Dagur - 29.07.1964, Page 5

Dagur - 29.07.1964, Page 5
SRií 4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Tæknimenntun Islendinga HINN 13. maí s.l. gerði Alþingi ályktun um að fela ríkisstjórninni að láta gera áætlun á þörf atvinnu- vega landsins fyrir tæknifræðinga og iðnfræðinga á næstu 10 árum. Jafn framt skyldi athugun fara fram á fjölgun slíkra sérfræðinga á undan- förnum árum og hve mikið af tækni- menntuðu fólki, íslenzku, væri nú við störf erlendis. Tillaga þessi var flutt af hálfu Framsóknarflokksins (Flutníngsm. Páll Þorsteinsson, Björn Fr. Björns- son og Sigurvin Einarsson). 1 grein- argerð flutningsmanna segir, að ástæða sé til að ætla, að framboð tæknimenntaðra manna hér á landi hafi ekki aukizt eins og eðlilegt og nauðsynlegt verði talið. Bent er á það, að framfarir í heim- inum hafi á undanförnum árum orð- ið meiri en nokkru sinni fyrr og að hraði þessarar framfaraþróunar fari enn vaxandi. Þessar miklu og öru framfarir eigi að meira eða minna leyti rót að rekja til nýrra uppgötv- og umbóta á sviði tækni og vísinda. Um víða veröld hafi menn gert sér grein fyrir þessu og sé nú hvarvetna lögð áherzla á, að tryggja sem bezt grundvöll framfaranna og megi þá í fremstu röð telja tækni- og raun- vísindamenntun á ýmsum sviðum. Islendingar verði að reyna að koma í veg fyrir, að þeir verði eftirbátar annarra í þessum efnum og tryggja sér sérmenntaða starfsmenn í þjón- nustu þeirra framfara, sem hér þurfa að verða eins og annarsstaðar, ef þjóðin á ekki að dragast aftur úr í framsókninni á komandi árum. Fyrir lágu upplýsingar frá Noregi og Bandaríkjunum um, að verkfræð- ingar og tæknifræðingar eru, miðað við fólksfjölda, miklu fleiri en hér á landi og er þó í þessum löndum gert ráð fyrir að auka mjög hlutfallstölu slíkra sérfræðinga á næstu árum. Það er sérstakt áhyggjuefni hér, að því er virðist, að mikil brögð eru að verða að því, að tæknimenntaðir fs- lendingar ráði sig til starfa erlendis, en víða er nú eftirspurn eftir slíkum mönnum. Árið 1962 voru t. d. 40 ís- lenzkir verkfræðingar starfandi er- lendis, af 315, sem þá voru skráðir meðlimir í Verkfræðingafélagi ís- lands. Talið er, að tæknifræðingar og iðnfræðingar þurfi að vera fimm sinnum fleiri en verkfræðingar, til að heppileg verkaskipting geti orðið í nútíma þjóðfélagi. En hér á landi voru tæknifræðingar ekki nema um 100 árið 1962, auk 20 iðnfræðinga. □ SÍÐAN ég var 8 ára gamall — eða fyrir 44 árum — og fór fyrstu kaupstaðarferðina mína innan úr dölum Eyjafjarðar til Akureyrar, hef ég þekkt hjónin í Glerárgötu 2, Steinunni Eiríks- dóttur og Stefán Stefánsson járnsmið. Þau létust bæði á þessu ári með stuttu milhbili og var hvoru um sig fylgt til grafar af fjölmenni, enda höfðu bæði lifað langa ævi með sæmd og prýði. Steinunn var fædd 31. janúar árið 1893 að Fremri-Svartárdal í Skagafirði þar, sem foreldrar hennar — Helga Björnsdóttir og Eiríkur Sigurðsson —■ voru þá búsett. