Dagur - 12.08.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 12.08.1964, Blaðsíða 2
HIillBSillll Island vann Bermuda 4:3 Glæsilegur fugþrautarsigur Islendinga UM síðustu helgi fór fram á Laugardalsvellinum í Reykja- vík tugþrautarkeppni milli Nor- egs, Svíþjóðar og íslands. Var keppni þannig hagað að hvert land sendi þrjá menn til leiks, en stig tveggja beztu frá hverju landi lögð saman. íslendingarnir náðu ágætum árangri í keppninni og unnu með glæsibrag. Valbjörn Þor- láksson setti íslandsmet, Kjart- an Guðjónsson unglingamet og Olafur Guðmundsson drengja- met. Ber þessi árangur ljósan vott um að frjálsar íþróttir séu á uppleið hér á landi. Valbjörn náði nú lágmarki því sem þurfti til að komast á Olympiuleikana í haust í Japan. Árangur hans var jafn í flestum greinum, en talið er að hann geti náð enn betri árangri við hagstæðari skilyrði. Lokastig landanna í keppn- inni: ísland 13241, Noregur 12270 og Svíþjóð 12249. Stig einstakra keppenda urðu þessi: Valbjörn Þorláksson ísland 7024 M. Schie Noregur 6338 T. Carbe Svíþjóð 6236 K. Guðjónsson ísland 6217 K. Eriksson Svíþjóð 6013 P. von Scheele Svíþjóð 5981 O. Lerfald Noregur 5932 K. Skramstad Noregur 5722 O. Guðmundsson ísland 5568 Hvaða filgsnp þjóna slík skrif? „K.4TIR VORU KARLAR ' í VOR og sumar hafa þrjú Reykjavíkurfélög leikið æfinga- leiki í knattspyrnu við Akur- eyringa, ýmist í Reykjavík eða norður á Akureyri. Reykjavík- urfélögin, sem að vísu eru öll í I. deild, hafa tapað leikjunum með alls 18 mörkum gegn 2. Við fyrstu sýn er þetta æðimikill ósigur, en að sama skapi mikill sigur fýrir Norðanmenn, sem nú leika í II. deild, eins og er. En við nánari athugun er hér ekki Gísli Bragi, Hermann og Ragnar. m (Ljósmynd: S. B.) Hermann Ingimarsscn varð golf- meisfari Akureyrar 1964 GOLFMÓT Akureyrar hófst s.l. fimmtudag og lauk á sunnudag- inn. Gott veður var alla dagana og völlurinn í bezta lagi. Kepp- endur voru með færra móti og HSÞ-UMSE LEIKA Á FIMMTUDAG FYRSTI leikurinn á Knatt- spyrnumóti Norðurlands í ár fer fram á Laugalandsvelli n. k. fimmtudag og hefst kl. 5 e. h. — Eigast þá við HSÞ og UMSE. □ Valur sigraði ÍBA ÞRIÐJI aldursflokkur Vals var á ferðalagi hér í vikunni og keppti við ÍBA í knattspyrnu. A-lið Vals vann A-lið ÍBA með 3 mörkum gegn engu. B-lið sömu félaga kepptu og vann Valur þann leik eiruiig með 4:1. Vals-piltarnir voru bstri og fengu verðskuldaða sigra. ÍBA- drengirnir eru yfirleitt minni vexti þó svipaður aldur sé hjá báðum. □ vantaði nokkra af beztu golf- leikurum bæjarins, þ. á. m. Magnús Guðmundsson núver- andi íslandsmeistara í golfi, Gunnar Sólnes o. fl. Magnús stundar nú golfkennslu í Kefla- vík og Reykjavík. Baráttan um meistaratitilinn var mjög jöfn og spennandi milli Gísla Braga og Hermanns Ingimarssonar og lauk veð sigri þess síðarnefnda, sem hafði einu höggi minna. — Leiknar voru alls 72 holur. Urslit urðu þessi: Meistaraflokkur. Akureyrarmeistari Hermann Ingimarsson 316 högg Gísli Bragi Hjartarson 317 högg Ragnar Steinbergssftn 323 högg Hafliði Guðmundsson 327 högg Jóhann Þorkelsson 329 högg Fyrsti flokkur. Hörður Steinbergsson 349 högg Reynir Adólfsson 353 högg Gunnar Berg 354 högg Mótstjóri var Sigurbjörn Bjarnason. □ um að ræða eins stórfellda