Dagur - 12.08.1964, Page 4

Dagur - 12.08.1964, Page 4
4 B Selveiðin í Húsey í Hróarstungu Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyrl Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: * JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hin Jþingræðislega leið NÚ ER liðið hátt á sjötta ár síðan Framsóknarflokkurinn átti þátt í ríkisstjórn hér á landi. Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, vinstri stjómina, í desembermánuði árið 1958. Stjóm hans hafði verið við völd um rúml. tveggja ára skeið, en vinstri stjómin var mynduð sumarið 1956. Með þeirri stjórnarmyndun hafði Fram- sóknarflokkurinn gert merkilega og sögulega tilraun til að koma á því fyrirkomulagi, að ríkisvaldið hefði samráð við stéttarsamtökin um lausn efnahagsmála. Flokkurinn hafði dreg ið þá ályktun, samkvæmt þróun mála eftir 1950, að slíkt samstarf væri tíma- bært orðið og óhjákvæmilegt. Sjálfstæðisflokkurinn og hluti Al- þýðuflokksins gerðu allt sem unnt var, til að gera þetta samstarf ríkis- valds og stéttarfélaga sem erfiðast. Sjálfstæðisflokkurinn vann þá að kauphækkunarkröfum, og beitti t. d. mjög áhrifum sínum í verkalýðsfé- lögunum til þessa. Hann taldi þjóð- arbúið og atvinnuvegina þola hærra kaupgjald í landinu, enda þótt lífs- kjör væru betri þá á okkar landi, en bæði fyrr og síðar, og kaupmáttur launanna væri þá við það miðaður, að 8 stunda vinnudagur nægði flest- um til viðunandi lífs. Vinstra samstarfið, milli Framsókn arflokksins, Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins, var ekki nægilega traust, og á því bláþræðir. Einar Olgeirsson lagðist á sveif með Sjálfstæðisflokknum gegn vinstri stjóminni, er hún flutti stjóm arfrumvarp um efnahagsmál vorið 1958. í nóvember sama ár fór for- sætisráðherra fram á það við Al- þýðusambandsþing, að veittur yrði tímabundinn frestur á greiðslu vísi- töluhækkunar á kaupgjaldi meðan reynt væri nýtt samkomulag við stéttarsamtökin til að sporna við yfir vofandi vexti dýrtíðar. Forysta A1 þýðusambandsins var veik, og meiri hluti Alþýðusambandsþings neitaði forsætisráðherranum um frestinn Margir báru kinnroða fyrir þessari afstöðu sinni síðar, þeir, sem töldu og telja enn líklegast, að á breiðum samningsgrundvelli einum, líkym þeim, sem vinstri stjórnin var byggð á, sé líklegast að ná viðunandi áfanga í lausn íslenzkra efnahagsmála. Vinstri stjórnin liafði meirihluta Alþingis að baki sér í desemberbyrj- un 1958. Hún hefði getað setið leng- ur — en þá án samstarfs við stéttar- samtökin, og látið dýrtíðina vaxa án þess að fá við það ráðið. En forsend- urnar fyrir mundun hennar voru brostnar. Hermann Jónasson fór með samþykki þingsflokks Framsókn (Framhald á bls. 7.) Ingólfur Lárusson bóndi í Gröf segir frá FRÉTTIR herma, að verð á sel- skinnum hafi hækkað mjög í verði síðustu ár, og hefur það eflaust örfað fréttir af selveið- um, sem á allmörgum stöðum á landinu teljast til mikilla hlunn inda viðkomandi landeigenda. En þar eru þá selalátur og hin verðmiklu skinn eru kópaskinn. í Hróarstungu, upp af Héraðs- flóa, núlli, jökulsár og Lagar- fljóts, er mikið selalátur og hefor lengi verið. í Tiúsey, sem ' þar gtendur, er tvíbýli