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum á ýmsum bæjum í Lýtingsstaðahreppi. En þau eignuðust aldrei jarðargóss, voru ýmist leiguliðar eða í hús- mennsku og bjuggu jafnan smátt. Þau eignuðust tvær dæt- ur, en önnur þeirra dó nýfædd. Steinunn ólst því upp sem ein- birni, samt hvorki við auð, met- orð eða menntun, en við um- hyggju góðra foreldra, sem er dýrmætasta hlutskipti hvers barns. Hún komst því ókalin gegnum æskuárin, þó ekkj fyr- irhafnarlaust. Á þessum árum var ekki svifið gegnum lífið án erfiðis og Steinunn lærði að vinna, bæði hjá foreldrum sín- um og vandalausum, þegar hún þroskaðist, en var þó jafnan í nánum tengslum við foreldra sína. Lífsreynzlan varð hennar lærimeistari og hún tileinkaði sér allt hið bezta, sem hún fann þar. Þetta er að vísu harður skóli, en sá traustasti, sem völ er á, sé brugðist við á réttan hátt. Steinunn helgaði heimilinu líf sitt, vanrækti þar ekkert, unni manni sínum og börnum, en átti þó eftir næga ástúð öðrum til handa, einkum þeim, sem við einhver bágindi áttu að stríða. Hún var frábær húsmóðir, veit- ul öllum, svo af bar, bæði heima fólkj sínu og gestum, ekki ein- ungis í mat og drykk, heldur og í allri umgengni. í fám orðum sagt, myndarleg og góð kona, sem allir, er til þekktu, virtu og báru traust til. í nálægð hennar var gott að vera, og á hennar sjötíu ára æviferli mun margur hafa fundið sig í þakklætisskuld við hana, og eru það beztu eftir- mæli, sem unnt er að fá. Steinunn andaðist 12. marz síðastliðinn eftir langa vanheilsu og var jarðsett á Akureyri eftir hálfrar aldar dvöl þar. Stefán járnsmiður — eins og hann var venjulega kallaður — var fæddur 5. nóvember árið 1885 að Litlu-HHð í Skagafjarð- ardölum. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Ólafsdóttir frá Litlu-Hlíð og Stefán Guðmunds- son frá Giljum. Stefán var yngst ur af fimm sonum þeirra hjóna. Þegar Stefán var tveggja ára, dó faðir hans á ungum aldri, eft- ir aðeins tíu ára hjónaband. Voru þau hjónin þá flutt að Dauðá. Enginn var auður í búi, enda harðindj á þeim árum og fátækt, eða öllu heldur almenn örbyrgð. Móðir hans var þá eignalaus og átti erfitt uppdrátt- ar með synina fimm, þann elzta 7 ára, og þar að auki hafði hún fatlaðan tengdaföður. Tveir drengjanna voru teknir i fóstur, en ekkjan bjó áfram á Daufá og hafði hjá sér hina þrjá og var Stefán einn þeirra. Sigurlaug var víkingskona til allra verka, varð að vinna hörðum höndum, bæði úti og inni, sem sagt vinna verk bæði bóndans og húsfreyj- unnar, eftir að maður hennar dó. Fyrir kom þó, að hún hafði vinnumann eða mannhjálp tíma og tíma, en erfitt var að greiða kaupið. Þröngt var í búi og tímum saman ekki annað til matar en mjólk. Við þessa hörðu Sfeinunn G. Eiríksdóftir Stefán Sfefánsson járnsmiður lífsbaráttu ólst Stefán upp ásamt bræðrum sínum og lögðu þeir fram sína litlu krafta móð- ur sinni til aðstöðar. Þannig tókst með harðfengi og ráðdeild að komast af, án þess að þiggja styrk af sveit, sem þótti mjög mannorðsspillandi í