Dagur - 12.08.1964, Side 1

Dagur - 12.08.1964, Side 1
Dagur Remur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 12. ágúst 1964 — 64. tbl. Rakst þrisvar á togarabryggjuna á Ak. GRIMSBYTOGARI kom að tog arabryggjunni á Akureyri sl. fimmtudag og rak stefnið, óþarf- lega kiúrt, í kantinn, án telj- andi skemmda þó. Skipstjóri togarans, ungur maður, var veikur og var þegar fluttur á sjúkrahús. Þegar togarinn síðar losaði landfestar, rak hann skutinn nyrzt í bryggjuna og hjó gat á hann. Togarinn lagðist nú að á ný, en ekki tókst þá betur til en svo, að hann renndi á bryggjuna og skemmdi hana og dældaði stefnið. Voru nú fengnir kafar- ar að sunnan til að athuga skemmdir, en iðnaðarmenn á Akureyri gerðu við skipið til bráðabirgða. □ Kafarar að sunnan að búa sig undir að athuga botn skipsins. Nokkrir ai áhöfn.nni sleikja sólskinið. (Ljósmynd: E. D.) Listaverk sett upp á Akureyri HANN Á AÐ ATHUGA SKATTAFRAMTÖL LANDSMANNA FYRIR nokkru var auglýst em- bætti forstöðumanns hinnar nýja skattarannsóknardeildar, sem stofnuð er við embætti rík- isskattstjóra. Hlutverk deildarinnar er að koma í veg fyrir hin tíðu skatt- svik og framkvæma bókhalds- rannsóknir í sambandi við fram- töl. Má því ætla að þarna sé ærið verkefni. . Um stöðu þessa sótti aðeins Guðmundur Skaftason lögfræð- ingur á Akureyri og fær hana eflaust. Honum til aðstoðar verður ráðinn deildarstjóri og fjórir fulltrúar. Guðmundur Skaftason er lög- fræðingur að menntun, einnig viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Hann er mikil- virkur og fær maður á sínum sviðum, svo sem störf hans und- anfarin ár á Akureyri sýna. — Mun því vel ráðið í hið nýja embætti. □ Undirbúningur dráftarbrautar og stál- skipasmíðastöðvar á Ak. VERKFRÆÐINGAR vinna nú að athugunum á skilyrðum fyr- ir nýjan slipp og stálskipasmíða stöð á Akureyri. En það verk- efni ákvað hafnamefnd bæjar- ins og vitamálastjórn að láta fara fram á þessu sumri. Verkfræðingarnir munu skila álitsgjörðum í haust, en fyrir- fram er talið víst, að athugun þeirra leiði það enn betur í ljós, sem fullljóst sýndist áður, að aðstaða við núverandi slippstöð á Oddeyrartanga, sé hin hag- kvæmasta, hvað bæði þessi mál snertir. Ný slippstöð, er geti veitt ört vaxandi skipastóli og stærri skipum en áður, hina fullkomn- ÁKVEÐIÐ ER að landslið Bermuda í knattspyrnu, sem háði landsleik við ísland á mánudaginn, komi hingað til Ákureyrar og keppi við lið ÍBA ustu þjónustu og bygging stál- skipasmíðastöðvar, — hinnar fyrstu á Norðurlandi, — virðast nú þokast í rétta átt, og er það vel. Um þörfina fyrir þessar fram- n. k. fimmtudag 13. þ. m., og hefst leikurinn kl 8 e li I»að er mikill viðburður að fá þetta lið hingað og mun það vera í fyrsta sinni, sem heima mönnum gefst tækifæri á að sjá hörundsdökka menn í knatt- spyrnukeppni hér. Á sunnudag kl. 4 e. h. verð- ur háð hér á íþróttavellinum á Akureyri bæjakeppni í knatt- spymu milli Keflavíkur og Ak- ureyrar Þessir sömu aðilar léku sam- an í Keflavík í vor og unnu þá Keflvíkingar með 2 mörkum gegn engu. Verður fróðlegt að vita hvemig fer nú, en knatt- spyrnulið þessara staða eru al- mennt talin með þeim sterkustu í landinu uni þessar mundir. □ Landslið Bermúda til Akureyrar Bæjakeppni við Keflvíkinga á sunnudaginn Síld til Húsavíkur Húsavík 11. ágúst. Hingað komu í gær skipin Helgi Flóventsson, með 1500 mál og tunnur, Nátt- fari, með 1800, og Héðinn, með 1000. Saltaðar voru 600 tunnur úr Helga Flóventssyni, en minna úr hinum. Saltað var á öllum þremur söltunarstöðvun- um. — Áður voi'u 26000 mál komin í bræðslu og 2200 tunnur í salt. Byrjað er að bora í botni Laug ardals, norðan við kaupstaðinn. Borholan á Húsavíkurtúni gaf hvorki vatn eða hita og var hún 300 m djúp. Þ. J. leið til Siglufjarðar, en sendi út neyðarkall undan Brimnesi við Borgarfjörð, þá orðin lek. — Grótta fylgdi lienni til hafnar, hingað til Vopnafjarðar, einnig varðskipið Þór. — Hér var Hild- ur losuð og hætti þá að leka. Okkur sýndist hún vera að gliðna meðan síldin var í henni. K. W. Á 100 ÁRA AFMÆLI Akureyr- arkaupstaðar, 1962, bárust hon- um m. a. tvö listaverk, sem nú er verið að setja upp. Það eru eirstyttur. Önnur styttan er eftir Ás- mund Sveinsson, Systurnar, og var henni valinn staður í hvamminum austan við Anda- pollinn. Styttu þessa gaf Reykja . víkurborg og var afsteypan gerð í Noregi. Hin styttan hefur verið sett upp á litlum grasbletti sunnan við Búnaðarbankaútibúið. Sú stytta er gjöf frá vinabænum Álasundi, eftirlíking af þekktu listaverki, Litla fiskimanninum. Bæjarbúar fagna gjöfum þess um. Ekki er blaðinu kunnugt um, hvort einhver opinber at- höfn fer fram af þessu tilefni. — Myndin er af Systrunum, lista- verki Ásmundar. (Ljósm.: E..D.) kvæmdir hefur oft verið fjallað hér áður, síðast fyrr á þessu sumri í viðtali við Skafta Ás- kelsson forstjóra Slippstöðvar- innar á Akureyri. Svör verkfræðinga, sem búast rná við fyrir veturinn, og álits- gerðir um framangreindar fram- kvæmdir, eru að sjálfsögðu mik- ilvæg. Verði þau jákvæð og svari til þess álits, sem fróðir menn í bænum og gagnkunnug- ir staðháttum, hafa á þessum málum, verður að sjálfsögðu hafist handa um annan undir- búning. Akureyringum er nauðsynlegt (Framhald á blaðsíðu 7). Vopnafirði 11. ágúst. Við feng- um hingað 5 báta með síld s.l. sólarhring og verið er að landa og salta. Fyrir nokkrum dögum feng- um við skip með 2800 mál sild- ar, alveg óvænt. Það var Hildur frá Reykjavík (áður Pólstjam- an, gamall tundurduflaslæðari frá stríðsáruniun), sem var á

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.