sigra og virðast mætti. Þegar leikir þessir eru skoðaðir í ljósi þeirra staðreynda, að hér sé aðeins um ósköp venjulega æfingaleiki að ræða, sem auk þess eru að miklu leyti skipaðir liðsmönn- um, sem að öllum jafnaði leika ekki í I. deild, eða eru þar í mesta lagi varamenn, auk II. flokks pilta. Einnig eru æfingaleikir yfir- leitt ekki eins harðsóttir og keppnisleikir, þar sem að bar- izt er af hörku um hvert stig til sigurs. Að þessu athuguðu, föln- ar sá mikli sigurljómi til muna, sem í þessu sambandi hefur leikið um hina vigreifu norð- lenzku knattspyrnukappa. Sem sé hin glæsta gloría rýrnar öll og skreppur saman í tiltölulega lítinn hnoðra, þrátt fyrir mikla viðleitni heimamanna til að halda henni við, að ekki síður ýmissa íþróttafréttamanna við sum Reykjavíkurblöðin, sem vart eiga nógu sterk orð til að lýsa hinum norðlenzku snilling- um, og spyrja meira að segja í opinberri fávizku sinni: Er bezta knattspyrnulið íslands í II. deild? Ja, fyrr má nú vera fyrirmununin. Þó vissulega skuli það fúslega viðurkennt að Akureyrskir knattspyrnumenn eigi margt gott til,á sviði sinnar íþróttar, það hafa þeir sýnt. En að þeir standi þrepinu ofar við aðra ísl. knattspyrnumenn í dag, vegna sigra í nokkrum æfinga- leikjum. Er það ekki heldur þykkt smurt? Ekki hvað sízt þegar þess er að minnast að í þeim eina leik, sem Akureyr- ingar hafa leikið í vor við I. deildar lið, fullskipað, urðu þeir að láta í minni pokann, og tókst ekki einu sinni að skora eitt mark, hvað þá fleiri. — Þetta var í bæjarkeppninni við Kefla- vík, sem fram fór 9. maí s.l. Þessa leiks og úrslita hans væri Akureyringum hollt að minnast, þegar þeir, þrátt fyrir meðfætt lítillæti eru að ganga fram af sér í ofmetnaði vegna hinna „stóru“ sigra yfir Reykjavíkur- félögunum í æfingjaleikjum. Keflvíkingur. ATH. LOKSINS tókst íslendingum að vinna landsleik í knattspyrnu. Á mánudagskvöldið kepptu þeir við Bermudamenn og unnu þá með 4 mörkum gegn 3. Hinir hörundsdökku leikmenn Bermuda áttu þó frumkvæðið og skoruðu þegar 8 mínútur voru af leik. íslendingar jöfnuðu síðan og bættu öðru marki við og þannig lauk fyrri hálfleik, 2:1 fyrir ísland. Snemma í síðari hálfleik skor- uðu íslendingar þriðja mark sitt. Eftir það seig á ógæfuhlið okkar manna og Bermuda tókst að jafna metin. íslendingar sóttu fast á síðustu mínútur leiksins og voru ákveðnir í að gera sitt bezta. — Og tækifærið kom. — Ríkharður tók hornspyrnu og gaf vel fyrir markið, þar sem Ellert Schram var vel staðsett- ur og skallaðj glæsilega í mark. Þannig lauk leiknum 4:3 fyrir ísland, en ekki mátti tæpara standa með sigurinn, því aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka þegar sigurmarkið kom. Eftir lýsingu að dæma voru leikmenn Barmuda nokkuð leiknir og sprettharðir. fslenzka landsliðið sýndi baráttuvilja og margir leikmenn þess áttu góð- an leik. Þórólfur Beck lék nú með , og að sögn margra, sem á horfðu, átti hann mikinn þátt í sigrinum. Jón Stefánsson, Akur- eyri, lék með landsliðinu og Skúli Ágústsson var varamað- ur. Q Breyttur æfingatími ÞESSA dagana stendur yfir frjálsíþróttanámskeið á Akur- eyri. Þar kennir bandarískur maður, Thomas Ecker að nafni, sem hlotið hefur viðurkenningu sem góður þjálfari. Æfingatím- um hefir