þá daga. Átta ára gamall réðst Stefán sem smali til bónda í nágrenn- inu. Starf hans var í því fólgið að gæta ánna, sem fært var frá um rúning og þurftu að koma til mjalta kvölds og morguns fram að hausti. Skilur það eng- inn, sem ekki hefur reynt, hvað smalar urðu oft að líða. Var það h'kamleg raun og andleg. Engar voru þá girðingar, sem geyma mátti ærnar í. Varð því smalinn að standa yfir þeim, hvernig sem viðraði, verjulaus fyrir allri vætu og síhræddur úm, að eitt- hvað tapaðist burtu. En ánægju- stundir gat þó smalinn líka átt. Stefán lét ekki hugfallast, þótt ungur væri, náði góðum þroska og varð harðduglegur maður. Verklagni var honum í blóð bor- in og réðst hann til járnsmíða- náms vorið 1907. Lærifaðir hans var ágætur smiður, Sigurður Sigurðsson að nafni. Sagt var, að Sigurður hefði helzt ekki viljað vita verkfæri sín og smiðju í höndum annars en Stefáns, þegar hann hætti starfi. Er það sönnun þess, hve hann mat Stefán mikils. Svo fór, að Stefán keypti smiðjuna vorið 1914 og var sjálfstæður atvinnu- rekandi upp frá því. Vegna starfs síns kynntist Stefán fjölda manns við Eyja- fjörð og víðar. Hann naut trausts þeirra, sem hann skipti við, enda var honum fjarri skapi að svíkja eða féfletta nokkurn mann. Smíðið var reiknað eftir efni og þeim tíma, sem í það fór. Stefán lúði járnið af kappi og harðfengi og fannst mér oft, að höggin þyrftu ekki að vera svona þung né tíð og væri þó enginn svikinn á vinn- unni. Einu sinni heyrði ég hann segja við viðskiptavin: „Ég get ekki selt þetta eins og það kost- ar, strákurinn er búinn að vera svo lengi við það.“ Stefán var skápharður nokk- uð og gat verið óvæginn. Kom þar fram víkingseðli foreldr- anna og barátta æskuáranna. En innanundir skelinni bjó glað- vær og góður maður, sem hvergi mátti vamm sitt vita. í sambandi við Stefán komu mér stundum í hug ljóðlínur Arnar Arnarsonar í kvæðinu „Stjáni blái“: „Hörð er lundin, hraust er [mundin, hjartað gott, sem undir slær.“ Eina manngerð gat Stefán Aldrei þolað, það voru slæp- ingjar. Ef hann ræddi um þá, var það með samblandi af gremju og lítilsvirðingu. En af- kastamenn áttu vísa vináttu hans og virðingu. Smíði Stefáns var traust og vandað, eins og maðurinn sjálf- ur. Stundum heyrði ég sagt, þegar skoðaður var vel gerður hlutur úr smiðju: „Þetta hefur Stefán gert.“ Handbragðið var svo augljóst. Um langan aldur mun fólki gefast kostur á að sjá eitt af verkum hans, en það eru lamirnar á hurð Akureyrar- kirkju, sem hann smíðaði og gaf, þegar kirkjan var byggð. Stefán gaf sig ekki mikið að félagsmálum, en var þó með- limur í Ræktunarfélagi Norður- lands, Skógræktarfélagi Akur- eyrar og í sveinafélagi stéttar- bræðra sinna á Akureyri. Stefán dó 1. júní síðastliðinn og var jarðsettur við hlið konu sinnar Séra Birgir Snæbjörns- son talaði fallega yfir moldum þeirra beggja, en einkum er mér hugstæð frásögn hans af hjón- unum, sem unnust svo heitt, að dauðinn fékk ekki aðskilið þau, nema stutta