Dagur - 28.11.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 28.11.1964, Blaðsíða 8
8 MYND þessi var tekin í Elliheimilinu á Akureyri í fyrradag, þar sem félagskonur Framtíðar sýndu fréttamönnum nokkra af þeim munum, sem 6. desember verða á jólamarkaði kvenfé- lagsins á Ifótel KEA og kosta 30—500 krónur. Þar verður einnig kaffisala og skemmtiatriði. Munirnir eru gerðir af kvenfélagskonum sjálfum og mjög eigulegir. Allur ágóðinn rennur til Elliheimilisins. Þessir munir verða til sýnis hjá Kaupfélagi Verkamanna um næstu helgi. Á myndinni eru frúrnar Ásta Jónsson formaður Framtíðarinnar og Ragnheiður Bjamadóttir for maður jólamarkaðsnefndar (Ljósm.: E. D.) SMÁTT OG STÓRT J ÓLAM ARKAÐUR FR AMTÍÐ ARINN AR UM helgina geta bæjarbúar virt fyrir sér hina fögru hand- unnu muni Framtíðar-kvenna í verzlunargluggum Kaupfélags Verkamanna. En þeir verða síð an seldir á jólamarkaði á Hótel KEA 6. desember. Eflaust vilja borgaramir styðja ElliheiniHið, og það gera þeir með því að koma á markaðinn og taka þátt í viðskiptunum. Því allur ágóði markaðsins rennur þangað. Þarna er að finna hinar lieppi legustu jólagjafir handa fjöl- skyldunni, sem unnar eru af fórnfúsum höndum hinna ýmsu félagskvenna. Menn eru eindreg ið hvattir til að koma á jóla- markaðinn. ÞÚSUND KRÓNUR AÐGÖNGUMIÐINN í ráði er, samkvæmt fréttum að sunnan, að fá hingað til lands brezka bítla til hljóm- leikahalds í Reykjavík fyrir hina mörgu bítlaunnendur höf- uðborgarinnar. Ekkert húsnæði þykir nógu stórt þar í borg þegar annað eins stendur til. Þó var í ráði að hljómleikar yrðu haldnir, ef af heimsókn yrði, í stærsta íþróttasal borgarinnar. Ekki þykir ráðlegt að við slík tæki- færi séu stólar eða aðrir for- gengilegir hlutir, sem hægt er að brjóta eða brjóta með, í nám unda við samkomugestina, því æði grípur ungmenni á bítla- hljómleikum, svo sem frægt er. Átti því að selja stæði en ekki sæti og verðið áætlað 1000 kr. fyrir hvern aðgöngumiða! Þegar síðast fréttist stóð á svari yfirvalda og voru þau kvenþjóðarinnar anía, Liechtenstein, Nígería (að eins norðurhlutinn), Saudi-Ar- abía, Jemen og Sviss (að frá- teknum kantónum Genéve, Neuchatel og Vaud). Að því er snertir Saudi-Arab íu og Jemen er samt bent á, að þar hafi karlmenn ekki heldur kosningarétt. í Sviss mega kon- ur ekki kjósa eða vera í kjöri við alríkiskosningar. Undantekn ingarnar í kantónunum þremur, sem nefndar voru, eiga einung- is við kosningar innan kantón- anna. í ákveðnum bæjarfélög- um í Sviss hafa konur líka svip uð réttindi. Þær takmarkanir á kosninga rétti og kjörgengi kvenna, sem eru við lýði í sex öðrum ríkjum eru m.a. í því fólgnar,. að konur verða að vera læsar eða búa yf- ir ákveðinni kunnáttu, sem ekki er krafizt af karlmönnum (Guatamala, Portúgal og Sýr- land). í San Marino mega kon- ur kjósa, en ekki vera í kjöri. X Súdan er því öfugt farið. Sjötta landið er Sviss, þar sem konur í þremur áðurnefndum kantónum geta tekið þátt í kantónu-kosningum, verið í kjöri til embætta innan kantón- anna og til þjóðráðsins. Q eitthvað treg til að snara út 12 til 15 millj. ísl. króna virði í er- lendri mynt. AÐFERÐ VILLIMANNA Máttur hljómlistarinnar er mikill og orðið hljómlist rúmt liugtak. Þeir þjóðflokkar, sem oft eru nefndir villimenn og lít- ið hafa komist í snertingu við „menningu" hvítra manna, hafa sína eigin hljómlist þegar þeir skemmta sér. Þeir berja bumd- ur, blása í holar trjágreinar eða tréflautur, syngja og dansa eftir hljóðfallinu kring um elda á síðkvöldum. Þá er hátíð hjá þeim. Þegar hljóðfærasláttur, söngur og dans hefur staðið uni stund, segja áhrifin til sín. Fólkið byrjar að froðufella í stundaræði eða sefjun. Hvítir áhorfendur hafa Iýst þessu á hinn hryllilegasta hátt og eiga naumast orð yfir viðbjóð slíks veizlufagnaðar. VIÐ NOTUM LÍKA IILJÓM- LISTINA Á síðari árum hefur dansinn verið helzta skemmtun íslend- inga á samkomum. Hann er fögur íþrótt, eða á að vera það, stiginn eftir hljóðfalli söngs eða hljóðfærasláttar. Á síðustu og verstu tímum hefur þessi aðal- skemmtun