nú verið breytt frá þvf sem sagt var í síðasta blaði. — Hefjast þær daglega kl. 6 síð- degis. □ Metveiði í nokkrum laxám Utflutningur á laxi hófst í júlímánuði JÁ, ÞANNIG skrifa þeir stundum fyrir sunnan og fá jafnvel birt í blöðum. — Vegna þess, hve þeir eru fáir, sem lesa Alþýðublaðið hér um slóðir, en þar birtist bréf þetta s.l. laugar- dag, er það endurprentað hér. Bréfkornið, þessi kveðja að sunnan, er ekki birt ónafn- greindum höfundi til vansæmd- ar, heldur til að sýna þá erfið- leika íþróttamanna, að halda merki „hins sanna íþróttaanda" og drengskapar nægilega hátt á lofti. □ í GÆR tjáði Veiðimálaskrifstof- an blaðinu, að í nokkrum þekkt- um láxám landsins væri met- veiði í sumar. En í heild væri útlit fyrir gott laxaár, þótt ár væru misjafnar, sem ætíð áður og áraskipti nokkur að laxa- gengd. í Borgarfjarðarhéraði er veiði mjög mikil, svo sem í Norðurá og Þverá, ennfremur í Laxá Leirársveit. í Miðfjáx-ðará höfðu í gær veiðst 1000 laxar og var veiði góð í júlímánuði en hefur þó stundum verið betri. Blanda hafði gefið 488 laxa hinn 28. júlí og er það mjög gott. f Svartá gengur laxinn síð- ar en þó höfðu á sama tíma veiðst þar 208 laxar og veiðin aukizt síðar. í Ölfusá og Hvítá var neta- veiði mjög góð. í Þjórsá var líka mikil netaveiði. Þessar ár ná þó ekki aflameti, enda á sumum stöðum stangarveiði, þar sem áður var eingöngu veitt í net. Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu var mun örlátari framan af en í fyi’ra, en nú hamlar hinn mikli gróður árinnar veiðum að ein- hvei-ju leyti. f Vopnafirðj gekk lax fremur seint og sömu sögu er að segja um laxár í Þistilfirði. Eyjaflug h.f. Svo nefnist eigandi að nýrri flugvél, sem komin er til Vest- mannaeyja. Flugvélin heitir Helgafell og er af De Haviland Dove-gerð og hefur sæti fyrir 9 farþega. □ Útflutningur á laxi hófst í júlímánuði. Einstakir bændur í Boi-garfirði hafa sent út allmik- ið af frystum laxi og SÍS sendl út lax með Brúarfossi í fyrra mánuði. Vegna tregrar sölu á laxi hafa ýmsir bændur, sem lönd eiga að laxveiðiám, heldur kosið að leigja veiðiréttinn, en veiða laxinn sjálfir og selja hann. □ Kappreiðar í Austur- Húnavatnssýlu KAPPREIÐAR Hestamannafé- lagsins Óðins í Austux-Húna- vatnssýslu fór fram á skeiðvelli félagsins við Húnaver sunnudag inn 2. ágúst s.l. — Helztu úrslit urðu þessi: 250 m folahlaup. 1. Faxi, 6. v. Eig. Guðm. Sigfússon Eiríks- stöðum, 20,2 sek. 4. Hringur, 5 Eig. Friðrik Gissurarson Vala- dal, 20,0 sek. 3. Hrímnir, 6 v. Eig. Kristján Jósefsson Torfu- stöðum, 20,0 sek. 4. Hringur, 5. v. Eig. Björn Sigurðsson Leifs- stöðum, 20,2 sek 300 m hlaup. Gx-ámann, 8. v. Eig. Steinbjörn Jónsson Haf- steinsstöðum, 23,4 sek. 2. Nasi, 7. v. sama eiganda, 23,5 sek. 3. Lýsingur, 10. v. Eig. Sigurður Þorkelsson Barkarstöðum, 23,5 sek 350 m hlaup. Garpur, 10 v. Eig. Þorkell Sigurðsson Bax'kax- stöðum, 26,3 sek. 2. Léttfeti, 12. v. Eig. Jón Gislason Sauðár- ki’óki, 27,3 sek. 3. Þjarkur, 7. v. Eig. Hörður Hjartarson Víði- holti, 27,3 sek. 250 m skeið. Elnginn hestur náði tíma til fyrstu verðlauna. Beztum árangri náðu Ófeigur, 14. v. Eig. Pétur Sigfússon Álfta gerði og Glaður, 12 v. Eig. Björn Jónsson Gili, S. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.