stund. Þarna átti hún vel við. Heimilj þeirra Steinunnar og Stefáns var hið myndarlegasta. Höfðingsskapur og rausn á alla lund. Mátti segja, að þar væri opið hús fyrir Skagfirðinga, sem komu þangað oft, einkum á fyrri árum þeirra hjóna á Akur- eyri. Höfðu þeir þar bækistöðv- ar sínar margir hverjir, þegar þeir þurftu að reka erindi sín, og sumir dvöldu þar lengri eða skemmri tíma, gengu þaðan til læknis og því um líkt. Ekki voru það allt kunningjar hjón- anna, en mikið var á sig lagt, ef manneskjan var úr Skaga- firði. Þar var ætt þeirra og upp- runi og þau tengsl slitnuðu aldrei. Á heimili þeirra áttu líka lengi athvarf foreldrar Steinunn ar, móðir Stefáns og bróðir hans, Sveinn. Hjónin bæði voru myndarleg og vel gefin og hjóna band þeirra og heimilislíf uppá það bezta. Þau eignuðust tvö börn, Stefán og Sigurhiugu. Stefán yngri kvæntist Ingi- björgu Guðmundsdóttur frá Bolungarvík og eignuðust þau dóttur eina barna. Stefán nam iðn föður síns og varð ágætur smiður. Mjög kært var með þeim feðgum, og þeir í rauninni meira en feðgar, þeir voru líka samhentir vinnufélagar. Stefán yngri átti að taka við verkstæð- inu og halda uppi heiðri þess, en það fór. á annan veg. Hann lézt eftir langa og erfiða sjúk- dómsbaráttu hinn 27. desember árið 1951, aðeins 36 ára að aldri. Þetta var reiðarslag fyrir fjöl- skylduna. Ágætur maður fallinn í valinn á bezta aldri og framtíð- aráformin þar með úr sögunni. En samt varð ekki með öllu sólarlaust í lífi öldruðu hjón- anna. Sonardóttirin, ung og efnileg varð augasteinninn þeirra allt til æviloka. Sigurlaug dóttir þeirra dvald- ist alltaf hjá þeim og annaðist þau af frábærri alúð og um- úyggjusemi allt fram á síðustu stund og launaði þeim þannig alla þá ástúð, sem þau höfðu henni í té látið. Steinunn og Stefán giftust 11. mEtí 1914 og hefðu því átt 50 ára hjúskaparafmæli á þessu ári. Tvo mánuði vantaði til að brúð- kaupið yrði haldið, en brúð- kaupsförin var farin, þótt ekki legði legðu þau samtímis af stað. Ég hef stuttlega drepið á helztu æviatriði hjónanna í Gler árgötu 2 og reynt að draga fram lýsingu á skapgerð þeirra og lífsviðhorfum, en engum er það Ijósara en mér, hversu ófull- komið þetta er, en við svo búið verður nú að standa. Þau sýndu foreldrum mínum einlæga vin- áttu og hjálpsemi um langan aldur og okkur systkinunum líka. Við vorum hálfgerðir heimagangar hjá þeim og þó einkum ég. Mér þótti hvergi jafngott að koma, sitja þar. og rabba og láta Steinunni stjana við mig. Mér fanngt það svo notalegt. Engar óvandabundnar manneskjur hafa reynzt mér jafn vel. En nú finn ég, að ég hef aldrei þakkað þeim fyrir svo sem vert væri. Það er víst nokkuð seint að bera fram þakk læti fyrir mig og mína, þegar þau eru bæði dáin. Blessuð veri minning þeirra. Jón Hjálmarsson. - Kláfferja á Tungnaá opnuð (Framhald af blaðsíðu 1). Þegar ekið er út á vagninn, eða af vagninum upp á land, verður að festa vagninn með keðjum við stöplana, og er mjög áríðandi, að það sé