og kópa- veiðin stunduð af kappi hvert vor, einkum síðan kópaskinnin urðu svo verðhá, sem nú er orðið. Bóndinn í Gröf, Ingólfur Lár- usson, var mörg ár í Húsey, þá ungur maður og stundaði þessa veiði. Blaðið leitaði fregna hjá honum um veiði þessa og fer frásögn hans hér á eftir, laus- lega endursögð. Ég var 5 ár í Húsey, og á vorin, frá miðjum maí og til miðs júlímánaðar gerði ég ekk- ert annað en veiða sel. Það var unnið á vöktum, tveir og tveir saman og lagði hvort bú til tvo menn, en þarna var tvíbýli og er enn. Selurinn kæpir á eyrum við ána, mest um ármótin, þar sem nefndar ár koma saman og allt að 3—4 km upp með ánum, einkum Jökulsá. Þegar ísa leysir á vorin geng- ur selurinn upp vötnin, en hann heldur sig mikið við árósana á vetrum og liggur oft hópum ■ ... um kvíslum og á grynningum. Notaðir eru litlir prammar til að reka kópana á grynningarn- ar. Oft liggja mæðurnar uppi á eyrunum með kópana við hlið sér. Þegar þær verða manna varar flýta þær sér í vatnið og taka kópana með sér. En kóp- arnir eru seinni og líka for- vitnir. Mömmurnar velta þeim þá með sér og í vatninu slá þaer iil þeirra ef þeir ætla að , slóra. Enda -er þama kapp- hlaup upp á líf og dauða, þótt kóparnir geri sér, þess ekki fulla grein, eins og mæðurnar eflaust gera. Eldri kóparnir skríða oft upp á grynningar á morgnana til að sofa, einkum þegar sólskin er. Þá eru veiði- vonir beztar og auðveldast að ná þeim. í ánni er alltaf einhver full- orðinn selur. Karlselurinn dreif- ir sér um stórt svæði og fer allt að 8 km upp í ána. Kóparn- ir verða fljótt lúnir, ef þeir ætla lengi að synda móti straumi og eru þá fegnir að skríða á land. En þar er veiði- manninum að mæta. Fyrir kemur, þegar kópurinn er sleginn að móðurinni ásjá- andi, að hún snýr við og vill verja afkvæmi sitt, jafnvel ráð- ast á banamanninn. Fyrrum voru slíkar snarlega rotaðar, en nú er bara danglað í þær svo þær flýi í vatnið. Það er ekki lengur eftirsótt að ná fullorðn- um sel til matar. Það eru skinnin og ekkert annað, sem SIIS I?.- - - - m _ - - - saman á ísskörum við ána, þar sem sjórinn hefur náð að brjóta. Svo byrjar selurinn að kæpa um miðjari maí. Þá er gengið við selinn og kóparnir rotaðir, þótt þeir séu ekki nema tveggja sól- arhringa gamlir. Þá eru skinnin hvað fallegust, mjög ljós, nema dökk á baki. Verðið fer ekki eftir stærð skinnanna, heldur eftir lit og einnig eftir því hve vel þau eru verkuð. Þegar kóparnir eru viku til tíu daga gamlir, fara mæðumar öðru hverju út í sjó til að veiða. Selamenn fylgjast vel með því og geta þá náð kópunum í litl- tugir í einum hóp. Þá heldur einhver hinna fullorðnu sela vörð. Hann liggur þar sem hæst ber og lítur með stuttu millibili allt í kring um sig og teygir sig þá eins hátt og hann getur, én fær sér svo augnabliksblund á milli. Þegar ná skal kópum úr slíkum hópi, verður að fara var- menn sækjast eftir. Og í sela- látrum gildir það sama og í stóði, þar sem folöld eru fram- leidd til slátrunar, að ekki má fækka hryssunum. Selveiðimenn ganga náttúru- lega að verki, án þess að láta sér bregða. En fyrst í stað getur enginn drepið kópana með köldu blóði, því það er eitthvað krakkalegt við þá. Og