldna Fnjóskárbrú hjá Skógum biluð og ófær þungum bílum. Bráðabirgðavið- gei’ð hefur farið fram með þvf að tréflekar eru settir yfir göt eða sig á brúargólfinu vestan- vei’ðu. Á hinum brúai’endanum bilaði gólfið í fyrra á þann veg að göt duttu á það. Upp í það var fyllt með steypu. Hægt er að aka stórum bif- reiðum um ytri Fnjóskárbrú í Dalsmynni, en það er lengri leið. Allt bendir til að Fnjósk- árbrú hjá Skógum vei’ði að end- urbyggja mjög bráðlega. □ SAMÁ LEIDIN FÁRIN Sumir staðirnir eru óþekkjanlegir FEGRUN ARFÉL AGIÐ bauð . fréttamönnum og ýmsum öðr- um borgurum bæjarins í öku- ferð um bæinn í fyrrakvöld. Valin var sama leið og í vor, þegar fréttamönnum- var boðið að sjá ýmsa þá staði, sem útlits- breytinga þörfnuðust. Margir þessara staða eru óþekkjanlegir nú, jafnvel verstu ruslabæli höfðu verið hreinsuð rækilega Þetta ber að þakka, bæði þeim borgurum, sem hlut áttu að máli, og samhljóða áróðri margra aðila. □ Félagsheimili i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.