gert, þar sem vagnirin mun annars renna.und- an bílunum. Ferjunnj sjálfri er lokað með keðjum, sem strengdar eru milli turnfóta, og er áríðandi, að allir þeir, sem kláfinn nota, geri það að reglu að loka keðj- um þessum. Með kláfferjunni á Tungnaá hjá Haldi skapast möguleiki til þess að komast inn á Sprengi- sandsleið á litlum bifreiðum, sem hafa drif á öllum hjólum, eins og jeppum, en Tungnaá hefur til þessa aðeins verið fær stórum bifreiðum með drifi á öllum hjólum. Til þess að kom- ast á Sprengisandsleið, þá er ek- ið að sunnan upp Landveg eftir þjóðveginum að Galtalæk, en þangað eru taldir 124 km frá Reykjavík. Frá Galtalæk er ek- ið eftir Fjallabaksvegi nyrðri að Rangárbotnum, en þar skiptast leiðir og eru frá þeim vegamót- um um 23 km að kláfferjunni. Ferjustaðurinn við Tungnaá er í 300 m hæð yfir sjó. Frá Tungnaá liggur leiðin um Búðarháls austan við Kjalvötn að Þveröldu. Austan við Kjal- vötn er fær brú á Köldukvísl, skammt neðan við Þórisós að Þórisvatni og þaðan inn í Jökul- heima. Frá Þveröldu liggur leið in um Kistuöldu í Eyvindarkofa ver, þaðan inn að Fjórðungs- kvísl neðst í Jökuldal um Tóm- asarhaga, Fjórðungsvatn, en skammt norðan við það skiptast leiðirnar niður í Eyjafjörð og niður í Bárðardal. Frá kláfferj- unni á Tungnaá inn að vegamót- unum norðan við Fjórðungsvatn eru um 140 km. Frá þessum vegamótum eru um 55 km að SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). króna beint og óbeint 30. jan- úar s.l. ÞÚSUNDIR Á FERÐ Þúsundir innlendra manna og erlendra ferðast um land okkar yfir sumarmánuðina og ná þau ferðalög væntanlega liápunkti nú um verzlunarmannahelgina, a. m. k. svað íslendinga snertir. Hið mikla, fjölbreytta og sumar fagra land býður ferðafólkinu margþættan unað í byggðum og óbyggðum. Á óteljandi ósnortn- um stöðum er gott að tjalda og gista. En því miður er umgengni á slíkum stöðum stundum í æp- andi mótsögn við friðsæld og fegurð náttúrunnar. Þeir hlutir, sem sjálfsagðir eru í ferðalög- um, svo sem hvers konar um- búðir matvæla, mega ekki, að notkun lokinni, bera vitni um sóðaskap og beina ósvífni þeirra, sem notið hafa unaðar í áningar stað. Sem betur fer gæta marg- ir ferðamenn þess vel, að lýta á engan hátt þá staði, er þeir Mýri í Bárðardal, og er sú leið sæmilega fær jeppabifreiðum nú. Leiðin niður í Eyjafjörð um Núpufell niður að Þormóðsstöð- um er ámóta löng og leiðin nið- ur að Mýri, en þessi leið er enn sem komið ér, ekki fær vegna aurbleytu, endi liggur hún mun hærra en leiðin niður í Bárðar- dal. Þessar leiðir hafa verið merkt ar með stikum og settir upp veg vísar til þess að fyrirbyggja það, að menn villist af réttri leið, en fjölmargar bílaslóðir liggja um Sprengisand, og er mönnum eindregið ráðlagt að fylgja hinni stikuðu leið. Frá Galtalæk á Landi að Mýri í Bárðardal eru um 250 km og er því afar óvarlegt að leggja inn á þessa leið á einum bíl. Leiðin er alls ekki faer nema bílum með drifi á öllum hjólum, og leiðin niður í Eyjafjörð