fullorðni selurinn er myndarleg og vitur skepna, bæði urta og brimill. Stundum kemur það fyrir, að fjöldi sela liggur uppi á ein- hverri eyrinni, bæði fullorðnir selir og kópar, kannski fleiri INGÓLFUR LÁRUSSON. lega. Veiðimaðurinn læðist þá í áttina, helzt í ánni sjálfri, við vatnsbakkann. Og ef einhver vindur er, verður veiðimaður að fara á móti vindi því selurinn er þefnæmur. Selurinn heyrir líka vel og verður því að varast að láta marra í grjóti og ekki má hósta eða ræskja sig. Maður mjakar sér áfram meðan vakt- selurinn fær sér blund. En ekki má róta sér þegar vaktselurinn athugar umhverfið. Ef maður kemst nærri selahópnum, t. d. í tíu metra færi við þann næstá eða svo, en mál til komið að hefja áhlaupið, með rotarann í hendi. Maður spi-ettur þá upp og hleypur til selanna. Það verð ur uppi fótur og fit, því selirnir steypa sér í vatnið, eins fljótt og þeir geta. Er þá feikna buslu- gangur. En kóparnir eru seinni að komast í vatnið og verður það jafnan bani nokkurra þeirra. Við slíkar aðstæður er oft hægt að ná 4—8 kópum. En hamingjan hjálpi þeim manni, sem af óvarkárni færi milji sela- hópsins og vatnsins og sæist þar. Selirnir myndu óðar steypa sér yfir hann og það yrði annað en gaman, því fullorðnir selir eru stórar skepnur og gyimmar, ef því er að skipta. Þegar líður á veiðitímann er skipt um veiðiaðferð. Þá eru selanetin tekin til notkunar. Kóparnir halda sig við straum- strenginn í ánni. Netið er látið reka undan straumi og ánetjast kóparnir. Þá eru kóparnir orðn- ir nokkuð stórir, því þeir vaxa mjög fljótt og safna á sig spik- lagi, og smám saman taka þeir upp hætti fullorðnu selanna og reyna að fylgja þeim eftir, eins mikið og þeir geta. Þá er naum- ast hægt lengur að komast að þeim á landi til að slá þá. Pramminn, eða bátkænan, er dregin með dráttarvél 10—12 km upp með ánni. Þar er netið sett út ,í ána. Svo er haldið nið- ur eftir, allt fram að sjó. Um leið og einhver kópur ánetjast, er hann tekinn upp í bátinn og rotaður. Stundum kemur það fyrir, að fullorðinn selur kemur i netið og verður þá buslugangur. Þá hefst æfinlega hin erfiðasta við- ureign. Það verður að losa sel- inn úr netinu og er það stundum ekkert áhlaupaverk. Fullorðinn sel er ekki eða naumast unnt að rota í vatni. Hann setur spik- ið fram á hausinn og í vatninu er lítil mótstaða. Þegar drepa á fullorðinn netasel, dregur ann- ar.maður selinn yfir kænugafl- inn og heldur þá í afturhreyf- ana, en hinn er þá tilbúinn og rotar selinn um leið og hann kemur inn fyrir borðstokkinn. Við selalátur eru byssur bann- aðar, Lifandi selur í bátkrílinu er ekkert keppikefli. Selurinn bítur allt er fyrir verður og lætur óhemjulega. Ein ferð nið- ur ána tekur allt að 16 klukku- stundum eða meira. Og það starf hentar naumast aukvisum. í einni slíkri ferð hafa mest veiðst 68 kópar. Víða er um það rætt, að selur- inn fari fækkandi. í Húsey í Hróarstungu við Héraðsflóa er ekki þá sögu að segja. Um veiði magn árlega getur á ýmsu oltið, og fer það stundum eftir því, hvað veiðin er fast sótt. En nokkur hundruð skinn eru mik- il búbót, þar sem fyrir þau fæst fast að 2 þús. kr. hvert. En verk- unin þarf þá að takast vel og