þjóðarinnar verið stiginn við hljóðfæraleik svo- kallaðra danshljómsveita. Of oft er hljóðfæraleikur þessi yf- irþyrmandi hávaði, þar sem hverju liljóðfæri og heilbrigðu eyra er misþyrmt. Enda sann- ast mála, að sumir hljóðfæra- leikararnir eru sneyddir tón- listarhæfileikum. Hljóðfæra- leikur þessi mun liafa mjög sefjandi áhrif á fjöldasamkom- um, á líkan hátt og tilsvarandi „tónlist“ villimanna. En óvanir menn slíkum hávaða, og ófuli- ir, þola þetta misjafnlega, en flestir illa. Hljóðfæraleikur sá, sem hér hefur verið minnst á, er líkleg- ur til að eiga nokkurn þátt í þeirri skrílmennsku, sem þjóð- in stynur undan um þessar mundir og ber hæst í skemmt- analífinu. Bítlaæðið er grein af sama meiði. ÖKUMAÐUR I ÞUNGUM ÞÖNKUM Það bar til nýlega, að einn af ágætum borgurum Akureyrar kaupstaðar kom á lögregluvarð stofuna og bað um aðstoð. Hann var á bíl annars manns ,sem hann hafði tekið í' misgripum, var búinn að snúast dálítið í bænum en fann þá i vasa sínu um lyklakippu að sínum eigin bíl og sá þá, að hann hafði villst á fararskjótum. Nú bað maður- inn um upplýsingar um, hver væri eigandi bíls þess, er hann nú ók og hvar sinn bill væri niðurkominn. Greiddist fljóít og vel úr vanda þessum. „NÁHARSPENI“ NORDUR YFIR FJÖLL Þrátt fyrir tal stjórnarblaða og sumra þingmanna um, að al- (Framhald á blaðsíðu 2). Raflaanadeild KEA llutl í nýtt húsnæoi Þar starfa 15 manns FYRIR skömmu flutti Raflagna deild KEA á Akureyri í nýtt, mjög gott húsnæði. Deild þessi var í Hafnarstræti 87, en er nú í Glerárgötu 36, hinni miklu nýbyggingu Byggingavörudeild ar KEA, sem brann að nokkru í sumar og verið er að endur- byggja. Þar verða allar bygg- ingavörur KEA samankomnar á einum stað og auk þess vélar. Raflagnadeild KEA var stofn- uð þegar sveitirnar í héraðinu voru rafvæddar að verulegu leyti og þá veitti KEA bænd- um mikilvæga aðstoð um þær mundir, og var aðstoðin bæði verkleg, framkvæmd af kunn- áttumönnum deildarinnar, einn ig hafði hún á hendi efnisútveg un og auk þess veitti KEA fjár- hagslega aðstoð, sem var mjög mikilvæg. Blaðamaður skrapp nýlega í nýju raflagnadeildina laust fyr- ir kl. 1 e. h. í fyrradag. Deildar- stjórinn, Aðalsteinn Valdimars- son mætti 5 mín. fyrir 1, þá við vaxandi verkefni Páll Jónsson afgreiðslumaður tveim mínútum síðar. Siðan Ol- afur Jónsson löggiltur raf- virkjameistari alveg á mínút- unni, Björn Þorkelsson á hæla honum og jafn snemma heill hópur manna, rafvirkja og nema. Stundvísin var hin ágæt- asta. Raflagnadeildin selur nær eingöngu hinar margvíslegustu vörur til Taflagna. Viðskipta- vinir hennar eru því að mestu leiti hinir ýmsu rafvirkjar í bæ og nágrenni. Deildarstjórinn og Páll hafa afgreiðslu þeirra vara með höndum. En Raflagnadeildin annast líka hin ýmsu verkefni við raf- lagnir, sem hinir fyrrnefndu rafvirkjameistarar stjórna með aðstoð sex annarra rafvirkja og fimm nema. Samtals starfa því 15 manns hjá umræddri deild, við vaxandi verkefni og um- setningu. í hinu nýja og rúmgóða hús- næði er aðstaða öll önnur og betri en áður var og er það ánægjuefni. Þegar deildarstjórinn var að því spurður, hvort verkefni væru næg fyrir svo marga raf- (Framhald á blaðsíðu 7). Um kcsningaréfi KONUR hafa ekki kosningarétt og eru ekki kjörgengar í níu ríkjum, segir í yfirliti sem Sam einuðu þjóðirnar hafa látið gera. í sex löndum er kosninga réttur og , eða kjörgengi háð tak mörkunum sem ekki taka til karlmanna. Þau níu lönd, þar sem konur mega ekki kjósa eða vera í kjöri, eru Afganístan, írak, Jórd KLÚBBFUNDIRNIR KLÚBBFUNDIR Framsóknar- manna eru oft hinir fróðlegustu og ættu Framsóknarmenn að gefa þeim gaum. Á fimmtud. flutti Þráinn Valdi- marsson mjög fróðlegt erindi um flokksstarfið og Sigurður Jóhannesson um störf síðasta ■ Alþýðusambandsþings. En á eftir urðu hinar fjörugustu um- ■ ræður. Á þessum fundi minnti Har- aldur Þorvaldsson á, þegar að- eins sex Framsóknai-menn sátu slíkt þing, en nú 72. Fv. Bjöm, Aðalsteinn deildarstjóri og Ólafur. (Ljósni. E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.