ófær bílum eins og stendur. □ Skemmfiferð í Drangey hafa viðdvöl á. Fer þeim fjölg- andi og fara af þeim engar sög- ur. En allir verða að skilja það og finna, ekki sízt íslendingar, að það má ekki minni vera en að landi okkar sé forðað frá um merkjum sóðanna. □ VEGAÞJÓNUSTA F. í. B. FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig- enda hefur viðgerðarþjónustu á vegum úti um þessar mundir. grenninu þessa viku og fram yfir næstu tvær helgar. Bílar þessir hafa talstöðvar, eru vel merktir og reiðubúnir til aðstoð ar eftir því sem kostur er á. Félagsmenn núóta hlunninda í viðgerðarkostnaði, miðað við skuldlausa félaga. FÍB hefur samið við ýms viðgerðarverk- stæði að annast þjónustu fyrir meðlimi sína, m. a. við Baug h.f. hér á Akureyri, án forréttinda fyrir félagsmenn. □ Frostastöðum 28. júní. Ferða- nefnd Ungmennasamb. Skaga- fjarðar gekkst fyrir skemmtiför út í Drangey í vor. Tók- þátt í henni um 120 manns, flest ung- mennafélagar. Formaður ferða- nefndar, Óskar Magnússon í Brekku, stjórnaði förinni. Lagt var af stað frá Sauðár- króki með Flóabátnum Drang kl. 9,30 um kvöldið og komið til baka kl. 5 um morguninn, eftir ánægjulega næturdvöl í Drang- ey. Veður var gott, en þó naum- ast nægilega bjart til þess að ferðamennirnir fengju notið hins dásamlega útsýnis úr Drangey svo sem bezt má vera. Landganga liðsins gekk með mikilli prýði, enda hefur nú verið búið svo um hnúta síðan í tíð Grettis Drangeyjarbónda, að uppganga á eyna er auðveld hverjum frískum manni. Meðal annarar nýlundu, sem Drangeyj arfarar sáu, var bjargsig enda þykir naumast fullkomnuð för til eyjarinnar nema kostur gef- - BÆNDADAGURINN (Framhald af blaðsíðu 8). 4. Óskar Harðarson ung- mennafélaginu Reyni 75 stig. 5. Guðmundur Steindórsson ungmennafélagi Skriðuhrepps 73 stig. Birgir Jónasson, Fnjóskadal, keppti sem gestur og hlaut 96 stig. — Alls voru keppendur 9. Um 100 bifreiðir voru komn- ar að Melum litlu eftir setningu hátíðarinnar og síðar urðu þær fleiri. Kaffiveitingar fóru fram í félagsheimilinu. — Um kvöldið var þar stiginn dans. Hátíðahöldin, sem öll fóru fram undir beru lofti, voru myndarleg og ánægjuleg, en þótt þar væri margt um mann- inn þyrftu bændur og unga fólkið í héraðinu að sýna ennþá meiri stéttvísi þann eina dag ársins, sem bændunum er helg- aður og fjölmenna enn meira. □ - GLEÐSKAPUR .. . (Framhald af blaðsíðu 8). þegar svo ber undar. Engin stór- vægileg tíðindi hafa þó við bor- ið á þessum vettvangi. Farin eru héðan 2 þúsund tonn af mjoli og rúmlega 4 þúsund tunnur síldar til Finn- lands. H. H. izt á að sjá þá íþrótt. Guðjón Sigurðsson var leiðsögumaður um eyjuna og skýrði frá örnefn- um, en hann er þar hagvanur frá fornu fari. Vert er að geta þess, að skip- verjar af Drang höfðu með sér nokkrar trjáplöntur, sem þeir gróðursettu á eyjunni. Verður fróðlegt að fylgjast með hvern- ig þeim vegnar þar. Vonandi bet ur en Gretti gamla. — mhg — -ÍÞRQTTIR (Framhald af blaðsíðu 2). Haukur Ingibergsson