er það kapítuli út af fyrir sig. Blaðið þakkar Ingólfi Lárus- syni fyrir frásögnina. □ Sprengisandsleið SMÁTT OG STÓRT EINS OG áður er frá sagt í fréttum var lagfærð og merkt Sprengisandsleið frá Mýri' í Bárðardal að Fjórðungsöldu. Forgöngu hafði vegagerð ríkis- ins en nokkur sjálfboðavinna var látin í té af ungu fólki inn- an sveitar. Það var orðið að- kallandi að bæta og merkja þessa leið, svo margir fóru þar um. Slóðir voru margar og ógreinilegar og stundum lá við villum af þeim sökum. Sprengisandsleið var býsna fjölfarin ieið fyrr á árum. Forn- ar sagnir herma að hún hafi verið aðal samgönguleið milli Suðvestur- og Norðausturlands. Eftir 1930 verður fáfarnara um Sprengisand. Þá koma bílarnir til sögunnar og eru þá aðrar leið ir tiltækilegri þótt ekki væru enn sniðnar við hæfi þeirra. Þá fer líka annað og fleira fólk að ferðast langleiðir en áður. Áður en saga bílsins hefst, sem sam- göngutækis, eru það hestarnir sem ferðast er á. Á ýmsu gat gengið í slíkum ferðum yfir há- lendið, því fljótt skipast veður á þessum slóðum. Á þessum árum var farin nokkuð önnur leið en nú er far- in á bílum. Sú leið lá suður vestan íshólsvatns um íshól (býli sem fór í eyði um s.l. alda- mót), vestur yfir hálsinn milli íshólsdals og Mjóadals og siðan fram Mjóadal svo langt sem hann nær og síðan upp á hálend ið þar fram af. Áfangastaður og gististaður var við Kiðagil. Dældir norðan Fegurðarsarnkeppnin fer fram í svefnherbergjum dómaranna! segir Paula Williams í brezka sjónvarpinu FYRIR skömmu leysti tvítug fegurðardís frá skjóðunni í brezka sjónvarpinu, og það svo um munaði. Hún sagði hvað gerist að tjaldabaki, áður en fegurðardrottningarútnefningin fer fram og það var efnislega á þessa leið: Helmingur allra fegurðarsam keppna hefur verið til lykta leiddur áður en keppnin hefst. Því áður hefur önnur keppni farið fram. Hún fer að jafnaði fram í svefnherbergjum dómar- anna, þeirra, sem karlkyns eru. En þar vinnur sú, sem minnst sparar blíðu sína og kann skil á hvílubrögðum. Sjónvarpshlustendur hættu að deppla augunum og göptu af undrun yfir þessum upplýsing- um. En Paula átti þó eftir að segja meira. Hún kvaðst hafa tekið þátt í fjórum fegurðar- samkeppnum, og í öll skiptin var henni boðin vist í rúmum dómaranna, sem hún sagðist hafa afþakkað Svo langt hafði þetta gengið, sagði hún, að hún varð að tryggja svefnherbergis- hurð sína, til að verjast hinum „skylduræknu“ dómurum. Ummæli Paulu hafa vakið gilsins ofarlega sunnan undir Kiðagilshnjúk, og Áfangatorfur sunnan gilsins neðar. Talin var 10 klukkutíma lestagangur frá Mýri að Kiðagili. Öll þessi leið var greinilega merkt með vörð- um úr grjóti og torfi þar sem grjót var ekki nærtækt eða þá tréstengur. Tréspjöld voru á stöngum sem vísuðu á áfangastaði og vöru nöfn þeirra máluð eða skorin á. Við Kiðagil voru hag- ar, en svo ekki fyi-r en sunnan Sprengisands. Árið 1933 fer fyrsti bíllinn yfir Sprengisand, þó ekki neinn fjallabíll. Nokkur bið varð enn á að bílaferðir hæfust fyrir al- vöru þessa leið. Nú má segja að það sé daglegur viðburður að farið sé á bílum þessa leið. Um mSnaðamótin júlí—ágúst sl. höfðu farið yfir Sprengisand og um Bárðardal nær 80 bílar. Þ. J. (Framhald af blaðsíðu 8). fingur og lofaði m. a. að beinir skattar skyldu lækka og það þótti harla gott, enda beinlínis forsenda að farsælum samning- um. En nú hefur það hins vegar komið í Ijós, að þessi mikils- verða forsenda er ekki lengur fyrir hendi vegna vanefnda. — Beinu skattamir hafa óumdeil- anlega stórhækkað, samanber útsvörin. Þetta getur haft hinar örlagaríkustu afleiðingar, þar sem verkalýðsfélögin hafa verið svo herfilega svikin. Skattar launafólks munu hafa hækkað um allt að 100% síðan í fyrra, að því er fróðir menn telja. Loforð um skattalækkanir voru ekki aðeins ómerkilegar upphrópanir lieldur voru þau samningsatriði í þýðingarmiklum heildarsamn- ingum um kaup og kjör. Van- efndimar em því mjög alvar- legs eðlis. Nýtt gistihús á Sauðárkróki mikið umtal. Hún lét þess raun ar líka getið, að samkvæmt frá- sögn feðurðardísa, sætu þær stundum dýrindis veizlur í hót- elherbergjum, og hefði það aldrei brugðizt, að þær fegurð- ardísir hefðu einnig verið þátt- takendur í verðlaunaafhending- unni! Ljótt, ef satt er. □ Frostastöðum 3. ágúst. Fyrir fá- um dögum var opnað nýtt gisti- hús á Sauðárkróki og hlaut það við skímina nafnið Mælifell. Al- þýðuhúsið h.f. á Sauðárkróki er eigandi gistihússins og rekur það en í stjórn þess eru: Einar Sigtryggsson foi-maður, Erlend- ur Hansen, Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Frímannsson og Jón Karlsson. Magnús Bjarna- son hefur á hendi framkvæmda- stjórn og er naumast neinum gert rangt til þótt sagt sé að hann hafi öðrum fremur borið hitann og þungann af þessari framkvæmd. í tilefni af opnun gistihússins bauð framkvæmdastjóri þess og stjórn fréttamönnum til kaffi- drykkju í húsinu, sýndi þeim gestaherbergi og lýsti bygging- arsögu hússins í stórum þrátt- um. Upphaflega stóð þarna á lóðinni, sem er við Aðalgötu, gamalt timburhús, sem hluta- félagið keypti, reif og byggði í þess stað samkomu- og veitinga- hús og er þetta fjórða sumarið, sem þar er rekin greiðasala. Fyrir um það bil tveimur árum Hólafélag enduiTeist Sauðárkróki 10. ágúst. Fyrir nokkrum árum var haldinn Hóladagur einu sinni á ári og hélzt sá siður nokkur ár, í til- efni þess framtaks að reisa myndarlegan turn hjá kirkj- unni, svo sem kunnugt er. Nú er hugmyndin, að halda þeim sið áfram, að halda Hóla- dag, einn hátíðisdag á ári hverju. Verður slíkur dagur eða hátíð n.k. sunnudag, 16. ágúst, með allfjölbreyttri dagskrá Guðsþjónusta verður kl. 2 og predikar séra Friðrik A. Frið- riksson. Kirkjusöng annast Kirkjukór Siglufjarðar með und irleik Páls Erlendssonar organ- ista. Þá verður gengið frá end- urreisn Hólafélags, því næst gert hlé vegna veitinga og síðan hefst samfelld dagskrá nokkra stund með ávörpum, söng og kirkjulegum kvikmyndum. Eft- ir það verður Hólastaður skoð- aður undir leiðsögn fróðra manna. Full ástæða er fyrir velunnara Hólastaðar, að fjölmenna á kirkjuhátíðina á Hólum á sunnu daginn og gerast félagar Hóla- félags. Tilgangur Hóladags og vænt- anlegrar félagsstofnunar er sá, að vinna að kirkjulegrí endur- reisn á Hólum. (Fréttatilkynning.) HATÍÐISDAGAR HÆTTULEGIR Síðustu árin liafa ýmsir liátíð- isdagar ársins verið svo miklir hættudagar, að mönnum hefur staðið ógn af, einkum í sam- bandi við villimannlega áfeng- isneyzlu. 