HSÞ 6,28 Guðmundur Jónsson Self. 5,61 Kúluvarp. Drengjameistari m Erlendur Valdimarsson ÍR 15,36 Arnar Guðmundsson KR 13,63 Páll Dagbjartsson HSÞ 11,90 Spjótkast. Drengjameistari m Ólafur Guðmundsson KR 48,32 Erlendur Valdimarsson ÍR 46,12 Arnar Guðmundsson KR 41,76 Kringlukast. Drengjameistari m Erlendur Valdimarsson ÍR 48,00 Ólafur Guðmundsson KR 38,65 Páll Dagbjartsson HSÞ 37,43 Þrístökk. Drengjameistari m Guðmundur Jónsson Self. 13,51 Haukur Ingibergsson HSÞ 13,32 Ólafur Guðmundsson KR 12,76 Stangarstökk. Drengjameistari m Erlendur Valdimarsson ÍR 3,20 Fleiri fóru ekki byrjunarhæð- ina, sem var 2,75 m. □ Margir knattspyrnu- leikir í yngri flokkum MIKIÐ hefir verið um kappleíki á íþróttavellinum á Akureyri að undanförnu, milli Akureyr- inga og aðkomuliða. Eru það yngri aldursflokkarnir, sem þar hafa spreitt sig. Úrslit einstakra leikja hafa orðið: ÍBA — Víkingur (3. fl.) 1:3 ÍBA — Keflavík (4. fl.) 1:0 ÍBA — Keflavík (3. fl.) 2:2 ÍBA — Siglufj. (4. fl.) 5:0 IBA — Siglufj. (3. fl.) 1:1 ÍBA — Siglufj. (4. fl.) 4:0 ÍBA — Siglufj. (3. fl.) 2:3 Leikir þessir fóru fram dag- ana 23. til 26. júlí. □ Kappreiðarnar á Frostastöðum 22. júlí. Sunnudag inn 19. júlí s.l. fóru hinar árlegu kappreiðar hestamannafélagsins Stígandi fram á Vallarbökkum. Voru þær kappreiðar hinar 20. sem félagið stendur fyrir. Það var stofnað síðasta vetrardag 1945 og voru aðal hvatamenn þess þeir Sigurður Óskarsson í Krossanesi og Sigurjón Jónas- son á Syðra-Skörðugili. Hefur Sigurður verið formaður félags- ins alla stund síðan og gegnt því erilsama starfi af fádæma dugn- aði og ósérplægni. Þess má og geta, að Sveinn Guðmúndsson, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, hef ur verið dómnefndarmaður á kappreiðum félagsins frá upp- hafi. Á kappreiðum Stíganda hefur komið fram margt álitlegra stökkhesta en nafntogaðastur þeirra er öldungurinn Fengur Benedikts Péturssonar á Vatns- skarði, en hann er nú kominn drjúgan spöl á þrítugsaldurinn. Fengur hljóp á fyrstu kappreið- um félagsins umarið 1945, þá 7 vetra gamall og síðan jafnan úr því fram yfir tvítugt og minnist ég þess ekki að hann hafi nokkru sinni gengið frá leik án verðlauna. Hér skal að öðru leyti ekki fjölyrt um starfsemi Stíganda að sinni, en vera má, að frekar verði frá henni skýrt er félagið minnist tvítugsafmælis síns. Á kappreiðunum þann 19. þ. m. urðu úrslit þessi: 250 m hlaup. 1. Faxi Stefáns Hrólfssonar á Keldulandi, 6. v., 20,9 sek. 2. Höttur Þorkels Sig- urðssonar á Barkarstöðum í Svartárdal, 5 v., 21,0 sek. 3. Faxi Ásdísar Sigurjónsdóttur, Syðra- Skörðugili, 5 v., 21,1 sek. 300 m hlaup. Þar náði enginn hestur tilskyldum tíma til fyrstu verðlauna en önnur verðlaun hlaut Bliki Kristjáns Gunnars- sonar, Varmalæk, 8 v., 24,3 sek. Þriðju verðlaun Svarti-Skjóni Stefáns Hrólfssonar Keldulandi, 10 v., 24,8 sek. 350 m hlaup. Enginn hestur náði heldur þar fyrstuverðlauna tíma, en önnur verðlaun fékk Léttfeti Jóns Gíslasonar, Sauð- árkróki, 