3000 tómar áfengis- flöskur á einum útiskemmtistað unglinga er nokkur vitnisburð- ur um drykkjuskapinn. En ölvun við akstur bifreiða hefur þjóðin sameinast um að fordæma, án undantekninga. Á því sviði er líka árangurinn svo mikill, að ekki verður i efa dreg inn. Áróðurinn gegn ölvun við akstur hefur án alls efa komið í veg fyrir marga árekstra og síórkostleg slys. Um þetta munu menn sammála. En þau eru fleiri slysin, sem beint eiga ræt- ur að rekja til ógætilegrar áfengisnotkunar. Eða hvað mætfi segja um hin mörgu sið- ferðilegu slys unga fólksins, sem drukkið hefur írá sér sóma- tilfinninguna. Ef áróðursþungan um væri beint gegn áfengisböl- inu almennt, í stað þess að ein- skorða Iiann við ökumenn, þá myndu liátíða- og frídagar fólks ekki verða hættudagar, svo sem nú er. En til þess þarf að bjarga blaðamönnum og for- ráðamönnum útvarps, sem sterk ustu áróðurstækjum þjóðarinn- ar ráða — úr blcytunni, svo og öðrum þeim, sem ábyrgðar- störfum gegna. □ var svo hafizt handa um stækk- un á húsinu með það fyrir aug- um, að geta tekið á móti ferða- mönnum til gistingar. Og nú er þeim áfanga náð. Tilbúin eru 6 herbergi á efri hæð og er eitt þeirra eins manns en hin tveggja. Sameiginlegt bað og snyrtiherbergi er á hæðinni en handlaugar í hverju herbergi, sem öll eru hin vistlegustu. Gert er ráð fyrir að á neðri hæð verði 4 tveggja manna herbergi en þau eru ófullgerð ennþá. Stærð hússins er um 1400 rúmmetrar. Ætlast er til að það verði rekið áruð um kring. Ragnar Emilsson arkitekt, teiknaði húsið. Yfirsmiðir voru: Einar Sigtryggsson og Þorberg- ur Jósefsson. Múrverk annaðist Kári Hermannsson, raflagnir Erlendur Hansen, Birgir Dýr- fjörð og Guðbrandur Frímanns- son, hurðir smíðaði trésmiðjan Borg á Sauðárkróki, teppi eru frá Axminster og húsgögn frá Jóni Óskarssyni. Forstöðukona hússins er frú Ingibjörg Stef- ánsdóttir. Með hinu nýja gistihúsi hef- ur batnað til muna aðstaða til fyrirgreiðslu ferðamanna, sem leið sína leggja til Sauðárkróks og er ástæða til að óska eigend- um hússins til hamingju með framtakið. — mhg — - Málverkasýning (Framhald af blaðsíðu 8). listamaður og hefir haldið sýn- ingar í Reykjavík árlega að undanförnu og tók þátt í stórri sýningu í Mexico fyrir nokkru síðan. Magnús er Akureyring- um að góðu kunnur. Hann hefir haldið hér 5 eða 6 sýningar áð- ur. Málverk eftir hann prýða mörg heimili, auk þess eru nokk ur í eigu opinberra stofnana hér í bæ. Margir munu leggja leið sína á sýninguna. — Sýning þessi verður flutt til Húsavíkur, þegar henni lýkur hér. □ -AUKIN UMFERÐARMENNING (Framhald af blaðsíðu 8). og hefur eflaust, ásamt dugleg- um varnaðarorðum Slýsavarna- félagsins, haft hina mestu þýð- ingu og komið í veg fyrir mörg slys. Mætti slíkur áróðursþungi einnig vera notaður til annars þrifnaðar í okkar þjóðfélagi. Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda hefur urp síðustu þrjár helgar unnið lofsverð sjálfboða- störf á þjóðvegunum. Hefur því verið minni gaumur gefinn en skyldi. Á Norðurlandi t. d. voru tveir vegaþjónustubílar og um þriðju helgina einnig sjúkrabif- reið með tveim sjúkrakörfum. Til siðastnefnda bílsins þurfti aldrei að taka, því slys urðu ekki á fólki. Hinsvegar hjálpuðu vegaþjónustubílarnir 45 bílum. Flestar voru bilanirnar lítils- háttar og fljótviðgerðar. En hjálpin var engu að síður mikil- væg þeim aðilum, sem hennar nutu, auk þess öryggis, sem hún veitti öðrum. Þá hafði landsím- inn starfrækta talstöð yfir þess- ar helgar og ber að þakka þá þjónustu, þótt hún þyrfti að vera stöðug. Á þessu er auð- sætt, að stuðningur margra manna við FÍB er ekki árangurs laus. Allt aðra sögu er að segja af umferðinni fyrir sunnan, enda e. t. v. eðlilegra í þeirri miklu umferð. Um verzlunarmanna- helgina er talið, að 15000 manns hafi lagt leið sína austur um sveitir. 1 Þórsmörk var í fréttum vel látið yfir framferði fólks, en þá var miðað við skrílslætin, sem einna frægust eru að endemum á íslandi í seinni tíð. Mikill undirbúningur var, vegna vit- aðra ferða unglinga í Þórsmörk, vín tekið úr bílum, unglingar fluttir úr Þórsmörk vegna drykkjuskapar o. s. frv. En þrátt fyrir þann undirbúning allan, sem gerður var eftir fund a. m. k. tveggja sýslumanna hjá dóms málaráðuneytinu, þurfti læknir, sem í Þórsmörk dvaldi, að lið- sinna meira en 100 manns, mörg um særðum eftir slagsmál. Og þar hafði sjúkrabifreið FÍB nóg að starfa við að flytja slas- aða menn og konur til Reykja- víkur, eftir að sjúkrahúsið á Selfossi var orðið yfirfullt. Á vegunum eru margir hættu legir staðir, sem ástæða er til að gera að umtalsefni, fólki til viðvörunar og þeim til ábend- ingar, sem sjá eiga um merking ar og annað það, sem lýtur að öryggi vegfarenda. Þar má t. d. nefna ræsin mörgu, sem eru styttri en breydd vegarins og stundum hálffalin í grasi og ómerkt eða illa merkt. Slík ræsi eru of mörg og hættuleg allri bifreiðaumferð. Þá eru ýmsir staðir, þar sem tvöfaldur vegur þarf að koma til öryggis, eins og þegar má sjá á nokkr- um stöðum norðanlands. Þá ber sérstaklega, og vegna nýs slysa- atviks við brúna á Djúpá í Ljósavatnsskarði, að benda á nauðsyn þess að setja upp ann- að og greinilegra hættumerki, en þar er nú. Þrjú bifreiðaslys á þeim stað bera um það ljósan vott, að þar þarf að gera veru- lega úrbót. Þegar litið er á umferðamálin í heild á Norðurlandi, er auðvit- að Ijóst, að margt má betur fara. Hitt er ekki síður athyglisvert, hve umferðin gekk snurðulaust og án teljandi árekstra og slysa um þær helgar ársins, sem mest á reyndi. □ MANNABEIN í FYRRADAG fannst gömul gröf — mannabein í kistu, aust- an við íbúðarhúsið á Gunnars- stöðum í Þistilfirði. Þar eru ekki sagnir um kirkju eða graf- reit. Mál þetta verður eflaust raimsakað nánar. □ GOÐUR YSUAFLI TÖLUVERÐUR ýsuafli er nú á Eyjafirði. Trillubátamir fá oft 1400—1500 pund í róðri, af ágætri ýsu. Sjómenn búast þó við meiri afla síðar, því ýsan gengur, segja þeir, meira þegar nótt lengist og dimma tekur. □ FYRIRSPURN SJÓMAÐUR biður fyrir eftir- farandi: Á Hrímbakur, sem hér liggur á Pollinum, að vera ljós- laus, eftir að fyrirskipaður Ijósa- tími fyrir öll skip er kominn, þ. e. frá 1. ágúst. Ljóslaus togari á Pollinum getur verið mjög hættulegur. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.