12 v., 28,5 sek og þriðju verðlaun Hörður Bene- dikts Péturssonar, Vatnsskarði, 8 v., 28,5 sek., en sjónarmunur réði úrslitum. Þriðji Þjarkur Harðar Hjaltasonar, Víðiholti, 7 v., 28,7 sek. Aðeins einn hestur, Ófeigur Péturs Sigfússonar í Álftagerði „lá“ skeiðsprettinn á enda en náði ekki verðlaunatíma. Tólf hross tóku þátt í gæðinga keppni. Um alhliða góðhesta, þrjá hina fyrstu, féllu dómar þannig: Fluga Sveins Guðmundssonar Sauðárkróki, 6 v., meðaleink- unn 8,25. Hrönn Páls Sigurðs- sonar frá Hofi, 7 v., meðaleink- unn 8,18. Gustur Páls Ólafsson- ar, Starrastöðum, 5 v„ meðal- einkunn 8,08. Klárhestar með tölti: Snarfari Jósafats Felixssonar, Húsey, 21 Vallabökkununt v„ meðaleinkunn 7,9. Silfurtopp- ur Halldórs Sigurðssonar frá Stokkhólma, 9 v„ meðaleinkunn 7,45. Sleipnir Friðriks Stefáns- sonar, Glæsibæ, 7. v„ meðaleink unn 7,41. Starfsmenn kappreiðanna voru: Vallarstjóri: Magnús H. Gíslason, Frostastöðum. Dóm- nefnd kappreiða: Sveinn Guð- mundsson, Sauðárkróki, Jóhann Jóhannsson, Sólheimum og Steinbjörn Jónsson, Hafsteins- stöðum. Skeiðvallanefnd: Ottó Þorvaldsson, Víðimýrarseli, Frosti Gíslason, Frostastöðum, Sigmundur Magnússon, Vind- heimum, Baldur Hólm, Páfa- stöðum og Jósafat Felixsson, Húsey. Ræsir: Pétur Helgason, Sauðárkróki. Dómnefnd góð- hesta: Pétur Helgason, Sauðár- króki, Gunnar Oddsson, Flata- tungu og Magnús H. Gíslason, Frostastöðum. Yfirtímavörður: Guðjón Ingimundarson, Sauðár- króki. — mhg ÞORSKURINN TOLL- IR f TÍZKUNNI! Á MÁNUDAGSMORGUNINN hittum við Sigurð Jóhannsson sjómann niður við höfnina, og spurðum hann hvort þorskur væri genginn í Fjörðinn. Hann kvað svo vera, en misjafnlega gengi að ná honum. Um dáginn fór Sigurður við annan mann á bát alla leið út á Rauðuvík. Hvergi var fiskur. Vorum við búnir að fá 2 eða 3 fiska, sagði hann, þá tókum við stengurnar og reyndum „Toby“-spón, og fengum 3—400 pund á stuttum tima. Hið sama endurtók sig út hjá Víkum. Já, þorskurinn tollir í tízk- unni, og þegar hann læzt ekki sjá góða síld eða aðra girnilega beitu, á hann það til að taka spón af sh'kri græðgi, sem að framan greinir. Q - FLUGDAGURINN (Framhald af blaðsíðu 1) brytu hljóðmúrinn, en flug- mönnum mun hafa verið bann- að það af ótta við skaðabótakröf ur, sem á eftir kynnu að fylgja. Dregið var í happdrætti því, sem efnt var til. En happdrættis miðum var dreift yfir bæinn úr flugvél á laugardaginn og um kvöldið lenti sviffluga á íþrótta- vellinum á Akureyri. Henni stjórnaði Arngrímur B. Jóhanns son. Kynnir flugdagsins var Karl Magnússon járnsmiður. Gizkað var á, að gestir á þess- um fjórða flugdegi á Melgerðis- melum hafi verið á þriðja þús- und, og skemmtu þeir sér hið bezta. Formenn þeirra samtaka, sem efndu til hins velheppnaða flug- dags, eru þessir. Formaður Flugbjörgunarsveitarinnar er Halldór Ólafsson, formaður Svifflugfélagsins er Arngrímur B. Jóhannsson og skólastjóri Flugskólans er Tryggvi Helga- son. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.